Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12     ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999
l
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Atlantsskip ehf. fengu nýtt skip til varnarliðsflutninga eftir að
leiguskip var úrskurðað óhæft
„ÓHÓFLEG ÓGN VIÐ
SIGLINGAUMHVERFIÐ"
Atlantsskip ehf. ákváðu
að segja upp leigu-
samnmgi sinum um
flutningaskipið Pana-
yiota í kjölfar þess að
bandarísk yfirvöld
kyrrsettu skipið tíma-
bundið og gerðu alvar-
legar athugasemdir
við ástand þess.
NÝTT skip á vegum Atl-
antsskips, M/S Ra-
deplein, sem er í eigu
hollenskra aðila, kom til
landsins á laugardaginn. Stefán
Kjærnested, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, segir að Panayiota
hafi verið í siglingum fyrir Atlants-
skip til 25. júní sl., en 14. júní sl.
sendi bandaríska samgönguráðu-
neytið eigendunum bréf, þar sem
segir að bandaríska strandgæslan
hafi haft afskipti af Panayiota í
Portsmouth-höfn í Virginíu og
kyrrsett það í kjölfarið.
í bréfinu segir að ástand skipsins
sé með þeim hætti að það sé óhæft
til siglinga eða af því stafi óhófleg
ógn við siglingarumhverfið. Af
þeim sökum hafi skipið verið kyrr-
sett þar til ráðstafanir til úrbóta
voru gerðar. Stefán segir að Eim-
skip hf. hafi rekið harðan áróður
gegn skipinu í Bandaríkjunum á
undanförnum mánuðum og að þessi
niðurstaða stjórnvalda ytra sé
runnin undan rifjum forsvara-
manna félagsins.
Skiptu eftir áminningu
Stefán segir að Atlantsskip ehf.
hafi byrjað að nota Panayioto í nóv-
ember síðastliðnum og seinustu
ferð sína frá íslandi hafi skipið far-
ið í lok júnímánuðar og komið til
Norfolk 25. júní, eða ellefu dögum
eftir að bandarísk yfirvöld til-
kynntu eigendunum um mat þeirra
á ástandi þess. Atlantsskip tóku í
kjölfarið á tímaleigu nýtt 294 gáma-
eininga skip, M/S Radeplein, og
munu nota það til flutninga fyrir
varnarliðið.
Atlantsskip ehf. höfðu Panayiota
á tímaleigu til sex mánaða til að
byrja með og rann samningur þar
um út í maí og var hann framlengd-
ur, að sögn Stefáns, en slitið í iok
júní.
„Radeplein kemur í raun í stað-
inn fyrir Panayiota," segir Stefán.
„í framhaldi af því máli sem kom
upp gerðum við samning við eig-
endur skipsins, Bridgestone Shipp-
ing, um að það væru hagsmunir
beggja aðila að losa þann tímaleigu-
samning sem við höfðum þegar
skipið kom til Norfolk. Þegar við
tókum skipið á leigu gerðum við
ákveðnar kröfur sem það varð að
standast, kröfur sem eru líka gerð-
ar til okkar. Þegar við tókum skipið
á leigu stóðst það allar þessar kröf-
ur, en það lenti hins vegar í um-
ræddri skoðun og fékk áminningu
og þá höfðum við rétt á að koma
okkur út úr þessum samningi. f
framhaldi af því gerðum við samn-
ing um að leigja Radeplein sem við
erum afar sáttir við, þannig að eftir
á að hyggja erum við mjög ánægðir
með að hafa fengið tækifæri til að
skipta um skip," segir Stefán.
Stefán neitar því að Atlantsskip-
um ehf. hafi verið kunnugt um að
FLUTNINGASKIPIÐ Panayiota í Njarðvíkurhöfn í maí síðastliðnum.
skipið væri í óviðunandi ástandi,
enda hafi það bæði staðist skoðun í
Bandaríkjunum og á íslandi.
„Við siglum ekki vísvitandi skipi
sem við treystum ekki, alls ekki, og
myndum aldrei láta okkur detta
slíkt í hug. Panayiota stóð sig mjög
vel fyrir okkur og erfiðustu mánuð-
irnir í siglingum með tilliti til veð-
urs eru að baki. Ég hef ekkert
nema gott um samstarfið við
Bridgestone Shipping að segja. Við
áttum hins vegar alltaf kost á að
skipta út skipinu fyrir nýtt. Það
hafði komið til tals að fá stærra
skip með krönum og Bridgestone
átti stærra skip, þannig að sá
möguleiki kom til álita, en það
tengdist ekki því að við treystum
ekki Panayiota til að sinna þessum
flutningum."
Panayiota er skráð í eigu fyrir-
tækisins Bridgestone Shipping
Ltd. á Kýpur. Stefán segir að sam-
kvæmt seinustu upplýsingum sem
hann hafi um skipið annist það nú
siglingar í Karabíska hafinu, á
sömu slóðum og það starfaði áður
en Atlantsskip ehf. tóku það til
leigu.
Vildu grafa undan trausti
Stefán segir að í febrúar sl. hafi
lögmenn Eimskips í Bandaríkjun-
um sent bandarísku strandgæsl-
unni bréf þess efnis, að Panayiota
hefði fengið áðurnefnda áminningu
í júní 1998. Þetta hefði verið gert í
þeim tilgangi að grafa undan því
trausti sem Atlantsskip ehf. njóti
hjá bandarískum yfirvöldum. Þá
hafi Jóhann Páll Símonarson,
starfsmaður Eimskips, sent Sigl-
ingastofnun hérlendis og banda-
rísku strandgæslunni erindi í sama
tilgangi. „Þessir eftirlitsaðilar skoð-
uðu skipið og fundu ekkert að því,
en í júní var skipið skoðað aftur og
þá var það ekki talið uppfylla þær
kröfur sem gerðar eru ytra. Skipið
var hins vegar sjófært og því til
sönnunar má benda á að skipið er
farið frá Norfolk," segir Stefán. „í
báðum tilvikum, bæði í vetur og í
maí, er um að ræða leið Eimskips
til að koma höggi á andstæðinginn.
I þessu tilviki hefur það hins vegar
komið okkur vel, því að við erum
komnir með betra skip og erum al-
sælir með það."
Hinn 14. júní síðastliðinn sendi
bandaríska samgönguráðuneytið
eigendunum bréf, þar sem segir að
2. júní sl. hafi bandaríska strand-
gæslan haft afskipti af Panayiota í
Portsmouth-höfn í Virginíu og skip-
ið verið kyrrsett í kjölfarið. I bréf-
inu segir að ástand skipsins sé með
þeim hætti að það sé óhæft til sigl-
inga eða af því stafi óhófleg ógn við
siglingarumhverfið. Af þeim sökum
hafi skipið verið kyrrsett þar til
ráðstafanir til úrbóta voru gerðar.
„Þar sem meðfylgjandi eftirlits-
skýrsla hafnaryfirvalda gefur til
kynna að skrokkur skipsins, vél-
búnaður, tækjakostur og öryggis-
aðbúnaður sé verulega undir þeim
kröfum sem gerðar eru samkvæmt
reglum, eða áhöfn þess ekki í sam-
ræmi við lágmarkskröfur um fjölda
með tilliti til öryggis skipsins, hefur
skipið verið úrskurðað undir tilsett-
um gæðastaðli," segir í bréfi ráðu-
neytisins til eigenda.
Á lista um skip sem bandaríska
strandgæslan hefur sett í tíma-
bundið farbann einhvern tímann á
tímabilinu frá 1. júní 1998 til 31.
maí 1999, er að finna nafn Pana-
yiota og dagsetninguna 17. júní
1998. Á listanum eru þau skip sem
strandgæslan hefur skoðað eða haft
eftirlit með og teljur í blóra við al-
þjóðlega samninga eða viðteknar
venjur. Á grundvelli hans er unnt
að grípa til nauðsynlegra ráðstaf-
ana í því skyni að koma í veg fyrir
hugsanlega hættu sem stafa kunni
af þessum skipum á bandarísku
hafsvæði, í höfnum eða hugsanlega
ógn sem bandarískum þegnum
kunni að stafa af þeim. Skip geta
hins vegar verið tekin af listunum
ef eigendur þeirra eða útgerðir
áfrýja úrskurði þar að lútandi og
leggja fram gögn sem réttlæta slíkt
og/eða opinberir eftirlitsaðilar.
Samkvæmt lögum sem sett voru
í nóvember sl. og tóku gildi 1. janú-
ar 1999 mega skip sem svo er
ástatt um ekki sigla fyrir banda-
rísk stjórnvöld. í lok febrúar sl.
sendi yfirmaður sjóflutninga hjá
bandaríska hernum erindi til sam-
gönguráðuneytisins           varðandi
Panayiota og lagði til að skipinu
yrði meinað að flytja farm fyrir
bandarísk stjórnvöld, þar sem
skipið hefði verið kyrrsett tíma-
bundið í júní. Samgönguráðuneytið
úrskurðaði hins vegar á þá leið
tveimur dögum síðar að skipið
fengi að halda siglingum áfram fyr-
ir hið opinbera, þar sem nafn eig-
enda skipsins hefði ekki verið á
lista strandgæslunnar og það ekki
úrskurðað undir gæðastöðlum, en
uppfylla þurfti bæði þessi skilyrði
lögum samkvæmt til að verða þess
valdandi að skip missti opinbera
flutninga.
„Heppnin fylgi ykkur,
vona að skipið sökkvi ekki"
Jóhann Páll Símonarson, sem
starfar í millilandasiglingum hjá
Eimskip, neitar alfarið þeirri fuíl-
yrðingu Stefáns að hann hafi farið
að rannsaka ástand Panayiota á
vegum Eimskips. Hann sé sérstak-
ur áhugamaður um öryggismál sjó-
manna og hafi verið frá því að hann
missti vini sína í sjóslysum.
Jóhann Páll skoðaði Panayiota í
Njarðvíkurhöfn 21. maí síðastliðinn
og kveðst ekki hafa litist á ástand
skipsins. Hann bendir m.a. á að
lestarhlerarnir hafi verið mjög
ryðgaðir og hann telji samkvæmt
reynslu sinni af sjómennsku, að
hlerar í jafnslæmu ásigkomulagi
séu ófærir um að halda sjó frá lest-
um og farmi. Þá hafi þilfar skipsins
verið þakið olíublettum.
„Ég myndi aldrei þora að fara yf-
ir Atlantshafið frá íslandi til
Bandaríkjanna á skipi í þessu
ástandi. Á farm skipsins í þetta
skipti hafði einhver bandarískur
hafnaverkamaður, sem kallar sig
Randy, skrifað; „heppnin fylgi ykk-
ur, vona að skipið sökkvi ekki". I
þeim orðum kristallast það sem ég
hef að segja um málið," segir Jó-
hann Páll. Hann fékk ekki leyfi til
að fara ofan í skipið, en kveðst ótt-
ast að þar hefði blasað við ófögur
mynd.
„Má segja að
standist kröfur"
Hann skrifaði Siglingastofnun
11. maí og setti fram ábendingar
um öryggismál í Panayiota og fékk
svarbréf 25. þess mánaðar frá
starfsmanni stofnunarinnar, sem
skoðað hafði skipið, með „alla al-
menna öryggisþætti í huga og sér-
staklega hvað varðaði óhapp sem
varð við lestun/iosun sem olli
leka". Gerðar hefðu verið kröfur
um úrbætur og hefðu menn orðið
„við öllum athugasemdum og þær
lagfærðar undir eftirliti. Við brott-
för skipsins má segja að skipið
standist allar almennar kröfur um
siglingarhæfni og almennt ör-
yggi-"
Sophia hefur ekki
enn séð dæturnar
Halim Al
farinn
til fjalla
SOPHIA Hansen, sem nú er
stödd í Tyrklandi, hefur enn
ekki fengið að sjá dætur sínar,
en á fimmtudaginn lét hún
reyna á umgengnisrétt sinn
við þær en án árangurs þar
sem Halim Al og fjölskylda
hans eru nú stödd í fjallaþorp-
inu Divrigi. Þetta kom fram í
samtali Morgunblaðsins við
Sigurð Pétur Harðarson,
stuðningsmann Sophiu.
Að sögn Sigurðar Péturs
kom þetta útspil Halims Al
ekki á óvart, þrátt fyrir yfir-
lýsingar hans í íslenskum fjöl-
miðlum þar sem hann hefur
lofað því að Sophia fengi að sjá
börnin. Sigurður Pétur sagði
að Halim Al hefði farið á fulln-
ustuskrifstofu í Istanbul dag-
inn áður en umgengnisréttur
Sophiu öðlaðist gildi til að gefa
skýrslu sem og þá yfirlýsingu
að fjölskyldan hans væri í um-
ræddu fjallaþorpi og að hann
væri sjálfur á leið þangað.
Að sögn Sigurðar Péturs er
framhald málsins í mjög ná-
kvæmri skoðun og sagðist
hann búast við því að niður-
staða fengist í málið innan
fárra daga. Samkvæmt úr-
skurði Hæstaréttar Tyrklands
frá apríl 1997 hefur Sophia
umgengnisrétt við dætur sín-
ar frá 1. júlí til 30. ágúst ár
hvert, eða þar til dæturnar
hafa náð 18 ára aldri.
Könnun á bflbelta-
notkun á Suðurnesjum
Helmingur
ökumanna
í Grindavík
án bflbelta
BÍLBELTANOTKUN í Gr-
indavík og í Sandgerði er lítil
miðað við önnur bæjarfélög á
Suðurnesjum þótt þar sé hún
heldur ekki mikil. Þetta kom
fram í könnun sem umferðar-
öryggisfulltrúi Suðurnesja lét
framkvæma.
í Sandgerði keyrðu 44%
ökumanna án þess að hafa
beltin spennt og í Grindavík
voru 54% ökumanna án bíl-
belta. í fréttatilkynningu frá
umferðaröryggisfulltrúanum
segir að þótt ástandið nú sé
hræðilegt í Grindavík sé það
skárra en í fyrra, en þá voru
62% ökumanna án bflbelta.
Þess ber að geta að allt aðrar
tölur fengust ef umferð út úr
bænum var skoðuð en þá var
bflbeltanotkunin um 75%.
í Garðabæ óku 34% án bfl-
belta, í Hafnarfirði var talan
33% og í Reykjanesbæ 32%.
í könnuninni kom í ljós að
langflestir þeirra sem ekki
voru spenntir voru ökumenn
fyrirtækisbfla, vinnubfla eða
lítilla sendibfla en um 10 til
20% þeirra virtust spenna
beltin. Þá kom í Ijós að það var
algjör undantekning ef öku-
menn á vinnubflum bæjarfé-
laganna voru með spennt
belti. í fréttatilkynningu frá
öryggisfulltrúanum segir að í
flestum bflanna séu unglingar
í unglingavinnunni og því væri
ekki verið að gefa gott for-
dæmi. Skorað er á yfirvöld
sveitarfélaga að bæta úr
þessu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64