Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18     LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999		MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI		
Fjárfestingarsjóður	Búnaðarbankans, ÍS-15, hefur skilað 48% ávöxtun	á einu ári
Halldór Kolbeins
FJARFEST
í FÁUM EN
STERKUM
FÉLÖGUM
Allmargir hlutabréfasjóðir eru starfandi
á íslenskum verðbréfamarkaði, þ.á m.
ÍS-15, fjárfestingarsjóður Búnaðarbank-
ans. Sjóðurinn er eins árs í dag en fjár-
festingarstefna hans, sem hefur nokkra
sérstöðu, hefur skilað góðum árangri.
Steingerður Ólafsdóttir ræddi við
þrjá sérfræðinga hjá Búnaðarbankanum
um fjárfestingarstefnu hlutabréfasjóða
og íslenskan hlutabréfamarkað.
FRÁ stofnun ÍS-15, 10. júlí
1998, hefur meðalávöxtun
sjóðsins verið 48%, en á
sama tíma hefur úrvalsvísi-
talan hækkað um 8%. Sjóðurinn er
nú 4,5 milljarðar að stærð en var 1,4
milljarðar í byrjun árs.
Hugmyndin að baki sjóðnum er sú
að fjárfesta í fáum, sterkum fyrir-
tækjum og ná góðum árangri til
lengri tíma litið. „Eins einfalt og það
hljómar er besta leiðin til að ná ár-
angri á markaði að velja úr örfá
vænlegustu félögin á markaðnum og
fylgjast grannt með þeim," segir
Arni Oddur Þórðarson, forstöðumað-
ur Markaðssviðs Búnaðarbankans.
„ÍS-15 velur 5-10 öflugustu félögin á
markaðnum en reynir ekki að spegla
markaðinn eins og algengt er."
Sjóðurinn ætlar að jafnaði ekki að
eiga í fleiri en 15 félögum hverju
sinni pg þaðan fær sjóðurinn nafn
sitt, ÍS-15. Annað markmið er að
ekki fleiri en 5-7 félög endurspegli
75% af eignasamsetningu sjóðsins.
„Sjóðstjóri ÍS-15 fylgist vel með um
30 félögum og þar hlýtur að vera
hægt að finna fimm vænleg félög
sem eiga að geta gefið vel af sér á
næstu árum. Þetta er að okkar mati
besta aðferðafræðin til að ná ár-
angri," segir Arni Oddur. Þessi að-
ferðafræði hefur verið kennd við
fjármálaspekinga eins og John M.
Keynes, Benjamin Graham og War-
ren Buffet og hefur verið nefnd fók-
usfjárfesting.
Að sögn spekinganna hjá Búnað-
arbankanum er ÍS-15 eini íslenski
hlutabréfasjóðurinn sem fylgir
stefnu þessara erlendu sérfræðinga,
þ.e. að fjárfesta einungis í hlutabréf-
um og hlutabréfum svo fárra félaga
sem raun ber vitni. Þeir segja með
ólíkindum hversu fáir sjóðir hér sem
annars staðar hafi þessa fjárfesting-
arstefnu.
Áhættusœkinn sjóður
sem fjárfestir
einungls í hlutabréfum
ÍS-15 er áhættusækinn sjóður, að
sögn Styrmis Bragasonar, sjóðstjóra
ÍS-15, þar sem eingöngu sé fjárfest í
hlutabréfum. „Sú fjárfestingarstefna
sem almennt er viðhöfð og styðst við
fjöldreifingu eignasafna, dæmir sig
sjálf. Yfir 75% allra hlutabréfasjóða í
Bandaríkjunum hafa verið undir
meðaltali markaðarins síðustu ár.
Fjárfestar mega ekki gleyma að með
því að ganga ekki alla leið í fjárfest-
ingum er verið að taka áhættu á því
að missa af tækifærum. Sú áhætta
getur orðið dýrari en að taka stökk-
ið," segir Styrmir.
Hlutabréfasjóður Búnaðarbank-
ans er einnig undir stjórn Styrmis en
þar er önnur fjárfestingarstefna við-
höfð, meira í líkingu við þá stefnu
sem helst tíðkast hjá hlutabréfasjóð-
um hér á landi, þar sem áhættunni
er dreift á hlutabréf fleiri fyrirtækja,
auk skuldabréfa. Styrmir segir þó
stefnuna að auka vægi erlendra og
innlendra hlutabréfa en minnka
vægi skuldabréfa.
Að sögn Andra Sveinssonar, yfir-
manns fyrirtækjaráðgjafar Mark-
aðsviðskipta Búnaðarbankans, er ÍS-
15 stærsti íslenski sjóðurinn sem fjár-
festir að öllu leyti í hlutabréfum. Aðr-
ir hlutabréfasjóðir fjárfesti í skulda-
bréfum auk hlutabréfa til að dreifa
áhættu. „Markmiðum hefur verið náð
en enginn getur séð framtíðina fyrir.
Þegar spurt er hvort ávöxtun verði
áfram eins og hingað til er auðvitað
ekkert hægt að segja um það. Það er
hins vegar næsta víst að ef við værum
að byrja með ÍS-15 í dag, næðum við
betri árangri en úrvalsvísitalan á
næstu árum," segir Andri.
Almennlngur gerir í mörgum
tilfellum betur en sjóðstjórar
„ÍS-15 hefur frá upphafi verið ætl-
að að vera í fremstu röð, það stefnir
enginn á meðaltalið," segir Andri.
„Þar sem flestir íslenskir hlutabréfa-
sjóðir hafa verið undir meðaltali
markaðar hlýtur það að þýða að al-
menningur er í mörgum tilfellum að
gera betur en sjóðstjórar. Þetta eru
einmitt fjárfestar sem fjárfesta ein-
göngu í 3-5 fyrirtækjum og aðhyllast
þannig sömu stefnu og ÍS-15," segir
Andri.
Styrmir segist sannfærður um að
sjóðstjórar innlendra hlutabréfa-
sjóða hagi sínum eigin hlutabréfa-
kaupum á sama hátt og IS-15, þ.e. að
velja örfá fyrirtæki.
„Við það að slétta út alla hóla og
fellingar verður enginn árangur,"
segir Styrmir. „Það að taka áhættu
getur leitt til ávóxtunar bæði upp á
við og niður og að sjálfsögðu von-
umst við alltaf eftir hagnaði og sú
hefur orðið raunin sé litið á ávöxtun
sjóðsins hingað til. Við erum ekki
hræddir við niðursveiflu á einhverju
tímabili, til lengri tíma litið skilar
þessi stefna betri árangri og fjárfest-
ingar sjóðsins nú lofa góðu um fram-
tíðina. Hlutabréf sjóðsins eru hins
vegar alltaf til sölu ef rétt verð
fæst," segir Styrmir. Segja má að
ÍS-15 stundi viðskipti daglega og
Árni Oddur Þórðarson, forstöðumaður Markaðsviðskipta Búnaðarbankans, Andri Sveinsson, yfirmaður fyrir-
tækjaráðgjafar Markaðsviðskipta Búnaðarbankans, og Styrmir Bragason, sjóðstjóri ÍS-15: „Til að ná góðum ár-
angri í hlutabréfaviðskiptum er æskilegt að hlutabréfasafn samanstandi af bréfum í fáum fyrirtækjum."
EIGNASAMSETNING IS-15
Decode
Flugleiðir
Samherji
Atlanta
Sjóvá
TM
Marel
Olíufélagið
Eimsklp
Skeljungur
Þormóður rammi
Annað
]18,3%
I 14,5%
111,1%
111,4%
GENGI HLUTABREFA IIS-15 FRA JULI 1998
9. júlí 1998=1,0
0,8 ---—
JULI 98
JULI 99
hefur áhrif á íslenskan hlutabréfa-
markað, hvað varðar gengi hluta-
bréfa og veltu á markaðnum.
Lágmarksupphæð til að fjárfesta í
sjóðnum eru tvær milljónir króna og
er hann því aðallega ætlaður stærri
fjárfestum. Styrmir segir fjárfest-
ingar einstaklinga þó að aukast og
ýmsir hafi efnast vel á hlutabréfa-
markaði.
ÍS-15 aðskilinn frá öðrum
rekstri Búnaðarbankans
„Þótt við sitjum hér allir og tölum
um ÍS-15, komum við Andri ekki
lengur að sjóðnum með beinum
hætti," segir Árni Oddur. í upphafi
varð sjóðurinn til hjá þeim Andra og
Arna Oddi sem verðbréfasafn fyrir
góða viðskiptavini Búnaðarbankans.
Sjóðurinn stækkaði ört sem varð til
þess að um síðustu áramót var
Styrmir ráðinn sjóðstjóri ÍS-15.
„Það kom ekki annað til greina en
að ráða mann með reynslu," segir
Arni Oddur. „Styrmir þekkir ís-
lenskan hlutabréfamarkað vel eftir
að hafa starfað við eignavörslu og
miðlun hlutabréfa áður." En að mati
Árna Odds er það óvirðing við við-
skiptavini hlutabréfasjóðanna að
ráða nýútskrifaða viðskiptafræðinga
til að stjórna stórum hlutabréfasjóð-
um eins og raunin hefur orðið.
„ÍS-15 er einn af stærstu við-
skiptavinum Markaðssviðs Búnaðar-
bankans og meðhöndlaður sem slík-
ur. Trúnaðarupplýsingar frá við-
skiptavinum Markaðssviðsins sem
við Andri kunnum að búa yfir, berast
ekki til sjóðstjóra ÍS-15 þrátt fyrir
vikulega fundi okkar með honum.
Þetta veit ört stækkandi viðskipta-
hópur okkar," segir Arni Oddur.
Aðspurðir um þátt hluthafa Bún-
aðarbankans í hagnaði ÍS-15, segja
sérfræðingarnir verðbréfasvið Bún-
aðarbankans skipta miklu fyrir af-
komu bankans og gengi hlutabréfa í
honum. Styrmir segir stjórn Búnað-
arbankans sýna trú á sjóðnum með
því að vera eigandi að 20% hlut í
sjóðnum. „Við erum persónulega all-
ir hluthafar í sjóðnum," segir Styrm-
ir brosandi og félagarnir segjast
ánægðir með ávöxtunina.
„Við fylgjumst mjög náið með um
30 fyrirtækjum og höfum eftirlit með
þeim," segir Styrmir. „Fjárfesting-
arnefnd ÍS-15, sem í eru ásamt mér
Guðbjörn Maronsson, forstöðumað-
ur eignavörslu, og Þorsteinn Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri Búnað-
arbankans verðbréfa, hittist viku-
lega til að fara yfir stöðu mála en í
rauninni fer endurmat fram dag-
lega." Styrmir tekur lokaákvarðanir
um fjárfestingar sjóðsins en segir
vikulegu fundina mikilvæga. „Eg
heimsæki fyrirtæki reglulega til að
kynnast starfsemi þeirra." Þeir fé-
lagar eru sammála um að starfsfólk
sé lykilatriði hjá fyrirtækjum og vilja
sjá launakjör tengd afkomu fyrir-
tækja sem fyrst á Islandi.
Félagarnir eru sammála um að ef
stjórnendur og starfsfólk hefðu
meiri hagsmuna að gæta, myndi það
auka arðsemi fyrirtækja. Launakjör
þar sem starfsfólki er borgað með
hlutabréfum eru framtíðin að mati
þeirra og nú þegar hafi íslensk fyrir-
tæki gert slíka samninga við starfs-
fólk sitt. „Lykillinn að góðum
rekstri er gott starfsfólk," segir
Árni Oddur.
Skammtíma- eða
langtímafjárfestingar
„Vandamál íslensks hlutabréfa-
markaðar er að dægursveiflur ráða
of miklu og skammtímasjónarmið
eru ríkjandi," segir Árni Oddur.
Hann segir íslenska hlutabréfasjóði
hingað til hafa náð fremur slökum
árangri, meðalávöxtun þeirra hafi
verið undir meðalhækkunum úrvals-
vísitölu á samsvarandi tímabili. Árni
Oddur og nokkrir stjórnendur ís-
lenskra hlutabréfasjóða skiptust
einmitt á skoðunum um þessa stað-
hæfingu hans á síðum Morgunblaðs-
ins í janúar sl.
„Það sem háir flestum fjárfestum
er að þeir eru að leitast við að tapa
ekki peningum og sjóðstjórar eru
hræddir við að taga fyrir hönd við-
skiptavina," segir Árni Oddur. Hann
segir tilfinningasemi oft ráða of
miklu í hlutabréfaviðskiptum en ef
litið sé á hlutabréfaviðskipti óháð
öðru, skili þau mestum hagnaði til
lengri tíma litið, þrátt fyrir niður-
sveiflur á einhverjum tímabilum.
„Meginatriði er að heildarhagnaður
að frádregnu heildartapi sé sem hag-
stæðast," segir hann.
„Fjárfestingar á hlutabréfamark-
aði eiga að vera til lengri tíma litið,"
segir Styrmir. Þeir eru sammála um
að fjárfestar komi of seint inn og fari
of snemma út ef þeir eru alltaf að
leita að skammtímahagnaði.
Að sögn Andra hafa viðskipti ÍS-
15 á íslenskum hlutabréfamarkaði
eflt markaðinn og haft töluvert að
segja um aukna veltu á honum. Selj-
anleikaáhætta hefur minnkað með
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60