Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						50   LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FYRSTI árgangur myndlistardeildar 1941-42. Fremri röð: María H.
Ólafsddttir listmálari, lengstum búsett í Kaupmannahöfn. Látin. Kenn-
ararnir Kurt Zier og Þorvaldur Skúlason listmálari. Látnir. Þórunn
Guðmundsdóttir Jensen listmálari, búsett í Kaupmannahöfn.
Aftari röð: Kristinn Guðsteinsson garðyrkjumaður, Guðrún Sigurðar-
dóttir Urup, listmálari í Kaupmannahöfn. Karl Kvaran listmálari. Lát-
inn. Hörður Ágústsson, listmálari og á tfmabili skólastjóri MHÍ. Herdís
Gröndal, fædd Laxdal, fiðluleikari. Jóhann Pálsson, auglýsingahönn-
uður og sjómaður. Látinn. Einar G. Baldvinsson listmálari.
Fyrsti árgangur
myndlistar-^
deildar MHÍ
í LESBÓK birtist hinn 22. maí grein
eftir mig er nefndist ,Að leiðarlok-
um", skrifuð í tilefni 60 ára afinælis
Myndlista- og handíðaskólanS; seinna
Myndlista- og handíðaskóla Islands,
sem um leið hætti störfum í fyrri
gerð. Þegar greinin var í smíðum
reyndist heimildaöflun um þá sem við
sögu komu í Ijósmyndum sem fylgdu
skrifinu trúlega tímafrekasta verkið.
Skólinn var rekinn af hugsjón, fátækt
vanmetin og starfsliðíð lengstum fá-
mennt. Mætti því ýmislegt afgangi
sem annars staðar þykir sjálfsögð
regla. Þannig má álykta að sumir ár-
gangarnir séu nær alveg týndir, fáar
heimildir um þá innan veggja skól-
ans. Ennþá mun gerlegt að ráða bót
á því ef strax er hafist handa, sem
var í og með haft í huga við gerð
greinarinnar. Torsótt reyndist á
naumum tíma að hafa uppi á sumum
heimildum og stundum bar þeim ekki
alveg saman og þá var sú leið valin að
spá í eyðurnar í stað þess að setja
óvissuatriði innan sviga, nafn ókunn-
ugt, eða ferill ókunnur. Lánaðist það
í flestum tilvikum en ég var viðbúinn
því að einhverjar heimildir væru ekki
alveg kórréttar og þá var að birta
leiðréttingu, um leið væru komnar
fram mikilsverðar upplýsingar, sem
annars hefði síður orðið. Gaf ég mér
góðan frest til að birta leiðréttingar
sem bærust til mín eða blaðsins, og
nú þegar hann er útrunninn hafa
engar borist blaðinu, að ég best veit,
en ég fengið nokkrar. Tengjast þær í
öllum tilvikum elstu myndinni, fyrsta
árgangi myndlistardeildar 1941-42.
/m SÖLU EDA LEIGl\
öðruvísi brúðarkjólar.
Fallegar mömmadragtir,
hattar og kjólar.
Allt fyrir herra.
Hið fyrsta er að Kristinn Guð-
steinsson var útlærður garðyrkju-
maður og starfaði sem slíkur, þótt
eitthvað kunni hann að hafa komið
við sögu fatabúðarinnar sem faðir
hans stofnaði við Laugaveg. Og geta
má þess að hann hélt áfram listnámi
við góðan orðstír við konunglegu
akademíuna í Kaupmannahöfn.
Frá Danmörku hefur mér svo
borist kærkomið bréf frá Þórunni
Guðmundsdóttur, með heimildum
sem ég og þeir sem aðstoðuðu mig og
þá helst skólabróðir minn Þórir Sig-
urðsson, fyrrverandi kennari í mynd-
og handmennt og seinna námsstjóri,
höfðum litla hugmynd um. Þar segir
að nefnd Þórunn hafi ekki gert annað
alla starfsævi sína en að mála og
teikna og sé virk ennþá. Hafi tekið
þátt í mörgum málverkasýningum í
Danmörku og Ameríku og haldið
eina sjálfstæða sýningu á íslandi
1991. Upplýsir ennfremur að Stella
Laxdal heiti nú réttu nafni Herdís L.
Gröndal og hafi verið fiðluleikari við
Sinfóníuhljómsveitina frá upphafi.
Loks skal þess getið að Jóhann Páls-
son hélt alla leið til Kanada og stund-
aði og lauk námi í auglýsingahönnun
við Winnipeg Scool of Art. Starfaði
eitthvað við auglýsingahönnun jafn-
framt því að koma nálægt málverki,
en var lengstum togarasjómaður, lést
fyrir nokkrum árum.
Og þar sem frekai* meinlaus
nafnavíxl áttu sér stað birtist mynd-
in aftur með nýjum heimildatexta,
Bragi Ásgeirsson
I DAG
Fataleiga
Garðabæjar,
sfmi 565 6680.
Opið virka daga
kl. 9.00-18.00,
u. kl. 10.00-14.00.
mwm
Rutland þéttir,
bætir og kætir
þegar þakio
fer að leka
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÍRMÚIA 29 S: SS3 86401 568 6100
Rutland er einn
helsti framleiðandi
þakviðgerðarefna í
Bandaríkjunum
Veldu rétta efníð ¦ veldu Rutland!
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-13
frá mánudegi til föstudags
Myndir frá
Skerjafirði
SNORRI     Bjarnason
hringdi, en hann er að
leita eftir gömlum mynd-
um frá Skerjafirði, eins
og hann var fyrir stríð,
áður en flugvöllurinn
kom, eða á milli 1930 og
1940. Helst er hann að
leita að umhverfismynd-
um eða götumynd af
Reykjavíkurvegi og/eða
Hörpugötu, eins og þær
voru á þessum tíma.
Hann er að skrifa bók þar
sem hann fjallar m.a. um
Skerfjafjörðinn og væri
þakklátur ef einhver vildi
hafa samband við hann, ef
sá hinn sami lúrir á svona
gömlum myndum eða veit
hvar þær er að finna.
Snorri er í síma 452 4581.
„Rán um
hábjartan dag"
FYRIR rúmri hálfri öld
kynntist ég Bandaríkja-
manni sem notaði oft mál-
tækið „rán um hábjartan
dag" ef honum misbauð
verðlag á einhverju. Nú
dettur mér bara það sama
í hug því að fyrir um mán-
uði þurfti ég að kaupa lyf
sem heitir Sorbitol. Eg fór
í lyfjabúð Hagkaups, þar
kostaði það um 400 krón-
ur, ég þurfti síðan að
kaupa það aftur og fór um
mánuði síðar aftur í sömu
lyfjabúð og þá hafði það
hækkað um 180 krónur.
Mér fmnst 80% hækkun
fullmikil í öllu góðærinu.
Ég fór einnig í Lyfju, þar
kostaði það líka 580 krón-
ur.
Er ekki hægt að fá ein-
hvern með álíka hæfileika
og Jóhannes í Bónus eða
bara hann sjálfan í lyfja-
bransann til að ellilífeyris-
þegar og fleiri með litla
peninga á milli handanna,
hafi efni á að versla í apó-
tekum nauðsynjar?
Pétur Pétursson,
Skúlagötu 20.
Tapað/fundið
Armbandsúr fannst
KVENARMBANDSÚR
fannst  í  Úlfarsfelli  sl.
sunnudag. Upplýsingar í
síma 553 5623.
Prostyle-reiðhjdl
TVÖ Prostyle-reiðhjól
hurfu aðfaranótt sunnu-
dags frá Krummahólum 2.
Ef einhver veit um hjólin
þá hringi hann vinsamleg-
ast í síma 5871810,
898 8033.
Veggjakrot
ÓGEÐSLEGT veggjakrot
er á húsi því er hýsir Hér-
aðdsdóm. Þetta krot er á
öllum reitum sem snúa að
Austurstræti og Lækjar-
torgi og það er búið að
vera þarna mánuðum sam-
an. Það eru hrein ósköp að
sjá þetta. Næstu hús eru
Pósthúsið og Landsbank-
inn, en þau eru þrifin
reglulega og einhver sagði
mér að það m.a.s. væri
gert tvisvar í viku. Því
vekur það spurninguna
hvers vegna veggjakrotið
á Héraðsdómi skuli ekki
vera hreinsað.
Vegfarandi
Dyrahald
Kanínubúr óskast
ÓSKA eftir kanínubúrum
fyrir tvær kanínur, bæði
til að hafa úti og inni.
Upplýsingar í síma
562 3494.
Tyndur köttur
ÞAÐ er köttur sem hefur
sest að hjá mér, en hann
er búinn að vera hér í
rúma tvo mánuði. Hann
er ljós og dökkbrúnn og á
bakinu dökk rönd. Hann
var með brúna ómerkta
ól um hálsinn. Hann er
hræddur og meiddur á á
fæti. Eg merkti hann með
mínu símanúmeri í þeirri
von um að einhver sem á
hann myndi hringja í mig.
Upplýsingar um köttinn
eru gefnar í síma
5546062.
Kettlinga vantar
heimili
TVEGGJA mánaða kett-
linga vantar góð heimili
strax. Upplýsingar í síma
587 7252.
Krúttlegur kettlingur
ÞRIGGJA mánaða krútt-
legur kettlingur fæst gef-
ins. Er með gullfallegan
glansandi feld. Leikur
mikið við sjálfan sig og al-
gjörlega kassavanur. Upp-
lýsingar í síma 482 3027
(frí heimsendingarþjón-
usta).
SKAK
Llmsjnn Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
Frankfurt-West-atskákmót-
inu um mánaða-
mótin.    Veselin
Topalov (2.700),
Búlgaríu, var með
hvítt, en Rússinn
Peter     Svidler
(2.710) hafði svart
og átti leik.
32. - Hxg3! 33.
Dxg3 - Be5 34.
Hf4 - g5 og Topa-
lov gafst upp.
Þýska tölvuforritið
FRITZ6 sigraði
naumlega á mót-
inu: 1. FRITZ6 Wz
v. af 14 mögulegum, 2.-3.
Leko, Ungverjalandi og
Topalov, Búlgaríu 9 v., 4.
Svidler, Rússlandi T/i v.,
5.-6. Júdit Polgar og Lutz,
Þýskalandi 6 v., 7.
Morosjevitsj, Rússlandi 5'/2
v., 8. Adams, Englandi 3Vz v.
SVARTUR leikur og vinnur.
HOGNI HREKKVISI
i/airísríUr?^. "
Víkverji skrifar...
FRAMLEIÐSLUVÖRUM ís-
lenzks landbúnaðar hefur fleygt
fram undanfarin ár. Vöruúrval er
miklu meira en fyrr og gæðin yfir-
leitt til fyrirmyndar. Enda er það
svo, að Vflcverji á það sammerkt með
flestum löndum sínum, að velja ís-
lenzkar búvörur fremur en erlendar
og greiða jafnvel hærra verð gæð-
anna vegna. Víkverji er þó einn
þeirra, sem gjarnan vilja auka inn-
flutning erlendra búvara umfram
það sem nú er, enda hefur íslenzkur
landbúnaður ekkert nema gott af því
að spreyta sig í samkeppni. Ekkert
rekur jafnmikið á eftir auknum gæð-
um, fjölbreyttara úrvali og hvers
kyns nýjungum í framleiðslu en
einmitt samkeppnin.
VIKVERJI hefur aldrei skilið,
hvers vegna íslenzkur landbún-
aður þolir ekki samkeppni eins og
aðrar framleiðslugreinar. Þetta telur
Víkverji mikið vanmat á dugnaði og
hæfileikum íslenzkra bænda og
starfsfólks afurðastöðvanna, svo og
hreinleika og gæðum íslenzkrar
náttúru,  sem  búvöruframleiðslan
byggist líka á. íslenzkum bændum
er fyllOega treystandi til að laga sig
að nýjum aðstæðum, sem leiða munu
af erlendri samkeppni hér innan-
lands. Og meira en það, þeir munu
sjálfir sækja fram á erlendum mörk-
uðum með afurðir sínar. Aðeins þarf
að losa bændur af klafa þeirrar ráð-
stjórnar, sem byggst hefur upp í
landbúnaði hér um áratuga skeið, ef
ekki aldir. Frjálshuga bændur þurfa
ekki að óttast að þeir ráði ekki við
nýjar aðstæður.
XXX
AÐ þessu sögðu finnst Víkverja
ástæða til að gagnrýna mjólkur-
iðnaðinn lítillega, en vill samt taka
skýrt fram, að hann er mjög ánægður
með þá miklu vöruþróun, sem þar hef-
ur átt sér stað, síðustu árin. íslenzkur
mjólkuriðnaður stendur erlendum feti
framar á mörgum sviðum. Þó er
tvennt, sem pirrar Víkverja öðru
hverju. Brauðosturinn (26%) er iðu-
lega ekki af þeim gæðum, sem Vík-
verja þykja mezt, en þá er hann ljós,
mjúkur og bragðmikill. Þessi gæða-
ostur hverfur öðru hverju úr búðun-
um, en í staðinn kemur gulur, þurr og
harður ostur, sem er ekM boðlegur
mönnum eins og Víkverja. Vandamál-
ið er, að umbúðirnar eru nákvæmlega
eins og merkingar þær sömu. Ómögu-
legt er að sjá, að þarna er alls ekki
verið að selja sömu vöruna. Þetta er
dæmigert fyrir gamla hugsunarhátt-
inn. Neytandinn skal bara kaupa það
sem að honum er rétt. En það er ekki
bara neytandinn, em í hlut á, því osta-
meistararnir og mjólkurbúin, sem
framleiða gæðavöruna, fá þess ekki
notið í meiri sölu og jafnvel hærra
verði, en verða að sætta sig við að
framleiðsla skussanna er seld í sömu
umbúðum og á sama verði.
Hitt atriðið, sem pirrar VQcverja,
er rjóminn. Hann hefur verið bragð-
lítill frá því fituinnihaldið var aukið í
36% fyrir allmörgum árum, þegar
mjólkuriðnaðurinn þurfti að losa sig
við uppsöfnun á mjólkurfitunni. Hann
er það enn, þótt gamli, fituminni
rjóminn hafi borið af að bragðgæðum.
Enn þann dag í dag dreymir Vík-
verja um gamla rjómabragðið. Er
ekM hægt að bjóða fleiri rjómateg-
undir en eina og með mismunandi
fituinnihaldi? Það eru ekki allir sem
eingöngu vilja rjóma til að þeyta.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60