Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32     FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ómur af ís-
lenskri
sönghefð
Nýstofnaður þjóðlagahópur, Bragarbót,
heldur sína fyrstu opinberu tónleika í
Kaffíleikhúsinu annað kvöld og hefjast þeir
um kl. 20.30. Orri Páll Ormarsson fór að
fínna hópinn sem samanstendur af lands-
kunnu fólki úr ólíkum áttum.
ER ISLENSK sönghefð að
gleymast? Eru íslendingar að
tapa niður kunnáttunni til að
kveða og „stinga kvint"? Þeir
spyrja stórt félagarnir í þjóðlaga-
hópnum Bragarbót sem kemur nú
fram á sjónarsviðið í Kaffileikhús-
inu. En eiga þeir ekki kollgátuna?
Þessi angi á arfi okkar á undir
högg að sækja, einkum meðal
yngra fólks. Og hvað er þá að
gera? Bragarbót!
„Hugmyndin kviknaði út frá
þeirri hugsun að hér á landi er
fullt af erlendum ferðamónnum
sem er svo til hvergi boðið upp á
að hlusta á þennan hluta þjóðar-
arfsins," segir Kristín A. Ólafs-
dóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi,
leik- og söngkona, um tilurð Brag-
arbótar og Ólína Þorvarðardóttir
þjóðfræðingur, kvæðakona og
fyrrverandi borgarfulltrúi, bætir
við að jafnframt valdi það hópnum
áhyggjum að ungt fólk í dag þekki
ekki kvæðahefðina. „Þetta er hefð,
menning, sem við ólumst upp við
en núorðið þekki ég varla mann-
eskju undir tuttugu ára aldri sem
kann að kveða."
Auk þeirra skipa hópinn Sigurð-
ur Rúnar Jónsson, betur
þekktur sem Diddi fiðla, og Krist-
ján Kristjánsson, oft nefndur KK,
en fjórmenningarnir eiga það sam-
eiginlegt að hafa brennandi áhuga
á íslenskum söngarfi.
Kristín var landsþekkt fyrir
þjóðlaga- og vísnasöng sinn á sjö-
unda og áttunda áratugnum og
segir hina ástsælu söngkonu
Göggu Lund hafa komið sér á
bragðið. „Ég var nemandi Göggu
Lund fyrir um þrjátíu árum og það
var hún sem leiddi mig, eins pg
marga aðra, inn í þjóðlagaheim ís-
lendinga. Fyrir það er ég henni
þakklát."
Kristín kveðst um tíma hafa
gengið með það í maganum að
taka upp þráðinn. „Þegar KK, sem
lengi hefur verið minn uppáhalds
trúbadúr, fór að tala um nývaktan
áhuga sinn á þjóðlagatónlist við
mig á kaffihúsi, fannst mér ástæða
að skoða málið af fullri alvöru."
Það var síðan á stofnfundi Þjóð-
lagafélagsins fyrr á þessu ári
að hjólin fóru að snúast. Þar voru
Kristín, Ólína og Diddi fiðla saman
komin - og ekki varð aftur snúið.
„Við vorum á einu máli um að það
þyrfti að koma saman hópur sem
hefði þetta á sinni skrá, dusta ryk-
ið af ýmsum fágætum perlum ís-
lenskrar sönghefðar," segir Krist-
ín.
Hún segir beint hafa legið við að
virkja krafta Didda fiðlu. Hann sé
löngu landskunnur þúsundþjala-
smiður á sviði tónlistar, auk þess
sem hann hafi drukkið þjóðlögin í
sig með móðurmjólkinni. „Móðir
mín söng þjóðlögin fyrir mig í
bragganum í æsku og faðir minn
kynnti fyrir mér hámenningu,"
segir Diddi. „Þjóðlögin hafa því
alla tíð verið mér hugleikin og ég
lagt mig fram um að kynna þau
sem víðast. Þannig sungum við
Njáll Sigurðsson og Bára Gríms-
dóttir íslensk þjóðlög í klukku-
tímalöngum þætti í franska ríkis-
útvarpinu fyrir ellefu árum og fór-
um í ótal ferðir til Evrópulanda í
sama skyni upp frá því. Það er því
virkilega ánægjulegt að vera kom-
inn af stað aftur."
Ólína hefur ekki fengist mikið
við tónlist til þessa en hlakkar til
að kveðja sér hljóðs á nýjum vett-
vangi. „Ég er mikíl kvæðakona og
smell inn í þetta sem slík. Á menn-
ingarnóttunni í fyrra kvað ég fyrir
mannskapinn í Iðnó og mér hlýnar
enn um hjartaræturnar þegar ég
Morgunblaðið/Arni Sæberg
„KRUMMI svaf í klettagjá ..." Bragarbót tekur lagið á æfingu, Diddi
fiðla, Ólína Þorvarðardóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir og KK.
hugsa um viðtökurnar sem ég
fékk. Fólk tók upp til hópa undir
með mér, þarna var eitthvað sem
allir kunnu. Ég hef aldrei heyrt
annan eins englakór. Þetta sýnir
manni að þótt sjaldan sé kveðið
núorðið er áhuginn fyrir hendi."
KK hefur notið vinsælda sem
tónlistarmaður og farandsöngvari
síðastliðinn áratug en lítið tekist á
við þjóðlögin til þessa. „Ég ólst
upp í Bandaríkjunum og er fyrst
að kynnast þessu núna. Fer maður
ekki alltaf að pæla í arfinum þegar
árin færast yfir?"
Líkast til! En hvernig skyldi
trúbadúrinn kunna við sig í nýja
félagsskapnum? „Ég dauðsé eftir
þessu," svarar hann að bragði og
glottir út í annað. „Nei, nei, að öllu
gríni slepptu gæti ég ekki verið á
betri stað til að nema þessi fræði.
Þetta fólk kann sitt fag. Eg er líka
alltaf að sjá það betur að við sem
gefum okkur út fyrir að vera tón-
listarmenn á íslandi verðum að
kunna skil á þjóðlögunum."
Bragarbót hyggst flytja um
þrjátíu íslensk þjóðlög í Kaffi-
leikhúsinu, ýmist í þeim búningi
sem ætla má að forfeður okkar og
-mæður hafi gert eða undir nú-
tímaáhrifum. „Þetta á að vera lif-
andi arfur!" Hópurinn leggur
áherslu á breiddina en sumt er
sungið án hljóðfæraundirleiks, til
dæmis fimmundarsöngvarnir sér-
íslensku og stemmurnar, en annað
flutt með hljóðfæraslætti. Leika
þeir Diddi og KK á ýmis hljóðfæri,
svo sem langspil, íslenska fiðlu,
venjulega fiðlu, munngígju, gítar,
trommu og hörpu.
„Við fetum okkur frá landnáms-
öld og fram á daginn í dag. Tökum
með öðrum orðum mið af því sem
íslenskir tónlistarmenn hafa verið
að gera undanfarna áratugi," segir
Kristín og Ólína bætir við að þarna
verði „að sjálfsögðu" lag eftir Jór-
unni Viðar.
Á efnisskrá er einnig stemman
Þýtur í stráum sem Diddi heyrði
gamlan mann fara með fyrir einum
tólf árum og útsetti nýverið fyrir
lítinn kór. KK var með stemmu
þessa í farteskinu þegar hann lagði
upp í tónleikaferð um landið í vor
og flutti hana fyrir fólk. Segir
hann viðtökur hafa verið góðar og
á Stykkishólmi tók eldri maður
meira að segja undir með honum.
„Hann þekkti þetta frá fornu fari."
Tónleikarnir annað kvöld eru
raunar ekki hinir fyrstu hjá
Bragarbót, því nýverið kom hópur-
inn fram á samkomu Norræna
vegamálasambandsins í Viðey.
Ekki voru þeir tónleikar þó opnir
almenningi. Ekki er annað að
heyra en vel hafi til tekist nema
hvað Olína grípur andann á lofti.
„Eftir tónleikana missti ég fiðluna
hans Didda í gólfið en hún er
„bara" hundrað ára gömul og ekki
nóg með það, ég held ég hafi
skemmt hórpuna líka."
Augljóst að tónlistarmenn hafa
ekki enn lagt af þann umdeilda sið
að mölva hljóðfæri sín í lok tón-
leika - viljandi eða óviljandi!
En hvað um framhaldið?
„Okkur langar til að halda sam-
starfinu áfram en ef við verðum
púuð niður í Kaffileikhúsinu verð-
um við að endurskoða málið," segir
Diddi og Ólína viðurkennir að hóp-
urinn hafi í upphafi verið eilítið
banginn. „Eftir því sem á æfing-
arnar líður verðum við hins vegar
sannfærðari um að þetta eigi
hljómgrunn. Við treystum því að
þjóðin vilji halda upp á þennan
anga á arfinum."
Og KK sér fyrir sér næsta verk-
efni - að fara í skólana og leika og
syngja þjóðlögin fyrir æsku lands-
ins. „Það yrði svo sannarlega verð-
ugt verkefni," bætir Ólína við.
„Börnin fara mikils á mis ef þjóð-
lagaarfurinn gleymist. Það er lifandi
seiðmagn í þessari tónlistarhefð."
Bræðingur-
inn KK og
djasstríó
DJASSARARNIR Óskar Guð-
jónsson, Þórður Högnason, Ein-
ar Valur Seheving og KK leiða
saman hesta sína fimmtudaginn
22.JÚ1Í.
I fréttatilkynningu segir
m.a.:„Óskar Guðjónsson var val-
inn „Blásturshljóðfæraleikari
ársins" þrjú ár í röð og var val-
inn til að taka þátt fyrir íslands
hönd í „Jazz Orkester Norden".
Þórður Högnason hefur leikið
með fremstu djassleikurum
þjóðarinnar og spilað inn á
fjölda hljómplatna, m.a. Gling-
gló. Einar Valur Scewing hefur
leikið inn á 40 hljómplötur og
verið virkur í flestum geirum ís-
lenskrar tónlistar."
Bræðingur er tónleikaröð á
fimmtudagskvöldum í sumar í
Kaffileikhúsinu og er þetta
þriðja kvöldið.
Sýning á vefn-
aði á Akranesi
SNJÓLAUG Guðmundsdóttir,
Brúarlandi, heldur sýningu á
vefnaði og flóka í Listahorninu,
Kirkjubraut 3, Akranesi og
stendur hún til 26. júlí.
Á sýningunni eru landslags-
myndir unnar í flóka og ofin
veggstykki. Ennfremur eru sýn-
ishorn af skartgripum unnum úr
skeljum.
Snjólaug er vefnaðarkennari
frá Myndlista- og handíðaskóla
íslands. Hún hefur haldið tvær
einkasýningar ásamt nokkrum
samsýningum. Snjólaug býr á
Brúarlandi á Mýrum þar sem
hún starfrækir vinnustofu og
gallerí.
Sýningin er opin alla virka
daga frá kl. 11-17.
Lífæðar á
Vopnafirði
MYNDLISTAR- og ljóðasýn-
ingin Lífæðar, sem ferðast hefur
verið með milli sjúkrastofnana á
Islandi á árinu, verður opnuð í
heilsugæslustöðinni á Vopnafirði
á morgun, föstudag, kl. 15. Að
sýningunni stendur íslenska
menningarsamsteypan art.is en
hún er styrkt af lyfjafyrirtækinu
Glaxo Wellcome á íslandi. Sýn-
ingarstjóri er Hannes Sigurðs-
son listfræðingur.
Frá Vopnafirði fara Lífæðar
til Seyðisfjarðar 12. ágúst þar
sem sýningin verður liður í lista-
hátíðinni A seyði.
Fyrirlestur um leið-
angur kanadískra og
íslenskra listamanna
KANADISKIR og íslenskir lista-
menn verða með fyrirlestra í Hafn-
arborg, lista- og menningarstofnun
Hafnarfjarðar, föstudaginn 23. júlí
oghefsthannkl. 20.30.
í fyrirlestrinum List/Náttúra -
samvirkni kynnir Boreal Art Nat-
Vönduð - ryðfrí
HÚSASKILTI
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44
S: 562 3614
ure-hópurinn nokkur verkefni og
starfsaðferðir í listrænni vinnu
sinni með náttúruna sl. 11 ár. Þau
hafa haft samvinnu við yfir 150
listamenn frá 10 löndum á þessu
tímabili. Viðfangsefni og túlkunar-
leiðir hafa verið fjölbreytileg og
hafa þau starfað víða um heim, m.a.
í Evrópu, Norður- og Suður-Amer-
íku. I hópnum starfa listamenn úr
flestum listgreinum, m.a. myndlist-
armenn, rithöfundar, tónlistarmenn
ogdansarar.
I síðari hluta dagskrárinnar
kynnir hópurinn ásamt íslenskum
þátttakendum afrakstur leiðang-
ursins An ummerkja. Leiðangurinn
An ummerkja er listaverkefni sem
hefur m.a. að leiðarljósi að vekja at-
hygli á og stuðla að náttúruvernd.
Markmiðið er að safna og skrá hug-
myndir og sýnir með nánari úr-
vinnslu í huga. Hópurinn mun
dvelja frá 11.-22. júlí £ Hruna-
mannaafrétti í þeim tilgangi.
Det lille
Operakor
í Stykkis-
hólms-
kirkju
SÉRSTAKIR gestatónleikar
verða í tónleikaröð Stykkis-
hólmskirkju í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, þegar danskur óp-
erukór frá Konunglega danska
leikhúsinu heldur tónleika.sem
hefjast þeir kl. 20.30.
Det lille Operakor var stofn-
aður vorið 1997. Kórinn sam-
anstendur af 16 menntuðum
söngvurum sem ýmist syngja í
óperukór Konunglega danska
leikhússins eða starfa sem ein-
söngvarar þar. Stjórnandi og
píanóieikari er Adam Faber.
Adam Faber hefur, samhliða
kórstjórn við Malmo Musikteat-
er 1995-97, verið æfingastjóri
óperunnar í Konunglega
danska leikhúsinu frá 1990.
Á efnisskrá er allt frá a
cappella, margradda söngvum
og norrænum lögum til kór-
verka úr óperuheiminum með
einsöngsívafí yfír í negrasálma.
Kórinn heldur tónleika í
Reykjavík, Reykholti, Stykkis-
hólmi og á Sauðárkróki dagana
19. til 29. júlí.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68