Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						¦+
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999     4J,
UMRÆÐAN
i
j

Ef viljinn í verki er sýndur
FYRIR síðustu alþingiskosningar
voru málefni öryrkja allmikið til
umræðu í samfélaginu og óhætt að
segja að uppi voru af öllum fram-
boðum ákveðin fyrirheit um bættan
hag þessa fólks, ekki sízt þeirra
lakast settu.
Nýr stjórnarsáttmáli tæpir væg-
ast sagt varlega á málefnum öryrkja
en með velviid er þó unnt að lesa út
úr orðanna hljóðan ákveðin vilyrði
um úrbætur, bæði hvað varðar hin
skörpu skerðingaákvæði og einnig
kjör hinna verst settu. Ég fullyrði
því að þarna er ákveðin viðspyrna,
þótt vissulega mætti hún miklu betri
vera, en auðvitað ráðast mál öll af
því hversu að verður staðið. TO at-
hugunar mætti það vera þeim sem
málum ráða að hrein kaupmáttar-
aukning er sögð verða 5,5 % á þessu
ári, á meðan tryggingabætur al-
mennt hækka um álíka prósentu en
þess þá að geta réttilega að verð-
bólgan étur þar af rúman helming,
þó ekki verði hún meiri en spáð er.
Kaupmáttaraukning trygginga-
bóta nær því ekki helmingi þess
sem almennt er í prósentum og er
því óralangt frá þeim krónutölum
sem teljast þarna meðaltal. Enn
verður þessi hópur því alvarlega út-
undan í góðærinu marglofaða. Öll
getum við verið sammála um það að
aðstæður og ástæður öryrkja eru
misjafnar, eðlilega eins og annarra í
þjóðfélaginu.
Vinnuframlag öryrkja og þar með
vinnutekjur eru blessunarlega um-
talsverðar og koma bæði þeim sjálf-
um og ekki síður samfélaginu að
liði, þótt séð sé til þess með skerð-
ingaákvæðum að afrakstur öryrkj-
anna verði ekki of mikill. En einmitt
vegna dugnaðar svo margra þeirra í
atvinnulífmu, þrátt fyrir ótal þrösk-
ulda, ætti að vera auðveldara fyrir
stjórnvöld að koma til móts við eðli-
legar þarfir þeirra sem lakasta hafa
lífsaðstöðuna, eiga ekki annarra
kosta völ til lífsframfæris en trygg-
ingagreiðslurnar. Lægstu laun á Is-
landi í dag eru vægast sagt alltof
lág, en menn eiga þess kost að auka
við þau oft og tíðum, þótt ekki sé
það eftirsóknarvert og aðalatriðið
það að mjög fáir þurfa að svo litlu
að lúta. Allir fjórir meginbótaflokk-
ar trygginganna samanlagðir eru
verulega mikið undir sultarmörkum
hinna lægstu og þó tekur steininn
úr þegar kemur að tveim öryrkjum
í hjónabandi eða sambúð eða þá ein-
staklingum sem ekki eru af TR
taldir verðugir heimilisuppbóta. Þá
erum við að tala um aðeins tæpa tvo
þriðju af lágmarkslaunum og vill
nokkur í raun hugsa þá hugsun til
enda, hvernig unnt er af að lifa.
Þetta eru blákaldar staðreyndir
sem hver og einn getur kynnt sér ef
hann eða hún á annað borð vill og
ekki ætla ég neinum þann vald-
hroka að vilja ekki kunna rétt skil á
kjörum þessa fólks sem ákvarðanir
æðstu stjórnvalda skammta að öllu
eða mestu leyti sinn skerf.
Nauðsynin að lyfta hinum al-
menna kjaragrunni öryrkja er svo
ótvíræð að blaðagreinar eins og
þessi ættu þarflausar með öllu að
vera. Sú er nú því miður ekki raunin
og því búa alltof margir öryrkjar við
það að hafa í raun ekki í sig og á eins
og gamla sígilda orðtakið segir til
um. Það hljómar hins vegar kald-
hæðnislega napurt þegar að þessum
sjálfsögðu mannréttindum er vikið,
þá er viðkvæðið um kostnað nær æv-
inlega dregið í dagsljós fram, napurt
segi ég þar sem þarna er um sjálfan
lífsréttinn að tefla, kaldhæðnislegt í
þessu þjóðfélagi sukks og sóunar svo
alltof margra svo alltof víða og þar
draga fjárlögin okkar allnokkurt
dám af. Kjör þessa lakast setta fólks
þola hvergi nærri birtu góðærisins,
þvílíkur ofurskuggi sem þar hvflir
yfir alltof víða. Neyðarköll þeirra
berast hingað til okkar daglega, þau
berast einnig hvers konar hjálpar-
samtökum og þau hljóta einnig að
óma landsmæðrum og feðrum, ann-
ars er firring þeirra meiri en svo að
trúað verði.
I blaðagrein Ingibjargar Pálma-
dóttur tryggingaráð-
herra 24. apríl sl. tíund-
aði ráðherrann ákveðn-
ar lagfæringar í trygg-
ingakerfinu sem forysta
Öryrkjabandalagsins
hafði knúið á um og hún
hafði beitt sér fyrir að
yrðu raunveruleiki og
vissulega voru þær all-
nokkrar. Okkar aðal-
krafa þá sem nú var
hins vegar um hækkun
bótagreiðslna          sem
a.m.k. svaraði lág-
markslaunum í samfé-
laginu og sem allir
fengju   að   njóta.   Sú
Helgi Seljan
krafa svo lágmórkuð,
sem hún þó er, stendur
óhögguð sem fyrsta
skref til úrbóta , hún
bíður enn aðgerða ráð-
herranna í ríkisstjórn
íslands, því sameigin-
legur vilji þeirra þarf til
að koma. Þar bera
flokksformenn og odd-
vitar stjórnarinnar
mesta ábyrgð að sjálf-
sögðu og á þá skorað að
leggja nú tryggingaráð-
herra verðugt lið svo
duga megi til réttlátrar
leiðréttingar.
Það er vísað mjög
Öryrkjar
Nauðsynin að lyfta hin-
um almenna kjara-
grunni öryrkja er svo
ótvíræð, segir Helgi
Seljan, að blaðagreinar
eins og þessi ættu að
vera óþarfar.
nú til lausra samninga á næstunni
og að þá muni mál fyrst ráðast, en
leiðrétting sem færði þeim lakast
settu lágmarkskjör samninga í dag
væri vissulega skref í rétta átt. Og
vita skulu menn fjárlagafátæktar-
innar sem oft er til gripið til, að ekki
yrði þetta nein ofurupphæð, síður
en svo, en fyrir einstaklingana sem'~
nytu yrði um verulega bót að ræða,
sem fengi svo sína viðbótarleiðrétt-
ingu við gerð kjarasamninganna.
Það er nú einu sinni svo að þetta
sama ríkisvald er einn aðalviðsemj-
andi launþega á landi hér og varla
finnst því sama ríkisvaldi í lagi að
veita þessum lakast settu annan og
ólíkt verri viðurgjörning en þeim
sem afl verkfallsréttarins hafa. Orð
eru dýrmæt oft og tíðum, fá orð
stjórnarsáttmála fá vonandi þá vigt
í efndum að þau megi verða öryrkj-
um dýrmæt. Sýnið því viljann í^
verki.
Höfundur er tramkvæiadastjóri ÖBI.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68