Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						-rt
38     ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Fullorðinsfræðsla Menntasmiðja kvenna á Akureyri fékk styrk til að vinna með öðrum á Norðurlöndunum, í
Eystrasaltslöndunum og Rússlandi að verkefnum í fullorðinsfræðslu fyrir konur. Hafliði Helgason hitti konur
sem skipulögðu námskeiðið Freyja í Nordens folkliga akademi í Gautaborg og ræddi við nemendur._____
Styrkur, nytsemd
og sköpun náms
Markmiðið er alltaf að auka
lífsleikni nemenda
Sjálfstraustið eflist gagnvart
göllum samfélagsins
UNDANFARIN fímm ár
hefur verið rekinn daglýð-
háskóli fyrir konur á
Akureyri að norrænni fyr-
irmynd. Hefð og aðstæður fyrir slíka
starfsemi eru þó um margt ólíkar því
sem gerist á Norðurlöndum.
Menntasmiðja kvenna á Akureyri,
en svo heitir skólinn, hefur úr litlu að
spila en hefur þó tekist að halda úti
öflugri starfsemi. Sú staðreynd vakti
^athygli Norrænu ráðherranefndar-
innar sem veitti Menntasmiðjunni
styrk til að vinna með stofnunum á
Norðurlöndum, í Eystrasaltslöndun-
um og í Rússlandi að verkefnum í
fullorðinsfræðslu fyrir konur. Val-
gerður H. Bjarnadóttir, verkefnis-
freyja Menntasmiðjunnar, og Ragn-
hildur Vigfúsdóttir, íslenskur lektor
við Nordens folkliga akademi í
Gautaborg, skipulögðu námskeið
sem ber heitið Freyja og var haldið í
húsakynnum Nordens folkliga aka-
demi í Gautaborg í júní síðastliðnum.
„Hugmyndin varð til hér á NFA í
fyrra haust," segir Ragnhildur. „Hér
var í gangi námskeið fyrir kennara í
fullorðinsfræðslu frá Eystrasalts-
löndunum. Þegar við vorum að
kynna okkur tók ég eftir því að þrjár
konur af þessum þrjátíu þátttakend-
um, sem voru af báðum kynjum,
voru að vinna með konum í heima-
löndum sínum. Eg bað þær því um
að hitta mig og sagði þeim frá
Menntasmiðju kvenna á Akureyri og
því sem verið væri að gera þar. Eng-
in þeirra hafði verið að fást við heild-
stæða hugmyndafræði í menntun
kvenna, heldur verið með ýmiss kon-
ar námskeið. Þær sýndu því strax
mikinn áhuga sem verið var að gera
á Akureyri. Ég setti mig síðan í sam-
band við Valgerði og Lilian Hultén
hjá Kvennalýðháskólanum í Gauta-
borg og kannaði áhuga þeirra á því
að þessar þrjár stofnanir sæktu um
styrk ásamt þremur stofnunum í
Eystrasaltslöndunum og Rússlandi
til að þjálfa kennara í fullorðins-
fræðslu. Það varð úr og Mennta-
smiðjan, sem er í forsvari fyrir verk-
efninu, fékk einnar og hálfrar millj-
ónar króna styrk frá Norrænu ráð-
herranefndinni til verkefnisins. Sú
upphæð var einn þriðji af því sem við
höfðum gert ráð fyrir og urðum við
því að stytta námskeiðið og sníða það
að því sem við höfðum milli hand-
anna."
„Námskeiðið er fyrir kennara og
þjálfara í óformlegri menntun fyrir
konur og byggist á hugmyndafræði
kvennalýðháskólanna á Norðurlönd-
um," segir Valgerður. „I þessu tilviki
göngum við út frá þeim hugmyndum
sem notaðar hafa verið til grundvall-
ar starfsemi Menntasmiðjunnar."
„Ástæða þess að við horfum á
starfsemi Menntasmiðjunnar," bætir
Ragnhildur við, „og möguleika þess
að beita aðferðum hennar í Rúss-
landi og í Eystrasaltslöndunum er sú
að í Skandinavíu er rík hefð fyrir
slíkri menntun, mikill skilningur á
henni og þó pokkru fjármagni varið
til hennar. Á Akureyri hefur hug-
myndafræðin verið aðlöguð íslensk-
um veruleika og þeim fjármunum
sem fást þar til slíkra verkefna.
Þessi lönd geta engan veginn varið
sambærilegum upphæðum til þess-
arar menntunar við til dæmis Svía,
en hafa alla möguleika til að nýta sér
reynslu Menntasmiðju kvenna á
Akureyri."
Valgerður segir að takmarkað fé til
starfseminnar hafi ýtt undir að nýta
það sem hver kennari hafi upp á að
bjóða. „Dýrar bækur og kennsluefni
verða því að víkja fyrir hæfileikum
fræðarans til að miðla til nemend-
anna. Við spyrjum gjarnan kennar-
ana í Menntasmiðjunni; hvað finnst
þér skemmtilegast að gera og hvern-
ig er skemmtilegast að gera það?
Markmiðið er alltaf að auka lífsleikni
nemendanna. I Skandinavíu er rík
hefð fyrir þessum kennsluaðferðum,
mikilli þátttöku nemenda, lýðræði og
ekki tekin próf. Þessi hefð er varla til
á íslandi og við höfum því þurft að að-
laga okkur þeim hugsunarhætti. Þess
vegna erum við kannski betur til þess
fallnar að miðla hugmyndum til
þeirra sem búa við svipað ástand
hvað þetta varðar. Þær konur sem
sækja í þetta nám hafa margar
hvekkst f skólakerfinu eða langt er
síðan þær voru í námi, þannig að þær
eru hikandi við að takast á við form-
legt nám. Styrkur þessarar menntun-
ar er sá að hún nær til hóps sem ann-
ars myndi ekki sækja sér menntun.
Námið er þríþætt með megináherslu
á skapandi nám, sjálfstyrkjandi nám
og hagnýtt nám og samþættingu
þessara þátta.
Sá hópur sem hefur verið mest
áberandi í Menntasmiðjunni eru kon-
ur um miðjan aldur. Konur sem hafa
þörf fyrir að lífga upp á þekkingu sína
Morgunblaðið/Hafliði Helgason
NÁMSKEIÐIÐ er fyrir kennara og þjálfara í óformlegri menntun fyr-
ir konur," segir Valgerður t.v. Ragnhildur Vigfúsdóttir t.h.
og standa á einhvers konar tímamót-
um og þurfa að finna nýja stefnu í líf-
inu. Annars er aldursdreifingin frá
sautján ára og upp í sjötugt. í
Eystrasaltslöndunum er mikið at-
vinnuleysi meðal kvenna, en þó er það
hvergi jafn miMð og í Rússlandi, þar
sem á sumum svæðum eru 90%
kvenna atvinnulaus og meðaltalið er
60%. Þá kemur þetta nám sér vel, þar
sem það er góður undirbúningur fyrir
lífið, hvort heldur er á vinnumarkaði
eða utan hans. Það er náttúrlega bor-
in von í landi, þar sem atvinnuleysi
meðal kvenna er milli 60 og 90 pró-
sent, að allar þær konur sem fara í
gegnum svona nám fái vinnu í fram-
haldinu. Hitt er svo annað mál að
reynsla okkar er sú að konur sem
hafa farið í gegnum námið hafa flest-
ar fengið vinnu að því loknu."
Ragnhildur bætir því við að þörfín
fyrir slíkt nám í Eystrasaltslöndun-
um og í Rússlandi sé gríðarleg.
„Kennsluaðferðirnar í þessum lönd-
um hafa verið ákaflega hefðbundnar
og áhuginn mikill fyrir því að hrista
upp í þeim á þessari norrænu full-
orðinsfræðslu. Það er mikill áhugi
hjá þeim konum, sem hér voru á
námskeiðinu, bæði þeim íslensku og
hinum að móta svona heildstætt nám
eins og er í Menntasmiðjunni, í stað
þess að vera með einstök námskeið.
Maður fann hins vegar fyrir ákveðnu
kynslóðabili   á   námskeiðinu.   Þær
eldri voru fastari í því að fá handbók
upp í hendurnar, en þær yngri voru
opnari fyrir þessari hugmynda-
fræði."
Þær fengu framhaldsstyrk frá
Norrænu ráðherranefndinni til að
halda þessu samstarfi áfram og
segja upphaflegu hugmyndina hafa
verið þá að halda fimm námskeið í
mismunandi löndum, en styrkurinn
dugi ekki til slíks. Að loknu nám-
skeiðinu í Gautaborg er meiningin að
halda áfram starfi á Netinu, þar sem
áhersla verður lögð á þrjú megin-
efni: sjálfstyrkingu, atvinnuleit og
stofnun og rekstur eigin fyrirtækis.
„Meiningin var líka að fá grænlensk-
ar, færeyskar og samískar konur á
þetta námskeið. Það tókst ekki að
þessu sinni, en við erum ákveðnar í
að þær komi næst. Ástæðan hversu
miklu betur gekk að fá þátttakendur
frá Eystrasaltslöndunum, Rússlandi
og íslandi, er sú að Nfa hefur bein
tengsl við lykilmanneskjur í þessum
löndum, en á þessum stutta tíma
náðum við ekki að hitta á rétt fólk í
hinum löndunum," segir Ragnhildur.
„Það sýnir best mikilvægi per-
sónulegra tengsla og þess að fólk
hittist," bætir Valgerður við. „Það er
miklu auðveldara að ná að kveikja í
fólki sem maður hittir, en að senda
bréf úr tölvunni sem verður bara eitt
af mörgum bréfum sem það fær
þann daginn."
„Atvinnuleysið
hefur andlit konu"
ÞEGAR borið er að garði í húsa-
kynnum Nordens folkliga akademi
í Gautaborg eru smáir hópar í
hrdkasamræðum á vfð og dreif fyr-
ir framan húsið. Sólin skih og
mávarnir garga yfir haffletinum.
Konurnar tala saman á ensku með
hljdmfalli dlíkra tungumála og
konurnar frá Rússlandi og Eystra-
saltslöndunum bregða fyrir sig
rússneskunni þegar eitthvað þarfn-
ast nánari útskýringar. Þeim er
•"> mikið niðri fyrir og eitt og annað
sem þarf að ræða áður en sólin sest
á þessum löngu sumardðgum.
„Það er mikilvægt að komast í
samband við konur í ððrum löndum
sem eru að fást við svipuð verkefni
og mikilvægt að skiptast á reynslu
og upplýsingum um það sem við er-
um að fást við og skipuleggja sam-
starf í framtíðinni," segir Solvita
Freiberga, einn þátttakendanna
frá Lettlandi. „Það er mikilvægt að
vinna að fullorðinsfræðslu í Lett-
landi, sérstaklega fyrir konur.
Konur þurfa að átta sig á því að
T>ær þurfa ekki endUega að vera
vinnuafl, heldur geta þær tekið
frumkvæði og stofnað eigin fyrir-
tæki. Eitt hðfuðvandamál lett-
neskra kvenna er að samræma
ábyrgð heimilis og þátttöku á
vinnumarkaði. Þær konur sem hafa
verið uta.it vinnumarkaðar í ein-
^ivern tíma eiga erfitt með að kom-
ast inn á hann aftur. Margt hefur
breyst í millitíðinni. Tölvuvæðing
og breyting á regluumhverfi gera
það að verkum að vinnuumhverfið
er gjörbreytt frá því að þær hurfu
þaðan."
í sama streng tekur Kristiina
Luht frá Eistlandi. „Símenntun og
fullorðinsfræðsla er geysilega mik-
ilvæg til að opna fólki nýja mögu-
leika. Menntun úreldist líka hratt
og margir Eistar sem luku háskdla-
prófi eyddu miklu púðri í að lesa
sögu Kommúnistaflokksins. Þekk-
ing sem kemur að litlu gagni nú,
án þess að ég vilji gera Iítið úr mik-
ilvægi þess að fðlk þekki til sögu
sinnar. Nú er til dæmis afar mikil-
vægt að fólk kunni á tölvur og þdtt
í íljól.u bragði virðist einfalt að
verða sér úti um þá þekkingu er
okkar raunveruleiki sá að tölvu-
námskeið eru dýr og á fárra færi
að sækja þau. Það er því fjðldi
fdlks sem ekki fær aðgang að upp-
lýsingasamfélagiiiu."
Liuda Mecajeva hefur leiðbeint
háskólamenntuðum koiium í að
sækja fram á vinnumarkaði og seg-
ir það vandamál kvenna að þær
kunni ekki að bjdða sig fram sem
hámenntaður, hæfur vinnukraftur.
Hún hefur mikla reynslu af sam-
vinnu við Norðurlöndin. „Við erum
Norðurlðndunum afar þakklát fyr-
ir það samstarf og hjálp sem við
hðfum þegið af þeim. Við stðndum
þessum þjdðum nær en niörgiiin
öðrum og það er rökrétt að þrda
samfélag okkar í átt að þeim sam-
félögum. Svona samstarf er liður í
slíkri uppbyggingu."
Irina Lotova, sem er frá Péturs-
borg, segir atvinnuleysi kvenna í
Rússlandi gífurlegt vandamál. „At-
vinnuleysið hefur andlit konu.
Staða kvenna í Rússlandi er afar
slæm. Konur fá ekki aðgang að
störfum þar sem ákvarðanir eru
teknar og eitthvað er upp úr að
hafa. HeimUisofbeldi er landlægt
og réttindi kvenna mjög takmðrk-
uð. Þar fyrir utan eru konur illa
upplýstar um þau réttindi sem þær
þd hafa. Sú mynd sem hægt er að
draga upp af venjulegu heimUi í
Rússlandi er á þann veg að karlinn
er fyrirvinnan og tekur allar
ákvarðanir á heimilinu. Konan er
heimavinnandi og ekki tíl þess ætl-
ast að hún hafi skoðanir eða mein-
ingar um nokkurn skapaðan hlut.
Þess vegna er svona námskeið
gríðarlega mikUvægt fyrir okkur.
Við sjáum mðgnleika í því sem gert
hefur verið í fullorðinsfræðslu á ís-
landi, að byggja konur upp. Kenna
þeim að taka frumkvæði, stofna
eigin fyrirtæki og sækja út á
vinnumarkaðinn.
Það sem ég vil gjarnan taka
heim með mér af þessu námskeiði
er að kenna koiiiim að rjúfa þenn-
an vítahring. Byggja upp sjálfs-
traust þeirra og kenna þeim að láta
Morgunblaðið/Hafliði
KONAN (í Rússlandi) er heimavinnandi og ekki til þess ætlast að hún
hafi skoðanir eða meiningar um nokkurn skapaðan hlut," segir Irina
Lotova frá Pétursborg. Frá vinstri: Solvita, Kristiina, Liuda og Irina.
ekki samfélagið eða aðra misbjdða
sdr. Hjálpa þeim að stíga yfir þrösk-
uld fátæktar og sækja fram. A ís-
landi er rík hefð fyrir kvenréttinda-
baráttu og starfi með konum, og við
getum nýtt okkur mjög margt úr
því starfi. Það er hins vegar mjðg
erfitt að gera breytingar í Rúss- ^
landi vegna stærðar Iandsins. Á Is-
landi er hægt að breyta hlutum á
einni ndttu sem tæki áratugi í Rúss-
landi. Við verðum að byrja upp-
byggingarstarfið í stdrborgunum
og þaðan liggur leiðin út um land-
ið."   Islensku konurnar á námskeið-
inu telja sig líka margt geta lært af
konum frá Eystrasaltslðndunum og
Rússlandi. „Það að kynnast sjdnar-
miðum og aðstæðum annarra landa
er alltaf mikUvægt og þegar ég
kynnist konunum á námskeiðinu sé
ég betur kostina og gaUana við það
sem ég er að gera," segir Bjarn-
heiður Jdhannsddttir, jafnréttisfuU-
trúi á Norðurlandi vestra.
„Það sem'er svo merkUegt er að
enda þdtt ástandið hjá þeim sé dlíkt
ástandinu hjá okkur erum við í
grunninn að glíma við það sama,"
segir Inga Sigurðarddttir, sérkenn-
ari á Akranesi. „Vandamál lands-
byggðarinnar, þar sem unga mennt-
aða fdUdð flytur burt og aldur-
spýramídinn skekkist, eru sambæri-
leg við byggðaþrdun á íslandi.
Staða langtúnaatvinnulausra
kvenna er sú sama, hvar sem er í
heiminum. Þdtt atvinnulaus kona á
Akranesi hafi það jafnvel betra en
kona með atvinnu í Rússlandi, þá er
staða hennar í smu samfélagi jafn
slæm og konu í sðmu stððu annars
staðar. Við verðum að gera krðfur
út frá samfélaginu sem við búum í.
Þær fá ekki aðgðngumiðann að þvi
samfélagi sem þær búa í og þann
aðgðngumiða þurfum við að hjálpa
þeim að verða sér úti um".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64