Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999     31
FERÐALOG
Nýtt
gisti-
heimili á
Þórshöfn
Þórshbi'n. Morgunblaðið.
GISTIHEIMILIÐ Lyngholt var
opnað fyrir skömmu og er það ungt
par, sem á rætur sínar hér í byggð-
arlaginu, sem stendur að þessu
framtaki en það eru Karen Rut
Konráðsdóttir og Ólafur Birgir Vig-
fússon. Lyngholt er reisulegt stein-
hús; kjallari, hæð og ris og stendur
við Langanesveg 12. I húsinu eru
fjögur svefnherbergi, eldhús, setu-
stofa með sjónvarpi og baðherbergi;
gistirýmið er fyrir átta manns.
Lyngholt er vel staðsett rétt hjá
nýju íþróttamiðstöðinni, þar sem
hægt er að komast í sund og gufu,
tækjasal, nudd, trimmform og tur-
bóljósabekk.
Gistiheimili í ömmuhúsi
Það er áhrifaríkt framtak þegar
ungt fólk byggir upp í heimabyggð
sinni og hefur húsið Lyngholt ef-
laust nokkra sérstöðu hjá Karen og
Ólafi Birgi. Það voru móðurforeldr-
ar Karenar sem upphaflega byggðu
húsið og nefndu Lyngholt en eftir
þeirra dag var húsið selt og hefur
verið í eigu tveggja annarra aðila
þar til Karen og Oli eignuðust það
og réðust í endurbætur og breyting-
ar. Að sögn Karenar hefur nú
draumur hennar orðið að veruleika
því þegar hún var lítD hjá ömmu
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir.
OLAFUR Birgir og Karen Rut framan við gistiheimilið Lyngholt.
sinni í þessu húsi sagði hún alltaf að
hún ætlaði að búa í Lyngholti þegar
hún yrði stór.
Mikill tími og vinna fór í að gera
húsið upp en Karen og Ólafur Birg-
ir eru bjartsýn og vonast til að þau
hafi árangur sem erfiði.
Ferðir út á Langanes vinsælar
Mikið hefur verið um ferðafólk á
Þórshöfn og nágrenni það sem af er
sumri og er mál manna að fleira
fólk hafi heimsótt byggðarlagið það
sem af er sumri núna heidur en allt
sumarið í fyrra. Ferðir út á Langa-
nes verða sífellt vinsælli og eru
augu fólks að opnast fyrir þeirri
náttúruperlu sem Langanesið er og
æ fleiri leggja leið sína þangað. Það
ætti því að vera bjart framundan
hjá aðilum í ferðaþjónustu og veð-
urguðirnir hafa verið þeim hliðhollir
síðustu vikurnar.
Hestaleiga og reiðsýn-
ingar á Kvíarhóli
A KVIARHOLI í Ölfusi reka hjónin
Gunnar Sigtryggsson og Guðmunda
Hulda Jóhannesdóttir hestaleiguna
Eðalhesta, ásamt því að bjóða upp á
gistingu. Gistingin er með morgun-
verði og einnig er hægt að komast í
heitan pott. Starfsemin hefur verið í
uppbyggingu undanfarin tvö ár en
komst í gang að fullu í vor.
Á staðnum er nýtt 25 hesta hús og
einnig 240 fermetra reiðskemma.
„Reiðskemman nýtist vel til að æfa
óvana áður en lagt er í hann," segir
Gunnar. Hestaferðirnar eru allar
miðaðar við eina dagleið, eða frá ein-
um upp í átta tíma. Er þá jafnan far-
ið um allt Olfusið, upp með Ingólfs-
fjalli eða jafnvel yfir í Grafninginn.
„Hérna kemur fólk sem ferðaskrif-
stofurnar senda hingað sem og hóp-
ar frá fyrirtækjum. Þetta eru bæði
íslendingar og útlendingar," segir
Gunnar. Það er líka grillaðstaða fyrir
hendi á Kvíarhóli og hægt er að setja
upp langborð í reiðskemmunni.
Haldnar eru reiðsýningar fyrir
hópa ef þess er óskað en það er sýn-
ingarvöllur á staðnum. Segir Gunnar
að þetta sé gert að fordæmi sýninga
Hestasports á Vindheimamelum og
bendir á að þessi siður mætti gjarnan
breiðast um landið. Kvíarhóll er aust-
an við Ölfushöllina, milli Hveragerðis
og Selfoss, 45 km frá Reykjavík.
OSTAMOT, strokkur og þvottabretti. Allt gamlir
nyljahlulir sem fylgdu húsinu.
greiddi fyrir gistinguna með mál-
verkum.
Starfsemi Iá niðri í 5 ár
Arið 1988 var reksturinn leigður
út og við honum tóku Ólína Geirs-
dóttir og Steinþór Ólafsson. Þau
sáu um reksturinn í eitt ár en þá
tóku við Helga Sigurðardóttir og
Viðar Aðalsteinsson. Þau ráku húsið
sem heilsárs gistihús þrátt fyrir að
lítið væri að gera yfir vetrartímann.
Þau hættu rekstrinum árið 1993 en
þá var svo komið að húsið þurfti
mikils viðhalds við og hafði haft
undanþágu frá Brunamálastofnun
til þess að geta haldið uppi starf-
semi. Það var því engin starfsemi í
húsinu þar til árið 1998 þegar af-
komandi fyrstu íbúa hússins, Jóns
og Margrétar, Gunnlaugur Jónas-
son, og kona hans, Hulda Daníels-
dóttir, keyptu húsið og gerðu það
upp. Þau luku endurbótum á Gisti-
húsinu í fyrrasumar. Ekki er þó
heildarendurbótum fullloldð því þau
gera ráð fyrir að gera upp kjallar-
ann og opna þar fundar- og veislu-
sal.
Einstakt hús á landsvísu - aftur
í hendur fjölskyldunnar
Húsið fékk styrk frá húsfriðunar-
nefnd og er því ætlað að varðveitast
að mestu leyti í sinni upprunalegu
mynd. I umsögn nefndarinnar um
viðgerðir og framtíð hússins segir:
„Gistihúsið er stærsta steinhús á
Austurlandi frá þessu tímabili, en
tími steinhúsa reið snemma í garð í
þessum landshluta. Það hefur varð-
veist tiltölulega lítið breytt frá
fyrstu tíð, er glæsilegt á að líta, í
fallegum hlutföllum með vönduðum
skreytingum umhverfis glugga og
við inngang. Það stendur í fögru
umhverfi og er órofa hluti af því.
Það er ekki bara einstakt fyrir
Egilsstaði heldur á landsvísu."
Gistihúsið á Egilsstöðum var opnað
á ný í júní 1998. Jón Bergsson,
frumbyggi hússins, var langafi
Gunnlaugs og er því húsið og starf-
semi þess komið í hendur afkom-
enda.
Heimildir eru sóttar í Egilsstaða-
sögu og í umsögn húsfriðunarnefnd-
ar um Gistihúsið á Egilsstöðum.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Kynning
ídagkl. 14-18 í
Hagkaup - Skeifunni,
Vesturbæjar Apóteki og
Apótekinu Iðufelli.
¦ Kynningarafsláttur •
Garðhusgogn
UTSALA!

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68