Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ Á SÍÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: UtU kHjUÍHýfbúðto eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. I kvöld lau. 10/7 örfá sæti laus fim. 15/7 uppselt fös. 16/7 laus sæti lau. 17/7 fáein sæti laus Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. Aðsendar greinar á Netinu % mbl.is -/\LLTAf= e/TTH\SAT> NÝTT Tilboð til klúbbfélaga Landsbanka íslands hf. Varion Vörðufélagar eíga þess nú kost oð kaupa i forsölu, ó hogstæðu verði, pokkaferðir til Flórida. Þetta eru haustferðir, og eru i boði ó tímobilinu 10. september til 10. desember 1999. Ferðimor eru aðeins til sölu ó Söluskrifstofu Flugleiðo og Fjorsölu Flugleiðo i símo 50 50 100. • Orlondo, Best Western Plozo. Verð 46.190 kr.ó monn miðoð við tvo i herbergi. • St. Pelersburg Beoch við Mexikóflóonn. Verð 51.990 kr. ó monn miðoð við tvo í stúdióibúð. • Sierro Suiles-Pointe Orlondo: Verð 51.690 kr.ó monn miðoð við tvo í herb. m/eldunoroðstöðu Gengið • 2.500 kr. ofslóttur of GSM símum og TALfrelsi • Tveir miðor ó verði eins ó 10 things I hote obout you & Wing Commander. • Tveir leikir ó verði eins í Loser Tog, Foxofeni (món. - fim.) • 15% ofslóttur í Spútnik. • 10% ofslóttur of geislodiskum i SAM tónlist. Þessi tilboð eru kynnt nónor i tímoritinu „Á mörkunum". Ýmis önnur tilboð og ofslættir bjóðost klúbbfélögum Londsbanko Islonds hf. sem finno mó ó heimosíðu bankons, L www.londsbonki.is Landsbankinn 1 Þiónustuver 560 6000 Opió frá 9 til 19 Tlllll ISLENSKA OPERAN __inii n Gamanleikrit I leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Lau 10/7 kl. 20 UPPSELT Fös 16/7 kl. 20 örfá sæti Lau 17/7 kl. 20 örfá sæti Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 12 Miðasala opln frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga Sun. 11/7 Blái engillinn Sif Ragnhildardóttir syngur lög Marlene Dietrich Seremóníumeistari: Arthúr Björgvin Bollason. Ljúffengur kvöldverður á undan sýningu Miðapantanir í símum 551 9055 og 551 9030. USTfl HÁTÍÐ Hallgrímskirkj a Sunnudagur 11. jálí kl. 20.30 Orgeltónleikar: Giinter Eumann frá Þýskalandi. Miðasala í Hallgrímskirkju alla daga frá kl. 15.00 til 18.00 og við innganginn. m Courtney Nightingale? SÖNGKONAN Courtney Love og félagar hennar í hljómsveit- inni Hoie komu slösuðum til að- stoðar eftir bflslys á TransCanada hraðbrautinni á fimmtudag. Hljómsveitin var á leið sinni til Calgary þar sem hún mun koma fram á Edge- fest-tónlistarhátíðinni er þau sáu bflveltu. Tveir slösuðust við veltuna og rokkararnir færðu á. inn í rútuna sína og buðu þeim heitt te og fyrstu hjálp þar til hjálp barst á slysstað. Það var fjalialögreglan í Kanada sem mætti síðan á stað- inn og flutti hina slösuðu á sjúkrahús og að sögn hennar bauð Courtney fórnarlömbum slyssins boðsmiða á tónlistarhá- ^tíðina. COURTNEY Love hjúkraði slösuðum og gaf þeim miða á tónleikana sina. FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jón Svavarsson SALUR 1, eins og allir aðrir salir Háskólabiós, var þéttsetinn si'ðastliðið fimmtudagskvöld klukkan 21 þegar kvikmyndin Notting Hill var forsýnd. A Islandsm FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 8. júlí var sett Islandsmet í bíósókn þegar um 1.800 manns sá kvikmyndina Notting Hill samtímis klukkan 21 í Háskólabíói. Þetta var forsýning myndarinnar og var hún sýnd í öll- um sölum hússins og var uppselt í þá alla. Að sögn Ægis Dagssonar hjá Háskólabíói hafa aldrei jafn margir horft á sömu mynd samtímis og í raun aldrei jafn margir setið sam- tímis í Háskólabíói. Notting Hill er rómantísk gaman- mynd með þeim Juliu Roberts og Hugh Grant í aðalhlutverkum og fjall- ar um bókabúðareiganda í London, Grant, og bandaríska kvikmynd- stjömu, Roberts, sem verða ástfang- in. Forsýningin var haldin í samvinnu við fríðindaklúbb Visa og var korthöf- um Visa boðið að kaupa tvo miða á verði eins. Það er þó ekki aðalástæðan fyrir þessari gríðarlegu aðsókn, segir Ægir, heldur sé það myndin sem trekki að. Ef þetta hefði verið óáhuga- verð mynd þá hefði fólk bara hunsað tilboðið. Það þurfti gífurlegur fjöldi frá að hverfa og segir Ægir öruggt að það hefði verið hægt að seija tvöfalt fleiri miða ef húsrúm hefði leyft. Ægir segir að Notting Hill sé að slá ýmis önnur met víða um heim og talið sé að hún verði vinsælasta breska kvikmyndin frá upphafi. Eng- UM 1.800 manns sá kvik- myndina samtímis, sem er Islandsmet. in bresk mynd og aðeins sjö er- lendar hafí fengið eins mikla að- sókn íyrstu sýningarhelgina sína í Bretlandi. Hann segir að hún stefni brátt í að hafa þénað 100 milljónir dala í Bandaríkjunum, en fímm aðrar kvikmyndir Juliu Roberts hafí áður náð því marki. Þá muni Roberts, íýrst allra leikkvenna, hafa leikið aðalhlut- verkið í sex kvikmyndum sem þénuðu meira en 100 milljónir dala og setji það hana í algjöran sérflokk í Hollywood. NINJA Tómasdóttir, Kolbrún Kristjánsddttir og Erla Hrönn Dið- riksdóttir virtust mjög ánægðar með myndina. Tungan að glutrast niður Á FYRRI hluta aldarinnar og allt fram til síðari áratuga hennar var verið að reyna að venja unglinga og fullorðna af svonefndum dönsku- slettum. Þetta gekk stundum erfið- lega og fór dálítið eftir landshlut- um. Verslun var yfirleitt rekin af dönskum mönnum og í kaupstað eins og Reykjavík var töluð danska af flestum íbúanna um miðja nítj- ándu öld og áratugina á eftir. Þetta þótti ósvinna og endaði með því að bæjarfógetinn í Reykjavík gaf út tilskipun um að íslenska skyldi töl- uð. Langt fram eft- ir tuttugustu öld- inni þótti fínt að sletta dönsku en það var einkum verslunarlið ýmiskonar sem hélt þessum sið lengi. Svo dæmi sé tek- ið skal nefna til danskættaðan kaupmann á Akureyri sem bauð viðskiptavini, bónda úr sveitinni, heim til sín upp á snafs að viðskipt- um loknum. Hvítmálaðar garð- grindur voru í kringum kaup- mannshúsið. Þegar bóndi hafði set- ið lengi kvaddi hann og fór en kaupmaður horfði á eftir þessum vini sínum og sá hvar hann stansaði við garðgrindurnar og kastaði af sér vatni. Kaupmaður var gaman- samur og skírði bóndann óðara „stakketpisser". Bóndi frétti þetta og líkaði illa og sagði sem var að þetta væri ekki einu sinni íslenska. Þá söðlaði kaupmaður um og kall- aði bóndann grindamíg. Enn þjáir danskan okkur svolít- ið, eins og orðatiltækið „til staðar“ bendir til, eða „til stede“ í staðinn fyrir að nota „fyrir hendi“. Þó er danskan ekkert hjá ensku plág- unni sem hefur vikið íslenskunni svo hastarlega til hliðar á skömm- um tíma að kunnur höfundur skrifaði nýlega í DV og lagði til að farið yrði að kenna íslensku eins og útlent tungumál í skólum. Þá kannski gengi betur. Poppliðið í fjölmiðlunum er alveg skelfilegt og þá er ýmislegt athyglisvert við textahöfunda auglýsinga. Einn lét nýlega segja í auglýsingu: „Fresca og þú hafið aldrei matcað saman“. Hver ósköpin eru þetta? Síðan ganga orðskrípi ljósum logum í tungumál- inu, eins og „mið- lægur“. Stöð 2 sýndi framhalds- mynd um helgina sem hét Miðlæg morð. Veit einhver hvað þetta þýð- ir? Hér er búið að tönnlast á „mið- lægum gagnagrunni" án þess að nokkur viti við hvað er átt. Eitt- hvað liggur miðja vega er það næsta sem menn komast til skiln- ings á orðskrípinu. En hvað? Sumt ungt fólk tekur svona tilbrigðum með glöðu geði, ypptir öxlum og segir: „cool“. Þátturinn Orðspor var sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Að þessu sinni var hann um Maríu Callas söngkonu og var hinn athyglis- verðasti. Maria Callas varð fræg fyrir fleira en söng sinn, enda lifði hún frekar skrautlegu lífí, var ým- ist feit eða grönn, söng E eða skrækti eithvað annað og elskaði Aristotles Onassis að líkindum meira en hann átti skilið. í þættin- um var henni líkt við stórstirni ald- arinnar, Caruso og Seljapin. Callas var grísk að ætterni og ólst að mestu upp með móður sinni - sem hún yfirgaf eftir að hafa búið með henni og systur sinni á meðan á hernámi nasista stóð í Grikklandi. Síðan reyndu kommúnistar að komast til valda. Allt þetta umrót lifði Callas af og rödd hennar sem var með ólíkindum. Hún var skap- mikil og kenjótt og af þeim sökum var söngferillinn nokkuð skrykkj- óttur á meðan hún stóð á hátindi frægðar sinnar. Einnig tafði hana frá sönglistinni að hún þurfti að stunda siglingar með Onassis. Hann græddi á skipaflutningum og stundaði kvennafar. Sögur eru af því að íslensk kona hafi þekkt Onassis vel en henni láðist að sænga hjá honum. Það var eins og að missa af stóra vinningnum í Happdrætti Háskólans, að mönn- um skilst. Ekki var ástæða til að sleppa að horfa á þáttinn Kalda stríðið í rík- iskassanum, en sl. mánudag voru sýnd margvísleg áhrif þess á Af- ríku sem var kölluð Dimma megin- landið í lok nítjándu aldar. Auðséð er að valdhafar í Kreml hafa talið svarta kynstofninn heppilegan efnivið fyrir tilraunir sínar. Það gekk svona fyrsta kastið þangað til við tóku hungursneyðir og efna- hagshrun. I Afríku varð þetta ekki kalt stríð heldur eymdai-stríð, þar sem jafnvel Kúbverjar tóku þátt í pókernum. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.