Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18   ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
f
AKUREYRI
Bæjarstjóri um ummæli minnihlutans um sölu
á hlutabréfum bæjarins í UA
Einkennilegur
málflutningur
Skuldbindingar Lífeyrissjóðs STAK hafa ekki orðið til á einu ári
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, segir málflutn-
ing framsóknarmanna í bæjar-
stjórn Akureyrar um tillögu sína
þess efnis að selja hlutabréf í Út-
gerðarfélagi Akureyringa ein-
kennilegan. Tillagan var lögð fyrir
fund bæjarráðs á fimmtudag í síð-
ustu viku og er stefnt að því að
selja um 20% hlut Akureyrarbæjar
í UA í næsta mánuði. Fulltrúar
minnihlutans í bæjarstjórn, Fram-
sóknarflokks og Lista fólksins,
lýstu sig andvíga því að selja
hlutabréfin í viðtali við Morgun-
blaðið á laugardag.
„Það voru framsóknarmenn sem
losuðu um hlut og tangarhald Akur-
eyrarbæjar á fyrirtækinu á sínum
tíma, þess vegna koma mér ummæli
Sigfríðar Þorsteinsdóttur spánskt
fyrir sjónir," sagði Kristján, en í
samtali við hana á laugardag kom
fram að hún er andvíg því að bær-
inn selji þann hlut sinn í UA sem
eftir er. „I mínum huga er það bara
raus þegar hún segir að þessi sala
tengist því að fjármálastjórn meiri-
hlutans sé ekki í lagi. Með þessu er
hún að sh'ta umræðuna um eignar-
hluta bæjarins í félaginu úr sam-
hengi."
Staða Lífeyrissjóðsins
ekki ný stærð
Kristján Þór sagði það engin ný
sannindi að Lífeyrissjóður Starfs-
mannafélags Akureyrarbæjar væri
ekki ný stærð í fjárhag Akureyrar-
bæjar. Ný úttekt hefði verið unnin á
síðasta ári og hún sýndi að skuld-
bindingar sjóðsins eru mjög miklar
„en þær hafa ekki orðið til á rúm-
lega einu ári, þetta er uppsöfnun
nokkurra síðustu ára. Þetta eru
skuldbindingar sem sveitarfélög
þurfa að standa skil á í sínu reikn-
ingshaldi," sagði Kristján Þór.
Staða Lífeyrissjóðsins er að hans
sögn neikvæð, en um væri að ræða
skuldbindingar sem koma eiga til
greiðslu á nokkuð mörgum árum.
„Ef menn vilja byrja á að leggja til
hliðar og safna fyrir þessu þá er það
í góðu lagi, en ákvörðun um slíkt
hefur ekki verið tekin, hvorki á síð-
asta kjörtímabili né þessu. Það má
vel vera að framsóknarmenn vilji nú
við sólu á þessum 20% hlut okkar í
UA leggja andvirðið til hliðar fyrir
lífeyrisskuldbindingum, en þá spyr
maður sig í framhaldinu: Af hverju í
ósköpunum gerðu þeir það ekki
þegar þeir seldu 30% hlut í félaginu
á sínum tíma?"
Brýn þörf fyrir peningana
annars staðar
Bæjarstjóri sagði að vissulega
væru skiptar skoðanir um málið og
það yrði rætt á fundi bæjarstjórnar
í næstu viku. „Meginmálið er það að
félagið er traust og gengur vel, við
teljum því að við þurfum ekki að
ávaxta fjármuni bæjarfélagsins
endalaust inni í einu fyrirtæki þegar
þess er brýn þörf annars staðar,"
sagði Kristján Þór.
Hann sagði að stefnt væri að því
að selja hlutabréfin í ÚA einni til
tveimur vikum eftir að milliuppgjör
félagsins hefur verið birt. „Ef við
fáum engin almennileg boð í okkar
hlut verða bréfin ekki seld, en verði
þau viðunandi munum við selja.
Okkar stefna er sú að fá sem hæst
verð fyrir bréfin."
Morgunblaðið/Ásdís
SNORRI Guðvarðsson við vinnu sína f Vallarkirkju. Fyrir ofan hann
gefur að líta hvelfinguna þar sem er eftir að festa 350 gylltar stjörn-
Endurbygging Vallarkirkju í Svarfaðardal
Stefnt er að
vígslu næsta vor
ENDURBYGGINGU Vallarkirkju
í Svarfaðardal hefur miðað vel
áfram. Nú er búið að gera nýja alt-
aristöflu, hafin smíði á nýjum
predikunarstól og framkvæmdum
að utan mestu lokið. Þegar Morg-
unblaðið leit þar við á dögunum var
Þorsteinn Pétursson, Steini P. lögga, hjólar um bæinn
Nálgumst borg- ggj
arana með
öðrum hætti
ÞORSTEINN Pétursson, sem
sjaldan er kallaður annað en
Steini P., hefur í sumar hjólað
um Akureyrarbæ en slflrt fyrir-
komulagt við löggæslu er
nýlunda í bænum.
Þorsteinn starfaði hjá lög-
reglunni á Akureyri í 18 ár, en
hætti störfum fyrir 10 árum og
vann við tollgæslu. Hann hóf
störf í lögreglunni að nýju um
síðustu áramót og sá m.a. um
umferðarfræðslu í skólum og
einnig heimsótti lögregla fé-
lagsmiðstöðvar.
„Það kom mér á óvart þegar
ég byrjaði aftur hér eftir tíu
ára starf hvað lögreglunni á
Akureyri hefur tekist að
lækka umferðarhraðann, ég
tel að búið sé að hægja á um-
ferðinni í bænum um 10 til 15
Glæsilegt einbýlishús
Til sölu á Akureyri, Hafnarstræti 6, sem er óvenjulega
skemmtileg eign. Húsið ásamt garði er allt endurnýjað um
1990.
Þetta er glæsileg eign á besta stað í bænum.
Nánari upplýsingar hjá Eignakjöri í síma 462 6441. Myndir
o.fl.  Upplýsingar  er  að  finna  á  vefsíðu  Eignakjörs
www.habil.is.
Morgunblaðið/Margrét f»óra
STEINI P. ræðir hér við þau Stefán Má, Maríu og Selmu Ríkeyju. Þau
voru á ferðinni saman í miðbæ Akureyrar og eru til fyrirmyndar að
sögn, lögreglunnar, öll með reiðhjálma.
kílómetra. Það hefur mark-
visst verið unnið að því að
lækka hraðann m.a. með stöð-
ugum mælingum. Öryggis-
beltanotkun er líka mikil á
Akureyri, um 90% samkvæmt
könnun sem gerð var fyrir
TJmferðarráð og það er
ágætt," sagði Þorsteinn. Hann
sagði að þessum árangri hefði
verið náð vegna þess að lög-
reglan hefði gengið grimmt
fram í því að kæra þá öku-
menn sem aka of hratt og án
bflbelta. „Það ber meiri árang-
ur heldur en klapp á bakið og
það að segja fólki að gera
þetta aldrei aftur. Þó við fáum
stundum ónot fyrir smámuna-
semi, kunnum við því betur en
að koma að slysi sem ef til vill
hefði verið hægt að koma í veg
fyrir," sagði hann.
Um hjólreiðar sínar um bæ-
inn sagði hann að um væri að
ræða svokallaða grenndarlög-
gæslu og væri stefnan sú að
auka hana. „Með þessu móti
nálgumst við borgarnn með
öðrum hætti en þegar ferðast
er um á bfl, við eigum per-
sónulegri samskipti við fólkið
og það virðist kunna þessu
vel," sagði Þorsteinn sem víða
hafði farið á hjóli sínu, um
Brekkuna, komið við á Tjald-
stæðinu og var á ferðinni í
miðbænum þegar Morgunblað-
ið hitti hann á spjalli við þrjá
krakka, Stefán Má Antonsson,
Maríu Ólafsdóttur og Selmu
Ríkeyju Jóhannsdóttur. „Ég er
einn í þessu núna í sumar, en
það stendur til bóta, það á að
auka þessa löggæslu," sagði
Steini P.
Snorri Guðvarðsson að mála veggi
kirkjunnar að innan. Hann hefur
lokið við að mála hvelfinguna og
segir að þegar málningu veggjanna
ljúki taki Rúnar Búason smiður til
við smíði kirkjubekkja.
Snorri sagði að helsta púsluspilið
við endurbygginguna væri að sam-
ræma vinnu hans og smiðsins. „Við
erum eins og stefnuljós, þegar ann-
ar fer kemur hinn inn," sagði
Snorri. Hann átti þá við að þeir
gætu ekki verið við vinnu báðir í
einu, alltaf þyrfti annar að ljúka
sínu verM áður en hinn kæmist að.
Stjörnur í
himinhvelfinguna
Um næstu framkvæmdir sagði
Snorri að bráðlega yrðu til 350
gylltar stjörnur sem yrðu festar í
hvelfinguna í loftinu. „Það hefði
verið einfalt að festa þær upp með
kítti en það gengur ekki þar sem
við erum að endurbyggja kirkjuna
eins og hún leit út áður. Þess vegna
verður að bora gat í gegnum
hverja einustu stjörnu og festa
hana þannig," sagði Snorri. Auk
bekkjanna á einnig eftir að smíða
milligerð.
Framkvæmdum að utan er að
mestu lokið en ekki verður hægt að
klára klæðninguna fyrr en smíði
útidyrarhurðar er lokið. Snorri
sagðist vonast til að því yrði lokið
sem fyrst.
Eins og áður sagði er stefnt á
endurvígslu kirkjunnar næsta vor.
Snorri sagðist fullviss að öllum
framkvæmdum yrði lokið í tíma.
„Það skal hafast hvernig sem við
förum að því," sagði Snorri að lok-
um og sneri sér aftur til vinnu.
Söngvaka
SÖNGVAKA verður í Minja-
safnskirkjunni á Akureyri í
kvöld, þriðjudagskvöldið 13.
júlí og hefst hún kl. 21.
Á söngvöku eru flutt sýnis-
horn úr íslenskri tónlistar-
sögu, s.s. rímur, tvíundar-
söngur, sálmar og eldri og
yngri sönglög. Flytjendur eru
Rósa Kristín Baldursdóttir og
Hjörleifur Hjartarson úr
Tjarnarkvartettinum.
Dagskráin stendur í
klukkustund. Miðaverð er 700
krónur. Er aðgangur að
Minjasafninu innfalinn, en
safnið er opið frá kl. 20-23.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60