Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 1
155. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS * Atök brjótast út milli námsmanna og lögreglu í Teheran fímmta daginn í röð Khatami Iransforseti hvetur til stillinsrar 4FP. ^ Teheran, Reuters, AFP. ÁTÖK brutust út á ný í íran í gær er lögregla beitti kylfum til að stöðva mótmæli námsmanna í Teheran, sem krefjast lýðræðisum- bóta í landinu. Borgaryfirvöld hafa bannað mótmælaaðgerðir í dag, en áróðursstofnun stjómvalda hefur hvatt almenning og námsmenn til að mæta til fjöldafundar við Teher- an-háskóla á morgun. Vitni að átökunum í gær, sem urðu á Vali Asr-torgi í norðanverðri Teheran, tjáðu Reuters að fjöldi manns hefði slasazt og búðarglugg- ar verið brotnir. Torgið er fáeina kílómetra frá Teheran-háskóla, þar sem mestu mótmælin og átök þeim tengd hafa átt sér stað undanfarna daga. Um sama leyti og átökin brutust út í gær gaf Mohammad Khatami Iransforseti, sem námsmennimir styðja, út yflrlýsingu þar sem hann hvatti til stillingar. Lögreglan lét til skarar skríða eftir að öryggismálayfirvöld vömðu síðdegis á sunnudag námsmenn við því að efna til hvers konar mannsafnaðar eða kröfugangna nema verða sér fyrst úti um tilskilin leyfi. Gærdagurinn var fimmti dagur- inn í röð, sem kemur til átaka af þessu tagi, en þau hófust sl. fimmtu- dag er lögregla og liðsmenn öfga- samtaka múslima réðust á friðsam- lega útisamkomu námsmanna, þar sem þeir kröfðust betra fjölmiðla- frelsis. Að minnsta kosti einn lét líf- ið og tugir særðust í þeim átökum. Khatami forseti bar í gær iof á þá þátttakendur í mótmælunum, sem sýnt hefðu stillingu, en hvatti til þess að lög og regla yrðu virt. Mótmælaaðgerðir námsmann- anna hafa skapað ástand sem skek- ur stoðir hins íslamska Iransríkis og aukið tii muna þrýsting á Khatami að hrinda í framkvæmd Reuters NÁMSMENN komu saman í mótmælaskyni fýrir utan mosku í háskólanum í Teheran og púuðu niður til- raunir sem gerðar voru til að lesa upp yfirlýsingu frá leiðtoga klerkastjórnarinnar. þeim umbótum sem hann hét kjós- endum er hann var kjörinn forseti íyrir tæpum tveimur árum. Konur og menntamenn voru þá öflugustu stuðningshópar Khatamis. Hann á hins vegar við ramman reip að draga, þar sem er valdastétt klerka- stjórnarinnar. Khamenei sætir þrýstingi Við háskólann í Teheran voru til- raunir til að lesa upp samúðarkveðj- ur frá Ajatollah Ali Khameini erkiklerki, leiðtoga klerkastjómar- innar, vegna dauða námsmannsins sl. fimmtudag, púaðar niður. „Fall- byssur, skriðdrekar og vélbyssur hafa ekki lengur neitt að segja,“ hrópaði mannfjöldinn. „Námsmenn kjósa frekar að deyja en láta und- an.“ I yfirlýsingu frá Khamenei sem fréttastofan INRA gaf út fordæmdi stjómarleiðtoginn árás lögreglu og fanta úr röðum öfgamanna sl. fimmtudag á námsmennina. Nefndi hann „ótækt“ að líða slíkt í „ís- lamska lýðveldinu íran“. Leiðtog- inn, sem almennt er yfir gagnrýni hafinn innanlands, hefur sætt mikl- um þrýstingi að sjá til þess að hald- ið verði aftur af starfsemi öfgahópa og þeirra embættismanna í kerfinu, sem ganga erinda þeirra. „Æska þessa lands, námsmenn eða ekki, em böm mín og allt það sem veldur þeim hugarangri og sorg er mjög þungbært," segir í yfirlýsingu Khameneis. Að lokum er klykkt út með að þeim, sem ábyrgð hafi borið á árásinni, þar með taldir lögreglu- menn, verði refsað. Kosið á Netinu? London. The Daily Telegraph. BRETAR íhuga nú að gefa al- menningi kost á að greiða atkvæði í þingkosningum á Netinu. Gætu kjósendur, samkvæmt þessum áætlunum, neytt atkvæðisréttar síns án þess að þurfa að yfirgefa heimili sitt. Hugmyndin er ein af mörgum sem ráðherrar í bresku ríkisstjóra- inni hafa sett fram í því skyni að bregðast við áhugaleysi almenn- ings á stjórnmálum, sem varð mest áberandi í Evrópuþingskosningun- um í síðasta mánuði þegar einung- is um 25% kjósenda höfðu fyrir því að mæta á kjörstað. Hugmyndin er sú að kjósendur kalli upp slóð á Netinu sem tii- einkuð verði kosningum og þar geti þeir sótt sér upplýsingar um frambjóðendur í sínu kjördæmi. Næst þurfi þeir að gefa upp leyni- númer til að sanna hverjir þeir eru en að því loknu geti þeir merkt X á rafrænan kjörseðil sem sést á tölvuskjánum. Jafnframt hefur verið rætt um að koma upp kjör- stöðum í stórmörkuðum og á lest- arstöðvum. Átök þrátt fyrir sam- komulag' Kargil á Indlandi. AP. PAKISTÖNSKUM loftvarnabyssum og sprengikúlum var beitt til árása á indverskan þjóðveg í Kasmírhéraði í gærkvöldi og var þetta sögð ein mesta árás sem gerð hefur verið í átökum íslamskra skæruliða og Ind- verja í héraðinu undanfarna tvo mán- uði. Indverjar svöruðu í sömu mynt. Pakistanar og Indverjar höfðu á sunnudaginn gert með sér samkomu- lag um að hætta árásum hvorir á aðra á meðan íslamskar hersveitir yrðu á brott af svæðum sem þær hafa tekið af Indverjum í Kasmír. Ekki bárust fregnir af mannfalli í gær. ■ Indverjar og Pakistanar/26 Fyrrverandi yfírmaður nímensku lögreglunnar óspar á yfírlýsingar Segir Mitterrand hafa þegið fé af Ceausescu Búkarest. AP. Friðsamleg- ar göngur á N-írlandi KIRFILEGA merktur Óraníuregi- unni í Portadown á Norður-ír- landi gekk þessi ungi trymbill fyr- ir framan göngu reglubræðra í bænum í gær, en þá var helsti há- tíðisdagur Óraníumanna á N-ír- landi og svonefnd göngutíð náði hámarki. Mótmælendur halda há- tfðina til að minnast þess er Vil- hjálmur af Óraníu vann fullnaðar- sigur á Jakobi Stúart, síðasta kaþ- ólska konunginum á Bretlandi, fyrir rúmum þijú hundrað árum. Fóru skrúðgöngur reglunnar, sem haldnar voru víðs vegar um N-írland, friðsamlega fram og er það í fyrsta sinn í fimm ár sem ekki kemur til átaka mótmælenda og kaþólikka á göngutfðinni. ■ Bætir horfur/25 Reuters NICOLAE Plesita, sem var yfir- maður rúmensku öryggislögregl- unnar Securitate á valdatíma kommúnista, hefur haldið því fram að Nicolae Ceausescu, fyrrverandi einræðisherra Rúmeníu, hafi veitt Francois Mitterrand fjárhagslegan stuðning áður en hann var kjörinn forseti Frakklands, að sögn rúm- enskra fjölmiðla í gær. Plesita stjórnaði njósnum Sec- uritate erlendis á árunum 1977-84. Hann heldur því nú fram að Ceausescu hafi verið í „sérstökum tengslum" við Mitterrand, að sögn rúmenska dagblaðsins Libertatea. Plesita kveðst vita fyrir víst að Ceausescu hafi gefið Mitterrand 400.000 dali, andvirði 30 milljóna króna, fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi 1981 og telur líklegt að stuðningurinn hafi verið meiri. Mitterrand varð forseti 1981 og gegndi embættinu til 1995. Hann lést árið 1996. Ceausescu var tek- inn af lífi í uppreisninni gegn rúm- ensku kommúnistastjórninni árið 1989. Veitti „Sjakalanum" hæli í Rúmeníu Plesita, sem er sjötugur, hefur verið óspar á yfirlýsingar um starf- semi Securitate. Andstæðingar hans hafa hins vegar vefengt um- mæli hans og segja að fyrir honum vaki aðeins að vekja á sér athygli. Plesita bauð suður-ameríska hryðjuverkamanninum Ilich Ram- irez Sanchez, sem hefur verið kall- aður „Sjakalinn Carios", hæli í Rúmeníu að fyrirmælum Ceaus- escu. Ramirez framdi nokkur hermdarverk í Frakklandi og Þýskalandi á árunum 1977-81 að undirlagi Ceausescu. Rúmenskir fjölmiðlar skýrðu frá því í vikunni sem leið að þýsk yfirvöld hygðust óska eftir því að Plesita yrði fram- seldur til Þýskalands vegna hermd- arverkanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.