Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 11 FRETTIR Fjárhagslegt sjálfstæði skóla í Kópavogi Þrír skólar hafa sparað níu milljónir Ráðgjafanefnd um eftirlit hins opinbera TILRAUN með aukið fjárhagslegt sjálfstæði þriggja skóla í Kópavogi var gerð á síðasta skólaári og sagði Sigurður Geirdal bæjarstjóri að það hefði gefist einstaklega vel og sparað um 3 milijónir í rekstri skólanna eða samtals 9 milljónir. Sagðist hann gera ráð fyrir að allir skólai' myndu taka þátt í þessari tilraun á næsta skólaári. „Þetta hefur gengið mjög vel en það er svo margt ósýnilegt í þessu,“ sagði hann. „Það sem sést er að hver og einn skóli hefur sparað sér þrjár milljónir á skólaárinu en það er einnig margt annað. Ég sé að þeir fá miklu meira fyrir hveija krónu því nú er fylgst með öllum smáatriðum í innkaupum.“ Sagði hann að hver skóli hefði ákveðna fjárveitingu til reksturs en skólamir þrír fengju að auki um 1,5 millj. til ráðstöfunar „Innkaup eru ekki skilgreind sérstaklega og þeir hagnast á þeim afslætti sem veittur er,“ sagði Sigurður. Verður að vera umbun í kerfínu „En það sem ræður úrslitum og menn verða að átta sig á er að fjár- veitingar til skólanna miðuðust við áramót. Ef eitthvert fé varð eftir um áramót þá var það glatað og allir ruku því til og eyddu því sem til var. Nú kemur í ljós að hver og einn á eft- ir rúmar þrjár milljónir. Ef þeir geta sparað meira á næsta ári þá geta þeir ráðstafað þessum peningum í hærri fjárfestingar. Það verður að vera umbun í þessu kerfi og ekki má gleyma að það er jafn mikils virði fyrir okkur að spara og að fá meira fyrir krónuna. Við spörum ekki til skólamála og látum í raun meira til hvers skóla en áður var gert.“ FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skipað nefnd til ráðgjafar um eftirlit og eftirlitsreglur hins opinbera. Nefndarmenn eru Orri Hauksson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem jafnframt er formaður nefndar- innar, Agúst Þór Jónsson verkfræð- ingur, Kristín Guðmundsdóttir, fjár- málastjóri Granda, Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geisla- varna ríkisins, og Þórunn Svein- bjömsdóttir, 1. varaformaður verka- lýðsfélagsins Eflingar. Varamenn eru Guðmundur K. Steinbach verkfræðingur og Árni Páll Árnason héraðsdómslögmaður. Með nefndinni starfa Haukur Ingi- bergsson, skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu og Birgir Armannsson héraðsdómslögmaður, sá síðamefndi tímabundið. I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar segir m.a.: „Ríkisrekstur verði gerður einfaldari, skilvirkari og þjón- ustan bætt. Dregið verði úr skrifræði í samskiptum við stjórnvöld og óþarfa laga- og reglugerðarákvæði afnumin." „Tryggt verði að eftirlits- aðilar íþyngi fyrirtækjum ekki að óþörfu.“ Ofangreindri nefnd er m.a. ætlað að vinna að þessum markmið- um á grundvelli laganna. í lögunum segir m.a. um nefndina: „Þeir aðilar sem eftirlit beinist að og aðrir þeir sem hagsmuni hafa af opin- bem eftirliti geta óskað eftir athugun nefndarinnar á tilteknum þáttum þess. Ráðherrar geta sent nefndinni til umsagnar mál er varða opinbert eftirlit. Jafnframt getur nefndin átt framkvæði að athugunum á vissum þáttum eftirlitsins. Starf nefndarinn- ar skal miða að því að opinberar eft- irlitsreglur séu í samræmi við ákvæði 3. gr. og að eftirlit á vegum hins opin- bera sé jafnan eins hagkvæmt og kostur er fyrir þau fyrirtæki og ein- staklinga sem eftirlit beinist að og fyrir hið opinbera. Nefndin getur beint tiimælum til forsætisráðherra og annarra ráðherra um að eftirlits- reglur verði endurskoðaðar. Forsæt- isráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um skipan og starf nefndarinnar." Stjómvöld meti þörfina á eftirliti 3. gr. laganna, sem vísað er til, er sem hér segir: „Þegar eftirlitsreglur era samdar eða stofnað er til opin- bers eftirlits skal viðkomandi stjórn- vald meta þörf fyrir eftirlit, gildi þess og kostnað þjóðfélagsins af því. Slíkt mat getur m.a. falist í áhættumati, mati á alþjóðlegum skuldbindingum um eftirlit, mati á kostnaði opinberra aðila, fyrirtækja og einstaklinga, mati á hvort ná megi sama árangri með hagkvæmari aðferðum eða mati á þjóðhagslegu gildi eftirlits. Þegar stjómarfrumvarp, sem felur í sér ákvæði um eftirlit, er lagt fyrir ríkis- stjóm skal leggja fram greinargerð um mat skv. 1. mgr. Enn fremur skulu slíkar greinargerðir liggja fyrir þegar þess háttar reglur um eftirlit eru staðfestar í öðrum tilvikum. For- sætisráðherra skal setja nánari regl- ur um mat á eftirlitsreglum og þær aðferðir við eftirlit sem leitast skal við að fylgja við undirbúning að setn- ingu laga og reglna." Næstu mánuði verður unnið að því að móta nánar verksvið og verklag nefndarinnar, forgangsröðun verk- efna og áherslur í framkvæmd lag- anna að öðra leyti. ------------- Forstjóri TR Fagnar ákvörðun utanríkis- ráðuneytis KARL Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, kveðst fagna þeirri ákvörðun utanríkisráðu- neytis í samráði við heilbrigðisráðu- neyti að taka ábyrgð á kostnaði vegna veikinda 73 ára Islendings sem legið hefur að undanförnu á sjúkra- húsi í Tailandi. „Ég fagna því mjög, bæði persónu- lega, og starfsfólk stofnunarinnar að þessi lausn hafi fundist. Ég vona jafnframt að lyktir fáist í dómsmálið á hendur stofnuninni hið fyrsta og jafnræði gildi fyrir alla,“ segir Karl Steinar. Hann segir að reglur um trygg- ingavernd standi óbreyttar. „Utan- ríkisráðuneytið ákvað að fara í þetta mál, á þeim forsendum að um væri að ræða Islending í nauðum, og síðan heldur málið áfram í þann farveg sem það er nú. Ég þori ekki að full- yrða að þetta hafi fordæmisgildi, en það er ljóst að TR verður að vinna samkvæmt þeim reglum sem stofn- uninni era settar og beita fyllsta jafn- ræði,“ segir hann. Morgunblaðift/Helgi Bjarnason ÁÐUR en nauðungaruppboðið fór fram voru eignir Rauðfeldar skoðaðar. Steingrímur Eiríksson lögmaður FBA skoðar tæki en Guðný Sigurðardóttir rekstrarstjóri Rauðfeldar, Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Gunnar Sæmundsson hæstaréttarlögmaður og fleiri fylgjast með. Sjávarútvegs- ráðherra heimsækir Vestfirði ÁRNI M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra heimsækir norð- anverða Vestfirði þessa vikuna en þetta er önnur heimsókn hans í röð heimsókna um land- ið í sumar og haust. Á Vest- fjörðum mun ráðherra hitta fulltrúa stéttarfélaga og heim- sækja útgerðarfyrirtæki. Árni hóf dagskrá sína í gær á því að hitta fulltrúa Elding- ar, félags smábátaeigenda. Að því loknu hugðist hann heim- sækja skrifstofur Alþýðusam- bands Vestfjarða og halda fund með fulltrúum verkalýðs- félaganna og Sjómannafélagi Vestfjarða. í dag, fimmtudag, mun ráð- herra eiga fund með Skip- stjóra- og stýrimannafélagi Vestfjarða svo og Vinnuveit- endafélagi Vestfjarða. Einnig mun ráðherra kynna sér starf- semi fjölda útgerðarfyrirtækja á Þingeyri, Flateyri, Súganda- firði, Bolungarvík, Hnífsdal og ísafirði, segir í fréttatilkynn- ingu frá sjávai'útvegsráðu- neytinu. FBA eignast frystihús Rauðfeldar FJÁRFESTINGARBANKI atvinnu- lífsins átti hæsta tilboð í fasteignir fískvinnslufyrirtækisins Rauðfeldar ehf. á Bfldudal á síðara nauðungar- uppboði sem fram fór á Bfldudal í gær. Sýslumaður hefur átta vikna frest til að samþykkja tilboðin. Rauðfeldur ehf. er eitt fjögurra frystihúsa „Rauða hersins" svokall- aða. Fyrirtækið á frystihús og fiski- mjölsverksiniðju á Bfldudal en starfsemi var hætt fyrir nokkru vegna fjárhagserfiðleika. Eignirnar voru áður í eigu Trostan hf. og Fiskvciðasjóðs og þar áður í eigu Fiskvinnslunnar hf. Sveitarfélagið Vesturbyggð og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins kröfðust nauðungar- sölu. Áður en nauðungaruppboðið fór fram skoðuðu viðstaddir eignirnar í fylgd Þórólfs Ilalldórssonar sýslu- manns og Guðnýjar Sigurðardóttur rekstrarstjóra Rauðfeldar ehf. Á uppboðinu var fiskimjölsverk- smiðjan að Strandgötu 2 slegin FBA á 4 milljónir kr. og frystihúsið að Strandgötu 1 var slegið bankan- um fyrir 25 milljónir kr. Eyrar- sparisjóður bauð á móti FBA í frystihúsið, síðast 21 milljón kr. / ' ; : ; — \. Antik útsala I 20—5 0 % afsláttur Borðstofuborð - skenkar stólar - rúm o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.