Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999     23
NEYTENDUR
Hátt verð hefur verið á úrvals línuýsu
Kjúklingur og svína-
kjöt koma í staðinn
UM 70% af allri fisksölu stórmark-
aðanna eru ýsuflök eða afurðir unnar
úr ýsu. Fisksalar og stórmarkaðir
kaupa helst línuýsu og verðið á henni
hefur verið hátt að undanförnu. Að
sögn Andrésar Helga Hallgrímsson-
ar, framkvæmdastjóra hjá íslands-
markaði, heldur úrvals línuýsa uppi
meðalverði og kfloið af henni hefur
verið að fara á 300-400 krónur kílóið
þegar verðið er hæst. Meðalverðið á
úrvals línuýsu er tæpar 200 krónur.
„Menn geta keypt smærri línuýsu á
mun hagstæðara verði og þá eru þeir
ekki að keppa við útflutninginn. A
móti kemur að þá eru flökin auðvitað
smærri en ella."
Það þarf síðan að margfalda kíló-
verðið með 2,2 til að fá út hráefnis-
verð á ýsuflökum. Ofan á það bætist
vinna við fiskinn, virðisaukaskattur
og álagning smásalans.
Borga með ýsunni
Arni Ingvarsson, innkaupastjóri í
Nýkaupi, segir að þar sé eingöngu
seld línuýsa þegar hún er á annað
borð í boði. „Við höfum stundum ver-
ið að borga með ýsuflókum því verð-
ið hefur farið upp í um 1.200 krónur
Brúðarkjólaleiga Dóru
eykur starfsemina
Opnuð und-
irfatadeild
Brúðarkjólaleiga Dóru hefur fengið
umboð fyrir undirfatnað frá Cotton
Club og hefur af því tilefni verið opn-
uð undirfata-
deild í verslun-
inni. Um er að
ræða ítalskt
vörumerki. I
fréttatilkynn-
ingu frá Brúð-
arkjólaleigu
Dóru kemur
fram að undir-
fatnaðurinn sé
fluttur inn
beint frá fram-
leiðanda. í boði
er undirfatnað-
ur fyrir konur
á öllum aldri.
Fyrirtækið er
með fjórar lín-
ur; blúndan í
Argento línunni er framleidd í Sviss
og er vönduð. Þá er önnur
blúndulína lfka fáanleg sem heitir
Oro. Þriðja línan heitir Rubino en
það er sportleg og einföld lína. Sú
fjórða, Rubino lady, er ný lína. Hún
er fyrir konur sem þurfa stór númer
og aðhald og sú lína er væntanleg
með haustinu hingað til lands. Þá
eru einnig fáanlegir undirkjólar með
áföstum brjóstahaldara."
Hjá Brúðarkjólaleigu Dóru er
einnig hægt að fá vörur frá finnska
vörumerkinu Patricia en það fyrir-
tæki framleiðir lfka undirfatnað fyrir
konur sem þurfa stór númer. Enn-
fremur eru til vörur frá þýskum
framleiðanda sem nefnist Ulla og
hægt er að fá undirfatnað í öllum
stærðum, frá 70a-130g.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Kynning
ídagfrákl. 14-18 í
Háaleitis Apóteki og
Apótekinu Suðurströnd
- Kynningarafsláttur -
kflóið þegar það var hæst. Það þýðir
ekki að bjóða íslenskum neytendum
fisk á því verði og því höfum við selt
kflóið á 800-900 krónur í þeim tilvik-
um. Engu að síður finnum við mun á
neyslunni, sérstaklega þegar ungt
fólk er annarsvegar. Það er ekki
bundið af því viðhorfi að borða fisk
tvisvar í viku og þegar verðið er
komið í 800-900 krónur kaupir það
frekar hvítt kjöt, kjúkling eða svína-
kjót fyrir sama eða lægra verð. Þró-
unin verður sú að bæði svínakjöts-
verð og kjúklingaverð mun lækka
enn frekar á næstu misserum. Ef
ýsuverð heldur áfram að vera svona
hátt mun þessi þróun verða enn
Um 70% af allri fisk-
sölu stórmarkaðanna
eru ýsuflök eða af-
urðir unnar úr ýsu
skýrari og neytendur falla frá
fiskneyslu." Jón Þorsteinn Jónsson,
markaðsstjóri hjá Nóatúni, tekur í
sama streng og Arni og bendir líka á
að mikil aukning sé í neyslu eldislax
enda verðið á honum í sumum tilfell-
um það sama og lægra en verð á
ýsuflökum."
Neytendur vi^ja línuýsu
Jón segir að Fiskbúð Hafliða sjái
Nóatúnsbúðunum fyrir fiski og þeg-
ar um ýsuflök sé að ræða kaupi þeir
helst línufisk. „Það þýðir einfaldlega
ekki að bjóða neytendum annan físk
þótt hann sé ódýrari. Þessvegna höf-
um við stundum verið að selja fisk-
inn með miklu lægri álagningu en
eðlilegt getur talist. Stórmarkaðir
hafa bolmagn til að selja ýsu á undir-
verði um tíma en þetta hlýtur að
vera mun erfiðara fyrir litlar fisk-
búðir bara með tilliti til þess rekstr-
arumhverfis sem þær eru í."
Árni segir að Sæbjórg sjái Ný-
kaupi fyrir fiski. Starfsmenn Sæ-
bjargar eru beðnir að hafa einfalda
reglu að leiðarljósi fyrir Nýkaup.
„Það skal ávallt kaupa besta fiskinn
sem í boði er hverju sinni. Ef gæðin
eru ekki fyrsta flokks viljum við ekki
fiskinn. Svo einfalt er það."
Þegar Arni er spurður hvort ekki
borgi sig í harðri verðsamkeppni að
sleppa milliliðum og fara sjálfir á
fiskmarkaði segir hann það af og frá.
,Aðalástæðan fyrir því að við förum
ekki sjálfir á markaðina er að fisksali
eins og Sæbjörg getur boðið upp á
gott úrval af fisktegundum en magn-
ið sem við seljum er ekki nógu mikið
til að setja upp verkun, vinnslu og
fara í bein kaup. Hvað snertir kaup á
ýsu þá viljum við einungis bestu lín-
uýsuna og um hana er hart barist.
Sæbjörg býður í hana fyrir okkur og
fær ákveðna þóknun þar ofan á fyrir
að vinna fiskinn.
Keppa við útflytjendur
Árni segir að Nýkaup sé að keppa
við útflytjendur á ferskum ýsuflök-
um og þeir eru tilbúnir að borga
mjög hátt verð fyrir fiskinn." Hann
segist hafa átt leið um Boston í
Bandarfkjunum í vor og þá hafi hann
farið og skoðað verð á ýsuflökum.
„Hálft kfló af ýsuflökum var selt á 9
dollara sem er um 640 krónur sem
þýðir að kílóverðið af ýsuflökum var
selt á um 1.300 krónur. Til saman-
burðar má geta þess að hálft kíló af
beinlausum kjúklingabringum þar
kostaði um 320 krónur. Ef fer sem
horfir verður ýsa munaðarvara í
framtíðinni."
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, segir að Bón-
us fái línuýsu frá Oldunni og Fersk-
um kjötvörum. Hann segir að fram-
boð sé lítið og verðið hafi verið hátt.
„Menn hafa verið tregir til að selja
góðan fisk á innanlandsmarkað því
þeir hafa fengið það gott verð fyrir
línuýsu erlendis." Guðmundur segist
merkja mikinn samdrátt í sölu á fiski
en hann selur eingöngu ýsu og þá
ferska, frosna og reykta.
Þorskur mað haustinu
Guðmundur segist ætla að prófa
að bjóða flakaðan og_ frosinn þorsk
með haustinu. Þegar Árni er spurður
hvort Nýkaup sé með þorsk í fisk-
borðinu segir hann það hafa verið
«„ er konúnjd bragbtegu^
^iómaskyr
^e    h«LÓÖ °« mett<*ndi máltíö frá MS
M
(Vft
^
Morgunblaðið/Sverrir
KAUPMENN spá því að ef verð á línuýsu haldist áfram svona hátt
verði hún á borðum landsmanna á tyllidögum.
reynt að bjóða ferskan þorsk. „Und- borða ferskan þorsk. Okkar tilfinn-
irtektir voru það dræmar að við féll- ing var að neytendur væru hræddir
um frá því. Islendingar vilja ekki     við orma í þorski."
Kaaber
Ivancl j
Giflcr í
ét
Gott að eiga heima og í sumarhúsinu
og grípa til eftir þörfum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68