Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 53 FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar Innbrot, slagsmál og um- ferðarmálefni meðal verkefna l.til 5. júlí 1999 LÖGREGLAN í Reykjavík sinnti margvíslegum verkefnum um helg- ina. Nokkur fjöldi árekstra varð um helgina og í fjórtán tilvikum þurftu ökumenn/farþegar að fara á slysa- deild til skoðunar með mismunandi alvarlega áverka. Mikil ölvun og slagsmál voru í miðbænum á föstudagskvöld. Voru 11 manns handteknir, en engin al- varleg meiðsl hlutust þó af. Þá var tilkynnt um 12 innbrot um helgina og sex tilkynningar bárust um rúðubrot. Arekstrar þar sem eignatjón varð voru 52. I tveimur tilvikum var öku- maður grunaður um ölvun við akst- ur. Um miðjan dag á föstudag varð árekstur tveggja bifreiða á Bústaða- vegi. Ökumaður og farþegi úr annarri bifreiðinni voru íluttir á slysadeild en meiðsli voru ekki talin alvarleg. Báðir voru í bílbeltum. Síð- degis sama dag varð harður árekst- ur með þremur bifreiðum á Vestur- landsvegi skammt vestan Grafar- holts. Sjö aðilar sem í bifreiðunum voru kenndu ýmissa eymsla og voru fluttir á slysadeild. Allir voru í bíl- beltum. Nokkru eftir miðnætti aðfaranæt- ur laugardags var tilkynnt um um- ferðarslys á Vesturlandsvegi við af- leggjarann að Reynisvatni. Þar hafði bifreið oltið en farþegi náði að komast út til að gera viðvart. Er komið var á vettvang var ökumaður meðvitundarlaus inni í bifreiðinni. Hann rejmdist talsvert slasaður og var fluttur á gjörgæsludeild. Far- þeginn var fluttur á slysadeild til að- hlynningai'. Hann mun hafa verið í öryggisbelti en ekki er vitað hvort svo var með ökumanninn. Snemma á laugardagsmorgun var bifreið ekið á Ijósastaur í austurbæn- um, ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Nokkru fyrir hádegi sama dag varð harður árekstur í Breiðholti. Ökumenn og farþegi voru fluttir á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli. Annar ökumannanna er grunaður um ölvun við akstur. A sunnudag varð árekstur með tveimur bifhjólum og bifreið á Suð- m'landsvegi við Hafraveg. Árekstur- inn varð með þeim hætti að ökumað- ur bifreiðarinnar hugðist beygja norður Hafravatnsveg, við það var bifhjólunum ekið aftan á bifreiðina. Fjórir voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið. 14 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur Um helgina voru 14 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 43 stöðvaðir vegna hraðaksturs. Um kvöldmatarleytið á fostudag var bif- reið ekið í burtu á miklum hraða eft- ir að hafa ekki sinnt stöðvunar- merkjum. Bifreiðin náðist ekki en skráningarnúmer hennar er vitað. Á laugardagskvöld sinnti bifreið ekki stöðvunarmerkjum á Suður- landsvegi eftir að hafa verið mæld á 132 km hraða. Eftir skamma eftirför stöðvaði bifreiðin í malargryfjum í Jósefsdal eftir að hafa verið beygt þangað. í bifreiðinni voru þrír aðilar sem fluttir voru á stöð. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. 7 ökumenn voru stöðvaðir eftir að hafa ekið gegn rauðu umferðarljósi, af þeim var einn ökumaður grunað- ur um ölvun við akstur. Fjöldaslagsmál á veitinga- húsi i miðbænum I Mosfellsbæ var piltur sleginn í höfuðið með glerflösku, skömmu eft- ir miðnætti aðfaranótt laugardags. Hann skarst talsvert á höfði og var fluttur á slysadeild. Fimm menn voru handteknir um miðnætti aðfaranótt sunnudags eftir slagsmál í og við veitingahús í mið- borginni. Upphafið var það að gler- flösku var kastað í mann. Eftir það var ótilgreindum fjölda flaskna kastað í fólk inni á staðnum sem aft- ur varð tilefni til fjöldaslagsmála. Síðla sömu nótt var tilkynnt um átök á milli karls og konu. Hann var fluttur á slysadeild illa skorinn í andliti, sennilega eftir spark kon- unnar. Þrír menn voru handteknir í mið- borginni eftir að lögregla hafði neyðst til að beita tvo þeirra tára- gasúða. Var verið að handtaka einn þeirra vegna óláta er hinir veittust að lögi'eglumönnunum. Einn lög- reglumaður slasaðist lítillega. Innbrot í vinnuskúr og sumarbústað Snemma á föstudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr í austurbænum. Talsverðum verð- mætum var stolið úr honum, þ.á.m. spreybrúsum með appelsínugulum lit. Brotist var inn í sumarhús við Mosfellsbæ, nokkrum verðmætum var stolið og lítilsháttar skemmdir unnar. Snemma aðfaranótt laugardags var maður handtekinn skammt frá Miklatúni eftir að hafa verið að horfa inn um glugga á íbúð. Hann hafði hlaupið í burtu er hann varð mannaferða var í íbúðinni en var handtekinn skömmu síðar eftir að hafa reynt að komast inn um glugga á annarri íbúð ekki langt frá. Um hádegisbil fannst bifreið úti í skurði í austurbænum. Hún hafði verið tilkynnt stolin nokkrum klukkustundum fyrr. Nokkru eftir kvöldmatarleytið sama dag var mað- ur handtekinn inni í íbúð skammt frá Hlemmtorgi eftir að hafa brotist inn í hana. Er komið var á vettvang var hann að setja muni í poka. Mað- urinn bar því við að vinur sinn byggi í íbúðinni. Ekki þarf að orðlengja það að hann var fluttur á stöð og í fangageymslu. Um miðbik aðfaranætur sunnu- dags var tilkynnt um rán í mynd- bandaleigu í austurbænum. Maður hafði ógnað starfsstúlku með vasa- hnífi. Hann hafði svo tekið nokkra tugi þúsunda úr afgreiðslukassa og hlaupið á brott. Góð lýsing var gefin á manninum. Það var svo um þrem- ur stundarfjórðungum síðar að til- kynning barst þess efnis að maður er svaraði til lýsingarinnar hefði sést fara inn í veitingahús skammt frá Hlemmtorgi. Þar var svo hinn grunaði handtekinn stuttu síðar. Við leit fannst á honum mest af því sem saknað var. Á laugardag brenndist barn á 10 til 15% líkamans eftir að sjóðandi vatn helltist yfir það. Barnið var flutt á slysadeild með 1 til 2 stigs bruna. Opinn fundur um átök á fjar- skiptamarkaði UNGIR framsóknarmenn standa fyrir opnum fundi um átök á fjar- skiptamarkaði sem ber yfirskritina: Samkeppni í hættu? Fundurinn verður haldinn í dag, þriðjudaginn 6. júlí, kl. 12.10 á Kaffi Reykjavík. Framsögumenn eru Eyþór Arn- alds, framkvæmdastjóri Islands- síma, Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Landssíma íslands og Þórólfur Árnason, forstjóri Tals. Fundarstjóri er Finnur Þór Birgisson, formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík. Eftir stutt framsöguer- indi verða umræður og fyrirspurnir úr sal. ----------------- LEIÐRÉTT Rangt nafn RANGT var farið með nafn golffé- laga Gissurar Ó. Erlingssonar í blað- inu sl. sunnudag. Nafn meðspilarans er Þráinn Valdimarsson. Eru við- komandi beðnir velvirðingar á mis- tökunum. Alþjóðlegt sumar- námskeið í íslensku FJÖGURRA vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku hófst í gær í Háskóla íslands. Heim- spekideild og Stofnun Sigurðar Nordals gangast fyrir námskeið- inu en stofnunin annast skipu- lagningu þess. Þetta er í ellefta skiptið sem stofnunin sér um undirbúning námskeiðsins og forstöðumaður hennar stjórnar því. „Þátttakendur verða 54 að þessu sinni. Þeir koma frá 17 löndum, flestir frá Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeim verður skipt í þrjá hópa í íslenskunám- inu eftir kunnáttu en margir hafa þegar lagt stund á íslensku heima fyrir. Kennarar með langa reynslu í að kenna útlend- ingum íslensku annast kennsl- una. Auk þess að nema íslensku gefst þátttakendunum tækifæri til að hlýða á fyrirlestra um náttúru íslands, sögu þjóðarinn- ar og menningu, heimsækja stofnanir og söfn og skoða sig um á söguslóðum á Vestur- og Suðurlandi. MikiII áhugi á íslenskunámi Mikill áhugi er á að læra ís- lensku víða um lönd, ekki síst í Norður-Evrópu og Norður-Am- eríku. Með ári hverju berast fleiri umsóknir um hvers konar íslenskunám fyrir útlendinga hér á landi. Miklu fleiri stúdent- ar sækja um alþjóðlegt sumar- námskeið í íslensku en unnt er að sinna. Nútímaíslenska er einnig kennd á mörgum stöðum erlendis. Minna má á að nú starfa 14 íslenskulektorar í átta Evrópulöndum með stuðningi íslenskra stjórnvalda. Annast Stofnun Sigurðar Nordals þjón- ustu við þá,“ segir í fréttatil- kynningu frá stofnuninni. DEINS ÞESSA VIKU FLOTTU. FRÖNSKU GARDÍNURNAR 30% AFSLÁTTUR - DÚKAR, DISKAMOTTUR 0G SERVÍETTUR 20-40% AFSLÁTTUR NÝ SENDING AF HANDKLÆÐUM 0G BADMOTTUM Lín & léreft BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 561 1717 Olíufrí loftpressa Sérhannaaar loftpressur Henta vel fyrir tannlækna- stofur og aðra sem viíja olíufrítt loft. Pessí tegund loftpressu er oiíu- laus, með þurrkara og síu, og upp- fyllir kröfur Heilbrigðíseftiriitsins. Við bjóðum sérstaka þjónustu varðandí loftkerfi sem er fóigin í eftirfarandi: 1. Útteki á núverandi loftkerfi. 2. Uppsetningu á nýrri pressu og frágangur á loftkeríinu. 3. Reglulegt eftírlit með pressunni og loftkerfinu eftír nánara samkomulagi. Er þetta ekki eitthvað sem þú heföir þörf fyrir og gætir nýtt þér? Hafðu samband oa leitaðu nánari upplýsinga hjá okkur ísfma 568 6925 ÞAÐ LIGGUR í LOlFTINU m III lli s n ln P Garðsenda 21, 108 Reykjavík. Sími 568 6925. LUXEMB0RG Frá upphafi: Besta leiðin til Evrópu Luxair býður upp á beint flug til Lúxemborgar með þægilegri og hraðskreiðri þotu. Frá Lúxemborg liggja vegir til allra átta. Keflavík — Lúxemborg 0.45 6.25 Q Lúxemborg — Keflavík Q 22.20 0.05+1 LUXAIR THE WINGS OF CHANGE www.luxair.lu Nánari upplýsingar og bókanir hjá öilum helstu ferðaskrifstofum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.