Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						: 36   LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Verðhækkanir
að undanfórnu
AÐ UNDANFÖRNU hafa orðið
talsverðar hækkanir á verði vöru
og þjónustu. Einkum hafa það ver-
ið stjórnvöld, bæði ríki og sveitar-
félög, auk fyrirtækja á fákeppnis-
markaði, sem þar hafa gengið
harðast fram. Þessar hækkanir
hafa verið rökstuddar á ýmsan
3>imáta. Tryggingafélögin fela sig á
bak við ný skaðabótalög og hafa
dembt yfir á neytendur miklum
hækkunum á iðgjöldum skyldu-
trygginga ökutækja. Olíufélögin
hafa hækkað bensínverð á stuttum
tíma í þrígang og bera stjórnvöld
allavega ábyrgð á einni þeirra. Og
Reykjavíkurborg réttlætir 20-30%
hækkun á fargjöldum strætisvagna
með því að fargjöld hafi verið
óbreytt í fjögur ár.
Hækkanir á
bifreiðatryggingum
Samkvæmt upplýsingum Neyt-
endasamtakanna eru tjónabætur
lægri hér á landi borið saman við
aðrar Norðurlandaþjóðir. Þrátt
fyrir það eru íðgjöld skyldutrygg-
inga á bílum hærri hér en hjá öðr-
um Norðurlandaþjóðum. Þetta
vekur að sjálfsögðu upp ýmsar
spurningar. Er líkamstjón vegna
árekstra hér á landi svona miklu
meira en í nágrannalöndum okkar?
Eru íslenskir ökumenn svona mikl-
ir klaufar í samanburði við frænd-
ur okkar á öðrum Norðurlöndum?
Þetta eru spurningar sem trygg-
ingafélögin verða að svara.
En það eru fleiri spurningar sem
Hækkanir
Auk þess sem þessar
hækkanir koma illa við
neytendur telur Jó-
hannes Gunnarsson
sýnu verst að verið sé
að skrúfa upp gamla
verðbólguhugsunar-
háttinn.
vakna og sem neytendur vilja fá
svör  við.  Sú  mikilvægasta  er
-TiJ
ISLEJYSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1013. þáttur
STURLA        Þórðarson
(1214-1284) var snillingur. Hann
var jafnvígur á bundið mál sem
laust og hann var líka lífs-snill-
ingur (og er þá síst átt við þess
konar frík sem kalla sig
„livskunstner").
Hér í blaðinu birtist fyrir
skömmu brot úr Hrafnsmálum
Sturlu, en það er lofkvæði um
Hákon gamla Hákonarson. Mig
langar til að taka hér upp fyrri
vísuna sem í blaðinu kom. Hún
er gott dæmi um snilld Sturlu.
I 864. þætti (31. ágúst 1996)
reyndi ég að gera ofurlitla grein
á málahætti. Til er af honum af-
brigðið haðarlag, og rifjaðist
þetta upp fyrir mér, þegar ég sá
vísuna í blaðinu. Hún verður
letruð hér með gömlu lagi til
sejlsmukke skibe omkring den
kloge kríger."
Og svo skulum við hlusta á
músíkina í annarri vísu úr sama
kvæði. Ég held við kröflum okk-
ur fram úr merkingunni:
Stóðafstórráðum
stýri brimdýra
ógnofúrþvegnar
jarðir vestrgarða.
Færðu hjálmhirða
hausa friðlausir
jöfri ósvífrum
ótta rándróttar.
Sturla orti af sömu snilldinni
með hvaða bragarhætti sem
hann vildi. Hér er ein vísa úr
Hákonarkviðu með kviðuhætti,
og verður brennuæði manna
ekki betur lýst:
	Svalg hvert hús
Glumði á gjalfrtömðum	heitum munni
Gestils skeiðhestum	viðar hundr
eldr of allvaldi	Verma byggðar
ægis nafnfrægjum;	ok svipkárr
skeinafskautvænum	selju rakki
skeiðum brimleiðar	of garðshlið
sólofsigdeili	grenjandi fór.
snotran óþrotlig.	•
Vísan er alregluleg undir ha'ð-
arlagi, en það verður til með því
að setja hendingar (rímorð)
dróttkvæðs háttar inn í mála-
hátt.
Gestill er sækonungur, enda
ætlar skáldið að lýsa skipi kon-
ungs. Skeiðhestar sækonungsins
eru auðvitað ekki venjulegir fák-
ar. Farkostur Gestils er skip.
Þessir skeiðhestar voru að vísu
tamdir, eins og vera ber, en þeir
voru gjálfurtamdir. Gjálfur er
sjór eða sjávarhljóð, sbr. sækon-
ungsheitið Gylfi, og það, að eitt-
hvað gengur gylfrum, þegar
það gengur upp og ofan. Skipin
voru gjálfurtamin, sjóvön. Á
þeim var svo mikið gullskraut
hjá þessum víðfræga konungi
(Hákoni gamla) að það bókstaf-
lega glumdi í því. Ægis eldur er
gull, allt frá því er Rín bar Fáfn-
isarf á haf út. Og í seinni hlutan-
um segir að aldrei slokknaði
gullsljóminn frá hinum segl-
prúðu skipum í flota konungsins.
Þetta var glæsileg sigling. Eig-
um við svo ekki til gamans að sjá
hvernig Finnur Jónsson þýddi
þetta á dönsku:
„Guldet klang pá de sovante
skibe omkríng den navnkundige
fyrste; en aldríg slukket guld-
glans   skinnede   fra   de
Sturla Þórðarson var sem
sagt engu minni snillingur á
bundið mál en laust. En ein-
hvern veginn finnst mér að
þetta hafi gleymst á árum áður.
Var mér ekki kennt þetta? Eða
var ég svona vondur nemandi?
Auðvitað lagði nokkurn skugga
af föðurbróðurnum Snorra yfir
Sturlu. En Sturla var bara
betra ljóðskáld en Snorri. Menn
létu víst að því liggja að kvæði
Sturlu væru ekki frumleg, þótt-
ust jafnvel finna enduróm og
orðastælingar úr Arinbjarnar-
kviðu. Nú hefur Matthías Jo-
hannessen skáld og ritstjóri
fært að því skemmtileg rök og
gild, að Sturla kunni sem best
að hafa ort Arinbjarnarkviðu
sjálfur, eða þá Ólafur hvítaskáld
bróðir hans, annar snillingurinn
sem ég vissi fátt um fram eftir
árum.
íslendingasaga Sturlu er á
köflum heldur strembið verk og
ekki jafn-skemmtilegt og
Heimskringla, en fyrir löngu
hafa menn þó áttað sig á snilld
bestu kaflanna, eins og lýsing-
unni á drápi Vatnsfirðinga, Ör-
lygsstaðabardaga með óviðjafn-
anlegum eftirleik (og forleik).
Eða, þegar hæst rís, frásögninni
af  Flugumýrarbrennu,  sömu-
leiðis með frábærum forleik og
eftirleik.
Ég get nefnt ýmsa menn frá
síðari tímum sem að nokkru
hafa rétt hlut Sturlu, en enginn
hefur gert það af þvílíkum skör-
ungsskap sem Matthías Johann-
essen, og fer þar saman lær-
dómur og skáldleg hugkvæmni,
og dirfska. Sjá Bókmenntaþætti
(Rvík 1985).
•
Sturla Þórðarson var ófeigur.
Hann náði sjötugsaldri á Sturl-
ungaöld og var þó alstaðar þar
sem stórir atburðir urðu og lífs-
háskinn var mestur. Hann lifði
af. Hann var það sem Englend-
ingar kalla surviver. Hann var í
Apavatnsför. Hann var á Ör-
lygsstöðum. Hann var á Flugu-
mýri. Hann barðist grjóti á
Þveráreyrum. Hann gekk út í
opinn dauðann á fund Hákonar
gamla, en það var óvart Hákon
sem dó. Síðan töfraði Sturla
Magnús Hákonarson konung, og
þó einkum drottningu hans
danska, Ingibjörgu Eiríksdóttur
plógpenings. Sturla Þórðarson
barg lífi sínu með kveðskap og
frásögn sem hann lét frá sér
heyra miklu betur en aðrir
menn. Hann leysti höfuð sitt
með listinni. I formála Sturl-
ungusafnsins er honum reistur
sístæður varði: „Marga hluti
mátti hann sjálfr sjá ok heyra,
þá er á hans dögum gerðust til
stórtíðinda. Ok treystum vér
honum bæði vel til vits ok ein-
urðar at segja frá, því at hann
vissa ek aivitrastan ok hóf-
samastan. Láti guð honum nú
raun lofí betrí."
•
Salómon sunnan kvað:
Skorargeir sundreið frá Skólm
til að hitta Torfhildi Hólm,
en hún þrásat við skriftir
og læri ekM lyftir
í bókmenntum ofvirk og ólm.
Hjálmari Finnssyni frá Hvilft
ofbýður hvernig enska er stund-
um þýdd orðrétt og vitlaust og
það jafnvel á æðstu stöðum. Þrá-
stagast er á, t.d., að enginn hafi
vitað fyrir hvað Samfylkingin
stæði. Þetta átti að merkja hvaða
stefnu hún hefði. Við Hjálmar,
sem erum þaulvanir smalar, vit-
um vel hvað það merkir í ís-
lensku að standa fyrir.
hvernig farið er með þá
peninga sem trygginga-
félögin láta í svonefnda
bótasjóði?   Samkvæmt
upplýsingum sem grein-
arhöfundur hefur aflað
sér, er vinnulag þannig
að  þegar  tjón  verður
vegna   áreksturs   er
skýrsla  send  strax  til
viðkomandi tryggingafé-
lags.  Tryggingafélagið
leggur þegar mat á tjón-
ið  og setur peninga í
bótasjóðinn í samræmi
við þetta mat. Það er
hins vegar svo að rétt
innan  við  helmingur
þessara tjóna verða að
raunverulegu tjóni og sem trygg-
ingafélögin þurfa að greiða bætur
fyrir. Peningarnir Uggja hins vegar
árum saman í þessum sjóðum og
tryggingafélögin nota þessa fjár-
muni m.a. til að lána bÖakaupend-
um og eru þessi lán ekki á lágum
vöxtum. Þannig nýta tryggingafé-
lögin þessa sjóði til að ávaxta vel
sitt pund. I Svíþjóð er miðað við að
gera upp öll tjón innan þriggja ára
og í þeim tilvikum þar sem ekki er
um raunverulegt tjón  að  ræða,
renna peningarnir til baka og eru
nýttir til að halda niðri iðgjöldum.
Hér á landi virðist vinnulagið vera
með öðrum hætti og leyfa trygg-
ingafélögin sér miklu meira svig-
rúm í þessum efnum en trygginga-
félög  í  nágrannalöndum  okkar
gera. í ljósi þessa er eðhlegt að
Fjármálaeftirlitið, sem nú skoðar
hækkanir    tryggingafélaganna,
upplýsi  neytendur  um  hvernig
þessu er háttað hér á landi.
Bensmhækkanir
Það kom verulega á óvart þegar
ríkisstjórn stöðugleikans, með fjár-
málaráðherra í broddi fylkingar,
stóðst ekki mátið að hækka opin-
berar álögur á bensín, sem þó voru
ærið nógar fyrir. Og olíufélögin
hafa ekki látið sitt eftir liggja og
hafa hækkað verð þrisvar sinnum
frá síðustu áramótum. I tvö síðustu
skiptin hafa hækkanirnar verið
réttlættar með hækkandi heims-
markaðsverði. I fyrra tilvikinu var
hækkunin rökstudd með því að
heimsmarkaðsverð á olíu hafi rokið
upp vegna loftárása á Júgóslavíu.
Það vakti því sérstaka athygli að
síðasta hækkun kom til fram-
kvæmda þegar loftárásunum hafði
verið hætt. Neytendur standa hins
vegar frammi fyrir því að frá ára-
mótum hefur verð á bensíni hækk-
að um 13,5%.
Það hefur einnig vakið athygli
neytenda að þessar hækkanir hafa
verið jafn miklar hjá öllum olíufé-
lögunum og framkvæmdar á ná-
kvæmlega sama tíma hjá þeim öll-
um. Það má því ljóst vera að olíufé-
lögin hafi haft samráð sín á milli,
þótt vissulega sé það rétt sem full-
trúi Samkeppnis-
stofnunar     hefur
sagt, að erfitt sé að
sanna slíkar fullyrð-
ingar. En hvað sem
því líður er allavega
ljóst að aftur bitnar
fákeppnin á neyt-
endum.
Hækkanir SVR
Stjórn Strætis-
vagna Reykjavíkur
hefur beint þeim til-
mælum til borgar-
ráðs, að það staðfesti
Jóhannes       ákvörðun um mikla
Gunnarsson      hækkun á fargjöld-
um SVR. Eins og
nefnt var hér að framan er 20-30%
hækkun fargjalda réttlætt með að
fargjöld hafi ekki hækkað undan-
farin fjögur ár. Ekki ætla ég að
deila við forráðamenn SVR um
þessi rök. Það er þó ljóst að það
eru eingöngu fyrirtæki á fákeppn-
is- eða einokunarmörkuðum sem
geta hagað sér á þennan hátt. Fyr-
irtæki sem starfa á samkeppnis-
markaði eiga aðeins um eitt að
velja, að hagræða, vilji þau halda
velh, enda býður samkeppnin ekki
upp á annað. En SVR hefur einok-
unaraðstöðu og getur því gert það
sem það vill. Hvort þessi aðgerð
verði hins vegar til að auka far-
þegafjöldahn skal ósagt látið. Það
er allavega Ijóst miðað við þá
stefnu í umhverfismálum og sem
eðlilegt er að taka tillit til, að reyna
að draga úr loftmengun frá einka-
bflum, að ákvörðun stjórnar SVR
gengur þvert á slíka stefnu. Þegar
þetta er skrifað liggur ekki ljóst
fyrir hvort borgarráð staðfesti
þessa ákvörðun stjórnar SVR, en
vissulega geri ég mér vonir um að
borgarráð hafi vit fyrir stjórn SVR
í þessu máU.
Lokaorð
Auk þess sem þessar hækkanir
koma iUa við neytendur, er þó sýnu
verst að hér er verið að skrúfa upp
gamla verbólguhugsunarháttinn.
Það er einfaldlega verið að gefa til
kynna að nú sé í góðu lagi að
hækka verð og það helst ríflega.
Það er sorglegt þegar opinberir að-
Uar ganga fram fyrir skjöldu með
þessum hætti. Ríkisstjórn sú sem
nú situr kennir sig við stóðugleika.
Það er ljóst að þær hækkanir sem
hér hafa verið nefndar, eru í engu
samræmi við stefnu ríkisstjórnar-
innar. Því vænti ég þess að ríkis-
stjórnin grípi með virkari hætti
gegn þeim hækkunum sem nú
ganga yfir neytendur. Því verður
vart trúað að ríkisstjórn stöðug-
leikans sætti sig við verðbólgu á
nýjan leik, aUavega gera neytendur
það ekki.
Höíundur er formaður Neytenda-
samtakanna.
Davíðs vídeó
í Morgunblaðinu í
gær staðfestir upplýs-
ingafulltrúi Landssím-
ans rhf. efnislega rétt-
mæta gagnrýni á sjón-
varpsrekstur Lands-
símans eftir breið-
bandinu, Breiðvarpið.
Upplýsingafulltrúinn
neitar að vanda upp-
lýsingum, en viður-
kennir þó að tekjur
Landssímans af Breið-
varpinu séu hverfandi
og langt því frá að
mæta gríðarlegum
kostnaði við lagningu
breiðbandsins. I öðru
lagi staðfestir hann að
til að drýgja tekjur breiðbandsins
ætli þetta ríkisfyrirtæki að fara að
leigja myndir eftir breiðbandinu (e.
pay pr. view) þótt þeim Lands-
símamönnum þyki vídeóleiga ekki
nógu fínt orð um fínu græjurnar
Helgi
Bjðrvar
sínar. Þá boðar upp-
lýsingafulltrúinn að
enn      fullkomnari
myndbandaleiga sé
væntanleg hjá ís-
lenska ríkinu, en hana
kýs hann að kalla
Kvikmyndaveitu.
Athyglisvert er að
þeir      Landssíma-
menn/sjálfstæðismenn
sjá ekkert athugavert
við að ríkisfyrirtæki í
einokunaraðstöðu noti
milljarða      niður-
greiðslu ríkisins til að
ryðja sér til rúms á
fjölmiðlamarkaði með
Breiðvarpinu og síðan
á myndbandaleigumarkaðnum.
MUljarðaoffjárfesting af almannafé
í samkeppnisrekstri finnst þeim
bara alveg sjálfsögð. Þeir reyna að
vísu að skrökva því að þeir hafi
bara sóað einum milljarði í þetta
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60