Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR 4. FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 47 niður fullt af blöðum, lögðum þau í bleyti í nokkra daga, sigtuðum og dreifðum á öll borð í húsinu, það var allt undirlagt. Þetta voru sömu jólin og við Vigdís hjálpuðum þér að þrífa, það var ekkert smá jólahrein- geming. Við moppuðum loftið og veggina, það var allt tekið í gegn og þú varst svo stolt af okkur stelpun- um. Þú varst frábær og stórkostleg listakona í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst svo vandvirk og þolinmóð, allt sem þú saumaðir, heklaðir, prjónaðir, föndraðir og speglamir tveir og stofuborðið sem þú smíðaðir fyrir síðustu jól, það er svo fallegt. Elsku Dídí mín, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur, honum Palla þínum og böm- unum þínum, þeim Björgvini, Vig- dísi, Guðna og honum Sigga mínum. Þú varst ekki bara mamma þeirra heldur þeirra besti og traustasti vinur. Svo ekki sé talað um barna- börnin þín, en elsku litli Sindri Páll minn skilur þetta ekki alveg. Hann kom nánast til þín á hverjum degi og þú varst alltaf svo góð við hann. Honum fannst skrítið að sjá ömmu sína svona veika, en hann kom okk- ur oft til að hlæja. Eftir eina lyfjameðferðina, þegar þú misstir allt hárið, sagði hann: „Amma þú ert svo fín, þú ert alveg eins og Bubbi Mortheins“, og þegar þú lást eitt sinn í rúminu og áttir svo erfitt þá spurði hann hátt og skýrt hvort hann mætti máta hárið þitt. Oft sé ég þig fyrir mér þegar ég loka augunum, þá get ég ekki annað en brosað því ég á bara góðar minn- ingar um þig. Þú varst alltaf vel til höfð, svo glæsileg og ég er svo stolt og þakklát fyrir tímann sem við átt- um saman. Þær stundir eru mér dýrmætar. Þremur dögum fyrir andlát þitt fórum við á spítalann. Þú sast á rúminu og ég á stól við rúmið og við vorum að spjalla, þú varst orðin svo dugleg að tala með tækinu þínu. Þú baðst mig um að rekja upp nánast allan rauða gallann sem þú varst að hekla handa henni Tinnu Þuríði sem fékk ekki að kynnast Dídí ömmu nema í þrjá mánuði. Eg Pveit að Vigdís mun segja henni mikið frá þér þegar hún eldist. Daginn fyrir andlát þitt fórst þú til tannlæknis. Palli bað mig um að koma með sér og sú ferð gekk í alla staði mjög vel. Þetta var í síðasta skiptið sem ég fékk að vera með þér. Elsku Dídí mín, daginn eftir varst þú tekin burt frá okkur. Megi góður Guð vera með okkur öllum og styrkja okkur á þessum erfiðu tímum. Far þú í friði, friúur Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir allt. Þín Rakei. Ágæt kona Þuríður Guðnadóttdr hefur kvatt, langt fyrir aldur fram. Við sem eftir sitjum hvflum höndur í skauti og getum lítt hafst að. Þeg- ar örlögin grípa miskunnarlaust inn í líf okkar reynum við að kryfja til mergjar hin æðstu rök, en fá virðast koma að gagni og engin sanngirni virðist í nánd. Hvað skal gert þegar engin orð né athafnir virðast duga? Þegar stórt er spurt verður lítið um svör. Því sit ég og reyni að setja niður niður fáein orð á blað, sem kannski skipta einhvern einhverju máli. I mínum huga var Þuríður mág- kona einstök kostakona. Af sinni sérstöku hógværð miðlaði hún góð- semd og gleði í kringum sig með þeim hætti sem henni var lagið og allir skildu. Þuríður var sérstaklega næm á fólk og kunni að nálgast manneskjuna eins og við átti hverju sinni. Hún miðlaði af reynslu sinni, veitti góð ráð þannig að hver sem settist niður hjá henni og ræddi málin kvaddi töluvert rórri og ríkari þegar hann fór en þegar hann kom. Það eru ekki margar manneskjur sem eru gæddar þeim mannskiln- ingi að geta gefið öðrum án þess að vita raunverulega af því. Nú verður ekki framar spaugað og spjallað við eldhúsborðið hjá Þuríði. Hugurinn kemur samt sem áður til með að hvarfla aftur og aftur til góðu stundanna í návist hennar. Þvi tek ég undir með skáldinu sem segir: Hér endar gatan en augaú heldur áfram silfurhvítan veg um vog og nes og nemur land við ljós á vinarkumli: tungl yfir eldfjalli í auðninni (Kvöldsýn; Einar Bragi.) Ég og fjölskylda mín sendum öll- um aðstandendum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi sá sem ræður hjálpa öllum að komast óbrotnum í gegnum dimmt él. Jón Hjartarson. Elsku amma Dídí, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Við eigum eftir að sakna þín mikið en nú vitum við að þér líður betur hjá Guði. Elsku amma, minn- ingin um þig á eftir að lifa með okk- ur. Þó missi ég heyrn og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinst við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (0. Andrésdóttir.) Þín barnabörn, Ásgeir Amór, Sandra Dögg og Þuríður Björg. Lífið er stundum svo skrýtið og ósanngjamt. Við bræðumir höfum misst báðar ömmur okkar á síðast- liðnu hálfa ári. Dídí amma er nú far- in þegar svo mörg verkefni biðu hennar, öll litlu barnabömin hennar sem hefur fjölgað um fimm á síð- ustu fimm árum. Við bræðumir höfðu verið einu barnabömin henn- ar í tæp 14 ár. Hún gerði mikið fyrir okkur á þessum áram, hún var vön að halda stórar og flottar veislur. Ég (Ágúst) var ekki mjög hár í loft- inu þegar ég pantaði að halda ferm- ingarveisluna mína hjá ömmu. Og svo fór að hún hélt báðar femingar- veislumar fyrir okkur bræðurna. Það vora heldur ekki fáar útileg- urnar sem við fórum með Palla og ömmu ásamt allri fjölskyldunni, en nú á seinni áram sameinaðist fjöl- skyldan á blettinum austur í Fljóts- hlíð, þar sem amma og Palli höfðu lítið sumarhús sem var ætlað til að slappa af í ellinni með fjölskyldunni. Við bjuggumst aldrei við því að amma færi svo fljótt, þótt hún hafi verið veik. Við héldum alltaf að hún kæmist yfir þetta. Ætt hennar er fremur langlíf og amma var næstyngst af níu systkinum en er fyrst til að fara. Við munum sakna þín sárt, elsku amma okkar. Þú vild- ir allt fyrir okkur gera og þú varst okkur svo góð, því gleymum við aldrei. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson.) Takk fyrir allt, elsku amma. Þính- sonarsynir, Ágúst Sigurður og Sigþór Björgvinssynir. Minningarnar hrannast upp og tárin trítla þegar raunveruleikinn rennur upp, Dídí er farin, ég sé hana aldrei aftur í þessu lífi og það er svo sárt. Þær eru margar spurn- ingarnar sem koma upp í hugann á svona stundu, eins og: Af hverju þurftir þú að ganga í gegnum svona mikil veikindi? Er einhver tilgang- ur? og: Hver er hann þá? Hún var einstök kona í mínum augum, bæði falleg, góð og einstaklega skemmti- leg. Einstök handverk eru eftir hana bæði saumaskapur, prjóna- skapur, smíðaverk og svona mætti lengi telja, enda ber heimili hennar merki þess. Hún varð þeirrar gæfu njótandi að eignast góðan eigin- mann og fjögur yndisleg böm sem öll hafa komið sér vel áfram í lífinu og ekki má gleyma að bamabörnin hennar átta að tölu vora henni mikl- ir gleðigjafar. Okkur systkinunum reyndist hún líka hin besta móðir þegar mamma var ekki til staðar. Ekki var það síðra þegar ég varð eldri, alltaf var hún til staðar ef mamma var ekki nálægt. Dætram mínum reyndist hún hin besta amma enda kölluðu þau hana „Dídí ömmu“. Mamma og Dídí vora alveg einstaklega nánar systur, enda bara tæpt ár á milli þeirra. Það leið aldrei sá dagur að þær töluðust ekki við, og stundum oft á dag, og var það segin saga ef það var lengi á tali heima hjá mömmu þá vissi maður að hún var að tala við Dídí. Ef mamma var ekki á landinu þá skipt- ist hún á að hringja í mig og Mar- gréti systur mína og þegar hana var farið að lengja eftir henni þá talaði hún mikið um hvað hún saknaði hennar og að hún bara gæti ekki án hennar verið. „Elsku mamma ég veit að þér er eins innanbrjósts en þú átt svo góðar minningar sem þú átt eftir að ylja þér við og Guð gefur þér styrk til að takast á við það sem framundan er“. Elsku Palli, Björgvin, Vigdís, Guðni, Siggi og fjölskyldur, missir ykkar er mikill en minningin lifír um yndislega konu. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Ingigerður. Ekkert í þessum heimi er sjálf- gefið, ekki einu sinni það að eiga góða móður, hvað þá góða móður- systur. Þetta hefur oft komið upp í huga minn undanfarna daga eftir að elskuleg móðursystir mín dó, langt um aldur fram. Én lífið er miskunn- arlaust og það er ekki spurt um stað og stund þegar dauðinn knýr dyra. Hún Dídí frænka mín var mér ann- að og meira en bara frænka, mér hefur alltaf fundist hún vera hinn helmingurinn af henni mömmu minni, svo sérstakt var þeirra sam- band. Þegar ég var lítil stúlka og foreldrar mínir þurftu pössun var það auðvitað Dídí frænka sem pass- aði mig og þegar ég eltist og for- eldrar mínir vora erlendis þá hringdi ég í Dídí og spjallaði við hana af því mamma var ekki til staðar. Það skemmtilega við þetta var það, að Dídí hringdi í okkur systurnar þegar henni var farið að lengja eftir að Lóa kæmi heim, því þær vora vanar að tala saman í síma nokkrum sinnum á dag, þó að þær hittust daglega þar sem þær unnu í sama húsi. Ég á svo margar og góðar minn- ingar um hana Dídí frænku mína. Það var alltaf svo gott að koma heim til hennar, hvort sem það var fyrir austan eða heima hjá henni, hún tók mér alltaf eins og hún ætti í mér hvert bein. Ekki var hún síðri við bömin mín enda var hún í þeirra augum „Dídí amma“. Dídí átti góð- an mann og þakka ég hér með þeim báðum fyrir hvað þau hafa verið góð við mig og börnin mín. Tárin fylla augu mín þar sem ég sit núna og skrifa um hana Dídí frænku mína, mér finnst sárt að eiga aldrei eftir að sjá hana aftur, hlæja með henni, föndra með henni eða nokkuð ann- að. En ég ætla að ylja mér við góðar minningar og þakka fyrir það að hafa átt hana sem móðursystur, hún var einstök sem slík. Elsku Dídí nú er þjáningum þín- um lokið og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Elsku mamma, missir þinn er mikill en minningin um góða systur lifir í hjarta þínu að eilífu. Eins og ég sagði í upphafi er ekk- ert sjálfgefið í þessum heimi og vil ég því þakka fyrir að hafa átt svona góða frænku og elsku Palli, Björg- vin, Vigdís, Guðni, Siggi og fjöl- skyldur; þið erað lánsöm fyrir að hafa átt yndislega eiginkonu og móður, það kemur ekkert í staðinn fyrir það. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg og þennan missi, en minningin um góða konu lifir með okkur öllum. Elsku frænka mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Margrét. Elsku Dídí. Við munum eftir þér daginn sem þú dóst, það var eins og þrama úr heiðskíra lofti. Við vildum ekki trúa þessu, að okkar yndislega besta Dídí „amma“ væri dáin. Hún átti jú við mikil veikindi að stríða, við viss- um það, en maður fattar bara ekki alveg hvernig það er fyrr en það gerist. Amma var nýbúin að tala um bjartsýni í sambandi við þig og við héldum að bænum okkar hefði verið svarað. Ég held við séum bara ekki búnar að ná því ennþá að þú sért farin. Það verður skrítið að fara í Fljótshlíðina og engin Dídí til að heimsækja og fá kökur og kræsing- ar. En margt er til af yndislegum minningum um þig og þær flestar era úr Fljótshlíðinni. Álltaf þegar við komum stjanaðir þú ávallt við okkur og bauðst okkur hitt og þetta og tókst sko ekki nei sem svari, varst alltaf svo örlát og góð. Þegar við komum í heimsókn í Perluna til ömmu þá var alltaf kíkt í kfld og at- hugað hvort Dídí væri í Höllinni og þá fóram við með ömmu til Dídíar og vorum að spjalla og hafa það notalegt langt fram á kvöld. Síðasta verslunarmannahelgi er ógleyman- leg, það er skrítið að enginn átti von á því að þú yrðir farin þá næstu, all- ir höfðu það svo gaman við vorum öll saman, þín fjölskylda og hennar ömmu. Þú varst stjanandi í kringum alla, við höldum það hafi ekki verí£, fyrr en allir voru að fara, að þú lok? ins gast hvflt þig, þú varst alltaf þannig að þú vildir að öllum liði vel. Þú varst svo góð að leyfa okkur að kalla þig ömmu. Þú varst okkur alltaf sem hálfgerð amma þú leyfðir Biddu að kalla þig það vegna þess að hún átti bara eina ömmu. Þegar við fréttum af veikindum þínum í byrjum mars, þá vissum við að þú varst svo hraust og dugleg en við vissum í rauninni ekki hvað var að, krabbamein?! Þetta er bara orð í okkar augum. Við komum á spítal- ann og héldum að þú værir mikfl*-’ veik en nei, ekki hún Dídí, þú varst bara sú hressasta og tókst þig bara mjög vel út. Það skein af þér gleðin og ég man eftir því þegar þú horfðir í augun á mér og varst á móti birtu, augun vora svo græn og falleg, þessu augnabliki mun ég aldrei gleyma. Mér þótti þú svo sæt og alltaf þegar ég hugsa um þig kemur þetta augnablik mér í minni. (Heið- dís). Og á sunnudagsmorgnum þeg- ar amma hringdi í mig og bað mig um að koma í kaffi hjá Dídí. Alltaf sagði ég já með glöðu geði, við feng- um alltaf eitthvað gott að borða hjá þér og sátum oft úti og þið amma töluðuð um allt milli himins og jarð- ar og skemmtuð ykkur svo vel sail^ an (Bryndís). Við eigum ekkert nema góðar minningar um þig og munum alltaf geyma þær í hjörtum okkar, elsku Dídí „amma“. Guð geymi þig, við vitum að þú ert á góðum stað núna. Elsku Palli, Björgvin, Vigdís, Guðni, Siggi og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur á þessari sorgarstundu. Bryndís og Heiðdís. SJÁNÆSTUSÍÐU _ t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS TÓMASSON frá Heiludal, verður jarðsunginn frá Haukadalskirkju, Biskupstungum, laugardaginn 24. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á S.E.M. samtökin. Margrét Magnúsdóttir, Ólafía Magnúsdóttir, Egill Stefánsson, Ósk Magnúsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Lára Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELÍNBORG M. HALLDÓRSDÓTTIR frá Kambshóli, Melavegi 3, Hvammstanga, sem lést föstudaginn 16. júlí sl., verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugar- daginn 24. júlí kl. 11.00 árdegis. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Jón Halldórsson, Jóhanna Þórarinsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir, Sigfús ívarsson, synir, tengdadætur og barnabarn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU SIGURJÓNSDÓTTUR, Kársnesbraut 1b, fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 23. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Grindavíkurkirkju. Valborg Ó. Jónsdóttir, Börkur Þ. Arnljótsson, Guðlaug R. Jónsdóttir, Margeir Á. Jónsson, Árni Þorvaldur Jónsson, Guðrún Halla Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.