Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bretar bólusetja gegn heilahimnubólgu Aformum flýtt um eitt ár London. The Daily Telegraph. BRESK stjómvöld hafa ákveðið að hefja bólusetningu við heilahimnu- bólgu í haust. Þetta er ári fyrr en ætlað var en þar sem tilraunir með bólusetninguna bæði í Bretlandi og annars staðar hafa gengið framar vonum var ákveðið að flýta áætlun- inni. Böm og unglingar verða í for- gangshópi í upphafi og er gert ráð fyrir að fimmtán milljónir bama verði bólusettar þegar í haust. Þetta verður fyrsta læknismeðferð- in af slíkri stærðargráðu sem greidd er af ríkissjóði, og mun kostnaðurinn velta á tugum milljón- um punda. Raunar standa viðræður við framleiðanda bólusetningarlyfs- ins enn yfir og því er ekki vitað ná- kvæmlega hver kostnaðurinn kem- ur til með að verða. Um þrjú hundmð manns deyja að jafnaði af völdum heilahimnubólgu í Bretlandi á ári hverju. I fyrra smit- uðust 1.092 af heilahimnubólgu C, sem hér um ræðir, og eitt hundrað og fimmtíu létust. Þessi bráðhættu- lega tegund heilahimnubólgu er sögð borist til Bretlands frá Kanada fyrir innan við tíu ámm síðan, en þar var hún einnig mikill skaðvald- ur. Orsökin er ekki fullkomlega ljós, en svo virðist sem táningar smitist í ríkari mæli en áður af þessari teg- und heilahimnubólgu og hafa m.a. komið upp tilfelli þar sem hún hefur farið sem eldur í sinu meðal náms- manna. Ein skýringanna, sem sögð er líkleg, er sú að kynni fólks séu nánari en áður: þ.e. að menn kyssi fólk sem ekki er hluti kjarnafjöl- skyldu þeirra. Nýja bóluefnið er mun öflugara en það gamla, sem ekki mátti gefa bömum yngri en átján mánaða og dugði aðeins þrjá daga í senn. Mitchell reynir að blása lífi í glæðurnar Belfast. Reuters. GEORGE Mitchell, bandaríski öld- ungadeildarþingmaðurinn fyrrver- andi, kom til Belfast í gær og ræddi þar við leiðtoga stríðandi fylkinga en Mitchell samþykkti á þriðjudag að gerast sérlegur aðstoðarmaður breskra og írskra stjórnvalda við endurskoðun á friðarsamkomulag- inu á Norður-írlandi, sem hann átti svo mikinn þátt í að náðist á föstu- daginn langa í fyrra. Flestir flokkanna á N-írlandi tóku skipun Mitchells vel en Sir Reg Empey, þingmaður Sambandsflokks Ulsters (UUP), varaði þó við að Bandaríkjamanninum myndi ekki reynast auðvelt að höggva á hnútinn, en sambandssinnar neita að setjast í stjóm með Sinn Féin, stjómmála- armi írska lýðveldishersins (IRA), fyrr en IRA hefur byrjað afvopnun. Lýðveldissinnar sögðu fyrir sitt AP EFTIR 24 ára bið gafst fjöl- skyldu Eamons Molloys loks tækifæri í gær til að bera lík hans til grafar í Belfast, en IRA rændi honum árið 1975. Nýlega visuðu samtökin á lík hans. leyti að endurskoðun á þeim þáttum samkomulagsins sem varða afvopn- un og myndun heimastjómar yrði að taka skamman tíma og að ekki ætti að leyfa sambandssinnum að tefja framgang mála frekar, en það vom þeir sem komu í veg fyrir myndun stjórnarinnar í síðustu viku. Mitchell eyddi á sínum tíma fjór- um áram sem aðalsamningamaður í friðarviðræðum á N-írlandi. I ný- legri bók Making Peace lýsti hann tíma sínum í héraðinu sem „erfiðasta verkefni sem ég hef að mér tekið“. Reuters LIÐSMENN lögreglunnar í borginni San Sebastian á Spáni horfa á þegar fyrrverandi leiðtogum Herri Batas- una er fagnað innilega af ættingjum og stuðningsmönnum, eftir að þeim var sleppt úr fangelsi í gær. Fyrrverandi leiðtognm Herri Batasuna sleppt ur fangelsi á Spáni Styrkir stoðir vopnahlés ETA rs. TALIÐ er hugsanlegt að ETA, að- skilnaðarhreyfing Baska, muni út- víkka skilmála vopnahlés samtak- anna eftir að tuttugu og tveimur fyrrverandi leiðtogum Herri Batas- una, stjórnmálaarms ETA, var sleppt úr haldi í gær. Stjórnlagadómstóll Spánar felldi á þriðjudag úr gildi fangelsisdóma yfir fyrrverandi leiðtogum Herri Batasuna fyrir að hafa veitt ETA liðsinni við gerð kosningamynd- bands þar sem m.a. gat að líta vopn- aða skæraliða ETA. Hafði öll fram- línusveit Herri Batasuna árið 1997 verið dæmd til sjö ára fangelsisvist- ar og hafði afplánað tuttugu mánuði af dómnum er þeim var sleppt úr fangelsi í gær. Heimildarmenn í röðum þjóðem- issinna í Baskalandi sögðust gera ráð fyrir að ETA, sem lýsti yfir vopnahléi í september á síðasta ári, myndi í kjölfarið senda frá sér yfir- lýsingu þar sem tilkynnt væri fram- lenging núverandi vopnahlés eða jafnvel varanlegt vopnahlé. Ein helsta krafa ETA, sem barist hefur fyrir sjálfstæði Baskalands undanfarin þrjátíu ár, í viðræðum um frið við spænsk stjórnvöld hefur verið sú að fyrrverandi leiðtogum Herri Batasuna yrði veitt frelsi. Stjórnvöld hafa á móti krafist þess að ETA lýsi því yfir vopnahlé samtakanna væri „varanlegt" og þau snera baki við ofbeldi að fullu og öllu og virtu leikreglur lýðræðis- ins hér eftir í viðleitni til að ná fram baráttumálum sínum. Akvörðun stjórnlagadómstólsins í fyrradag kom eftir að hann hafði setið á rökstólum í nokkra daga. Komust átta af tólf dómuram að þeirri niðurstöðu að þau ákvæði í spænskum refsilögum, sem kveða á um að menn séu dæmdir sjálfkrafa í minnst sex ára fangelsi sannist að þeir hafi átt samstarf við vopnaða skæruliða, væra brot á stjómarskrá Spánar. Liðsmaður Verkamannaflokks Kúrda handsamaður Talið vera mikið áfall fyrir i ra f'hiLiín'iii Þniönro PKK Ankara, Chisinau. Reuters. BULENT Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í gær að háttsettur liðsmaður skæruliðahreyfingar Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefði verið tekinn höndum í ótil- greindu Evrópuríki og færður til Tyrklands. Hafa talsmenn PKK haldið því fram að maðurinn, Cevat Soysal, hafi verið handtekinn í fyrr- um Sovétlýðveldinu Moldóvu fyrir um viku og færður í hendur tyrk- neskum fulltrúum þar í landi. Er talið að handtaka Soysals, sem liðs- menn PKK neita að hafi verið hátt- settur innan hreyfingarinnar, sé mikið áfall fyrir Kúrda en Abdullah Öcalan, leiðtogi PKK var fyrir skömmu dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk gegn tyrkneska ríkinu. Leyniþjónusta Tyrklands (MIT) sendi ljósmynd frá sér í gær sem sýnir mann með bundið fyrir augu vera leiddan út úr lítilli flugvél af hettuklæddum mönnum sem talið er að séu fulltrúar MIT. Er myndin svipuð þeirri sem birtist af Öcalan, stofnanda og leiðtoga PKK, eftir að hann hafði verið handtekinn í Kenýa fyrr á árinu. Soysal bar þýskt vegbréf er hann var handtekinn sem sýnir að hann fæddist árið 1962 og hefur lögheimili í borginni Mönchengladbach. Hefur þetta ýtt undir gransemdir um að þýsk stjórnvöld hafi verið með í ráð- um er handtakan fór fram en Ecevit neitaði því hins vegar algerlega á blaðamannafundi í gær og sagði að handtakan hefði ekki farið fram í Þýskalandi. Komu í veg fyrir „útbreitt ofbeldi" Öcalan var dæmdur til dauða af sérstökum herrétti á Imrali-fangels- iseyju í júní sl. og hafa tyrknesk stjórnvöld haft mikinn viðbúnað vegna hugsanlegra hefndaraðgerða liðsmanna PKK. Segja þau nú að handtaka Soysals sé liður í þeim að- gerðum og að komið hafi verið í veg fyrir að Soysal hafi náð að hrinda áætlunum sínum um „útbreitt ofbeldi" í framkvæmd. Segja Tyrkir ennfremur að síðan Öcalan var hand- tekinn hafi mikilvægi Soyals innan PKK auk- ist að sama skapi. Talsmaður stjóm- málaarms PKK sagði í gær að sérsveitir hefðu handtekið Soysal í Moldóvu og að hann hefði verið framseldur til Tyrklands þar á eftir. Sagði talsmaðurinn að tyrkneska ríkið hefði hvergi komið nærri handtökunni sjálfri. Þá neitaði hann því að Soyal væri háttsettur innan PKK. Stjórnvöld í Moldóvu lýstu því yfir í gær að þau hefðu ekki neina vit- neskju um handtöku Soysals. „Við vitum ekkert um atvikið," sagði upp- lýsingafulltrúi innanríkisráðuneytis Reuters TYRKNESKIR leyniþjónustumenn leiða hettuklæddan mann, sem tyrknesk sljórn- völd segja vera Ceval Soysal, háttsettan PKK liðsmann, út úr flugvél. Moldóvu í samtali við Reuters í gær. Þá sögðust upplýsingafulltrúar ör- yggismálaráðuneytisins, sem stjóm- ar aðgerðum landamæravarða, ekki vita neitt um málið. Sömu svör bárast frá sendiherra Tyrklands í Moldóvu. Verka- manna- flokkurinn sigurviss Winsford. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands og leiðtogi Verkamannaflokks- ins, sagðist í gær vonast til að flokk- ur sinn myndi næla sér í sæti íhalds- manna í Eddisbury í aukakosningum í dag. Kosningaspár segja að mjótt verði á mununum og gaf spá sem gerð var sl. fóstudag til kynna að báðir flokkar hlytu um 40% atkvæða. Sir Alistair Goodland, fulltrúi íhaldsflokksins í Eddisbury, vann í síðustu kosningum í kjördæminu en talsmenn Verkamannaflokksins segjast sannfærðir um að Margaret Hanson muni hljóta fleiri atkvæði. Ef niðurstaðan verður á þá leið, þyk- ir víst að gæfuhjól íhaldsmanna, sem tekið hafði að snúast í kjölfar kosn- ingasigurs þeirra í Evrópuþings- kosningunum fyrir skömmu, muni hægja á sér. „Við komum fast á hæla þeirra,“ sagði háttsettur flokksmað- ur Verkamannaflokksins í gær. „Þeir eru dauðskelfdir". Ef Verkamannaflokkurinn sigrar í Eddisbury í dag er ljóst að hann hef- ur snúið við þeirri bresku stjórn- málahefð að sitjandi stjórnarflokkur tapi fylgi í aukakosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.