Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18   FIMMTUDAGUB 22. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Húsasmiðir á Akureyri þrýsta á um hærri laun
Byggingaverktakar
vísa málinu til VSI
BYGGINGAVERKTAKAR      á
Akureyri hafa vísað máli húsasmiða
sem tilkynnt hafa að þeir muni ekki
vinna yfírvinnu frá og með næstu
mánaðamótum til Vinnuveitenda-
sambands íslands. Húsasmiðir tóku
þessa ákvörðun til að þrýsta á um
hærri laun, en þeir hafa gert kröfu
um að fá greiddar 1.000 krónur á
tímann í dagvinnu til samræmis við
það sem tíðkast á höfuðborgarsvæð-
inu.
Hrafnhildur Stefánsdóttir lög-
fræðingur VSI sagði að í gildi væri
kjarasamningur og ekki væri litið
svo á að kjaradeila væri í gangi.
„Sameiginleg uppsögn á yfirvinnu
S^iórnandi þjón-
ustusviðs Akur-
eyrarbæjar
Tvö fyrir-
tæki meðal
umsækj-
enda
TVÖ fyrirtæki eru á meðal um-
sækjenda um starf stjórnanda á
þjónustusviði hjá Akureyrarbæ.
Umsóknarfrestur um starfið er
nýlega runninn út. í starfinu
felst umsjón með tölvu- og upp-
lýsingamálum.
Fyrirtækin tvö eru annars
vegar Álit ehf. í Reykjavík og
Tæknival á Akureyri. Aðrir um-
sækjendur eru Agla Þórunn
Sigurðardóttir, Akureyri, Bene-
dikt H. Sigurgeirsson, Akureyri,
Margeir Reynisson, Hafnarfirði,
Einar Hólm Davíðsson, Akur-
eyri, og Zlatans Mravinae,
Reykjavík.
til að knýja á um kaupkröfur er
klárlega ólögmæt aðgerð," sagði
Hrafhhildur og benti á að forsvars-
mönnum húsasmiðanna yrði gerð
grein fyrir þeirri afstöðu.
Hún sagði að húsasmiðir á Akur-
eyri vitnuðu til greiddra launa í
Reykjavík, en það færi eftir aðstæð-
um hvers fyrirtækis fyrir sig hvern-
ig samið væri við starfsmenn. Að-
gerðir þær sem smiðir á Akureyri
hefðu gripið til væru ekki rétta leið-
in að markmiðinu.
Smiðirnir sitja eftir
Hún benti á að samkvæmt lögum
um stéttarfélög og vinnudeilur
jafngilti það verkfalli þegar menn
sammæltust um að leggja niður
vinnu  sína  að  hluta  til  að  ná
ákveðnu tilteknu markmiði.
Olafur Svansson húsasmiður á
Akureyri sagði smiði verulega óá-
nægða með að vinna fyrir lægri
laun en smiðir á höfuðborgarsvæð-
inu. Hann sagðist vita til þess að
margir væru að hugsa sér til hreyf-
ings, væru á suðurleið ef ekki yrði
breyting á kjörum þeirra nyrðra.
Hann sagðist vita til þess að laun
járnsmiða, rafvirkja og pípulagn-
ingamanna á Akureyri hefðu hækk-
að til samræmis við það sem gildir á
höfuðborgarsvæðinu, en smiðirnir
sætu eftir. „Óánægjan er orðin
veruleg og annað hvort leita menn
suður á bóginn þar sem kjörin eru
betri eða sitja eftir og ég spái því að
andinn á vinnustöðunum verði ekki
sérlega góður á eftir," sagði Ólafur.
Slæm umgengni við ruslagám í Svarfaðardal
Rusl skilið
eftir við læst-
an gáminn
Morgunblaðið/Halldór Ingi
AÐKOMAN var ekki glæs'ileg þeg-
ar ljósmyndarinn tók þessa mynd
við gáminn. Ruslið var úti um allt
og máttu bændurnir sjálfír sjá um
að tína það upp eftir sóðana.
Morgunblaðið/Golli
Vindur á Akureyri
ÞAÐ var frekar kuldalegt um að
litast á Akureyri í gær og tals-
verður vindur með köflum, en
hann feykti meðal annars um
koll sólhlíf og fatastöndum í
göngugötunni.
UTBOÐ
Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd Bæjarsjóðs Akur-
eyrar, óskar eftir tilboðum í byggingu skólpdælustöðvar við
Laufásgötu á Akureyri.
Tilboðið nær til uppsteypu og frágangs á um 50m2 niðurgrafinni
byggingu á tveimur hæðum ásamt um 40m2 timburbyggingu þar
ofan á. Verkið nær einnig til uppsetningar á dælum og lögnum
inni í stöðinni og uppsetningu á varaaflsstöð og þrýstijöfnunar-
kút í stjórnhúsi. Einnig skal gera brunn og leggja 05OOST og
06OOST lagnir eins og útgröftur fyrir stöð gefur tilefni til.
Uppsteypu, fokheldri yfirbyggingu og grófjöfnun skal lokið fyrir
20. desember 1999 og verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en
15. maí 2000.
Útboðsgögnin verða afhent á skrifstofu Tæknideildar Akureyrar-
bæjar, Geislagötu 9, frá og með fimmtudeginum 22. júlí og
kosta kr. 6.000.
Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Tæknideildar Akureyrar-
bæjar, Geislagötu 9, Akureyri, eigi sfðar en fimmtudaginn 19.
ágúst 1999 kl. 11.00 fh., og verða þau þá opnuð þar í viðurvist
þeirra bjóðenda sem þess óska.
Bœiarverkfrœðingurinn á Akureyri
NOKKRIR bændur í Svarfaðardal
eru langþreyttir á umgengni við
ruslagám er þeir tóku saman á leigu
og staðsettu rétt fyrir ofan veginn
nálægt bænum Hreiðarstöðum.
Bændurnir leigðu gáminn þegar
hætt var að hafa ruslagáma á veg-
um Gámaþjónustunnar í sveitarfé-
laginu. Að sögn Sölva Hjaltasonar,
bónda á Hreiðarstöðum, og eins
þeirra er leigja gáminn hefur það
gerst æ ofan í æ að vegfarendur
skilja eftir rusl við gáminn og það
þótt hann sé læstur. Síðan hefur
það gerst að skepnur hafa komist í
ruslið og dreift því út ,um allt og að-
koman hefur því verið miður geðs-
leg.
„Þetta er ekki litlir haldapokar
sem ferðalangar eru að skilja eftir
sig heldur stórir svartir ruslapokar.
Menn hafa einnig misjafnlega geng-
ið frá þessu og stundum er ruslið
fjúkandi út og suður," sagði Sölvi.
Hann sagði einnig að þetta væri
ekki bundið við sumarið eingöngu,
hann hefði einnig fundið rusl í
kringum gáminn á veturna.
Sölvi segist ekki vita hverjir hafa
verið að verki en bendir á að enginn
ruslagámur sé staðsettur í sumar-
bústaðalandi framar í dalnum. „Mér
finnst nú að sveitarfélagið þyrfti að
hafa ruslagám þarna framfrá svo að
fólkið geti losað sig við rusl þar.
Eins væri ágætt að ferðamenn sem
leið eiga um dalinn hafi einhvers
staðar aðgang að sorpílátum," sagði
Sölvi.
Langþreytt á ástandinu
Hann segir að þau hafi ekki farið
út í að merkja gáminn í upphafi,
sagði að þau hefðu talið sjálfsagt að
fólk áttaði sig á því að hann væri í
einkaeign þar eð hann væri læstur.
Einnig sagði hann greinilegt að
sumir hefðu verið að pukrast við
það að sknja eftir rusl, því oft væri
það falið á bak við gáminn svo það
sæist ekki frá veginum. Nú hafa
þau sett upp skilti sem segir að
gámurinn sé til einkanota en ekki
fyrir almenning. „Við erum orðin
langþreytt á ástandinu og vonum að
fólk taki athugasemdir okkar til
greina og hættí að skilja eftir rusl
við gáminn, það er ekki umgengni
sem er til fyrirmyndar," sagði Sölvi.
Tuborgdjass
á heitum
fimmtudegi
DANSKIR djassleikarar, ásamt
einum íslendingi, leika á fjórðu tón-
leikum Tuborg-djass á heitum
fimmtudegi í Deiglunni í kvöld. Þeir
Morten Lundsby á kontrabassa og
Stefan Pasborg á trommur koma
frá Danmörku og með þeim leikur
Haukur Gröndal á saxófón.
Haukur hefur verið við nám í
Kaupmannahöfn síðan haustið 1997.
Tríóið byrjaði að leika saman um
síðustu áramót og hefur leikið á
fjölmörgum stöðum í Kaupmanna-
höfn. Tríóið leikur eldri og nýrri
djassperlur, ásamt frumsömdu efni.
Þeir Morten Lundsby og Stefan
Pasborg eru þó nokkuð þekktir í
dönsku djasslífi. Lundsby hefur
meðal annars spilað á staðnum „La
Fontaine". Pasborg hefur meðal
annars spilað með þeim John
Tchichai og Lars Möller. Aðgangur
á tónleikana er ókeypis og þess má
geta að tríóið mun síðan einnig spila
á Kaffi Krók, Sauðárkróki, og Hótel
Reynihlíð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68