Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4
í
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999   43
MINNINGAR
GUNNHILDUR BIRNA
BJÖRNSDÓTTIR
+ Gunnhildur
Birna Björns-
dottir var fædd að
Spena í Miðfirði 6.
júlí 1919. Hún lést á
Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 15.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Steinn As-
mundsson,  f.  11.8.
1883  á Mýrum í
Hrútafirði, d. 24.3.
1968, og Valgerður
Jónasdóttir, f. 14.7.
1884 að Óspaksstöð-
um, d. 15.5. 1928.
Systkini: Friðjón, f. 11.6. 1904,
d. 1.6. 1941; Áslaug Aðalheiður,
f. 5.9. 1907, d. 11.7. 1998; Vil-
helm, f. 31.3. 1909, d. 6.2. 1990;
Kristín Guðrún, f. 16.6. 1910, d.
19.1. 1998; Eyjólfur Kolbeins, f.
22.9. 1911, d. 3.11.
1952; Ágúst Georg, f.
5.12. 1912, d. 21.12.
1998; Herdís, f. 1.12.
1914; Sigrún Stefán-
ía, f. 1.5. 1916, d.
13.12. 1988; Jónas, f.
23.1. 1918, d. 25.8.
1967; Halldór Gunn-
ar, f. 5.8. 1920; Fjóla,
f. 27.5. 1923, og Skúli
Arnór, f. 7.12. 1924,
d. 19.8. 1980. Þriggja
ára var Gunnhildur
gefin í fóstur til föð-
ursystur sinnar, Guð-
rúnar Hildar Ás-
mundsdóttur, f. 17.11. 1879, d.
17.6. 1936, og Björns Björnsson-
ar, byggingameistara í Reykja-
vík, f. 30.10.1871 í Goðdal í Kald-
rananeshreppi, d. 9.11. 1951.
Uppeldisbróðir  Gunnhildar  var
Mig langar að minnast Gunn-
hildar, tengdamóður minnar,
nokkrum orðum, nú þegar hún
kveður okkur að sinni. Eg var ung
þegar leiðir okkar lágu saman fyrir
rúmum 35 árum, og hún í blóma
lífsins, og ég man vel eftir litlu
íbúðinni á Vatnsstígnum þegar ég
var að kynnast mannsefninu mínu.
Við Gunnhildur höfum því átt
ágæta samfylgd í drjúgan manns-
aldur.
Gunnhildur var sjálfstæð kona
og ákveðin, enda vön að standa á
eigin fótum, og það var ljóst, að
hún hugsaði fyrst og fremst um að
búa sér og einkasyni sínum gott
heimili. Hún var harðdugleg og
samviskusöm og vann alltaf úti, all-
mörg síðustu árin hjá hlaðdeild
Flugfélags íslands og Flugleiða á
Reykjavíkurflugvelli. Þegar við
Björn fluttumst í Seljahverfi eign-
aðist Gunnhildur eigin íbúð
skammt frá okkur í Teigaseli og
þar átti hún eflaust sín bestu ár á
meðan heilsan var góð.
Hún hafði unun af tónlist, hafði
gaman af að gera sér glaðan dag og
oft var kátt á hjalla á heimili henn-
ar. Gunnhildi þótti gaman að ferð-
ast. Hún fór alloft til útlanda og
hún heimsótti meðal annars Fjólu,
systur sína, sem bjó um langt ára-
bil í Sierra Leone í Afríku. Það var
mikil ævintýraferð sem hún minnt-
ist oft á síðar. Þær komu með okk-
ur í sumarfrí til ítalíu Margrét,
móðir mín, og Gunnhildur og undu
sér vel saman, skruppu meðal ann-
ars til Júgóslavíu með ömmubörnin
og skemmtu sér konunglega. Þetta
var skemmtilegt sumarfrí, sem við
munum alltaf minnast. Gunnhildi
og foreldrum mínum varð vel til
vina meðan þau lifðu og ég man
ótal ánægjustundir þeirra, sérstak-
lega í sumarbústaðnum okkar,
Dynskógum.
Gunnhildur vann fulla vinnu til
sjötugs, en varð þá að hætta vegna
aldurs. Hún ætlaði sér að njóta
lífsins, enda heilsuhraust og lífs-
glöð, en fljótlega var einsog lífs-
Haraldur Björnsson, skipherra
hjá Landhelgisgæslu íslands.
Gunnhildur eignaðist einn
son, Björn G. Björnsson, leik-
myndateiknara, f. 26.5. 1944,
með Jack H. Luttrell, f. 6.12.
1924. Björn er kvæntur Þóru
Jónsdóttur, ritara, f. 12.5. 1947.
Synir þeirra: Björn Þór, nemi, f.
30.10. 1981, og fvar, nemi, f.
24.10. 1990. Fóstursonur: Stein-
grímur J. Þórðarson, kvikynda-
tökumaður, f. 12.4. 1967, í sam-
búð með Lind Einarsdóttur,
nema í viðskiptafræði, f. 23.7.
1969. Dætur þeirra eru Perla, f.
29.4. 1997, og Harpa, f. 12.3.
1999.
Gunnhildur ólst upp í Reykja-
vík og stundaði nám við Versl-
unarskóla íslands. Hiín vann
verslunar- og þjónustustörf en
einkum almenna verkakvenna-
vinnu, lengst af hjá hlaðdeild
Flugfélags fslands og Flugleiða.
Gunnhildur Birna verður jarð-
sett frá Fossvogskapellu í dag
og hefst athöfnin klukkan 10.30.
krafturinn minnkaði og viðbrigðin
við að hætta störfum í fullu fjöri
voru of mikil. Hún var ekki viðbúin
því að hafa ekkert fyrir stafni og
það leiðir hugann að þeirri um-
ræðu sem nú heyrist æ meir, að
fólk með fulla starfsorku fái að
ráða sínum starfslokum í meira
mæli sjálft.
Síðustu árin voru Gunnhildi oft
erfið og þegar svo var komið að
hún þurfti á daglegri umönnun að
halda fiuttist hún á Elli- og hjúkr-
unarheimilið Grund þar sem hún
átti heima síðustu sex árin. Þar leið
henni vel, það var vel um hana
hugsað, og við færum starfsfólkinu
bestu þakkir fyrir að gera henni líf-
ið léttara.
GunnhOdur varð áttræð hinn 6.
júlí sl. og við áttum með henni fal-
legan afmælisdag með fjölskyldu,
vinum og vistmönnum á Grund.
Þótt ljóst væri að hverju drægi
kom kallið samt sem áður á óvart.
Það er þó mikil huggun að hún
þurfti ekM að eiga í löngu stríði.
Ég vil að lokum þakka Gunnhildi
fyrir samfylgdina og bið góðan Guð
að geyma hana.
Þóra Jónsdóttir.
Gunnhildur, móðursystir mín, er
látin. Andlát hennar kom ekM á
óvart því heilsu hennar fór ört
hnignandi síðustu misserin.
Gunnhildur var 10. barn foreldra
sinna, Valgerðar Jónasdóttur og
Steins Ásmundssonar. Á þriggja
ára afmæhsdegi sínum fór hún í
fóstur til fóðursystur sinnar, Guð-
rúnar Hildar, og Björns, eigin-
manns hennar. Þau höfðu þá ný-
lega misst unga dóttur sína og ósk-
uðu eftir að fá Gunnhildi í fóstur
enda var hún heitin í höfuðið á
þeim hjónum.
Sá dagur var foreldrum hennar,
einkum móður þung raun, en til-
finningar fátæklinga máttu sín lít-
ils í erfiðri lífsbaráttu. Fósturfor-
eldrar Gunnhildar reyndust henni
mjög vel og vildu allt fyrir hana
gera. Hún fékk tækifæri til skóla-
göngu og stundaði um tíma nám í
Verzlunarskóla íslands, en hvarf
frá því námi. Um svipað leyti lést
fósturmóðir hennar og var dauði
hennar þungbær óhörnuðum ung-
lingi. Þau Björn héldu saman heim-
ili meðan hans naut við. Á stríðsár-
unum kynntist Gunnhildur banda-
rískum hermanni og eignuðust þau
saman soninn Björn Georg.
Unnustinn var sendur brott af
landinu til skyldustarfa.
Gunnhildur var syni sínum góð
móðir og annaðist hann af mikilli
natni og umhyggju. Hún vildi ætíð
hag hans sem mestan. Það var ætíð
heimilislegt og notalegt hjá Gunn-
hildi, þótt húsakynnin væru ekki
alltaf mikil var þangað gott að
koma.
Hún stundaði ýmis störf til að
sjá sér og syni sínum farborða.
Hún vann einna lengst til ræsting-
ar í flugvélum hjá Flugleiðum og á
þeim árum gat hún ferðast, m.a. til
Afríku og heimsótt Fjólu, systur
sína, og fjölskyldu hennar, sér tíl
mikillar ánægju.
Hún hlakkaði mikið til að kom-
ast á eftirlaun  að loknu löngu
dagsverki, en sú von rættist því
miður ekki, því þau ár urðu henni
erfið vegna heilsuleysis. Hún
dvaldist síðustu árin á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund og lésfr
þar örfáum dögum eftir áttræðis-
afmæli sitt.
Nú er baráttunni lokið. Ég
þakka henni fyrir þær stundir sem
við áttum saman og bið henni
blessunar Guðs.
Ég sendi Birni, Þóru og sonum
þeirra samúðarkveðjur.
Lóa Gerður Baldursdóttir.
Mig langar að minnast ömmu
minnar, Gunnhildar Björnsdóttur, í
fáeinum orðum. Mér eru minnis-^
stæðar heimsóknir okkar til henn-
ar og Lísu á Vatnsstíginn þegar ég
var lítill drengur. Lísa, kötturinn
hennar, var að sjálfsögðu hluti af
fjölskyldunni á meðan hún lifði og
átti hún marga kettlinga. Eftir-
minnilegastur þeirra var þó
Grámuska. Það eru margar góðar
minningar sem tengjast Vatns-
stígnum og af einhverjum ástæðum
fannst mér alltaf ristað brauð með
smjöri best hjá ömmu og bað ég
óspart um það þegar við vorum í
heimsókn. Gaman þótti mér að fá
að vera hjá ömmu í vinnunni hjá
Flugleiðum. Það var eins og að
koma í annan heim að vera hjá
henni í bróggunum á Reykjavíkur-
flugvelli. Fjölskylduferðirnar með
henni til sólarlanda eru einnig ofar-
lega í huga. Seinna lá leið hennar í
Teigaselið og þrátt fyrir að vera
komin í nýja íbúð tókst henni að
hafa mjög „ömmulegt" í kringum
sig. Það var alltaf ómissandi partur
af jólunum að fara til hennar og
setja upp jólaseríuna og púsla sam-
an Utla jólatrénu. Amma Gunnhild-
ur hafði mikil áhrif á líf okkar allra
í fjölskyldunni. Hennar stærsta
gjöf í lífinu var þó sonur hennar-;"
pabbi Bjössi, sem tók mig í fóstur
þegar ég var aðeins fimm ára gam-
all. Minningarnar frá samveru-
stundum við ömmu Gunnhildi
munu lifa áfram þótt hún sé farin
frá okkur.
Steingrímur.
ANDRES
PÁLSSON
1
í
+ Andrés Pálsson
fæddist      á
Hjálmsstöðum í
Laugardal hinn 7.
júní 1919. Hann iést
í       Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 12. júlí
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Skálholtskirkju 21.
júlí.
+
„Uppi í hvömmun-
um við Hjálmsstaðaá
er minn uppáhalds-
staður, áin bugðast svo fallega
gegnum skóglendið, öll í smáfoss-
um. þarna get ég setið og unað mér
einn í náttúrunni - maður þarf líka
að vera einn." Þannig kemst föður-
bróðir minn, Andrés Pálsson á
Hjálmsstöðum, að orði í viðtali við
Morgunblaðið þann 8. nóvember
síðastliðinn. Hér talar bóndinn
Andrés Pálsson sem ber hlýhug til
þeirrar jarðar sem hann hefir
bundist tryggðaböndum; jafnt á
sinni tíð sem og í gegnum forfeður
sína. Og hann heldur áfram: „Þeg-
ar menn hafa lifað á sömu jörðinni
alla ævi þá er hún orðin hluti af
þeim. Maður finnur til með landinu
sínu, rétt eins og það sé hold af
manns holdi." En þrátt fyrir að
vera bóndi, sjómaður, organisti,
ferðamaður og þar fram eftir göt-
unum var Andrés Pálsson umfram
allt heilsteypt manneskja sem við
hljótum að minnast með hlýhug og
þakklæti á þessari stund.
Þegar litið er um öxl, í leit að lið-
inni tíð, opinberast mér að óvörum
sterk og varanleg áhrif Andrésar á
bernsku mína. Þegar
við sátum í eldhúsi
þeirra systkina og
drukkum     nýlagað
kaffið og heilu fjall-
garðarnir af neftóbaki
streymdu óhindrað í
útþandar nasir. Elleg-
ar þá hversdagslegir
hlutir, til að mynda
blýgráar mjaltaföturn-
ar, sem urðu framandi
í spurulum augum
barnsins. Og vitanlega
var sumarið eftirlætis-
tíminn okkar. Hey-
skapurinn. Birtan. Lyktin. Bleikur
sjónhringur svo langt sem augað
eygði í suður sem takmarkaðist af
fjöllum höfuðáttanna. Hljótum við
ekki að standa í eilífri og barns-
legri spurn andspænis þvílíku
sköpunarverki? Frammi fyrir slíkri
veröld stóð ég hugfanginn sem
barn (og geri raunar enn); töfra-
veröld þar sem hjartað sjálft,
heimili Andrésar og Dísu, sló
álengdar.
Við sem áttum þess kost að
sækja Andrés heim og fræðast um
lífið og tilveruna. Um landið, dýrin,
mennina og - í raun - um allt milli
himins og jarðar hljótum að þakka
þann greiða þótt seint sé. Heimilið
var gestkvæmt og þar ríkti jafnan
lífsgleði og víðsýni og ekki sízt
bjartsýni og sú fullvissa um að lífið
væri sterkara en dauðinn. Eftirfar-
andi ljóðlínur úr Hávamálum finn-
ast mér eiga vel við frænda minn:
„Heitna glaðr gumi / ok við gesti
reifr." Sú lífsgleði fjaraði aldrei út
hjá frænda mínum og þótt líkam-
inn væri brotinn bognaði andinn
aldrei. Ef til vill er Andrés nú
staddur í grennd við þann stað sem
hann öðlaðist í jarðlífinu því sem
næst paradísar-ígildi, á iðjagræn-
um bökkum Hjálmsstaðaár.
Aðstandendum votta ég samúð,
sérstaklega Dísu. Mig langar að
kveðja bóndann á Hjálmsstöðum
með ljóði sem er mér afar hugleik-
ið af þeirri einföldu ástæðu að við
hvern lestur þess verður mér ávallt
hugsað til frænda míns, Andrésar
Pálssonar.
Spekingamir gömlu og slitnu sem ég
þekkti
þegarégvarungur
þeir komu stundum langa leið heiman frá
sér
til að létta mér lífið
og telja í mig kjark
með óágengri vizku sinni
hljóðlátu tab'.
Nú koma þeir ekki lengur.
(S.D.)
Jón Páll Ásgeirsson.
Okkur bræðrum á Hjálmsstöð-
um langar til að minnast frænda
okkar og nágranna til allmargra
ára í örfáum orðum. Andrési eigum
við margt að þakka bæði í starfi og
leik. Eftir að afi dó má segja að
Andrés hafi komið í hans stað og
þá sérstaklega Daníels.
Sem börn sóttum við allir mikið í
Andrés því alloft gerði hann ýmis-
legt til að skemmta okkur börnun-
um. Má þá nefna pönnukökulöðr-
unginn sem okkur þótti alveg rosa-
lega fyndinn, þrautina Stebbi stóð
á ströndu, Einbjörn Tvíbjörn og
Þríbjörn og margt annað skemmti-
legt. Heita teskeið á handarbakið
þótti líka mjög fyndin og notum við
strákarnir það atriði alloft ennþá.
Stundum fór svo að það fauk í okk-
ur en þá kom hann bara með nýtt
atriði sem gerði okkur kampakáta
áný.-
Margar hetjusögur sagði hann
okkur af sér og samferðamönnum,
en oft deildum við um sannleiks-
gildi frásagnanna við hann. Til
dæmis var hann tæplega tvævetra
þegar hann sló engjarnar aleinn og
þegar hann þurfti að fara yfir
engjalækinn andaði hanri í gegnum
puntstrá. Nokkrar svona sögur
komu frá honum sem skemmtu öll-
um sem hlýddu á, enda ekki hægt
annað en að hlæja. Þrátt fyrir ýkt-
ar hetjusögur af sjálfum sér þarf
ekki að deila um það að Andrés er
ein sú mesta hetja sem við höfum
kynnst á okkar lífsferð og hrein
forréttindi að hafa orðið honum
samferða um nokkurt skeið af lífi
hans.
Andrés var hörkutól inn í bein-
merg. En það sýndi hann og sann-
aði í veikindum sínum nú hin síð-
ustu ár. Á hverjum degi sá maður
Andrés með Lappa sér við hlið
ganga upp tún og síðustu sMptin á
tveimur hækjum. Svo margar voru
ferðirnar að eftir þá liggja tvær
troðnar götur upp tún. Og ófáar
voru ferðirnar sem farið var út á
Laugarvatn í sund eða salinn.
Skoðanir Andrésar á hinum
ýmsu málefnum voru skýrar, menn
voru annaðhvort galinskrúar eða
listamenn. Skipti þar engu þótt um
væri að ræða lista- eða afreksmenn
á heimsMassa. Ef Andrési féllu
þeir ekki í geð þá vora þeir bara
galinskrúar. Eins var það með
menn sem féllu honum í geð, þeir
voru listamenn.
Heimili Andrésar og Dísu hefur
alla tíð verið mjög frjálslegt og
glaðlegt og má segja að það hafi
verið partur af heimiU okkar
bræðra þegar við bjuggum allir á
Hjálmsstöðum. Það hefur alltaf
verið gott að koma í kaffi og kökur
hjá Dísu og Andrési og njóta frá-
sagna þeirra og óþrjótandi lífs-
gleði.
Allir nutum við tilsagnar Drésa
við hestamennsku okkar og hvatti
hann okkur óspart, skammaðist og
gerði grín eftir því sem við átti. Ef
við vorum honum ósammála og
Mýddum ekM átti hann til að segja:
„Núh! það er bara gert alveg
þveeeröfugt við það sem maður er
að reyna að kenna ykkur" og glotti,
svo kom „helvíti eruð þið nú tæpir"
og gekk í burtu. Einnig hefur
Andrés heldur betur stutt okkur
alla í hljóðfæralærdómi okkar og
er honum að mörgu leyti að þakka
hvað við entumst í því.
Margt brallaði Andrés með Dan-
íel, og kom það fyrir að fólk sá bíl-
inn koma framanað, og sat þá mað-
ur í farþegasætinu en enginn undir
stýri, en hann byrjaði mjög ungur í
ökutímum hjá Andrési. Þær voru
ófáar ferðirnar sem Andrés og
Daníel fóra frameftir, en þar leið
honum eins og í paradís.        g,
Já, það er margt sem við eigum
Andrési að þakka og skilur hann
eftir sig stórt skarð sem erfitt
verður að fylla upp. Húmor hans
og létt lund gerðu öll samsMpti við
hann ógleymanleg.
Megi minningin um góðan
frænda og vin lifa.
Pálmi, Víðir, Torfi og
Daníel Pálssynir.
Handrit afmælis- og minningargreina skuiu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disW
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust <j&
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveid í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tihnæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírn;
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68