Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						42   FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Svefnfriður eða vökustríð
. UNDANFARNA daga
'~*hefur allt logað í UldeO-
um á milli íbúa Grjóta-
þorps annarsvegar og
borgaryfirvalda og lög-
regluyfirvalda hinsveg-
ar. Þessi grein er skrif-
uð af því tilefni. Þegar
ég las um það að íbúar
Grjótaþorps gætu ekki
sofið á nóttunni vegna
hávaða frá Hlaðvarpan-
um og Club Clinton
trúði ég þeim alveg og
hugsaði: Afleitt, það
j.verður að gera eitthvað
í málunum. Helst
þannig að þeir sem vilja
sofa geti sofið og þeir
Elísabet
Jökulsdóttir
sem vilja skemmta sér geti það. Ég
trúði þeim vegna þess að ég hef
bæði búið í Grjótaþorpi og átt ætt-
ingja þar, og veit þess vegna um há-
vaðann sem getur bergmálað á milli
veggja í timburhúsunum þar, og
eins þegar angistarveinin berast um
hverfið fram eftir allri nóttu einsog
verið sé að nauðga konu eða drepa
mann í hverjum einasta húsagarði.
Hinsvegar fannst mér það skjóta
afar skökku við að á sama tíma og
íbúasamtök Grjótaþorps eru að
væna borgar- og lögregluyfirvöld
yum útúrsnúninga og valdhroka, og
yfirvöld einblína á vínveitingaleyfi
og leyfi til skemmtanahalds og
. segja að það komi svefnfrið í
Grjótaþorpi lítið við, gera íbúasam-
tökin sig sek um nákvæmlega það
sama, þ.e. útúrsnúninga og hroka.
Eg skil ekki þegar tveir þekktir
og mætir menn, sem maður skyldi
halda að væru upplýstir nútíma-
! menn, þeir Oddur Björnsson og
j Finnur Guðsteinsson,  skjóta yfir
' markið í greinum sínum í Morgun-
blaðinu 13. júlí þar sem orðin „kven-
"' réttindakonur"  og  „kvennahreyf-
ingin"  eru  notuð  sem  hálfgerð
skammaryrði (grein FG) og Oddur
i talar um „stelpur í Hlaðvarpanum"
[ og í seinni grein sinni um „bústýr-
ur", þótt hann hafi svo síðar í grein-
inni vit á því að tala um rekstrarað-
ila, sem er orð sem má sætta sig við,
því að hin orðin beina athyglinni frá
kjarna málsins og lýsa einfaldlega
þröngu  og  gamaldags  viðhorfi
greinarhöfunda. Og sama tón kveð-
ur við í grein Þráins Bertelssonar
(Mbl. 14.júlí).
Það vantaði bara að forsvars-
menn Club Clinton (sem er nefndur
klámbúlla í greininni) væru kallaðir
klámkóngar. Þetta er vægast sagt
mjög ómálefnalegt og ég skil ekki
hvað þetta kemur svefnfrið í Grjóta-
þorpi við. Og til að kóróna þessa
ómálefnalegu blind-
götu getur einn grein-
arhöfunda (OB) ekki
stillt sig um að nota
heiia klausu í sinni
grein um „nokkrar
konur sem hafi gert
sér ferð út í Viðey og
komið aftur í land og
viljað stofna jógastöð
fyrir     almannafé".
Greinarhöfundur hlýt-
ur að vita að þessar
konur sem fóru út í
Viðey hafa áhuga á að
stofna svokallað Mar-
íusetur, sem á sér ræt-
ur í fornri menningu
okkar og er hugsað
menningar- og fræðasetur
En með þessari klausu
að
sem
kvenna.
sinni er greinarhöfundur bæði
gera lítið úr konunum sem fóru útí
Viðey og jógafræðum. Og helst vill
hann skikka þessar konur til að
hreinsa brennivín í Hlaðvarpanum.
Ég spyr enn: Hvað kemur þetta
svefnfrið í Grjótaþorpi við? Og enn
þykist Oddur Björnsson ekkert vita
um það menningarstarf sem hefur
Grjótaþorp
„Kvenréttindakonur",
„kvennahreyfíngin" og
„Hlaðvarpastelpur" eru
orð sem hafa, að mati
Elísabetar Jökulsdótt-
ur, verið notuð í niðr-
andi merkingu í blaða-
greinum íbúa Grjóta-
_______þorps._______
verið stundað í Hlaðvarpanum í
mörg ár, þar hefur verið rekið
Kaffileikhús, sem hefur staðið fyrir
leiksýningum, ljóðalestrum, sögu-
kvöldum og uppákomum af ýmsu
tagi. Og eina sem Oddur þykist hafa
orðið var við af þessu menningar-
starfi eru „þær örfáu stúlkur sem
virðast reyna að verða sér úti um
vasapeninga með því að halda dans-
leiki í húsinu fram á rauða nótt".
Á þetta kannski að vera fyndið,
svipað og hugmynd Þráins, þar sem
hann stingur uppá því að „kvenna-
menningarvitarnir úr Hlaðvarpan-
um svífi um á skautbúningum í Ar-
bæjarsafni" og fyrir utan þetta
„kvennamenningarvitatal" er Þrá-
Kaneho
KANEBO
¦<w>

KYNNING
Á SNYRTI- OG NUDDSTOFUNNI
PARADÍS, LAUGARNESVEGI 82,
FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG.
SÉRFRÆÐINGUR FRÁ KANEBO
VERÐUR MEÐ KANEBO
TÖLVUNA OG VEITIR FAGLEGA
RÁÐGJÖF.
'
1
Kaneho
HÁÞRÓUÐ TÆKNi
FRÁJAPAN
inn að tönnlast á þeirri seigu hug-
mynd að konur sem voga sér að
berjast fyrir sínu séu konur sem
taki sig alltof hátíðlega, séu
húmorslausar og ekki í tengslum
við raunveruleikann. Hvaða ár er
hjá þessum þremur greinahöfund-
um? Sautjánhundruðogsúrkál?
Það er auðvitað ekki nokkur
hemja ef íbúar Grjótaþorps geta
ekki sofið fyrir hávaða, og eitthvað
verður að gera í því, en málflutning-
ur af þessu tagi er þeim ekki til
framdráttar, fyrir utan það að í öll-
um þessum blaðagreinum sem ég
hef vitnað í skín í gegn ákveðið við-
horf til menningar, til dæmis það að
menning sé hávaðalaus. Fram-
kvæmdastjóri Hlaðvarpans hefur
lýst því yfir að henni þyki málið leitt
og að hljóðeinangrun hússins hafi
verið bætt. Kannski þarf að gera
enn betur. Kannski þarf að grípa til
annarra ráða. Reykjavík er ung
borg, og það er sennilega að hluta
til vandamálið. I höfuðborgum er-
lendis eru skemmtistaðir yfirleitt
miðsvæðis, en barnafólk er flutt í
úthverfi. Hér hefur sú þróun ekki
enn átt sér stað. Fólk verður auðvit-
að að geta valið hvar það býr en
sumt er hluti af umhverfinu, alveg
einsog maðurinn á loftpressunni
sem vekur mig á laugardagsmorgn-
um þegar ég vil helst sofa út, eða
konan í hverfinu sem grét viðstöðu-
laust eina nóttina einsog heimsendir
væri yfirvofandi, en þetta var þá
bara fyllerísgrátur og þess vegna
ekkert hægt að hugga hana.
Grjótaþorpið er eins vin í borg-
inni, þar ríkir merkilegur þorps-
bragur sem maður kynnist ekki fyrr
en maður flytur þangað, en á þeim
tíma sem ég bjó þar voru engir
skemmtistaðir, en þrátt fyrir það
var stanslaus hávaði um helgar og
angistarveinin á sínum stað.
Kaffileikhúsið hefur hingað til átt
merkiiegt innlegg í menningarbrag
borgarinnar og nú hafa unglinga-
hljómsveitir sóst eftir að halda tón-
leika í húsinu, sem hlýtur að teljast
af hinu góða, en þá er bara spurnirig
hvað hægt sé að gera í hávaðanum.
Um Club Clinton get ég hins vegar
lítið fullyrt því ég hef ekki ennþá
komið þangað. En það hlýtur að
vera hægt að lækka hávaðann öðru-
vísi en með útúrsnúningum og
hroka og ódýrum bröndurum.
Höfundur er rithöfuudur.
Ár aldraðra
Jenna Jensdóttir
„Að bera ábyrgð á"
Stóra garðinum"
Furan teygir greinar sínar
fjötruð við jörð, án vængja
líkt og fugl sem fjaðravana
finnurekkertviðnám
vinds og himins, veröld þeirra er jörðin
og hún er einnig eina veröld þín...
(Matthías Johannessen.)
Við erum komin í þessa veröld án þess að vita tilgang eða örlög.
Nærtækast er í vitund okkar, að sjá hana sem veröld heimsku og
harma. Við mörg sem eigum flest árin að baki skynjum hana þó sem
undursamlegt ævintýri þegar „öllu er á botninn hvolft".
Hugsa sér, á níræðis aldri að eyða dögum í fjarlægu landi með fjöl-
skyldunni, sem elst af fjórum ættliðum og vita aldrei nema sól í dá-
samlegri samveru fjölskyldu.
Að sjá nýlega í Mbl. að unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur undir
stjórn Jóns Gunnars Gylfasonar lesa ljóð í vinnuhléum, leita sér
áhugaverðra ljóða á skólasöfnum og lesa þau.
Enn skal nefnt hið stórkostlega framtak Einars Hákonarsonar, list-
málara og eiganda Listaskálans
„Það er mat mitt eftir
margra áratuga kennslu á
unglingastigi að lestur allra
áðurnefndra rita væri
ungmennum nauðsynlegur
vegna dvalar þeirra í
þessari veröld. Sá hluti
náttúrunnar, Maðurinn, er
ábyrgur fyrír þvf sem er að
gerast og gerist. Reynum
að gleyma því ekki."
í Hveragerði, að koma á samsýn-
ingu verka eftir 61 listamann.
Tryggvi Gíslason, skólameistari
á Akureyri, opnaði sýninguna
með athyglisverðu ávarpi, þar
sem fram kom að máttur hvers
konar listar, væri slagæð í
menningu þjóðar. Samsvaraði
það lífsreynslu margra aldraðra
er á hlýddu.
Ljóðalestur, þar sem lesin
voru ljóð tveggja af merkustu
samtiðarskáldum okkar; þeirra Matthíasar Johannessens og Jóhanns
Hjálmarssonar. Tónlist eftir Carl Möller var flutt með upplestri þess
síðar nefnda, frábær upplestur þeirra Karls Guðmundssonar leikara
snerti þá sem trúa á ljóðið sem æðstu tjáningu hins talaða orðs. Mann-
fjöldinn í Listaskálanum á laugardaginn sannaði aðdráttaraflið sem
þetta framtak Einars listmálara hafði.
Þótt aðeins séu hér nefnd þrjú dæmi um hve veröldin er björt og
hlý, eru þau fjöimörg dag hvern.
Hér skal enn bent á bók Páls Skúlasonar háskólarektors, „Um-
hverfing", sem leiðir hugann sterklega að því hver er þáttur mannsins
á þessari vegferð á móður jörð.
Djarflega mælt: Að lesa nefnda bók samhliða „Móðir Teresa" (ísl.
þýð. 1997) verður sú tilfinning ríkust í vitundinni að innsti kjarninn,
hvað lífssannindi snertir sé hinn sami. Líkt er það tilfinningu sem ger-
ir vart við sig við lestur á ritum Kierkegaard og Sartre, þar sem til-
verukenningin birtist í andstæðum trúar og trúleysis. Jafnvel má
nefna rit eftir Ernest Renan og Nietzsche, þótt mörkin þar séu miklar
andstæður.
Það er mat mitt eftir margra áratuga kennslu á unglingastigi að
lestur allra áðurnefndra rita væri ungmennum nauðsynlegur vegna
dvalar þeirra í þessari veröld. Sá hluti náttúrunnar, Maðurinn, er
ábyrgur fyrir því sem er að gerast og gerist. Reynum að gleyma því
ekki.
%•""'
BRIDS
Morgunblaðið/Arnór
LIÐSMENN og áhugamenn meta stöðuna í hálfleik á móti Svíum. Staðan
var nokkuð vænleg f hálfleik en leikurinn tapaðist með minnsta mun 14-16.
eldri strákarnir yfir og fengu 18 stig og
voru því komnir með 75 stig. Finnar
spiluðu hins vegar gegn Svíum í fjórðu
umferð og unnu verðskuldaðan sigur
21-9 og fylgja íslenzka liðinu sem
skuggi. Eldri piltarnir áttu að spila
gegn Finnum í gærdag og hefir sá leik-
ur mikla þýðingu fyrir bæði lið. Fyrir
leikinn leiddu Islendingar með 75 stig
en finnska liðið var með 73 stig.
Yngra liðinu hefir hins vegar gengið
illa og tapaði þremur fyrstu leikjum
sínum með nokkrum mun. Þeir virðast
hins vegar vera að rétta úr kútnum og
unnu Norðmenn í fjórðu umferð með
24 gegn 6.
Fyrirliði íslenzku liðanna er ísak Örn
Sigurðsson. Mótinu lýkur á laugardag.
(Jinsjón Arniír G.
Ragnarsson
Góð byrjun hjá eldra liðinu
á NM unglinga
ELDRI piltarnir í íslenzka landsliðinu
byrjuðu vel á NM unglinga, sem fram
fer í Þönglabakkanum þessa dagana.
Þeir unnu Norðmenn og Dani örugg-
lega í fyrstu tveimur umferðunum og
töpuðu í fyrrakvöld í þriðju umferð
fyrir Svíum með minnsta mun 14-16.
Eftir þrjár umferðir voru íslending-
ar efstir með 57 stig og Finnar í öðru
sæti með 52 stig. I gærmorgun sátu
STUND milli stríða. Frím-
ann Stefánsson vefur sér
vindling.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68