Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐLÐ Höskuldur Egilsson fædd- ist í Reykjavík 18. janúar 1943. Hann lést á Landspítalan- um 26. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Heydalakirkju 3. apríl. Elsku pabbi. Að þurfa nú að kveðja þig hinstu kveðju, allt of snemma, er erfltt. Það er svo margt að segja og minnast en samt finnst mér ég orðlaus. Þið mamma óluð okkur systkinin upp við mikla ást og umhyggju sem var aldrei spöruð. Alltaf studduð þið okkur í því sem við gerðum og sýnduð óspart hversu stolt þið voruð af okkur, sama hversu lítilvægt það var sem við gerðum. Það er ykkur mömmu því að þakka hversu sam- heldin fjölskylda við erum, þið bjugguð okkur gott heimili þar sem oft var margt um manninn og glatt á hjalla. Þið lögðuð alltaf mikla áherslu á að fjölskyldan kæmi sam- ’ an eins oft og tækifæri voru til. Síð- ustu ár kom það ekki oft fyrir að við systkinin værum öll heima á sama tíma, einna helst um jól og áramót, og þá varst þú alltaf í essinu þínu. Þú varst mikið úti á sjó þegar ég var lítil þannig að stundum var ég feimin við þig þegar þú komst í land ef þú varst búinn að vera lengi í burtu. Þú talaðir oft um það þegar ég varð eldri og gerðir góðlátlegt grín að mér. Við vorum mjög náin, sérstaklega eftir að ég varð eldri. Þá fórum við oft saman að skemmta okkur og það var alveg einstakt. Þú hafðir nefnilega sérstakt lag á því að hafa gaman í kringum þig, varst léttur og hress og stutt í spaugið. Þú sagðir alltaf að maður ætti sjálf- ur að skapa sér skemmtunina þegar maður vildi skemmta sér og það gerðir þú ætíð. Þú söngst og spilað- ir á gítar við hvert tækifæri og tón- listin var líf þitt og yndi. Þú varst þekktur fyrir það að vera alltaf, ef þú mögulega gast, á öllum jazz- skemmtunum hvar sem þær voru á landinu, því ekki settir þú ferðalög- in fyrir þig. Yflrleitt tókstu þátt í þeim sjálfur og það gaf þér mestu skemmtunina og eflaust mörgum öðrum. Það var nefnilega svo gam- an að sjá þig syngja, þú lifðir þig svo inn í það. Eg man sérstaklega eftir einu skipti sem ég var að hlusta á þig, það var á jazzhátíð Egilsstaða. Eg kom og heilsaði upp á þig rétt áður en þú fórst upp á svið, enda var ég eingöngu komin til að hlusta á þig. Þegar þú söngst svo lagið þitt )VA11 of me“ eins og þér einum var lagið horfðir þú brosandi til mín út í sahnn eins og þú værir aðeins að syngja fyrir mig en ekki fullan sal af fólki. Svona varst þú, lést mann alltaf finna það hvað maður skipti þig miklu máli. En þrátt fyrir mikinn áhuga þinn á jazz og tónlist yfirleitt þá var fjölskyldan alltaf núm- er eitt, tvö og þrjú hjá þér og því fengu flestir að kynnast sem þekktu þig. Það var alltaf hægt að leita til þín ef eitthvað var að. Þú reyndir aldrei að taka ákvarðanir fyrir fólk heldur sagðir aðeins hreinskilnislega þína skoðun á mál- inu. Ef einhvem vantaði aðstoð varst þú reiðubúinn að veita hana ef þú mögulega gast, ekki síst ef við systkinin áttum í hlut. Þá komuð þið mamma alltaf og stundum án þess að við hefðum beðið ykkur um það. Eins og í haust þegar ég stóð í flutningum, þá komuð þið í heim- sókn gagngert til að hjálpa. Það ætlaðir þú einnig að gera í kringum jólin þegar aðstæður hjá mér breyttust og ég hafði mjög mikið að gera. Þá vildir þú skella þér norður til mín og hjálpa mér og ná í mig í jólafrí í leiðinni. Ég gaf ykkur mömmu einu sinni platta sem á stóð: „Góðir foreldrar eru til staðar þegar maður þarf á þeim að halda“, og það voruð þið, ætíð. Það er alltaf gaman að skreppa heim á Gljúfraborg því móttökumar eru ætíð svo góðar. Það er erfitt tO þess að hugsa að geta ekki lengur séð þig standa á tröppunum, veif- andi og brosandi, þegar maður rennur í eða úr hlaði. Tilhugsunin um að þú getir ekki verið með okk- ur á stórum stundum í lífi okkar er erfið. Eins og við útskriftir, þegar bamabömin verða fleiri og til að leiða okkur systumar upp að altar- inu þegar við giftum okkur. Ég hefði verið svo stolt af því að hafa svona glæsilegan föður mér við hlið við það tækifæri. En ég veit að þú ert hjá okkur öllum og fylgist vel með öllu sem við erum að gera, jafn stoltur og þú varst alltaf. Vegna veikinda þinna vom síð- ustu vikumar sem við áttum með þér mjög erfiðar fyrir okkur öll en þrátt fyrir söknuðinn og sársauk- ann við að missa þig verðum við að þakka fyrir að þú skyldir ekki þurfa að kveljast lengur. Við fjölskyldan stöndum saman í sorginni og hugg- MINNINGAR um okkur við minningarnar um yndislegan mann sem gaf okkur öll- um svo mikið. Guð styrki þig, mamma, og okkur öll á þessum erf- iðu tímum. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir allt. Guð blessi minningu þína. Þín dóttir, Þórhildur. Elsku pabbi, þá er stund þín upp- mnnin, þú ert farinn frá okkur löngu áður en eðlilegt getur talist, rétt kominn yfir hálfrar aldar af- mælið, 56 ára. En ég er viss um að þér líður vel núna í hinum nýja heimi með þeim sem þar dvelja. Þetta var erfiður tími fyrir okkur öll, síðasti mánuðurinn sem þú dvaldist með okkur hérna megin, tími ótta og óvissu. Einhvers staðar stendur að eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og finnst mér þau orð sannast nú. Alltaf þótti manni sjálfsagt mál að heyra rödd þína í símanum þegar maður hringdi austur í ykkur mömmu og einnig að sjá þig standa á tröppunum fyrir utan húsið þegar maður renndi í hlað „heima“ í sum- arfríum. Og núna þegar maður á ekki eftir að upplifa þessa hluti aft- ur sé ég hvað þessi sjálfsögðu litlu atriði skilja eftir sig stórt skarð þegar þú ert farinn. Lífsgleði og snyrtimennska eru þau orð sem mér finnst lýsa þér vel. Þú varst alltaf í góðu skapi og fyrst- ur til ef skapa þurfti tónlist á manna- mótum, dróst þá fram gítarinn og spilaðir og söngst af mikilli innlifun. Alltaf var snyrtimennskan í fyrir- rúmi hjá þér í klæðaburði og greiðslu, hárið alltaf eins greitt, skipt vinstramegin og greitt yfir til hægri og það er nú bara svo að ég man aldrei eftir að hafa séð þig öðru- vísi greiddan hvað þá ógreiddan. Tónlistin átti mikið rúm hjá þér hvort sem var í því að skapa hana sjálfur með gítamum og raddbönd- unum eða bara hlusta. Og tólistin þín var jazzinn, því vart var meiri djass- geggjara að finna en þig, sóttir flest- ar djasshátíðir Egilsstaða og komst oft á haustin hingað suður til þess að taka þátt í RÚREK-djasshátíðunum. Báðir höfum við bræður erft tónlist- aráhugann frá þér því báðir spilum við á hljóðfæri og er mér mjög minn- isstætt hversu oft þú varst búinn að hvetja mig til þess að fara að læra trommuleik. Varst meira að segja búinn að tala við þekktan trommu- leikara um að taka mig í nám en aldrei varð neitt úr því enda þótt ekki sé öll nótt úti með það. Elsku pabbi, ég vil þakka þér fyr- ir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og bið Guð að geyma þig vel og mig langar að kveðja þig með orðunum sem þú kvaddir mig svo oft með: Bless you. Þinn sonur, Rögnvaldur. HÖSKULDUR EGILSSON SIGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR + Sigrún Krist- jánsdóttir fædd- ist í Þórshöfn í Færeyjum 27. júní 1940. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 25. maí siðastliðinn. Út- för hennar fór fram í kyrrþey 3. júní í Keflavíkurkirkju. Nú er tómarúm í hjarta mínu, Líf þitt hefur skilað hlut- verki sínu. Guð kallar nafn þitt snemma, minning þín mun aldrei þverra. Ast og væntumþykja í þína hönd, aldrei skal neitt rjúfa þau bönd. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, megir þú finna frið, móðir mín. Hvíl í friði elsku mamma. Þinn sonur Ragnar. Leiðimar skilja en ljós okkar skín, er liðinna daga við minnumst. Eg þakka af hjarta mínu og hugsa til þín, uns heima hjá Drottni við finnumst. Elsku mamma, ég veit varla hvað ég á að segja, þú ert farin og það er svo mikið tómarúm í hjarta mínu að ég átta mig varla á því. Þú varst að- eins 58 ára gömul og í blóma lífsins þegar þú andast og ferð frá okkur systkinunum. Það er svo skrítið að heyra ekki í þér eða að sjá þig meir elsku mamma mín því þú varst vön að koma á hverju kvöldi til mín og ef þú komst ekki þá hringdir þú bara tO að athuga hvemig ég og bömin hefðum það. Það sem var alltaf efst í huga þínum vom bömin og bamabörnin og alltaf varst þú tObúin til að hjálpa okkur ef þú gast, og þú gerðir það í rauninni aUtaf. Ailtaf varst þú brosandi og lífsgleðin skein úr augum þínum. Elsku mamma, þú hafðir stórt og gott hjarta enda varst þú besta mamma og besta amma sem ég og bömin hefðum getað fengið. Aldrei kvartaðir þú þó svo að þú værir þreytt og slöpp og ef við spurðum hvort ekki væri í lagi hjá þér þá sagðir þú: „Jújú, ég er bara með smá flensu" því þú vUdir ekki að við hefðum áhyggjur af þér. Fljótlega eftir páska kom svo sjokkið, þú greinist með krabba- mein, þetta var rosalegt áfall fyrir okkur systk- inin en þú brostir bara og sagðir að við yrðum að vera sterk því þetta lagaðist, „ég er með bestu læknana á ís- landi“. Þú varst svo bjartsýn og hugrökk, ég dáðist að þér því svona hugrekki finnst ekki hjá öllum en þú hafðir nóg af því. 19. maí veikist þú og ferð á spítalann, þú gast ekki talað skýrt en samt skOdum við þig. Þú hugsaðir ekki mOdð um þig heldur hafðir þú meiri áhyggjur af okkur. Þú reyndir að hughreysta okkur og brostir tO okkar og hélst í hendur okkar, elsku hugrakka mamma okkar. Síðustu þijá dagana sátum við systkinm tO skiptis hjá þér og héldum í höndina á þér og þann 25. maí varst þú tekin frá okkur. Elsku mamma mín, ég held að Guð hafi ekki vOjað láta þig kveljast og því tekið þig tO sín. Elsku mamma, það er mikOl söknuður og mikið tómarúm en ég veit að þú ert ekki lengur þreytt og hefur það mun betra nú. Berta, ömmubamið þitt, er alltaf að spyrja hvort amma sé orðin engOl og sé komin með vængi og Ester Inga spyr hvenær amma komi og fyrst hún kemur ekki hvort hún sé bara ennþá að lúlla. Það er erfitt að út- skýra fyrir svona litlum stelpum að amma þeirra sé dáin en ég reyni eins vel og ég get, elsku mamma mín. Ég segi þeim að þú sért uppi hjá Guði og þér líði mjög vel. Elsku mamma, þú munt alltaf verða í hjarta mínu og ég mun sakna sárt allra þinna heimsókna. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaust þú friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Elsku besta mamma mín, nú kveð ég þig. Guð blessi minningu þína. Þín dóttir, Rakel. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sparkassen ofurskákmótið í Dortmund að hefjast SKAK Ilortmund SPARKASSEN SKÁKHÁTÍÐIN 9.-18. júlí 3KÁKÁHUGAME NN eiga nú enn eina ferðina kost á að fylgjast með kappskákmóti þar sem sterk- ustu skákmeistarar heims leiða sam- an hesta sína. Sparkassen skákhátíð- in samanstendur af fjölmörgum skákmótum og skákviðburðum sem sóttir eru af skákmönnum hvaðanæva úr heiminum. Sá við- burður sem á eftir að vekja mesta at- hygli er stórmeistaramótið, sem átta af sterkustu skákmeisturum heims taka þátt í. Mótið verður í 19. styrk- leikaflokki sem þýðir að meðalstigin verða yfir 2700. 1. Miehael Adams........2705 2. Viswanathan Anand ..........2771 3. Peter Leko...................2699 4. Anatoli Karpov ..............2709 5. Ivan Sokolov ................2666 6. Vladimir Kramnik.............2760 7. Veselin Topalov.............2695 8. Jan Timman...................2675 Fyrsta umferð verður teíld laugar- daginn 10. júlí og teflt verður á hverj- um degi, nema 13. júlí. Mótinu lýkur 17. júlí. Á frídeginum tefla þeir Kramnik og Timman fjöltefli, en dag- inn áður en mótið hefst ætlar Karpov að tefla kappskák við nýbakaðan heimsmeistara tölva, Shredder. Auk ofurskákmótsins verður hald- ið svokallað meistaramót, sem er tíu manna lokað mót. Þá verður einnig haldið fjölmennt opið skákmót. Skákhátíðin mun fá mjög mikla umfjöllun í fjölmiðlum, en meðal ann- ars verður sjónvarpað frá henni. Þá verður bein útsending á skákunum í stórmeistaramótinu á Netinu. Það er því óhætt að segja að styrktaraðil- amir fái töluvert fyrir sinn snúð, því skákmót virðast vera með vinsælasta efni á Netinu. Politiken Cup Sex umferðum er nú lokið á Politi- ken Cup skákmótinu í Kaupmanna- höfn. Árangur íslensku keppendanna er þessi: Róbert Harðarson.................4 v. Stefán Kristjánsson.............4 v. Sigurður Páll Steindórsson......3 V4 v. Lárus H. Bjamason...............2!/z v. Ingibjörg Edda Birgisdóttir.....2‘/2 v. Aldís Rún Lárusdóttir...........2'A v. Ingólfur Gíslason...............2 v. Dagur Arngrímsson...............2 v. Harpa Ingólfsdóttir.............2 v. Róbert gerði jafntefli við stór- meistarann Henrik Danielsen í sjöttu umferð og Stefán Kristjáns- son gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Steffen Pedersen. Ingi- björg Edda tapað fyrir Dananum Michael Maarup (2184). Þrátt fyrir tap fyrir þessum sterka skákmanni er frammi- staða Ingibjargar mjög góð þegar tekið er tillit til þess hve sterka and- stæðinga hún hefur fengið. Landsliðsflokkur hefst í lok ágúst Fyrir nokkrum vikum mun Skáksamband ís- lands hafa ákveðið að Landsliðsílpkkur á Skákþingi íslands hefjist 30. eða 31. ágúst í haust. Að þessu sinni verður mótið haldið í Kópavogi eða í Reykjavík. Væntanlegum keppend- um á mótinu hefur verið sent boð um þátttöku. Þetta er það skákmót sem íslensk- ir skákáhugamenn fylgjast hvað spenntastir með og Morgunblaðið mun birta nánari fréttir um mótið þegar nær dregur og frekari fréttir berast frá Skáksambandi íslands. Reykjavfkurskákmót í mars Samkvæmt upplýsingum frá Áskatli Erni Kárasyni, forseta Skáksambands Islands, hafa dagsetningar fyrir næsta Reykjavíkurskák- mót nú verið ákveðnar. Fyrirhugað er að mótið hefjist 10. mars á næsta ári. Tefldar verða níu umferðir og tefld verður ein umferð á dag þannig að mótinu lýkur 18. mars. Margir íslenskir skák- menn þurfa að fá að vita af skákmótum með góð- um fyrirvara og því er það ánægjulegt að þessar upplýsingar frá Skák- sambandinu skuli liggja svo snemma fyrir. Daði Orn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Viswanathan Anand
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.