Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Island og listarnir „Markmiðið er að gera manninn að þungamiðju hnattvœðingarumrœðunnar, beina henni að innbyrðis tengslum allra íbúa jarðarinnar, en ekki bara að jjár- magnsflæði. “ Richard Jolly, höfundur Próunarskýrslu SÞ 1999 Tækniframfarir hafa bætt lífsskilyrði fólks víða í heiminum, en um leið hafa þær auk- ið bilið á milli ríkra og fátækra, samkvæmt Þróunar- skýrslu 1999, sem Sameinuðu þjóðimar birtu í síðustu viku. I skýrslunni segir að þörf sé á al- þjóðlegu átaki til þess að mæta þörfum fátæks fólks á sviði læknisþjónustu, samgangna og upplýsingatækni. Intemetið hefur smækkað ákveðinn hluta heimsins, og þá er ekki endilega átt við einhvern tiltekinn part af jörðinni, heldur þann hluta VIÐHORF heimsins sem ----- er á ensku. Eftir Kristján G. Morgunblað- Arngrímsson jg greindi frá því fyrir ekki löngu síðan að ráðamenn á Bret- landi íhugi nú að nýta netið til að auka kosningaþátttöku, og er verið að reyna að finna út hvort ekki sé hægt að gera fólki kleift að kjósa með því að ýta á músar- takka. Þá gæti maður (væri maður Breti) greitt atkvæði án þess að þurfa að koma sér á kjörstað. Gangi þetta eftir má segja að þama sé komið fram skýrt dæmi um hvemig tölvutækni og Inter- netið getur bætt hag og hlut- skipti fólks sem að því býr. Þetta gæti auðveldað beint lýðræði og gert mögulegt að hafa þjóðarat- kvæði um ýmis álitamál án mik- illar fyrirhafnar eða kostnaðar. En þar með er líka komið í ljós dæmi um hvemig tækni- framfarir auka bilið á milli þeirra sem njóta og þeirra sem njóta ekki kosta tækninnar. I ríkjum þar sem þegnamir em ekki hver öðmm tölvutengdari er enginn kostur á ofangreind- um hagsbótum Intemetsins. Netið dregur reyndar íram með öðmm hætti enn betur hlut- skipti enskumælandi heimsins gagnvart hinum hlutum heims- ins, eins og fram kemur í Þróun- arskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Attatíu prósent allra heimasíðna á netinu em á ensku, en einung- is einn af hverjum tíu íbúum heimsins kann ensku. Skiptir þetta máli? Er maður í rauninni einhverju bættari þótt maður hafi aðgang að áttatíu prósentum allra heimasíðna á Intemetinu (það er að segja, með því að kunna ensku)? Já, á því leikur varla vafi að maður er miklu bættari. Inter- netið er einfaldasta, fljótlegasta og auðfamasta (kunni maður ensku) leiðin, sem nokkumtíma hefur verið til í sögunni, til að nálgast upplýsingar um hvað- eina. Með því að hafa aðgang að netinu getur maður tengst öðm fólki, hugmyndum þess og skoð- unum, og það sem mestu skiptir, maður getur lært af þessu fólki. I Þróunarskýrslunni kemur líka fram að samkvæmt gefnum staðli, sem byggður er á því hveijar ráðstöfunartekjur em, hverjar lífslíkur em og stöðu menntamála, er Kanada það land í heiminum þar sem búsetu- skilyrði era hvað ákjósanlegust. Noregur fylgir fast á eftir. Það kemur reyndar á óvart að sjá Kanada efst á þessum lista (sjötta árið í röð), því að þar í landi hefur efnahagurinn ekki verið neitt sérstaklega blómleg- ur undanfarið, og sumir hafa haft af því gífurlegar áhyggjur. En hins vegar er kanadíska heil- brigðiskerfið með því besta sem til er, og það virðist vera næsta almennt viðhorf í Kanada að menntun skipti miklu máli, rétt eins og heilbrigði. Island mun hafa farið eitthvað niður á við á listanum, en það skiptir íslendinga sennilega litlu máli. Þessi listi mældi hvort eð er ekki hluti sem varða alvöra lífsins. Fjölmiðlar spegla það samfélag sem þeir lifa í, og í spegli Morgunblaðsins fór lítið fyrir fréttinni um þennan lista. Það er reyndar einfóldun að segja fjölmiðla spegla samfélagið sem þeir lifa í. Fjölmiðlar segja líka samfélaginu hvað sé merki- legt, hvað sé þess vert að rætt sé um það. Fjölmiðlar uppfræða, auk þess að spegla, samfélagið sem þeir lifa í. Þeir em því ekki bara spegilmynd, heldur líka nokkur fyrirmynd. Morgunblaðið greindi hins vegar veglega frá ýmsum öðram listum þar sem ísland sat ofar- lega á blöðum. „Island er í 18. sæti ríkja sem eiga aðild að OECD,“ sagði blaðið um lista yf- ir verðmætasköpun einnar vinnustundar í ÓECD-ríkjum. Fmmkvöðlar á Islandi búa við ófullnægjandi starfsumhverfí, samkvæmt frétt blaðsins. En ísland æðir upp listann yf- ir samkeppnisstöðu ríkja. Komið í átjánda sæti. Þar skiptir máli þjóðarframleiðsla, laun, erlendar fjárfestingar og afskipti ríkis af atvinnulífinu. Þessar fréttir vom fyrirferðarmestar á baksíðu blaðsins, tvo daga í röð. Áherslurnar í fréttaflutningi Morgunblaðsins draga fram áherslurnar í samfélaginu sem Morgunblaðið lifir í. Og Morg- unblaðið segir samfélaginu hvað sé vert að ræða um. Ófull- nægjandi starfsskilyrði fmm- kvöðla; hagnað af hverri vinnu- stund; þróun þjóðarframleiðslu; skatta og laun; erlendar fjár- festingar; afskipti ríkisins af at- vinnulífinu. Vissulega skiptir þetta máli og er vel þess vert að rætt sé um það. En er þetta ekki dálítið ein- föld spegilmynd - eða er samfé- lagið sem Morgunblaðið speglar bara svona einhæft? Það skyldi þó ekki vera að þessi einhæfa mynd (hvort sem hún er spegil- mynd eða fyrirmynd) sé ein helsta ástæða þess að Island fer niður á lista þar sem athuguð er staða heilbrigðis- og mennta- mála, en ekki bara hvers kyns viðskiptamála? Reyndar er þetta bara partur af stærri mynd; myndinni af samfélaginu sem virðist ekki kippa sér upp við það að kennsla skólabama sé álíka trygg og blíðviðri í landinu sem samfélag- ið gistir. Jón Viktor efstur í Bikarkeppninni Helgi Áss Jón Viktor Grétarsson Gunnarsson SKAK BIKARKEPPNIN í SKÁK feb.-ágúst 1999 EINUNGIS eitt mót er eftir í vel heppnaðri Bikarkeppni í skák sem nú fer fram í fyrsta skipti. Fyrstu fjögur mótin vom: Meistaramót Hellis (mars) Skákþing Hafnarfjarðar (júnO Boðsmót T.R. (júní) Skákþing Garðabæjar (júlí) Að þessum mótum loknum hef- ur Jón Viktor Gunnarsson náð bestum árangri og er með 40 stig. Sigurbjöm Bjömsson er í öðm sæti með 36 stig og Þorvarður F. Ólafsson er þriðji með 30 stig. Röð efstu manna er annars þessi: 1. Jón Viktor Gunnarsson, 40 st. 2. Sigurbjöm Bjömsson, 36 st. 3. Þorvarður F. Ólafsson, 30 st. 4. Vigfús Óðinn Vigfússon, 23 st. 5. Stefán Kristjánsson, 18 st. 6. Sigurður P. Steindórss., 18 st. 7. Ólafur Kjartansson, 18 st. 8. Torfi Leósson, 15 st. I flokki skákmanna með minna en 2.000 stig eru þessir efstir: 1. Vigfús Ó. Vigfússon, 38 st. 2. Sigurður P. Steindórss., 35 st. 3. Ólafur f. Hannesson, 29 st. 4. Ólafur Kjartansson, 29 st. í unglingaflokki er Guðjón Heiðar Valgarðsson langefstur með 22 stig. Ingibjörg Edda Birg- isdóttir er efst í kvennaflokki með 16 stig. Síðasta skákmótið í Bikar- keppninni er Skákþing Kópavogs en það verður haldið 27.-29. ágúst. Tékkneska meistaramótið Þeir Helgi Áss Grétarsson og Róbert Harðarson hafa staðið sig mjög vel á tékkneska meistara- mótinu sem nú stendur yfír í Prag. Fimmta umferð var tefld á þriðjudaginn og þá gerði Helgi Áss jafntefli við tékkneskan, al- þjóðlegan meistara, Radek Kalod. Róbert gerði jafntefli við rúm- enska stórmeistarann Constantin Ionescu. Helgi Áss er nú í 7.-19. sæti á mótinu með 4 vinninga, hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Ró- bert er í 58.-105. sæti með 3 vinn- inga. Þeir keppa báðir í efsta riðli mótsins þar sem keppendur em 260 talsins og meðalstigin era yfír 2.300. I sjöttu umferð hefur Helgi Áss svart gegn tékkneskum, alþjóðleg- um meistara, Milos Jirovsky (2.458). Róbert hefur hvítt gegn rússneska alþjóðameistaranum Boris Arkhangelsky (2.425). Helgi Áss gegn Jansa Eins og fram hefur komið náði Helgi Áss Grétarsson mjög góðum árangri á alþjóðlegu skákmóti sem haldið var nýlega í Andorra. Helgi hefur nú skýrt eina af sigurskák- um sínum frá mótinu fyrir skák- þátt Morgunblaðsins. Andstæð- ingur hans er tékkneski stór- meistarinn Vlastimil Jansa. A.m.k. þrjátíu ár em síð- an Jansa mætti Islendingi í fyrsta skipti við skákborðið er hann tefldi við Friðrik Olafsson á svæðismótinu í Aþenu í Grikk- landi árið 1969. Skákinni lauk með jafntefli. Helgi Áss hélt upp á þrjátíu ára afrnæli þeirrar viðureignar á eft- irfarandi hátt: _ Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Vlastimil Jansa Andorra 1999, Philidor-vörn [C41] 1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7 5. Bc4 Be7 6. 0-0 0-0 7. De2 7. Hel er algengari og betri leikur. 7. ..c6 8. a4 ed 9. Rxd4 He8 10. Ba2 Nauðsynlegur leikur þar sem svartur hótaði 10. ..d5. 10. ..Bf8 11. Df3 Re5 12. Ddl Það er ekki talið skynsamlegt að leika drottningunni oft í byrjun tafls. í raun og vem er drottningarvals- inn í síðustu leikjum rökrétt fram- hald af sjöunda leik hvíts en þrátt fyrir það er hvíta staðan ekki verri þar sem svartur á í erfiðleikum með að nýta sér þetta. Þessi stað- reynd sýnir í hnotskurn að vandi svarts í byrjuninni felst í því hversu erfítt er fyrir hann að bæta stöðu sína. 12. ..a5 13. Khl Skyn- samlegur leikur þó svo að and- stæðingur minn hafí eftir skákina fundið honum allt til foráttu. Aðrir möguleikar em ekki miklu betri því til að mynda er 13. h3 ekki gott sökum 13. ..Db6! með hótuninni 14. ..Bxh3. 13. ..Rg6 14. f3 h6 15. Hel Rh5?! Upphaf rangrar áætl- unar. 15. ..d5 var betra með u.þ.b. jöfnu tafli. 16. Be3 d5? Svartur hefur ekki nógu mikinn sprengi- kraft t0 að geta leikið leik sem þessum. 16. ..Dh4 var ákjósan- legra en eftir 17. Dd2 er hvíta staðan betri. 17. ed Rgf4 Besta til- raunin í stöðunni þar sem eftirfar- andi framhald gengur ekki upp: 17. ..Dh4 18. Bf2! Dxf2 19. Hxe8 Bh3 20. Hxf8 Hxf8 21. gh með unnu tafli á hvítt þar sem hvítur nær að verja stöðu sína í næsta leik með 22. Dgl. 18. dc? Hinn möguleikinn sem ég velti fyrir mér var mun sterkari og gæti framhaldið orðið með þessum hætti: 18. g4! Dg5 (18...Dh4 19. gh Hxe3 20. Hxe3 Bh3 21. Del Bg2 22. Kgl Dg5 23. Dg3) 19. Dd2 Bc5 20. Bxf4 Hxel 21. Hxel Dxf4 (21. ..Rxf4 22. He8 Kh7 23. Re4) 22. He8 Kh7 23. Dd3 g6 24. Rde2! með unnu tafli á hvítt í öllum tilfellum. 18. ..Rxg2! 19. Kxg2 Hxe3 20. Hxe3 Dg5 21. Khl Nauðsynlegur leikur þar sem eftir 21. Kf2 hefur svartur hættuleg færi bæði eftir 21. ..Dh4 og 21. ..Rf4. 21. ..Dxe3 22. Dgl! Sterkur leikur sem heldur hvíta taflinu saman. 22. ..Dxgl 23. Hxgl Bc5? Mjög slæmur leikur en þegar hér er komið sögu átti Jansa lítinn tíma eftir sem ku víst vera mjög algengt fyrir hann. Eftirfarandi framhald var betra: 23. ..bc 24. Rxc6 Bb7 25. Re5 Bd6! 26. Hel Rf4 og svartur stendur síst lakar þrátt fyrir að hafa peði minna. 24. Hdl bc 25. Rxc6 Bb7 26. Re5 Kh7 27. Bd5! Mikilvægur leikur sem þvingar uppskipti á hvítreita bisk- upi svarts sem er meginuppistað- an í mótspili hans. 27. ..Bxd5 28. Hxd5 Bb4 29. Re4 Rf4?! 29. ,.f5 hefði verið betri vöm þó svo hvít- ur standi mjög vel. Eftir textaleik- inn er svarta staðan töpuð án mót- spils. 30. Hd7! Nú gengur 30. ..f5 ekki upp sökum 31. Rf6+ Kh8 32. Rf7 mát! 30. ..He8 31. Rxf7 Kg6 32. Kgl Be7 33. Re5 Kf5 34. Rc6 Rh3 35. Kfl Bf8 36. Rxa5 Hc8 37. c3 Kf4 38. Kg2 Rg5 39. Rg3 1-0 Sigurbjörn í 4.-5. sæti Sigurbjöm Bjömsson tekur nú þátt í fyrsta White Rose skákmót- inu í Wakefield á Englandi. Hann sigraði í fyrstu tveimur skákunum en tapaði í þriðju umferð fyrir Chin Lee Lim (2110). í fjórðu um- ferð mætti hann síðan Chris Beaumont (2.295). Skákinni lauk með jafntefli eftir 90 leiki. Sigur- bjöm var orðinn tveimur peðum undir eftir 31 leik og það var mjög vel af sér vikið hjá honum að halda jafntefli í skákinni. Eftir fyrstu fjórar umferðimar er staðan á mótinu þessi: 1. Keith Arkell, 2.462,4 v. 2. Angus Dunnington, 2.366,3 v. 3. Chris Beaumont 2295 3 v. 4. Sigurbjöm Björnss., 2.264, ‘l'h v. 5. Chin Lee Lim, 2110,2V4 v. 6. Valer Krutti, 2357, 2 v. 7. Cathy Forbes 2.094,1 v. 8. Hubert Mossong 2.245,1 v. 9. Peter Gayson 2.255,1 v. 10. Mark White 2.144,0 v. Daði Örn Jónsson Mynduðu Golf HALDINN var Golfdagur Heklu og Hard Rock Café við Húsgagnahöll- ina 20. júní sl. Fjöldi manns kom á staðinn og tók þátt í skemmtuninni. Einnig fór fram stærsta loftmynda- taka á íslandi en Ámi Sæberg ljós- myndari tók loftmynd af svæðinu þar sem orðið „Golf ‘ var myndað úr Golfbifreiðum gesta er mættu á svæðið, eins og myndin sýnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.