Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 37 LISTIR Hymni scholares sálmarnir látnir halda sér að«, mestu. Frumgerð hvers sálms var fyrst flutt án undirleiks en síðan með undirleik orgels og þá oftast í annarri tónhæð en frumgerðin. Þessi gömlu lög, sem eru mjög sterkt byggð og ætlað að standa ein og sér, byggjast á einfóldum tónbogum, sem Hróðmar náði ekki að fella inn í orgelundirleikinn. Þar með var undirleikurinn á stundum eins og utan við sönglínuna, sér- staklega í fyrsta hymnanum, Líkn- samasti lífgjafarinn trúr, sem þó var mest unninn og formskipanin. lík sem í kóraforspili. Næstu fjög-’ ur voru: Sólin upprunnin er, Beata nobis gaudia, Ó, Guð, eg aumur er og síðasti hymninn, Dagur er kom- inn að kveldi, sem var fallega unn- inn. Margrét Bóasdóttir og Finnur Bjamason skiptust á og sungu saman þessi fallegu sálmalög af glæsibrag, en hápunktur tónleik- anna var undirleikslaus söngur Finns á Iam ter quatemis trahit- ur, hymna úr söngkveri Skálholts- sveina. Það verður að segjast eins og er, að að frádregnu ávarpi staðar- prests var annar lestur óþarfur og engum hefði leiðst að heyra þessi' ^ gömlu lög sungin, jafnvel án undir- leiks, þótt slíkt hefði mátt hafa um hönd, svona til bragðbætis. Það sem heillar fólk í dag er uppruna- leiki þessara laga, sem tónfræði- lega má rekja til miðalda. Sérlega áhugaverð er sú staðreynd, að í þessum einföldu lögum er að fæð- ast sú tilfinning fyrir lagferli, sem síðar átti eftir að einkenna allan sálmasöng lútersku kirkjunnar. Sálmalögin em eitt merkasta framlag lútersku kirkjunnar til þróunar tónlistar og á þessum ein- földu, tónsterku lögum var byggt megnið af formgerðum lúterskra tónsmiða, er blómstraði í verkum meistara meistaranna, Johanns Sebastians Bachs. Það litla sem heyrðist af tónlist var nær það eina sem virkilega náði eyrum hlustenda og kalla má til efnis á tónleikum. Flutningur Margrétar Bóasdóttur, Finns Bjarnasonar og Hilmars Arnar Agnarssonar var í alla staði mjög góður og þótt útsetningar Hróð- mars séu ekki rismiklar var þar margt vel hljómandi. Jón Asgeirsson níiviJST Skálholtskirkja Fyrirlestrar og söngur Frumfluttar voru útsetningar Hróð- mars Inga Sigurbjörnssonar á hymn- um úr íslenskum handritum frá 17. öld, m.a. Söngkveri Skálholtssveina. Flyljendur: Margrét Bóasdóttir, Finnur Bjarnason og Hilmar Örn Agnarsson. Laugardaginn 3. júlí. KARLSHÁSKÓLAKÓRINN heldur ferna tónleika á íslandi. Tékknesk tónlist í Ráðhúsinu KÓR Karlsháskóla í Prag heldur ferna tónleika á íslandi í þessari viku og verða þeir fyrstu haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur nú í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá kórsins í kvöld verður eingöngu veraldleg tékk- nesk tónlist, auk þess sem Hall- freður Örn Eiríksson mun fjalla um Tékkland. Dagskráin í Ráð- húsinu tengist því að Prag, líkt og Reykjavík, verður ein menn- ingarborganna árið 2000. Kór Karlsháskóla kemur einnig fram á tónleikum í Reyk- holtskirkju í Borgarfirði mið- vikudagskvöldið 7. júlí kl. 21 og í Kristskirkju í Landakoti fimmtu- dagskvöldið 8. júlí kl. 20.30 og laugardaginn 10. júlíkl. 18. A efnisskrá kórsins eru verk eftir Bruckner, Rachmaninov, Philips og Lotti, auk tékknesku tón- skáldanna Harant, Martinu, Janacek, Eben og Lukas. Tón- leikarnir í Kristskirkju eru haldnir til styrktar viðgerð á orgeli kirkjunnar og gefur kór- inn vinnu sína í því skyni. Það er Hamrahlíðarkórinn sem skipuleggur komu kórsins til íslands, en Hamrahlíðarkórinn kom nýlega fram á tónleikum í Prag. Að sögn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, stjórnanda Hamra- hlíðarkórsins, er kór Karlshá- skóla mjög virtur í sínu heima- landi sem og innan Evrópusam- taka ungra kóra, sem kórarnir báðir eru meðlimir í. Þorgerður segir dagskrá Karlsháskólakórsins einkennast af fjölbreytni, en áhersla sé þó lögð á að kynna tékkneska tón- list fyrir íslendingum. Kórinn flytur verk eftir mörg þekktustu tónskáld Tékka, s.s. Martinu, Janacek og Eben, en Þorgerður sagði ekki síður áhugavert fyrir tónleikagesti að hlusta á flutning kórsins á verkum Rachmaninovs sem sungin verða á frummáli. FYRSTA tónleikahelgin í Skál- holti í ár hófst á ávarpi sr. Egils Hallgrímssonar, staðarprests í Skálholti, og fer vel á því að tón- listarhátíðin sé opnuð á trúarlegri hugvekju. Að henni lokinni söng Margrét Bóasdóttir hymna úr söngkveri Skálholtssveina, A sol- is ortus cardine (þýtt í efnisskrá „Svo vítt um heim sem sólin fer“), og var þessi fallegi hymni mjög vel sunginn af Margréti. Því næst hélt Hrafn Sveinbjarnarson lang- an fyrirlestur, sem að efni til hafði verið birtur í Lesbók Morg- unblaðsins um morguninn. Fyrir- lestur á illa við á tónleikum og ekki bætti úr skák, að lestur Hrafns fór að mestu fyrir ofan garð og neðan vegna tæknivanda- mála þær nærri 40 mínútur sem hann tók í flutningi. Betra hefði verið að prenta fyrirlesturinn í efnisskrá og þar hefði hann orðið mörgum gagnlegur fróðleikur um sönglífið í prestaskólanum í Skál- holti fyrr á tímum. Hinir eiginlegu Skálholtstón- leikar stóðu yfir í um það bil tutt- ugu mínútur, með bænainnskoti, lesnu úr söngkveri Skálholts- sveina. Þetta voru fimm útsetning- ar á gömlum sálmum við texta á ís- lensku og latínu. Raddsetningam- ar voru undirleikur á orgel en Vestan fjögur í Isafjarðarkirkju TÓNLEIKAR verða í ísafjarðar- kirkju miðvikudaginn 7. júlí kl. 21.30. Sönghópurinn „Vestan fjög- ur“ frá Flateyri og Söngfjelagið úr Neðsta flytja veraldleg og kirkjuleg lög frá endurreisnar- og barroktím- anum. Efni söngtextanna, sem eru á ýmsum tungumálum, fjallar aðal- lega um ást og tilbeiðslu. Á tónleikunum koma einnig fram þau Rúnar Vilbergsson og Hulda Bragadóttir og leika saman á fagott og orgel. Jafnframt leikur Hulda einleik á orgel og Rúnar á trommu með nokkrum af söngvun- um. Sönghópamir syngja bæði hvor í sínu lagi og saman. Gestastjórn- andi í nokkrum lögum er Guðrún Jónsdóttir söngkona. Menningarandlit MYIVDLIST Kjallari Norræna hússins LJÖSMYNIHR KAY RERft Til 22. ágúst. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18, en einnig mánudaga þegar sumardagskrá er haldin, frá kl. 19-20. Aðgangseyrir 200 kr. NORSKI ljósmyndarinn Kay Berg hefur myndað hátt á annað hundrað listamanna og menningarfrömuða frá þeim 9 borgum sem kallaðar verða menningarborgir Evrópu árið 2000. Eins og lesendur rekur eflaust minni til eru þrjár norrænar borgir í púllíunni, Reykjavík, Bergen og Helsinki. Um miðbik álfunnar verða Brussel, Kraká og Prag menningar- borgir árið 2000, og syðst reka Santi- ago de Compostela, Avignon og Bologna lestina. Það skal ósagt látið hvernig þessar níu borgir munu pluma sig aldamótaárið, en greini- lega eru fjölmargir þegar farnir að taka forskot á sæluna. Meðal þeirra er Kay Berg, en hann var valinn besti ljósmyndari Noregs árin 1996, 1997 og 1999. í tengslum við sýninguna verður gefin út bók með mannamyndunum, 164 að tölu. Einnig verður í bókinni kynning á menningarsögu hverrar borgar og núverandi menningarlífi. Um Reykjavík skrifar Matthías Jo- hannessen, en á sýningunni má sjá ágæta og Iíflega portrettmynd Berg af honum. Héðan mun sýningin fara til allra borganna, utan Brussel, en gerð hennar er styrkt af Bergen 2000 og Sambandi norskra ljós- myndara. í fljótu bragði virðist lítill munur á fólkinu sem Berg beinir linsunni að og gildir þá einu hvort menningar- postulinn kemur frá íberíuskagan- um norðvestanverðum eða Skandin- avíuskaganum suðvestanverðum. AIls staðar er mannfólkið sjálfu sér líkt, einkum leikararnir, en leikarar bera gjarnan starfið utan á sér, enda ætlað að tjá meira með fasi sínu og látbragði en öðrum mönnum. Sumar fyrirsæturnar eru upp- stilltar og afar meðvitaðar um sig sjálfar. Þær njóta þess bersýnilega að finna ljósopið hvíla á sér. Aðrir eru hlédrægari og eðlilegri; taka ljósmynduninni eins og hverju öðru hundsbiti. Raunar eru myndirnar 164 nokkurs konar margfaldur sálar- spegill til að áminna okkur um það að í hverri borg leynist ótrúlega fjöl- breytileg flóra listamanna og menn- ingarfrömuða. Ef til vill á -hver og einn meira sammerkt með kollega sínum í hinu horni álfunnar en hann getur vænst að eiga með starfsfélaga sínum úr sömu borg. Hver veit? Eg er þó ekki frá því að Kay Berg hafi valið sér leiðinlegasta sjónar- horn í portrettgerð sem hægt er að hugsa sér; einstaklinginn einan og samhengislausan. Hvers vegna valdi hann ekki frekar að gera portrett af mannlífi hverrar borgar með við- komandi manneskjum sem þunga- miðju fólksmergðarinnar, athafna- lifsins, fjörsins og almannatengsl- anna? Hvar eru borgirnar bakvið andlit- in? Maður saknar þeirra óneitanlega, því hversu gefandi sem margar þess- ara mynda eru sem persónulýsingar skortir þær tengslin við umhverfið sem var forsendan fyrh töku þeirra. Allar 164 manneskjurnar segja sína sögu, en þær segja ekkert um borg- hnar niu sem hafa fóstrað þær. Ef við vissum ekki hvaðan hvert andlit kemur - það er rækilega merkt með nafni viðkomandi borgar - mætti rugla þeim og segja okkur að Kra- kárbúinn kæmi frá Prag, Bolognabú- inn frá Santiago og Björgvinjarbúinn frá Helsinki. Til hvers er leikurinn gerður ef ekki að tengja mennina við rætur sínar og umhverfi? Það er býsna stór galli á annars ágætri tilraun að allir þessir ágætu listamenn og menningarfrömuðir skuli vera dregnir út úr spennandi dægurlífi sínu til að hanga í fullkom- lega hlutlausu tómarúmi. Það er eins og að bera mynd af lifandi laxi sem spriklar með sporðaköstum og gusugangi í sprænunni sinni við dauðan fisk á þurru landi. Það er fínt að vera góður ljósmyndari tæknilega séð. Hitt er þó snöggtum vænlegra að vera hugmyndaríkur listamaður með myndavélina að vopni. 4s Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.