Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6     LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Strandamenn gera
út á galdrahefð
Á JÓNSMESSUNÓTT næsta sum-
ar verður opnaður fyrsti áfangi yfir-
litssýningar um galdra á fyrri öld-
um á vegum héraðsnefndar
Strandaýslu. Sýningin, sem hefur
verið í undirbúningi í nokkur ár,
verður á fjórum stöðum í Stranda-
sýslu, og gera menn sér miklar von-
ir um að hún muni laða að bæði inn-
lenda og erlenda ferðamenn.
Strandamenn ætla þar með að gera
út á sterka galdrahefð í sýslunni, en
um fimmtungur þeirra galdra-
manna sem brenndir voru á Islandi
voru úr sýslunni.
Jón Jónsson, framkvæmdastjóri
Sögusmiðjunnar, sem unnið hefur
að undirbúningi sýningarinnar, seg-
ir að á hverjum sýningarstað verði
þema sem tengist göldrum, og er
það valið með tilliti til sögu hans.
Á Bæ í Hrútafirði verður fyrsti
áfanginn opnaður, og er þema hans
„yfirvaldið og almúginn" í tengslum
við galdra. Þar bjó á 17. öld Þorleif-
ur Kortsson lögmaður, sem hafði
forgöngu í galdraofsóknum og lét
brenna fjölda manna á Vestfjörðum.
Galdrar sem hjálpartæki
við búreksturinn
Á Hólmavík verður sýning með
sögulegu yfirliti um galdra, og
fræðasetur í tengslum við það. I
Bjarnarfirði verður sýning um „bú-
andkarlagaldra", um galdra sem
hjálpartæki við búreksturinn. Þar
bjó Svanur bóndi á Svanshóli sem
sagt er frá í Njálu. Hann var fjöl-
kunnugur mjög, ódæll og illur
viðureignar.
í Trékyllisvík verður sýning
helguð einu galdramáli, „Trékyllis-
víkurundrunum", sem olli þrjátíu ára
málaferlum. Þar lét Þorleifur Korts-
son brenna þrjá menn á báli árið
1654, og er það talið upphaf galdra-
aldar á íslandi, þó að vísu hafi einn
maður verið brenndur
fyrir galdra árið 1625.
„Hugmyndin er sú að
menn þræði sýninguna,
fari alla sýsluna á enda
og skoði staði sem
tengjast göldrunum,"
segir Jón. „Á öllum
þessum stöðum verður
varanleg sýning. Textar
og myndir eru aðalsýn-
ingargripirnir, en við
ætlum einnig að reyna
að endurskapa þennan
hugarheim með allra
handa uppstillingum og
leikmyndum."
Jón segir að ýmist
verði eldri hús nýtt, eða
ný reist undir sýning-
una.    „I    Bjarnarfirði,
öðrum áfanga hennar,
verður    reist    torfhús
með    því    lagi    sem
Strandamenn notuðu til
að reisa sér útihús. Það var nokkuð
sérstakt, því þeir höfðu nógan reka
og voru því ekki í neinum vandræð-
um með viðinn."
Fjármögnun hefur gengið vel
Stefnt er að því að allir sýningar-
staðirnir verða komnir í gagnið inn-
an 3-5 ára, og fer framkvæmdahrað-
Morgunbiaðið/Arni Sæberg
JON Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sögu-
smiðjunnar, sem
unnið hefur að und-
irbúningi galdrasýn-
ingarinnar.
inn eftir því hvernig til tekst með
fjármögnun. „Hún hefur reyndar
gengið ágætlega hingað til," segir
Jón. „Við höfum fengið styrM frá
Byggðastofnun, Átaki til atvinnu-
sköpunar, Nýsköpunarsjóði náms-
menntamálaráðuneytinu
og auk þess höfum við
verið í samstarfi við
Menningarborgina
Reykjavík árið 2000."
I tengslum við und-
irbúning sýningarinnar
hefur verið gerð um-
fangsmikil grunnrann-
sókn á heimildum um
galdra, enda tekur Jón
fram að hún sé fræði-
lega unnin. Hann segir
að stefnt sé að því að
gera rannsóknirnar að-
gengilegar á tölvutæku
formi á sýningunni.
Jón og Magnús
Rafnsson bókmennta-
fræðingur, sem búsett-
ur er í Bjarnarfirði,
hafa unnið hvað mest
að undirbúningi sýn-
ingarinnar. Arni Páll
Jóhannsson hönnuður
hefur verið fenginn til
að hanna hana. Auk þeirra þriggja
er í undirbúningsnefhd sýningar-
innar Þór Örn Jónsson sveitarstjóri.
Aðspurður segist Jón ekki hafa
fengið leyfi frá kirkjunni fyrir sýn-
ingunni. „Við vorum reyndar að spá
í hvort við gætum styrk frá Kristni-
hátíðarnefnd, úr því opnunin verður
á kristnitökuárinu. Kirkjan hefur
GALDRASYNING
í STRANDASÝSLU
Galdrastafurínn
4+ff   Ægishjálmur er
merki Strandasýslu
^iSkjaldabjarnarvík     fl ý }J fl .
/    sBjarnaTfíorður            ,,
X/     v^              flói
T$fynga-         Z^Drangavik        '
SÖv^T '"Sólftfiöröur
1    Noröurfíörður

yeioikysa
ýmislegt að svara fyrir í sambandi
við galdramálin, þannig að hún ætti
auðvitað að sjá sóma sinn í styðja
við svona uppákomur."
Friðarhlaupinu lýkur á Ingólfstorgi í dag
MARGIR hafa tekið þátt í friðarhlaupinu.
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
Hálendiseftir-
lit fjalla-
lögreglu hafíð
LÖGREGLUEMBÆTTIN í Vík í
Mýrdal, á Hvolsvelli og Selfossi hafa
með tilstyrk frá embætti ríkislög-
reglustjóra og í samstarfi við Um-
ferðarráð hafið eftirlit á öllu hálend-
inu sunnan jökla.
Hér er um nýmæli að ræða í lög-
reglueftirliti og mun það fara fram
allar helgar í sumar um aðalferða-
mannatímann. Mega vegfarendur
því eiga von á lögreglu á ferða-
mannastöðum s.s. í Veiðivötnum,
Landmannalaugum, Kerlingarfjöll-
um og á leiðum milli þeirra, um
hverja helgi það sem eftir lifir sum-
ars.
Eftirlitið hófst í gær þegar lög-
reglan í Vík hóf fyrstu yfirreið sína
en tveir lögreglumenn og einn lækn-
ir verða í hverri för á lögreglujeppa.
Verður m.a. haft eftirlit með ölvun-
ar- og utanvegaakstri og önnur að-
stoð veitt sem kostur er. Með því að
hafa lækni með í för verður unnt að
taka blóðsýni úr ökumönnum á
staðnum þegar upp koma tilvik þar
sem grunur leikur á ölvunarakstri.
Um næstu helgi tekur lögreglan á
Selfossi við hálendisvaktinni og því
næst lögreglan á Hvolsvelli uns röð-
in kemur aftur að lögreglunni í Vík í
Mýrdal.
Að sögn lögreglunnar í Vík er full
þörf á eftirliti fjallalögreglu á þeim
slóðum sem ætlunin er að fara á, þar
sem fréttir af ölvunar- og utanvega-
akstri á hálendinu hafa borist á liðn-
um árum.
2.800 kílómetrar á
tveimur jafnfljótum
FRIÐARHLAUPINU lýkur í dag
klukkan 14.20 á Ingólfstorgi þar
sem forseti Alþingis, Halldór
Blöndal, tekur á móti hlaupurum.
Farnir voru 2.800 kílómetrar með-
fram strönd landsins og tók á ann-
að þúsund manns þátt í hlaupinu.
Staðið er fyrir friðarhlaupi í flest-
um rikjum Sameinuðu þjóðanna í
ár og það alla daga ársins. Á
þessu síðasta ári aldarinnar ber
það yfirskriftina „Hlaupið inn í
nýtt árþúsund" og í framhaldi af
þessu hlaupi umhverfis landið
verður hlaupið frá Þingvöllum til
Reykjavíkur síðasta dag ársins,
31. desember.
Nhi manna hópur hlaupara
fylgdi hlaupinu frá upphali, þar á
meðal þrir frá Ausf.urríki. íþról ta-
og ungmennaféiög um allt land
sáu að iniklu leyti um þátttöku al-
mennings en mestan hluta leiðar-
innar var hlaupið í blíðskapar-
veðri. „Það er búið að ganga á
ýmsu hjá okkur," sagði Stefán
Ingi Stefánsson, einn
hlauparanna. „Bflarnir sem fylgdu
hlaupinu hafa bilað nokkrum sinn-
um og endaði með því að annar
þeirra dó á Hól mavik. En þrátt
fyrir ýmis dramatísk augnablik
hefur þetta verið mjög skemmti-
legt."
Hann heldur áfram: „Okkur
hefur allsstaðar verið mjög vel
tekið og þátttaka mjög góð. Við
vonum að boðskapur hlaupsins:
„Friðurinn byrjar hjá mér" veki
f'ólk til umhugsunar." Annar
hlaupari, Elva Björnsdóttir, sagði
að ekki hefði verið óalgengt að er-
lendir ferðamenn næmu staðar til
að taka myndir og spjaila við
hlauparana.
I dag verður hlaupið eftir Vest-
urlandsvegi, Miklubraut, Lækjar-
götu og Austurstræti inn á Ing-
ólfstorg og verða hlauparar við
Ártún klukkan 13.25 og Grensás
klukkan 13.52. Allir geta hlaupið
með.
Fjörkippur
í Elliðaám
FJÖRKIPPUR hljóp í Elliða-
árnar í gærmorgun og veidd-
ist þar 21 lax fyrir hádegi.
Veiðin í EÚiðaánum hófst
15. júní. Á hádegi í gær höfðu
komið 142 laxar á land og þar
af veiddist 21 á hálfum degi,
eins og fyrr sagði.
Veitt er á sex stangir í án-
um í einu. Helmingur laxanna
í gærmorgun fékkst á flugu
og um 60% veiddust á efri
veiðisvæðum.
Samkvæmt upplýsingum
Stangaveiðifélags Reykjavflc-
ur voru laxarnir í gærmorgun
flestir 5-8 pund.
Kostnaður tal-
inn 5-7 millj-
ónir króna
KOSTNAÐUR vegna óhapps-
ins þegar fugl lenti í einum
hreyfli breiðþotu Atlanta-
flugfélagsins í fyrradag er tal-
inn nema 5-7 milljónum
króna, en nákvæmur kostnað-
ur liggur ekki fyrir fyrr en
flugfélagið fær endanlega
reikninga.
Þotan komin
ígagnið
Að sögn Hafþórs Hafsteins-
sonar flugrekstrarstjóra Atl-
anta er gert ráð fyrir óhöpp-
um sem þessum hjá flugfélög-
um og í því skyni er rekuin
sérstakur hreyfilssjóður, sem
sótt er í þegar tilvik sem þessi
koma upp.
Breiðþotan er komin í
gagnið á ný og verður henni
flogið til Dyflinar á sunnu-
dagsmorgun.
Lögreglan í
Hafnarfírði
leitar vitna
LÖGREGLAN í Hafnarfirði
leitar að vitnum að líkamsárás
sem mun hafa átt sér stað á
milli klukkan 1 og 3 aðfara-
nótt 18. apríl sl. á Hverfisgötu
í Reykjavik, utan við
skemmtistaðinn Spotlight.
Sérstaklega er óskað eftir þvi
að komast í samband við tvær
ungar stúlkur sem aðstoðuðu
þann sem varð fyrir árásinni
við að komast burt frá árásar-
mönnum sínum. Biður rann-
sóknarlögreglan í Hafnarfirði
vitni um að gefa sig fram hjá
Hafnarfjarðarlögreglunni.
Einn til við-
bótar í gæslu-
varðhald
MAÐUR, sem handtekinn var
síðdegis á fimmtudag vegna
gruns um aðild að ráni á tösku
með verðmætum frá mynd-
bandaleigu í Ofanleiti, var í
gær úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 15. júlí næstkomandi,
að kröfu lögreglunnar í
Reykjavík.
I fyrrakvöld voru tveir aðr-
ir úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald vegna gruns um aðild að
ráninu, en þrír menn veittust
að eiganda myndbandaleig-
unnar og tóku af honum tösku
með 50 til 60 þúsund krónum.
Taskan er komin í leitirnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60