Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LAUGAEDAGUR 10. JULI 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Iskyggileg fjölgun
asmatilfella.
Ný insúl-
íntækni
Medical Tribune News Service
TÆKI, sem sprautað er með
nál í líkamann, gætí innan
skamms komið í stað margra
sprautuskammta á dag, að
minnsta kosti í Kanada, að því
er þarlent fyrirtæki greindi frá
á árlegum fundí Samtaka sykur-
sjúklinga í Bandaríkjunum.
„Rannsóknir á músum benda
tíl þess að tækið skammti insúl-
ín stöðugt á hverri klukku-
stund," sagði Paul Y. Wang, við
Lífefnaverkfræðistofnun Há-
skólans í Toronto. Hins vegar
hefur það, að sprauta insúlíni í
sjúkling oft á dag, verið talið
tengjast sveiflum í blóðsykur-
magni, sem kann að vera hættu-
legt.
Um er að ræða hylki, sem er
tveggja millimetra breitt og sjö
millimetra langt, og í er tveggja
mánaða skammtur af insúlíni.
Hylkinu er sprautað í efri hluta
kviðarhols, bak eða háls. T0-
raunir á fólki eiga að hefjast í
árslok, og fáist samþykki frá
kanadískum heilbrigðisyfirvöld-
um ætti skammtarinn að vera
fáanlegur í lyfjabúðum eftir tvö
ár.
Wang sagði að ekki væru
uppi áætlanir um að koma
skammtaranum á markað í
Bandaríkjunum, þar eð kostn-
aður við þær prófanir, er nauð-
synlegar væru til að fá sam-
þykki þarlendra yfirvalda, væri
of mikill. Hins vegar yrði
skammtarinn fáanlegur á Net-
Einangrað-
ir unglingar
Sjónvarp, tölvur og sími taka
sífellt meiri tíma
Medical Tribune News Service.
BANDARÍSKIR unglingar verja
allt að fjórum klukkustundum á
dag einir í herbergjum sínum í
stað þess að eiga samneyti yið
foreldra sína og jafnaldra. f
stað þess að stunda íþróttir eða
leika sér úti með vinum sínum
er mun líklegra að unglingamir
séu einir inni í herbergjum sín-
um í tölvuleikjum eða á Netinu.
Þessar upplýsingar komu
fram á ráðstefnu sálfræðinga
sem haldin var fyrir skemmstu í
Stanford Háskóla í Bandaríkj-
unuin. Framsögu um þróun ung-
lingamenningar hélt sálfræðing-
urinn William Damon.
„Tveir af hverjum þremur
unglingum í Bandaríkjunum
eiga sitt eigið sjónvarp, marg^ir
þeirra hafa síma inni í herbergj-
um sínum og 30-50% þeirra
eiga tölvu. Þeir þurfa ekki að
fara út," sagði William Damon.
Unglingarnir eru m.a.s. hættir
að horfa á sjónvarpið með for-
eldrum sínum en það athæfi
þótti mörgum félags- og sálar-
fræðingum á sínum tíma heldur
neikvætt þar eð það kæmi í veg
fyrir eðlilegar samræður. Nú
horfa unglingarnir einir á sjón-
varpið inni í herbergjum sínum.
William Damon telur að þessi
þróim geri það að verkum að
unglingarnir „einangrist félags-
lega" og að ekki þroskist með
þeim vitund um hlutverk þeirra
í samfélaginu. Hvatti hann til
þess að forráðamenn unglinga
brygðust við þessu með því að
hvetja þá til að taka á sig aukna
samfélagslega ábyrgð með til-
heyrandi þátttöku í þjóðlífinu.
Máli sínu til stuðnings nefndi
William Damon að kosninga-
þátttaka ungs iolks í Bandaríkj-
uiuiin værí hróplega lítil.
Þannig hefðu aðeins 28% fólks á
aldrínum 18-24 ára greitt at-
kvæði í forsetakosningunum
1996.
William Damon hefur rítað
bók um þetta hugðarefni sitt er
nefnist „Greater Expectations".
í henni heldur hann því m.a.
fram að lakarí mennta- og sið-
ferðisþroska ungs fólks í Banda-
ríkjunum megi m.a. rekja til
þess að börnum og unglingum
sé hlíft óhóflega við því að
takast á við ögrandi verkefni
með þeirrí ábyrgð sem þeim
Asmatilfellum barna fjölgar mjög í Bretlandi
Loftmengun frá
dísilvélum orsökin?
ASMA- og andþrengslatilfelli hafa
nær tvöfaldast meðal ungra barna í
Bretlandi á tæpum áratug, ef
marka má nýbirta könnun, og
breskir vísindamenn rannsaka nú
hvort loftmengun frá dísilvélum
kunni að vera ástæðan.
Bresku samtökin Þjóðarátak
gegn asma (NAC) hafa birt könn-
un, sem leiddi í ljós að 21% barna
undir fimm ára aldri í Leicester
hefðu greinst með asma árið 1998
en aðeins 12% árið 1990. Fjöldi
þeirra barna, sem fengið hefðu
and- þrengslaköst á undangengn-
um tólf mánuðum, hefði aukist úr
12% árið 1990 í 23% árið 1998. Slík
köst valda um 2.000 dauðsföllum í
Bretlandi á ári hverju.
Breska útvarpið, BBC, hefur eft-
ir einum vísindamannanna, Mike
Silverman, prófessor við Leicester-
háskóla, að asma í mjög ungum
börnum tengist yfirleitt ekki of-
næmi þannig að eitthvað annað
hljóti að valda þessari miklu fjölg-
un asmatilfella. Einnig sé
ólíklegt að reykingar for-
eldranna séu ástæðan þar
sem þeir hafi dregið úr
reykingunum síðustu árin
ef marka megi könnunina.
Silverman segir að vís-
indamennirnir séu að
rannsaka þann mögu-
leika að örfínar agnir í
andrúmsloftínu frá dísil-
vélum geti valdið asma í
börnum.
NAC áætlar í könnun
sinni að sjöunda hvert
barn á aldrinum 2-15 ára
hafi fengið asmaeinkenni
sem þarfnist meðferðar og
einn af hverjum 25 full-
orðnum Bretum. Arlegur
heildarkostnaður Breta af
sjúkdómnum er talinn
nema rúmum tveimur
milljörðum punda, and-
virði rúmra 240 milljarða
króna.
Fórnarlamb loftmengunar?
Reuters
iteuie.
Krakkar í líaniiai-íkjumini hreyfa sig ekki nóg og lifa einangruðu lífi.
Afhverju stafar
nætursviti?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR
SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Fjölmargar
orsakir
Spurning: Sæll, ég er 64 ára og
síðastliðið eitt og hálft ár hef ég
svitnað svo mikið á nóttunni að
stundum þarf ég að skipta um
náttkjól á miðri nóttu, þetta er
ekki allar nætur og virðist vera
kaldur sviti, mér hefur ekki orðið
misdægurt á þessum tíma, er
mjög hraust, veistu af hverju
þetta stafar?
Svar: Nætursviti getur átt sér
fjölmargar orsakir, hann getur
verið sauðmeinlaus en hann get-
ur líka stundum verið merki um
alvarlegan sjúkdóm. Nætursviti
stafar oft af því að of heitt er í
herberginu eða viðkomandi notar
of heit náttföt eða of heita sæng.
Stundum þarf einungis að opna
glugga eða fá sér kaldari sæng.
Aukin svitamyndun, og þar með
talinn nætursviti, fylgir oftast
sótthita, jafnvel þó aðeins sé um
að ræða smávægilega hitahækk-
un.
Nætursviti er algengt og
stundum mjög bagalegt vanda-
mál hjá sjúklingum með lungna-
berkla og getur einnig fylgt ýms-
um öðrum sýkingum í öndunar-
færum. Þeir sem eru með of-
starfsemi skjaldkirtils verða oft
heitfengir og svitna mikið, líka á
nóttunni, og þetta getur fylgt
fleiri hormónatrufiunum. Nætur-
sviti getur fylgt lágum blóðsykri,
en það getur gerst hjá sykursýki-
sjúklingum sem taka of stóra
lyfjaskammta og það getur líka
gerst af óþekktum ástæðum. I
sjaldgæfum tilfellum stafar næt-
ursviti af æxlum eða öðrum sjúk-
dómum í heilanum.
Allt það sem talið hefur verið
upp getur gerst á hvaða aldri
sem er og einnig geta verið fleiri
ástæður fyrir nætursvita en
raktar hafa verið. Eins og sést af
lýsingu bréfritara er þetta
ástand mjög óþægilegt og engin
ástæða til að sætta sig við það að
óreyndu.  Ef einföld  ráð  duga
ekki er full ástæða til að leita
læknis og fá úr því skorið hvort
finna megi orsök nætursvitans.
Enn um eírðarleysi
í fótum
Kona hringdi og sagði að það
sem hefði reynst sér best væri að
bera mentólspritt á fæturna áður
en hún fer að sofa. Hún kvaðst
hafa reynt alls kyns smyrsl og
krem en ekkert hefði dugað
nema þetta mentólspritt. Pað
kældi niður fæturna.
Konan sagði að systir sín og
maður hennar hefðu einnig verið
haldin þessum kvilla en eftir að
þau fóru að taka E-vítamín reglu-
lega, hurfu einkennin. Svo höguðu
atvikin því þannig að þau hættu
að taka E-vítamín í viku og þá
komu einkennin óðara aftur. Kon-
an bætti því við að E-vítamínkúr
hefði ekki dugað á sig.
Svar: Ekkert í þessum þáttum
hefur vakið jafn mikla athygli og
umfjöllun um eirðarleysi í fót-
leggjum. Hér koma tvö ráð frá
lesendum sem ég hef ekki heyrt
um áður, að bera mentólspritt á
fæturna eða að taka E-vítamín
reglulega. Ekki eru nefndir
skammtar af E-vítamíni en það
er ekki ástæða til að mæla með
stærri skammti en 200-300 mg á
dag. Nýlega var birt bréf frá
konu sem gagnaðist vel sykur-
bindindi frá miðjum degi og
annarri sem tók með góðum ár-
angri levódópa (Madopar) sem er
lyf við Parkinsonsveiki. Vitað er
að það er mjög einstaklingsbund-
ið hvað kann að hjálpa hverjum
og einum og þess vegna verður
fólk að prófa sig áfram. Fleiri
ábendingar eru vel þegnar og
verða þær birtar jafnóðum.
•Lesendw Morgunblaðsins geta
spurt lækninn um það sem þeim
liggur á hjarta. Tekið er á móti
spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og
bréfum eða símbréfum merkt: Viku-
lok. Fax 5691222. Einnig geta les-
endur sent fyrirspurnir sínar með
töivupósti á netfang Magnúsar Jó-
hannssonar: eimagEhotmaii.com.
r
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60