Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 21 Telja hollustu sólbaðs veigameiri en hættur þess London. The Daily Telegraph. HÓPUR virtra fræðimanna hefur komið heilbrigðisforkólfum í mikið uppnám með því að hafna þeirri fullyrðingu að fólk eigi skilyrðislaust að forðast sóiböð í sumarfrfinu. Þeir eru ekki að halda því fram að sóibað sé ekki óhollt, því ekki er deilt um að það eykur hættuna á húðkrabba- meini. Hins vegar segja þeir að hollusta sólbaðs kunni, þegar á heildina sé iitið, að vega þyngra en óhollustan. Faraldursfræðingar segja að aðvaranir um hættu á húð- krabbameini komi í veg fyrir að fólk njóti ljúfra stunda í sólinni sem auki á hamingju þess, gefi því meira af D-vítamíni og geti jafnvel dregið úr hættunni á kransæðasjúkdómum. Fjöldi húðkrabbameinstillfella hefur aukist í Bretlandi, og deyja um 1.200 manns árlega af völd- um illkynja sortuæxla. Farald- ursfræðingarnir halda því hins vegar fram, að þessi dánartíðni sé lág miðað við fjölda dauðsfalla af völdum algengustu dánaror- sakanna. „Vísbendingar eru um að möguleg heilsubót af sólbaði kunni að vega þyngra en marg- umrædd hætta á húðkrabba- meini,“ segja fræðingarnir í grein í The British Medical Jo- urnal. „ Andleg áhrif þess að njóta minna sólarljóss kann vel að vega þyngra en sú tiltölulega Iitla áhætta, sem fylgir því að fara í sólbað, í mörgum tilfell- um.“ Margra ára starf í hættu En heilbrigðisforkólfar eru síður en svo ánægðir með grein faraldursfræðinganna. Christopher New, framkvæmda- sljóri upplýsingaherferðar breska heilsufarsupplýsingaráðs- ins um húðkrabbamein, sagði það hafa tekið mörg ár að fá fólk til að endurmeta viðhorf til sólbaðs. „Okkur er þessi umdeilda grein mikil vonbrigði. Það eru veikar vísbendingar henni til stuðnings og hætt við að hún geri að engu Reuters árangur af margra ára upplýs- ingastarfi." Höfundar greinarinnar í The British Medical Journal, prófess- or George Davey Smith og pró- fessor Stephen Frankel, segja að jafnvel þótt það dragi úr hætt- unni á sortuæxlismyndun að vera minna í sól muni áhrifin á heild- ardánartíðni vera hverfandi. 1995 létust 697 karlar og 698 konur í Englandi og Wales af völdum húðkrabbameins. „Jafn- vel öflug herferð myndi væntan- lega einungis koma í veg fyrir fá dauðsföll." Til samanburðar segja höfúnd- arnir að 1995 hafi 139 þúsund manns látist af völdum kransæðasjúkdóma og vísbend- ingar séu um að sólbað dragi úr hættunni á hjartaáfalli. Vegna þess hve þessi tala sé miklu hærri mætti vænta þess að ein- ungis lítilvæg, jákvæð áhrif af sólböðum gætu lækkað dánar- tíðni af þessum völdum verulega. En Jean King, yfirmaður upp- lýsingaþjónustu breska krabba- meinsfélagsins, sagði: „Við erum ekki að segja fólki að setjast að neðanjarðar, en húðkrabbamein er andstyggilegur sjúkdómur sem dregur til dauða fólk á þrí- tugs og fertugsaldri. [Greinin] er alls ekki til bóta. Upplýsingar til almennings um þetta efni hafa verið skýrar og eindregnar og við ættum að gæta þess að grafa ekki undan þeim. Eg tel að [höf- undar greinarinnar] hafi ekki fundið nærri nógu sterkar vís- bendingar til þess að geta sagt að heilsubót af sólbaði vegi þyngra en skaðsemin." Hættulegast að sólbrenna Ekki er deilt um að sólbað eyk- ur hættuna á húðkrabbameini. Talið er að hættulegast sé að sól- brenna, sérstaklega á barnsaldri, og slitrótt sólbað, til dæmis þeg- ar fólk, sem vinnur innandyra, fer í frí og liggur í sólbaði í hálf- an mánuð. Slitrótt sólbað er talið auka hættuna á sortuæxlismynd- un um 70%, en sólbruni tvöfaldi hættuna. Rannsóknir á sólbruna og krabbameini hafa verið um- deildar vegna þess að fólk, sem fengið hefur húðkrabba, er lík- legra til að muna eftir því að hafa sólbrunnið. Ekki er að fullu ljóst með hvaða hætti sólbruni veldur ill- kynja sortuæxlum. Sumu fólki er hættara, til dæmis þeim sem eru rauðhærðir og freknóttir, en þáttur arfgengrar eðlishneigðar er ekki fyllilega kunnur. Eitt af því sem erfitt hefur reynst að út- skýra, er að fólki sem vinnur ut- andyra í sólskini virðist vera síð- ur hætt við því að fá sortuæxli. Féll 500 fet Hamilton. AP. VEÐUR var gott og vart ský á himni þegar vél bandaríska Continental-flugfélagsins, flug númer 743 lenti skyndilega í ókyri'ð og féll fimm hundruð fet. í farþegaklefanum fór mat- arvagn upp í loft, farþegar tóku að biðjast fyiir og böm grétu. „Ég sá fólk í loftköstum ... upp og niður. Ég sá mann kastast yfir sætisbak," sagði Diana Munoz, farþegi frá Newark í Bandaríkjunum, þeg- ar vélin var lent heilu og höldnu í Hamilton á Bemiúda síðdegis á fimmtudag, og hlúð var að þeim farþegum sem höfðu slasast. Um borð voru 159 manns, og 16 slösuðust alvarlega, flestir á höfði eða hálsi, og voru lagðir á sjúkrahús. 45 urðu fyrir minni háttar meiðslum. Vélin er af gerðinni Boeing 737-800 og var á leið frá Newark til Puerto Rico. Hún var í um 29 þúsund feta hæð skammt suður af Bermúda þegar hún missti skyndilega hæð, með fyrr- greindum afleiðingum, en komst fljótt aftur upp í fyrri flughæð. Smávægilegar skemmdir urðu á flugvélinni. UUP heldur kostum opnum Belfast. AF, AFF. FRAMKVÆMDARÁÐ stærsta flokks sambandssinna á Norður-ír- landi (UUP) lýsti því í gær yfir að til- lögur sem bresk og írsk stjórnvöld lögðu fram fyrir viku, um hvernig staðið verði að myndun heimastjórn- ar á Norður-írlandi og afvopnun Irska lýðveldishersins (IRA), væru í grundvallaratriðum ósanngjarnar en ekki er þó útséð um hvort UUP mun hafna tillögunum. Skoðanakönnun sem birt var í gær sýndi að 53% mót- mælenda á N-írlandi eru andsnúin hugmyndum Blairs og Aherns. Yfirlýsing hundrað og tíu manna framkvæmdaráðs UUP er fyrstu formlegu viðbrögð flokksins frá því Tony Blair, forsætisráðherra Bret- Iands, og Bertie Ahern, forsætisráð- herra írlands, lögðu tillögur sínar fram eftir maraþonviðræður í Belfast. Gerir framkvæmdaráð UPP þá kröfu að IRA byrji „án tafar“ að afvopnast eigi Sinn Féin að fá að taka sæti sín í heimastjórninni. Forystumenn UUP munu hins vegar funda aftur á mið- vikudag í næstu viku, kvöldið áður en mynda á heimastjórnina skv. tillögum Blairs og Ahems, til að meta stöðuna og taka afstöðu í málinu. Halda þeir fram að þeim tíma öllum dyrum opn- um. Ljóst er hins vegar að mikil and- staða er meðal flokksmanna við til- lögumar og John Taylor, varaleiðtogi UUP, var ómyrkur í máli áður en fundur framkvæmdaráðsins hófst í gær. Hann gagnrýndi Bertie Ahem, forsætisráðherra írlands, harkalega fyrir orð sem hann lét falla í fyrra- kvöld en Ahern kvaðst þá telja að Sinn Féin og IRA væm tvenn ótengd samtök, en sambandssinnar hafa ávallt litið á Sinn Féin og IRA sem tvær hliðar á sömu mynt. Sagði Ta- ylor einungis 4% líkur á að UUP legði blessun sína yfir tillögurnar. Óraníumenn fá enn eitt bannið f hausinn Mikil óánægja er meðal Óraníu- manna í Belfast eftir að nefnd, sem starfar á vegum breskra stjórnvalda, tilkynnti í fyrrakvöld að Óraníumenn fengju ekki að efna til samkomu í Ormeau-garðinum í Belfast að lokn- um skrúðgöngum Óraníureglunnar í borginni á mánudag, en þá nær göngutíð reglunnar árlegu hámarki. Óraníumönnum hafði áður verið bannað að ganga um hverfi kaþólskra á Lower Ormeau-götunni og til að lýsa óánægju sinni með bannið hugð- ust þeir efna til mikilla mótmæla í Or- meau-garðinum. Kom fram í úrskurði „göngunefndarinnar" að nýjar fyrir- ætlanir Óraníureglunnar væru jafn- vel enn líklegri til að skapa vandræði. Pinochet fái kostnað greiddan London. Reuters. RÍKISSJÓÐUR Bretlands á að greiða hluta málsvarnarkostnaðar Augustos Pinochets, fyrrverandi ein- ræðisherra Chile, samkvæmt úr- skurði æðsta dómstóls Bret- lands, lávarða- deildarinnar, í fyrradag. Dómarar lá- varðadeildarinn- ar gátu ekki greint frá því hversu mikill kostnaðurinn er þar sem lögfræðing- ar Pinochets hafa ekki enn lagt fram alla reikninga sína. Talið er þó að reikningarnir geti numið sem svarar tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Dómararnir úrskurðuðu að breski ríkissjóðurinn ætti að greiða máls- varnarkostnað Pinochets vegna tvennra fyrstu réttarhalda lávarða- deildarinnar sem fóru fram í nóvem- ber og desember. Breskur dómstóll úrskurðaði í október að handtaka Pinochets vegna framsalsbeiðni Spánverja hefði verið ólögmæt en lögfræðingar Spánverja áfrýjuðu þeim úrskurði til lávarðadeildarinnar. Dómarar henn- ar hnekktu úrskurðinum í nóvember en lávarðadeildin varð að taka málið upp að nýju eftir að einn dómaranna var sakaður um hlutdrægni í málinu. „Dómaramir komust að þeirri nið- urstöðu að það væri ekki Pinochet að kenna að málinu var áfrýjað," sagði breskur embættismaður þegar hann útskýrði úrskurðinn. Samkvæmt úrskurðinum á Pin- ochet sjálfur að greiða málsvarnar- kostnaðinn vegna þriðja réttarhalds- ins sem hefst í september. Augusto Pinochet Lambalæri á franska vísu Að þessu sinni buðu Ragnhildur Kjeld og Stanislas Bohic, landslagsarkitekt vinum sínum í mat. Þau elduðu lambalæri á franska vísu sem heppnaðist alveg frábærlega og gimilegt tómatsalat Stanislas fullkomnaði máltíðina. Gestgjafamir: Ragnhildur Kjeld og Stanislas Bohic Hvítlaukurinn er afhýddur og ri/junum stungið í lœrið. Kryddinu er blandað ( rauðvínið og lœnð látið liggja í leginum í kœli að minnsta kosti ( sólarhring. Gott er að snúa þv( af og til. Lœrinu er pakkað vel inn ( álpappír og grillað á vœgum hita ofarlega ( ofni (1 1/2 klst. Snúið lœrinu öðru hvoru. Hráefni Uppskriftin er fyrir 6 manns Lambalæri rauðvín eftir smekk (má vera óáfengt) ferskt timian (1 búnt saxað) hvítlaukur eftir smekk birkisalt rósapipar Tómatsalat a la Stan: 10 tómatar skomir í sneiðar 2 skalotlaukar 1 búnt fersk steinselja 1 dl ólífuolía 1/2 dl rauðvínsedik 1 tsk Dijon sinnep birkisalat rósapipar 1-2 tsk ítölsk hvítlauksblanda frá Pottagöldrum bakaðar kartöflur hvítlaukssósa (köld) grillaðir sveppir og laukar gott brauð, t.d. snittubrauð. Rauðvín: Torres Gran Coronas Gestir: Þórdís ÁgústsdóUir, Hulda Gestsdóttir, Guðrún Kristín Einarsdóttir, Viktor Emil Gauvry, Hulda Valsdóttir, Friðrík Bohic. K í SLENSKIR SAUÐFJARBÆNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.