Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26     LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÓÐLEIKUR
FISK
¦
hverp
iskur hollur?
Fiskur hefur verið mikilvæg fæða á Islandi
frá upphafi byggðar og fáar þjóðir borða
-------------------------------------------------------------------------------------------?¦-----------------------------------------------------------------------------
jafnmikinn fisk og við Islendingar. Neysla
okkar á físki hefur þó minnkað á undan-
förnum áratugum. Samkvæmt upplýsing-
---------------------------------------7------------------------------------------------------
um frá Hagstofu Islands hef-
ur fískneysla (magn á íbúa)
minnkað á síðustu fjörutíu ár-
um úr 63 kg niður í tæp 45 kg á ári. Þessi
minnkun er óhagstæð þróun fyrir heilsu-
farið í landinu. Fjórða grein af sex frá
Rannsóknastofnun fískiðnaðarins um físk.
Fi
| ISKUR er ákjósanleg fæða
' fyrir margra hluta sakir.
Það sem menn hafa verið
hvað mest uppteknir af er
fiskifitan, en fita sjávardýra er frá-
bugðin fitu landdýra hvað varðar
mýkt fitunnar. Fiskifita er einnig
um margt frábrugðin mjúkri
jurtafitu, því í fiskifitu er að finna
langar ómettaðar fitusýrur, sem
ekki er að finna í jurtaolíum, en þær
eru gjarnan kallaðar EPA og DHA
og tilheyra báðar ómega 3-fitusýru-
fiokki. Ómega 3-fitusýrur lýsisins
hafa töluvert verið rannsakaðar á
íslandi og víðar og gefa niðurstóður
þeirra rannsókna tilefni til að halda
að lýsi geti styrkt ónæmiskerfi lík-
amans og þannig aukið viðnám hans
gegn utanaðkomandi sýkingum.
Fleiri rannsóknir sem gerðar hafa
verið á EPA og DHA benda margar
til að áhrif þeirra á heilsufar sé mun
víðtækara. Þannig geti þær haft já-
kvæð áhrif á blóðfitu, samloðun
blóðflagna, blóðþrýsting, liðagigt,
sóríasis, ristilbólgu, asma, ónæmi og
jafnvel þunglyndi. Fólk sem þjáist
af þunglyndi hefur mælst með
minna magn DHA í frumuhimnum
en þeir sem ekki þjást af þunglyndi.
DHA-fitusýran hefur einnig verið
tengd gáfum, enda er hún sérlega
mikilvæg á fósturskeiði þegar heili
fósturs er að þróast.
Mikilvægi próteina
Prótein er aðal byggingarefni lík-
amans. Það er því mikilvægt að fá
prótein daglega úr fæðunni. Gæði
próteina eru mjóg misjófn en það er
háð amínósýrusamsetningu prótein-
anna. Fiskur er próteinrík fæða og
prótein hans gæðaprótein þar sem
fiskprótein innihalda fjölmargar lífs-
nauðsynlegar amínósýrur sem eru í
hagstæðum hlutföllum hvað varðar
þarfir   mannslíkamans.   Þurrkaður
fiskur eins og t.d. harðfiskur er ein
sú próteinríkasta afurð sem hægt er
að fá. I honum er hlutur próteina
um og yfir 70% af þyngd.
Offita
Hér áður fyrr gekk lífsbaráttan út
á það að hafa nóg í sig og á. Við þurf-
um ekki að líta lengra en á endur-
minningar ömmu eða langömmu til
að lesa um skort fólks á góðum mat. I
dag hefur þetta snúist við. Daglega
verðum við að gæta að okkur á að
borða ekki of mikið. Offita er vaxandi
vandamál á Islandi og víða annars
staðar og er nauðsynlegt að gefa því
meiri gaum. Eitt af lykilorðum við
lausn offituvandans er að neyta mat-
ar sem er næringarríkur en orkulítill
og er það ágæt lýsing á fiski og þá
ekki síst mögrum fiski. í þessu sam-
hengi skiptir að sjálfsögðu máli
hvernig matreiðslu er háttað. Til er
fjöldinn allur af fiskuppskriftum þar
sem bragðgæði eru mikil sem og
næringargildi en orka í lágmarki.
Fiskur - „ojbara"
Það sem veldur hinsvegar áhyggj-
um er viðhorf barna til fisks. Hér þarf
að vinna mikla vinnu því viðhorf
barna og unglinga gagnvart fiski er
afar neikvætt Hverju um er að
kenna er ekki gott að segja en í þessu
samhengi skiptir viðhorf foreldra og
uppalenda gífurlegu máli. Með auknu
vinnuálagi á fjölskyldur minnkar sá
tími sem fólk getur og vill eyða í mat-
reiðslu sem aftur hefur í för með sér
vaxandi kröfur á að matur sé fullbú-
inn og einungis eftir að hita hann.
Vegna þessa hefur hlutur skyndibita-
fæðis aukist verulega en þar hafa
pizzur og hamborgarar ráðið ríkjum.
Ef fólk er að hugsa um tíma þá er það
mikill misskilningur að það taki
styttri tíma að panta pizzu en að elda
sér góðan fiskrétt. Fisk þarf ekki að
elda nema í 10 mínútur í suðu en 20
mínútur í ofni. Einhvern tíma tekur
að undirbúa réttinn en þar geta börn-
in verið þátttakendur og matseldin
verið hin besta samverustund í stað
þess að þau horfi á myndband/sjón-
varp eða séu í tölvuleik.
Bætiefni í fiski
Fiskur er næringarrík fæða.
Hann er t.d. auðugur af snefilefnun-
um selen og joði. Joð er m.a. mikil-
vægt efni fyrir eðlilega starfsemi
skjaldkirtils. Afleiðingar joðskorts
er stækkun skjaldkirtils en það er
hörgulsjúkdómur sem enn er vel
þekktur meðal nágrannaþjóða okk-
ar. Afleiðingarnar eru ofvaxinn
skjaldkirtill. Selen er mikilvægt
varnarefni í líkamanum og vinnur
Fróðleikspunktar:
• neysla á fiski fer minnk-
andi hér á landi
•  sjávarfang er ríkt af
ómega 3-fitusýrum
•  ómega 3-fitusýrur draga
úr líkum á hjarta- og
æðasjúkdómum
•  borðum fisk a.m.k.
þrisvar í viku
• uppskriftir aö fiskréttum
er að finna á heimasíðu
Rf; www.rfisk.is
náið með E-vítamíni sem einnig er
mikilvægt varnarefni (andoxunar-
efni). Þessi efni hamla þránun/öldr-
un og geta þannig komið í veg fyrir
óæskileg efnahvörf sem stuðla að
myndun hvarfgjarnra efna og geta
verið upphaf að myndun krabba-
meinsvaldandi efna. I feitum fiski er
einnig að finna töluvert af D-
vítamíni. D-vítamín hefur mörgum
mikilvægum hlutverkum að gegna í
líkamanum en eitt af þeim er að
stuðla að nýtingu kalks og draga
þannig úr líkum á beinþynningu.
Kalk er ekki í miklu magni í fiski
nema þeim sem neytt er með bein-
um eins og t.d. í og beinkröm barna.
Kalk er ekki í miklu magni í fiski
nema þeim sem neytt er með bein-
um eins og t.d. sardínum, en úr þeim
fáum við talsvert af kalki auk D-
vítamíns svo framarlega sem bein-
garðurinn er borðaður líka.
Borðum meiri fisk
Eins og fram hefur komið hér að
ofan er fiskur tvímælalaust ein sú
hollasta matvara sem völ er á. Raun-
verulega er fiskur lúxusvara sem við
eigum eftir að átta okkur betur á í
framtíðinni. Fisk ættum við ekki að
borða sjaldnar en 3 sinnum í viku.
Matvælaframleiðendur og þá ekki
síst fiskframleiðendur munu verða að
stunda markvissa vöruþróun til að
standa undir kröfum neytenda sem
eru að verða; „Honan og góðan mat á
stuttum tíma".
100 Draumstafir
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
ÞETTA ER hundraðasti pistill
Draumstafa og því langar mig að
leita til dreymenda um drauma þá
er birst hafa og ráðningar þeirra.
Hvort þær hafi gengið eftir,
hvernig ráðningarnar komi fyrir
og hvort þær séu nægilega skýrar
og skilmerkilegar. Hvað betur
megi fara í framsetningu og svo
framvegis. Þá fýsir mig að fá í
safnið drauma fólks sem ekki hafa
birst hér eða annars staðar, bæði
drauma sem komið hafa fram og
aðra drauma ásamt ráðningu
draumfróðra. Þessir draumar geta
verið af öllum toga og mismerki-
legir að mati manna, en allir
draumar eru áhugaverðir og gam-
an væri að koma upp vísi að
draumasafni sem hægt væri að
hafa á netinu (veraldarvefnum) öll-
um til afnota. Þessir draumar
gætu orðið uppistaðan í vef um
draumferðir manna fyrr og síðar,
þetta yrði einskonar gagnabanki
um innra líf landsmanna, það líf
sem nóttin geymir.
Draumar „Álfs"
1. Eg og sambýliskona mín vor-
um á ferðalagi. Leiðin lá upp á
heiði sem ekki sást upp á úr fjar-
lægð. Við höfðum gert okkur
ákveðnar hugmyndir um hvernig
heiðin eða allar heiðar litu út, en
hún reyndist miklu fallegri en við
ætluðum og við vorum alveg dol-
fallin er þarna opnaðist fallegur
heimur. Á heiðinni var vatn og lit-
urinn á því tær og fallegur - túrk-
isblár og ísjakar flutu á vatninu.
Allt var stillt og kyrrt.
3. Ég er einn staddur á sviði,
eins og á útihátíð. Ég sit rólegur
þarna á meðan grasflötin fyllist af
fólki og þar á meðal er sambýlis-
kona mín. Inn á sviðið kemur
hljómsveitin „Kolrassa krókríð-
andi", fjórar stelpur og tveir
strákar. 011 voru þau látlaust
klædd, flest í þykkum peysum.
Þarna fannst mér kominn annar
maðurinn í draumi 2. Hann segir
mér að ég verði að fara og tala við
Gísla Magnússon píanóleikara
(hann kenndi mér í æsku) en pass-
aðu þig á í hvaða peysu þú ert, því
Gísli er viðkvæmur fyrir því.
Sambýliskona mín kemur þá og
tekur í höndina á mér og leiðir mig
í burtu eins og við séum að fara
heim. Við göngum með fólkinu
sem var á sviðinu fram hjá heið-
inni. Við lítum hvort á annað og í
þöglu samþykki ákyeðin að segja
ekki frá heiðinni. Ég er að vand-
ræðast yfir þessu með peysuna og
sambýliskona mín segir að ég skuli
hringja í Gísla og spyrja um þetta.
Eg hringi og sonur hans svarar og
segir að það megi ekki trufla Gísla
því hann sé orðinn svo gamall, ég
skil soninn samt þannig að ég
megi heimsækja hann. Ég kem að
húsi Gísla og er enn að grufla yfir
þessu með peysuna sem er blá og
svört og finn að ég er kominn í
Mynd/Kristján Kristjánsson
DRAUMUR mætir nýjum I íma.
tímaþröng að taka ákvörðun. Ég
tek skyndiákvörðun að fara úr
peysunni og vera nakinn að ofan.
Ég er inni í íbúðinni og horfi aftan
á kollinn á Gísla, hann snýr sér við
og er jafn ungur að sjá og þegar
hann kenndi mér fyrir 37 árum.
2. Við vorum komin niður af heið-
inni og göngum á gangstétt, sonur
minn (16 ára í dag) 3-4 ára er með
okkur. Það ganga tveir menn hin-
um megin á götunni í gagnstæða
átt. Annar er rónalegur útlits og
heldur á hárbandi hippa. Hinn er
bara venjulegur, mér finnst ég
þekkja hann (annar tónlistarmaður-
inn af sviðinu). Sonur minn bendir á
mennina og segir „maðurinn kyssti
mig". Mér verður illa við og spyr
hvor þeirra af ótta við að það hafi
verið róninn en létti þegar hann
segir að það hafi verið hinn maður-
inn og ég skildi að maðurinn hafði
bara verið að sýna honum blíðuhót.
Ráðning
Draumarnir lýsa þér sem manni
sem hingað til hefur farið á léttu
nótunum gegnum lífið og ekki haft
miklar áhyggjur af morgundegin-
um eða stefnu í lífinu (hugmyndin
um að allar heiðar væru eins).
Þessi léttleiki tilveru þinnar virðist
hafa dregið úr stefnufestu og því
að marka hæfileikum þínum
ákveðinn farveg. Draumarnir gefa
í skyn að þú og undirvitund þín
séuð orðin nokkuð sammála að nú
sé nóg komið af guth og best sé að
herða beislið. Fyrsti draumurinn
lýsir ákveðinni hæð, fegurri en orð
fá lýst eða með öðrum orðum hæfi-
leikum þínum sem þú hefur pakk-
að niður um skeið en sem þú vakn-
ar nú upp fyrir. Draumar tvö og
þrjú lýsa svo erfiðleikum þínum
við að ákveða hvernig þú takir af
skarið og berir þig að við að láta
drauminn og draumana rætast. I
draumi þrjú sem þú setur fyrr en
draum tvö, ertu að marka þér
rétta leið. Þar kemur fram að það
sé ekki feimni sem hafi aftrað þér,
heldur kannski að finna sátt (nafn-
ið Gísli merkir sátt) við menning-
arheima, þér virðist nefnilega hafa
verið í nöp við ytri birtingarmynd
hæfileika þinna. í draumi tvö ertu
kominn að niðurstöðu og sáttur við
það sem áður var ósættanlegt
(maðurinn var bara að sýna hon-
um blíðuhót).
•í>eír lesendur sem vifja fá
drauma sína birta og ráðna sendi
þá með fullu nafni, fæðingardegi
og ári ásamt heimilisfangi og dul-
nefni til birtingar til:
Draumstafír
Morgunblaði
Kringlunni 1
103 Reykjavík
Einnig má senda bréfin á netfang:
krifri@xnet.is
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60