Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30   LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999
4
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI:  Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI:   Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR:  Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
EINSETNING SKOLA
EINSETNING grunnskóla er gríðarlegt hagsmunamál
fyrir fjölskyldur landsins. Með henni verður kleift að
samræma skólasókn barna og vinnu foreldra. Gert er ráð
fyrir kennslu til kl. 14 eða 14.30, en þá geti tekið við önnur
vinna nemenda eða tómstundastarf. Með þessu móti verður
skóladagurinn samfelldur, sem veitir börnum og ekki síður
foreldrum ákveðið öryggi. Ennfremur hlýtur þetta að telj-
ast mikið hagsmunamál fyrir vinnustaði. Ekki er óalgengt
að foreldrar skólabarna sjái sér ekki annað fært en vera
heima við hluta úr degi eins og kerfið er nú. Með einsetn-
ingu skóla verður vinnudagurinn samfelldur, sem hlýtur að
þýða hagræði fyrir vinnustaði.
Eins og fram kom í frétt í blaðinu fyrr í vikunni gengur
einsetning skóla ekki sem skyldi. Á það helst við um stærri
bæjarfélög og Reykjavík. Einsetningu á að vera lokið árið
2002, en ljóst er orðið að þörf er á árs fresti til viðbótar í
sumum bæjarfélögum þar sem strandar á framkvæmdum
við skólabyggingar. Og jafnvel er dæmi um skóla í Hafnar-
firði þar sem einsetningu verður ekki lokið fyrr en haustið
2004, sem er auðvitað gersamlega óviðunandi.
Þessi seinkun á einsetningu vegna stækkunar á húsnæði
skóla kemur til viðbótar þeim vanda sem skólamálayfirvöld
standa frammi fyrir vegna skorts á kennurum en einsetn-
ingin mun kalla á aukna kennaraþörf. Nefnd um mat á
kennaraþörf í grunnskólum skólaárið 1999-2000 komst
þannig að þeirri niðurstöðu að það vanti 593 kennara í 423
stöðugildi. Litlar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu rík-
isvaldsins til að mæta þessari auknu þörf en að óbreyttu
rúma Kennaraháskólinn og kennaradeild Háskólans á
Akureyri ekki þann fjölda nemenda sem nauðsynlegur er.
Af þessu má ljóst vera, að ekki hefur verið hugað nægi-
lega vel að öllum þáttum sem snúa að einsetningu skólanna
þegar af stað var farið. Það er slæmt, svo að vægt sé til
orða tekið. Auk alls annars er Ijóst, að nemendum er mis-
munað mjög af þessum sökum og ekki ólíklegt að foreldrar
hugi að því að flytjast búferlum í þau bæjarfélög og hverfi,
þar sem betur er að börnum þeirra búið. Þau vandamál,
sem upp eru að koma í skólastarfi, sýna að stjórnvöld hafa
látið önnur mál sitja í fyrirrúmi. Það er liðin tíð að foreldr-
ar og kjósendur taki því með þegjandi þögninni eins og m.a.
má sjá á ítrekuðum mótmælum foreldra og foreldraráðs
Melaskóla, sem telja m.a. nauðsynlegt að fræðsluyfirvöld
átti sig á hvað felst í einsetningu skóla. Skólamálin eru að
verða mál málanna í sveitarfélögunum.
HITNAR UNDIR
MILOSEVIC
ÞAÐ vakti mikla athygli þegar tugþúsundir söfnuðust
saman í bænum Leskovac í Serbíu til að krefjast þess
að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti segði af sér. Mót-
mæli gegn stjórn Milosevic hafa verið nær daglegur við-
burður frá því að átökunum í Kosovo lauk og hafa þau verið
að stigmagnast undanfarna daga. Það sem gerir mótmælin
í Leskovac hins vegar sérstök er að bærinn hefur frá upp-
hafi verið valdamiðstöð Milosevic og fjölskyldu hans. Það
sýnir hversu djúpt óánægjan rístir í röðum Serba að íbúar
heimabæjar hans hafa einnig risið upp.
Milosevic komst til valda undir því yfirskyni að hann
myndi standa vörð um og efla stöðu Serba. Til að ná því
markmiði hefur hann fj'órum sinnum efnt til átaka á
Balkanskaga en orðið að lúta í lægra haldi í hvert skipti.
Afleiðing stjórnar Milosevic er sú, að það landsvæði sem
Serbar ráða yfir hefur minnkað verulega. Efnahagur lands-
ins er í molum vegna viðskiptaþvingana og sprengjuárása
sem stefna hans hefur kallað yfir þjóðina. Serbar hafa glat-
að Kosovo, héraði sem hefur sögulega mikilvæga merkingu
í þeirra hugum. Þúsundir ungra Serba hafa á síðustu árum
fallið í þágu Milosevic, fjölmargir aðrir hafa flúið land til að
komast undan herþjónustu. Það liggur jafnframt fyrir að á
meðan hann verður áfram við völd munu Vesturlönd ekki
styrkja uppbyggingu landsins fjárhagslega. Það er því
kannski engin furða að farið sé að hitna undir Milosevic.
Hann hefur hins vegar áður sýnt að hann er laginn við að
halda í völdin með því að beita valdi og sundra andstæðing-
um sínum. Stjórnarandstaðan er enn sem komið er sundur-
leit og markmið hennar óskýr. Atburðirnir í Austur-Evrópu
fyrir áratug sýndu hins vegar að hlutirnir geta gerst hratt
og óvænt þegar almenningur rís upp gegn valdhöfum.
Reykholtsskóli í Biskupstungum með hæstu meðale
Góðir nemend-
ur sem fengu
hrós, hvatn-
ingu og aga
Reykholtsskóli í Biskupstungum var með hæstu
meðaleinkunn í samræmdu prófunum undir stjórn
Arndísar Jónsdóttur. Þetta var fyrsti vetur Arndís-
ar sem skólastjóri Reykholtsskóla en skólinn hefur
starfað í rúm 70 ár og síðasta skólaár var 91 nem-
andi frá sex ára bekk til tíunda bekkjar í skólanum.
Arndís hafði kennt við skólann tvo vetur áður en
hún tók við stjórninni. Hún er þó enginn viðvaning-
ur þegar kemur að kennslu því að hún hefur verið
kennari frá tvítugsaldri. Hún kenndi fyrst 1966 í
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, en hefur þó lengst af
kennt í Selfossskóla eða um 20 ár. Hún er fædd og
uppalin í Garðabæ. Kristín Sigurðarddttir hitti
Arndísi á Kirkjubæjarklaustri og spurði hana
hverju hún þakkaði þennan góða árangur.
ÞAÐ er fyrst og fremst nem-
endunum að þakka að þessi
góði árangur náðist á sam-
ræmdu prófunum. Þetta var
metnaðarfullur og kraftmikill hðpur.
Þau voru ákveðin í því að standa sig
sem best. í öðru lagi hafði skólinn á að
skipa góðu starfsfólki. í þriðja lagi
unnu nemendurnir mjög vel og skólinn
reyndi að skapa þeim góð vinnuskil-
yrði með því að setja reglur og fylgja
þeim eftir, veita aga, hrós og hvatn-
ingu. í fjórða lagi náðist gott samstarf
við foreldra. Þeir voru mjög samstiga
um að leggja sitt af mörkum til að
skólastarfið gæti gengið sem best.
Árgangar eru misjafnir og það get-
ur verið mjög sveiflukennt milli ára
hvernig nemendum gengur í sam-
ræmdu prófunum. Þessi bekkur hafði
á að skipa ágætis nemendum. Það náð-
ist mjög gott vinnulag í bekknum,
nemendum leið almennt vel, þeir voru
mjög þægilegir hver við annan og báru
virðingu og traust hver til annars.
Þetta var mjög samstilltur hópur, þau
þekktu hvert annað vel og voru góðir
vinir. Þau gátu tjáð sig fullkomlega
bæði sín á milli og við kennarana. Það
er einu sinni svo að bæði börn og ung-
lingar þurfa að hafa sínar reglur og ef
þeim er fylgt eftir á réttlátan hátt er
það þeim fyrir bestu. Þau þurfa að
hafa sinn ákveðna ramma. Andinn sem
skapaðist gerði það að verkum að fólk
vann eins og þáð mögulega gat. Nem-
endurnir tóku hlutina alvarlega eins
og venja er á lokasprettinum. Þeir
vissu að nú var alvaran að taka við, að
það væri annað hvort nú eða ekki."
Hrós gefur gífurlega mikið
Arndís segir mjög mikilvægt að
skapa nemendum góð skilyrði til
náms. Hún segist gera það með því að
veita þeim aga, hvatningu og hrós.
„Ég hef bæði kennt stórum bekkj-
um og litlum. Það eru allt aðrir mögu-
leikar í litlum bekkjum eins og til
dæmis það að geta hrósað svo vel sé.
Hrós fyrir góða hluti gefur manni gíf-
urlega mikið á móti. Mér finnst gott að
taka annað slagið 3-5 mínútur til að
spjalla við nemendurna, hafa srhá um-
ræðustund. Þau hafa þörf fyrir að tjá
sig um heima og geima. Ef við höfum
aðeins lengri tíma, sem ég geri stund-
um, þá hef ég opna mælendaskrá og
svo tjáir sig einn í einu kannski um
eitthvert ákveðið efni sem er í umræð-
unni í þjóðfélaginu. En ég forðast þó
ákveðin umræðuefni og það er þrennt
sem er alveg bannað að tala um: Sam-
starfsfólkið,  trúmál  og  stjórnmál.
Sumir hafa mjög sterkar skoðanir á
trúmálum og stjórnmálum og nemend-
urnir eru náttúrlega spegilmynd heim-
ilanna. Það er því betra að hætta sér
ekkert út í þá umræðu því að maður
verður að vera allra.
Hvatningin er mjög mikilvæg. Ég
hrósa fyrir góða hluti og segi nemend-
um mínum að ef þau vinna svona eða
halda sig að þessum hlutum á þennan
hátt þá muni þau fljótlega sjá góðan ár-
angur af starfinu. Svo finnst mér mjög
gott að geta sýnt fallega unnin verkefni
og hvetja þannig hina í bekknum en þó
verður að gæta hlutleysis. Með þessu
skapast góð vinnubrögð, vandvirkni og
metnaður, því að hvatningin skapar
fyrst og fremst metnað. Sem betur fer
eru komin ný lög um grunnskólana og
því er ekki lengur þessi strangleiki á
því sviði, metnaður er ekki lengur
bannorð, þó að einkunn hvers og eins
sé ennþá trúnaðarmál, þá má tala um
meðaltöl og framfarir."
Verðlaun eru mjög hvetjandi
Arndís segir mikilvægt að hvetja
nemendurna til að gera betur í nám-
inu. Ein leið til þess var að veita fram-
faraverðlaun.
„Það er ekkert nýtt að veita verð-
laun fyrir framfarir en það er hægt að
veita verðlaun fyrir mismunandi ár-
angur, bæði fyrir hæstu einkunn og
svo fyrir framfarir á ákveðnu tímabili,
þess vegna á nokkrum mánuðum. Það
er mjög hvetjandi að veita umbun eða
verðlaun fyrir það sem vel er gert.
Síðastliðið vor veitti ég verðlaun sem
ekki hafa verið veitt nokkuð lengi.
Annars vegar fengu tveir nemendur í
10. bekk tíu í dönsku. Þeir fengu í verð-
laun orðabækur frá danska sendiráð-
inu. Það er náttúrulega ágætis árangur
fyrir skólann að tveir af 21 nemanda í
landinu skuli fá tíu. Hins vegar veitti
ég svokölluð framfaraverðlaun. Það
skiptir máli við námshvatningu að veita
verðlaun fyrir framfarir. Sem dæmi má
nefna nemanda sem hafði undir meðal-
lagseinkunn á einhverju árabili og ég
sá að hann gat orðið hvorum megin
sem er við strikið undir lokin en svo
sýndi hann miklar framfarir. Það fengu
tveir slík verðlaun á síðasta skólaári,
annar úr eldri hópnum en hinn var
nemandi í yngri hópnum. Þetta gladdi
báða nemendurna óhemju mikið."
Bókaormar
„Kennararnir við skólann voru með
svokallaðan bókaorm sem var hvatn-
ing til bóklestrar. Þá gerðu nemend-
urnir spjöld, með nafninu sínu og bók-
ARNDIS Jónsdóttir segir nemendahópi
sig vel í samræmi
inni sem þau lásu, sem þau settu í
keðju upp á vegg. Það var spennandi
að fylgjast með því hver læsi mest og
hvaða bækur. Það voru líka veitt verð-
laun fyrir þetta, um miðjan vetur hjá
sumum og í lokin hjá öðrum. Þetta
skiptir allt miklu máli. Dregið hefur úr
bóklestri vegna þess að það er annað
sem glepur. Eg tel að það sé mjög gott
að stuðla að bóklestri."
Agi og gott námsumhverfi
Gott námsumhverfi er mjög mikil-
vægt til að hægt sé að vænta góðs
námsárangurs nemenda, segir Arndís.
„Til að stuðla að því setti ég skýrar
skólareglur sem var mjög gott því að
með þeim skapaðist góður agi. Agi er
grundvöllur hvers manns til að hann
geti unnið og allir kennarar vita að
ekki er hægt að kenna í umhverfi sem
ekki er hagkvæmt.
Skólar hafa misgóðar reglur. Það er
betra að hafa reglurnar færri og alveg
}
Meðal grunnskóla lands
einkunn í samræmdu pi
holtsskóla, 6,36. Meða
Reykholtsskóla var lík
eða 6,73. Þau lentu svo
með 6,36, í þriðja sæti í
í níunda sæti í er
skýrar og helst að fólk geti munað
þær. Þó verður að hafa í huga að ekki
er alltaf hægt er að beita sömu reglum
á yngstu börnin og þau elstu. Þegar ég
tala um ákveðnar reglur er ég aðallega
að tala um þau elstu. Yngri hópurinn
þarf aðra túlkun. Með þau eldri gildir
að vera ekki með neiriar málalenging-
ar. Þú verður að vita hvað þú ætlar að
segja og hvernig þú ætlar að fram-
kvæma það. Ef það gengur ekki já-
kvætt fyrir sig þá verður þú að vita
hvernig þú ætlar þá að láta þau vinna
sig út úr því. Ef þau unnu ekki náms-
efnið á réttum tíma þá kom það fyrir
oftar en einu sinni að þau voru látin
sitja eftir þar til þau höfðu klárað. Það
er ákveðinn vandi að fylgja þessu eftir.
Áður en ég varð skólastjóri voru aðrar
reglur og þeim ekki haldið mikið á
lofti. Þegar ég tók við setti ég reglur á
blað um haustið og dreifði þeim til
nemenda, kennara og foreldra!"
Hæsta meðaleinkunn í stærðfræði
Arndís  kenndi  tíundubekkingum
stærðfræði en Reykholtsskóli var með
-I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60