Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is FRÉTTIR IS og Norway Seafood í viðræðum um samstarf Breskum Á LAUGARDÖGUM ,...............M_ • Graham Taylor - kóngurinn á Vicarage Road/B1 ; Logi Ólafsson ekki sam- • mála þjálfara Lokeren/B4 Viðræður um samnýtingu fískréttaverksmiðju ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. og norska fyrir- tækið Norway Seafood ASA hafa ákveðið að kanna hagkvæmni þess að taka upp samstarf um verksmiðjurekstur félaganna í Evrópu á fullunnum sjávarafurðum. Nú þegar hafa félög- in allumfangsmikið samstarf á sviði hráefnisöfl- unar. Islenskar sjávarafurðir hf. reka nýlega fisk- réttaverksmiðju í Boulogne sur Mer sem fram- leiðir einkum fyrir markaði í Frakkiandi og Mið- Evrópu. Verksmiðjan er hluti af Gelmer-fyrir- tækinu sem ÍS keypti seint á árinu 1997. Á þessu ári er áætfað að verksmiðjan framleiði um 14.000 tonn af fullunnum vöimm. Norway Seafood ASA á fiskréttaverksmiðju í Þrándheimi þar sem áætlað er að framleiða um 9.000 tonn af fullunn- um vörum á þessu ári. Markaðir verksmiðjunnar eru einkum í Skandinavíu en vaxtarmöguleikar eru takmarkaðir, m.a. vegna þess að kvótar Norðmanna til að flytja fullunnar fiskafurðir toll- fijálsar til landa ESB eru fullnýttir. Eins og áður segir hafa fyrirtækin ákveðið að kanna hagkvæmni þess að taka upp sam- starf um verksmiðjureksturinn en slíkt sam- starf gæti falið í sér að hluti af framleiðslu NWS í Þrándheimi flyttist til Boulogne sur Mer. Hins vegar er gengið út frá því að fyrir- tækin annist sjálf sín markaðs- og sölumál eins og verið hefur. Gert er ráð fyrir að það skýrist á næstu þremur til fjórum mánuðum hvort af þessu samstarfi verður. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um að kanna frekara samstarf milli fyrirtækjanna. Verða meðeigendur í verksmiðjunni Að sögn Finnboga Jónssonar, forstjóra ÍS, eru viðræðumar við Norway Seafood í fram- haldi af samþykkt stjórnar IS um að kanna möguleika á að fá aðra aðila til samstarfs um rekstur verksmiðja félagsins erlendis. Hann segir að formlegar viðræður hefjist innan skamms. „Þá verður kannað hvort hagkvæmt er fyrir bæði félög að taka upp slíkt samstarf. Ávinningur Islenskra sjávarafurða er fyrst og fremst aukin nýting á afkastagetu verksmiðj- unnar og aukið samstarf í tækni- og þróunar- málum. Það er gert ráð fyrir að Norway Seafood verði meðeigendur í verksmiðjunni ef af samstarfinu verður. Við höfum í vaxandi mæli keypt hráefni af Norway Seafood til verksmiðja okkar í Boulogne sur Mer og teljum að það gæti verið akkur í því að vera í samstarfi við jafn öfl- ugt fyrirtæki og þetta,“ segir Finnbogi. Norway Seafood ASA er alþjóðlegt fyrirtæki sem á síðasta ári velti. um 47 milljörðum ís- lenskra króna. Eignir þess um síðustu áramót voru um 27 milljarðar króna og eigið fé tæpir 11 milljarðar króna. Fyrirtækið er með starf- semi í mörgum löndum en stærstur hluti tekn- anna verður til í Bandaríkjunum, Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð. Eigandi fyrirtækisins er Aker RGI Holding AS. Ingimundur hf. kaugir togarann Sléttanes IS Líklegast gerður út frá Reykjavík INGIMUNDUR hf. og Látrar hf. hafa gert samning við Básafell hf. á Isafirði um kaup á frystitogaranum Sléttanesi ÍS. Skipinu fylgja 4,5% aflaheimilda Básafells, en í lok ágúst á síðasta ári átti Básafell alls um 7.000 þorskígildistonn. Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Básafells, vildi sem minnst tjá sig um málið þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Hann sagði þó að líklegast yrði Sléttanes- ið gert út frá Reykjavík. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð. tír rækju í þorsk Ingimundur hf. seldi nýlega stærsta rækjuveiðiskip flotans, frystitogarann Helgu RE, til Grænlands með fyrirvara um sam- þykki þarlendrar stjórnar. Armann Ármannsson, framkvæmdastjóri Ingimundar hf., sagði þá í Morgun- blaðinu, aðspurður um ástæður söl- unnar: „Eg veit ekki frekar en fiskifræðingarnir hvað er að gerast í rækjunni hérna heima og er mjög hræddur við þetta.“ Með þessari sölu og kaupum á Sléttanesi hefur fyrirtækið hætt rækjuveiðum og hyggst snúa sér að þorskveiðum. Ármann vildi ekki tjá sig um kaupin á Sléttanesinu þegar Morg- unblaðið talaði við hann í gær- kvöldi. V estmannaeyjar Færeyskur sjómaður fannst látinn FÆREYSKUR sjómaður af fiskibátnum Björgvin FD 650 fannst látinn í höfninni í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi. Ekk- ert hafði spurst til mannsins síðan kl. 2 í fyrrinótt, en að sögn lögreglu fóru skipsmenn að undrast um hann um kl. 14 í gær og létu þá lögreglu vita. Lögregla hóf strax víðtæka eftirgrennslan og leitaði ásamt Björgunarfélagi Vestmanna- eyja víðsvegar um bæinn, í hús- um Færeyinga og í öðrum bát- um. í gærkvöldi leituðu kafarar í höfninni og fundu manninn um kl. 21.30. Ljóst þótti að maður- inn, sem var um fertugt, hefði fallið milli skips og bryggju. Missti handlegg í vinnuslysi POLSK kona á fertugsaldri missti handlegg í vinnuslysi í gærdag. Konan var við vinnu í Skelfiskvinnslunni á Flateyri er atvikið átti sér stað. Hún var flutt með sjúkrabíl til ísafjarðar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þar var gert að sárum henn- ar og var líðan hennar eftir at- vikum í gærkvöldi, að sögn læknis á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Tildrög slyssins eru ókunn, að sögn lögreglu á ísafirði. Rannsóknarlögreglumaður frá Isafirði vann að rannsókn máls- ins á slysstað auk Vinnueftir- litsins. manni komið til bjargar ÓSKAÐ var eftir aðstoð Landhelg- isgæslunnar í gærdag við að koma alvarlega veikum breskum manni á sjúkrahús. Maðurinn var um borð í breska rannsóknarskipinu Charles Darwin, sem statt var 205 sjómílur suður af Kötlutanga. Þetta er eitt lengsta björgunarflug sem Landhelgisgæslan hefur farið, en flugleiðin frá Reykjavík var um 260 mflur. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF- Líf lagði af stað um klukkan fimm í gær og lenti við Sjúkrahús Reykjavíkur um tíuleytið í gær- kvöldi. Að sögn Landhelgisgæsl- unnar var haft samband við hana frá björgunarmiðstöðinni Clyde í Bretlandi. Skipið var statt inni á bresku björgunarsvæði er atvikið átti sér stað en í of mikilli fjarlægð fyrir þyrlur þeirra. Send var þota af gerðinni Nim- rod frá herflugvellinum Kinloss til að aðstoða þyrluna við björgunar- störf, halda uppi fjarskiptum og tryggja öryggi þyrlunnar. Björg- unarstörf gengu mjög vel að sögn Landhelgisgæslunnar. VEL gekk að ná manninum um borð í björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar. Þúsund e-töflur fundust í hraðpósti frá Þýskalandi Fjórir í gæsluvarðhald HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði seint í gærkvöldi þrjá ein- staklinga, tvær konur og karlmann, í gæsluvarðhald til 20. júlí nk., og annan karlmann í gæsluvarðhald til 16. júlí nk. að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Fólkið er grunað um að- ild að innflutningi mikils magns e- taflna. Þegar er búið að úrskurða einn mann í vikulangt gæsluvarðhald vegna málsins sem kom upp síðast- liðinn miðvikudag þegar fíkniefna- hundur tollgæslunnar fann tæplega þúsund e-töflur í hraðpóstsendingu. Tollverðir voru ásamt hundinum að kanna hraðpóstsendingar hjá fyr- irtæki sem sérhæfir sig í slíkum sendingum, þegar í ljós kom að í ein- um bögglinum leyndust alls 969 e- töflur. Sendingin var póstlögð í Þýskalandi og merkt þeim manni sem þegar hefur verið úrskin-ðaður í gæsluvarðhald. Erlendar nektardansmeyjar Lögreglan í Reykjavík hóf strax rannsókn málsins, sem leiddi til þess að þrír karlmenn og tvær konur voru handtekin, en einum mannanna var síðan sleppt. Konumar, önnur frá Hollandi og hin frá Eistlandi, hafa starfað hérlendis sem nektardans- meyjar og er önnur þeirra tvítug en hin tuttugu og þriggja ára. Mennirnir, báðir íslenskir, 30 og 33 ára, hafa ekki áður komið við sögu lögreglu hérlendis vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en annar þeirra tengist starfi kvennanna. Ferill beggja stúlknanna ytra er nú til skoðunar. Mikið magn eiturs „Þúsund töflur er mikið magn og það er mikilsvert, eins og í öðrum fíkniefnasmyglmálum, að þessi efni komist ekki á markað hérlendis,“ segir Ómar Smári Armannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn rannsóknar- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Hann segir ekki vitað um styrkleika efnisins, en það er nú til rannsóknar, sem og málið í heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.