Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 17 Övissa um skólastarf á Grænagaröi Flateyri - PRÍR af fjórum kennur- um leikskólans Grænagarðs á Flat- eyri eru ekki væntanlegir aftur til starfa í haust og þar sem enn hefur ekki tekist að ráða nýtt starfsfólk í þeirra stað er framtíð skólastarfsins alls óráðin að loknu sumarfríi. Jens- ína K. Jensdóttir leikskólastjóri hefur af þessum sökum neyðst til að segja öllum börnum Grænagarðs upp pláss- Morgunblaðið/Högni inu á skólanum þar til vandamálið hefur verið leyst. Málið er til umfjöllunar hjá bæj- arráði ísafjarðarbæjar því ljóst þykir að mjög erfitt verði að fá fólk til starfa að óbreyttum launakjör- um. Leikskólinn Grænigarður hefur verið í mikilli og markvissri upp- byggingu frá árinu 1996 þegar hann var stofnaður upp úr eldri leikskóla. Sá hafði verið starfræktur í litlum skúr sem slapp naumlega í snjóflóð- inu 1995. Eftir hamfarirnar gaf fær- eyska þjóðin nýja húsið undir starf- semi skólans. Sannkölluð sumarstemmning hef- ur ríkt á leikskólanum frá því sum- arfrí hófust um mánaðamótin. For- eldrafélagið notaði þennan síðasta dag skólaársins til að þakka fyrir sig í verki. Starfsmenn og nemend- ur Grænagarðs fengu sérútbúna boli, leikvöliurinn var skreyttur með fánum og blöðrum og síðan grillaðar gómsætar sumarpylsur. Morgunblaðið/Helga Hreinsunarátak í Grundarfirði Grundarfírði - Gott samstarf með sveitarfélaginu og eigendum fyrir- tækja í aðaliðnaðarhverfinu í Grund- arfirði hefur leitt til mikils hreinsun- ar- og fegrunarátaks á fyrrgreindu svæði, og stendur þetta átak nú yfir. í könnun sem fram fór á síðasta ári var sveitarfélagið valið það snyrti- legasta á Vesturlandi og hafa heima- menn metnað til að það standi undir nafni. Myndin sýnir starfsmenn Eyrarsveitar að störfum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HELGISTUND við krossinn í eldgígnum. Gosloka minnst í Eyjum Vestmannaeyjum - Um síðustu helgi minntust Eyja- menn loka eldgossins á Heimaey með helgigöngu, en slíkt er orðin hefð í Eyjum. Safnast var saman við krossinn, sem reistur var í gíg Eldfells, en þar flutti séra Bára Friðriksdóttir bæn. Síðan var gengið frá krossinum niður á Skans og tóku göngumenn með sér stein hver og einn sem notaðir voru til að hlaða vörðu á leiðinni en stefnt er að því að gera slíkt í framtíðinni þegar gosloka verður minnst með helgi- göngu. Á Skansinum er ráðgert að reisa stafkirkju, í tilefni 1000 ára frá kristnitöku, og á þeim stað sem kirkjan mun rísa var haldin helgistund undir stjóm séra Báru. Að lokinni helgistundinni sagði Jóhann Friðfinns- son, formaður sóknarnefndar Landakirkju, frá vænt- anlegri kirkjubyggingu á Skansinum en síðan gerðu Árni Johnsen alþingismaður og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri grein fyrir skipulagi og væntanlegum framkvæmdum á Skansinum í tengslum við byggingu kirkjunnar. Að því loknu bauð sóknarnefnd Landa- kirkju göngufólki upp á molasopa. Blíðuveður var í Eyjum þegar helgigangan fór fram og tóku hátt í eitt hundrað manns þátt í að minnast goslokanna með þessum hætti. GÖNGUMENN í helgigöngunni hlóðu vörðu á ieiðinni. Morgunblaðið/Brynjúlfur Brynjólfsson Sláttur haf- inn í Skafta- fellssýslum Höfn - SLÁTTUR er hafinn í Austur-Skaftafellssýslu, á nokkr- um bæjum í Nesjum var verið að slá og hirða um og fyrir helgina. Oræfingar eru líka byijaðir að slá en súld um heigina kom í veg fyrir að hægt væri að hirða. Mjög víða virðist vera góð grasspretta og líklegt að siáttur hefjist al- mennt næstu daga ef veður leyf- ir. Tún komu ágætlega undan vetri og var ekki mikið um kai- skemmdir. Myndin er tekin á Seljavöllum í Nesjum. TILKYNNING TIL HLUTDEILDARSKÍRTEINISHAFA MARKSJÓÐSINS HF. Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni og felur ekki í sér tilboð um kaup eða sölu verðbréfa. Athygli eigenda hlutdeildarskírteina Marksjóðsins hf. er vak- in á því að á aðalfundi félagsins þann 16. mars 1999 og á hluthafafundi þann 1. febrúar 1999 voru gerðar breytingar á samþykktum félagins. Breytingarnar snúa annars vegar að því að stjórn félagins var gefið leyfi til að stofna allt að átta nýjar deildir innan sjóðsins og hins vegar að leiðréttingu á FJÁRVANGUR L ö 9 GIL T VIRBBHtFAFYRIRTÆKI Laugavegur 170, sími 540 5060, fax 540 5061, www.fjarvangur.is fjárfestingastefnu Skyndideildartil samræmis við lög númer 10/1993. Frekari upplýsingar og afrit af samþykktum félagins má nálgast hjá Fjárvangi hf., Laugavegi 170, 105 Fteykjavík. F.h. Marksjóðsins hf. Rekstrarfélag Fjárvangs ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.