Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48   LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
HAVE YOU HEARD ANY
ANNOUNCEMENT5? I
ALWAY5 LIKE THE
ANN0UNCEMENT5.
vlTHEROLEOF 50 ANPSO
MLLBEPLAVEPTOPAfBH'
S0AND50...THEU5E0F
RECORDINö PEVICE5 AND
CAMERA5 15 FORBIDPEN "
Hefurðu heyrt einhverjar   Þessi eða þessi leikur þetta eða þetta
tilkynningar? Ég er alltaf svo    hlutverk í dag. Notkunupp-
hrifin af tilkynningunum..   tökutækja og myndavéla er bönnuð.
Ég elska tilkynningarnar..
Þú ert mjðg skrítinn, herra..
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hvar áttu fatlaðir að
kjósa? - Svar til Jóns
Steinars Gunnlaugssonar
Frá Þórði Jónssyni:
ÞANN 16. júní sl. svaraði Jón
Steinar Gunnlaugsson, oddviti yf-
irkjörstjórriar í Reykjavík, grein
minni, sem birtist í morgunblaðinu
12. júní sl. Grein mín varðaði að-
gengi fatlaðra og það að þegar ég
að venju fór í Hátún til að kjósa
var þar engin kjördeíld. Mér var
vísað á Kjarvalsstaði, enda væri
þar gott aðgengi fyrir fatlaða. Þeg-
ar þangað kom var mér vísað frá,
þar sem það væri ekki mín kjör-
deild, þrátt fyrir að ég benti á að
ég hefði verið upplýstur um að
ekki væri aðgengi fyrir fatlaða í
hjólastól í minni kjördeikl í Breiða-
gerðisskóla. Einnig var mér neitað
um að kjósa í Laugardalshöll,
þrátt fyrir að reynt væri að að-
stoða mig á^ skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins. Ég og fjölskylda mín,
sem var mér til aðstoðar, fórum
heim og ég hafði samband við Jón
Steinar.
I svari sínu segist Jón Steinar
hafa greint mér frá því að ekkert
væri því til fyrirstöðu að ég kysi á
Kjarvalsstöðum eða í Laugardals-
höll, þó að ég væri á kjörskrá í
Breiðagerðisskóla. Til þess þyrfti
ég aðeins að ganga frá afsali kosn-
ingarréttar míns í þeirri kjördeild
þar sem ég væri á kjörskrá, áður
en ég kysi. Ekki minnist ég þess
að Jón Steinar hafi sagt þetta við
mig. Mér hafði verið neitað um að
kjósa í Laugardalshöll og mér var
eiginlega vísað frá Kjarvalsstöð-
um, þar sem sagt var við dóttur
mína að í Breiðagerðisskóla væru
tveir lögregluþjónar og það væri
þeirra mál að koma mér inn!
I svarbréfi Jóns Steinars kem-
ur fram sá skilningur hans, að ég
kenni honum um að ég fékk ekki
notið atkvæðisréttar míns.
Hvernig Jón Steinar skilur mitt
fyrra bréf er hans mál. En hafi ég
haft rétt á að kjósa í Laugardals-
höll eða á Kjarvalsstöðum, á þann
hátt sem segir í svari Jóns Stein-
ars, hefði mér þótt eðlilegt að
hann léti starfsfólk þar vita
hvernig það ætti að standa að
málinu. Það var búið að neita mér
og vísa mér frá þessum kjörstöð-
um. Hefði Jón Steinar látið mig
vita, í síðara símtali okkar, að
hann væri búinn að „kenna"
starfsfólki nefndra kjördeilda
vinnureglurnar, hefði ég að sjálf-
sögðu farið þangað og kosið.
Hvergi í fyrri grein minni er Jón
Steinar sakaður um „fantaskap",
aðallega er verið að segja frá
mótlæti sem fatlaðir verða allt of
oft fyrir hjá starfsfólki sem ekki
virðist hafa skilning á vanda fatl-
aðra. Þess vegna leitaði ég til
Jóns Steinars, sem í svari sínu
staðfesti að starfsfólk títtnefndra
kjördeilda var ekki starfi sínu
vaxið.
ÞÓRÐUR JÓNSSON,
Neðstaleiti 2, Reykjavík.
Að telja rétt
Frá Baldri Ragnarssyni:
JÓN BRYNJÓLPSSON skrifaði
21. maí sl. grein í Morgunblaðið
um tímatal. Þar gerir hann grein
fyrir einum af frumkvöðlum ár-
talsritháttar okkar, Díonysíusi Ex-
iguus. Kemur m.a. fram í grein
Jóns að Díonysíus hafi reiknað út
fæðingarár trésmiðsins frá Galí-
leu, sem hann vildi miða tímatalið
við.
Einn augUós galli er á þessu.
Kennitala Galíleumannsins er hul-
in eilífðarmóðu. Enginn veit fyrir
víst hvenær hann fæddist. Al-
mennt telja fræðimenn fæðinguna
hafa átt sér stað á árabilinu 4-7
f.Kr. Díonysíusi skjátlaðist sumsé
nokkuð í útreikningum sínum.
Eftir sem áður byggist ártalsrit-
háttur okkar á Díonysíusi. Fyrsta
ár tímatalsins reit Díonysíus sem 1
AD. (anno Domini - árið eftir fæð-
ingu guðs). Samkvæmt því fæddist
Galíleumaðurinn árinu fyrr. Ekki
var það árið núll, því Díonysíus
þekkti ekki til tölunnar núll. Það
hlýtur því að hafa verið árið 1 f.Kr.
Á miðöldum myndaðist síðan sú
hefð að telja trésmiðinn frá Nasar-
et fæddan á jóladag það ár.
Jóni skjöplast illilega þegar
hann segir að tímatal „sýnir fjölda
heilla almanaksára frá þeim at-
burði, sem miðað er við". Tímatalið
sýnir öllu fremur tölu ársins sem
gengið er á. Rétt eins og sagt er að
klukkan sé „20 mínútur gengin í
eitt" þegar hún er 00:20, getum við
sagt að hinn 1. júlí 1999 séum við
gengin hálft ár á 1999. árið frá
upphafi tímatalsins, þ.e. 1998V2 ár.
Vitanlega er 1999 árum frá upp-
hafi tímatalsins ekki lokið fyrr en
árinu öllu er lokið.
Jón segir: „fyrsta árið er 0-1,
annað 1-2 og 10. árið er 9-10."
Þetta er rétt en eitthvað bögglast
þessi einfaldleiki talningarinnar
samt fyrir honum. Hann segir:
„Talan 1 kemur inn í ártalið í upp-
hafi 2. ársins." Hvað heitir þá
fyrsta árið? Arið núll? Hvort held-
ur vísvitandi eða ómeðvitað hefur
Jón bætt einu ári við upphaf tíma-
talsins. Því er ekki furða þótt
hann telji næstu áramót vera
aldamót.
Ef rétt er talið byrjar fyrsta árið
1. janúar árið 1 e.Kr. Allt það ár er
fyrsta árið. Annað árið byrjar árið
2,  þriðja árið byrjar árið 3 og
þannig koll af kolli. Tvöþúsundasta
árið frá upphafi tímatalsins byrjar
um næstu áramót. Þegar því lýkur
eru 2000 ár að fullu liðin frá upp-
hafspunkti tímatalsins. Ef rétt er
talið verða aldamót því ekki talin
fyrr en 1. janúar árið 2001 rennur
upp.
BALDUR RAGNARSSON,
kerfisfræðingur.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60