Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞURIÐUR GUÐNADÓTTIR Kæra frænka og vinkona. Mig setti hljóða er ég frétti andlát þitt, sem mér fannst ekki tímabært. Þú sem varst næstyngst af níu systkin- um og ferð fyrst, svona er lífið óskiljanlegt. Við Dídí, eins og þú varst alltaf kölluð, fæddumst og ólumst upp í sömu sveit næstum því á sama bæj- arhlaðinu þar sem svo stutt var á milli bæjanna. Við lékum okkur mikið saman og æskan leið sem in- dælt vor hjá góðum foreldrum. ^eiðir okkar lágu svo aftur saman í Reykjavík þar sem við höfðum stofnað heimili og eignast börn. Stundum leið misjafnlega langur tími á milli heimsókna, en við fylgd- umst hvor með annarri. Dídí var ákaflega fjölhæf kona. Það var aðdáunarvert að sjá hve allt lék í höndum hennar, hvort sem um var að ræða húsverk eða handa- vinnu. Og allt var svo vel gert. Dídí var mjög dugleg að afla sér þekk- ingar með því að sækja námskeið í ýmsum föndurgreinum. Hún starf- aði lengi við handavinnukennslu á dvalarheimilinu Seljahlíð, þar kom í Ijós hversu auðvelt hún átti með að miðla öðrum og gefa af sjálfri sér, “ÍVo ánægðir voru allir með tilsögn hennar. Dídí var alltaf tilbúin til að- stoðar ef leitað var til hennar, það þekkti ég af eigin raun og hafðu þökk fyrir, elsku Dídí mín. Dídí og eiginmaður hennar, Páll Hjartarson, áttu yndislegt heimili. Allt var svo smekkiegt og fallega komið fyrir. Einnig höfðu þau byggt sér sumarhús í Fljótshlíðinni í landi Kirkjulækjarkots, æskuheimilis hennar. Dídí mín, með þessum fáu línum kveð ég þig með söknuði og fel þig góðum Guð. Hver miiming dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, Mn Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verld var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæri Palli og böm, tengdaböm, barnaböm og systkini. Eg votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja ykkur öll í ykkar miklu sorg. Ragnhildur Guðrún Pálsdóttir. Elsku Dídi. Þegar söknuðurinn er svona sár er svo gott að vita til þess að minn- ingamar lifa að eilífu. I minningum mínum ert þú alltaf brosandi eða hlægjandi og með sama stríðnis- glampan í augunum og amma Lóa. Lít ég það margt, semlíkjastþérvill guðs í góðum heimi: brosi dagroða, blástjömur augum, liljur ljósri hendi. Ég vil biðja góðan Guð að vera með fjölskyldu hennar og styrkja í þessari miklu sorg. Ester Sighvatsdóttir. Hugurinn hverfur til fortíðar. Hvar á lífsleiðina sem gripið er niður er það nánasta umhverfí, vinir og kunningjar sem skapa það athvarf sem gerir okkur að því sem við erum. Leiðin markast svo ótrúlega fljótt. Ungir drengir sem stigu sín fyrstu skref út í lífið röt- uðu saman í grunnskóla og mynd- aðist vinskapur sem hefur dugað í gegnum árin. Hvað það er sem myndaði þennan vinskap leiddi ég ekki hugann að heldur voru vinirn- ir sem klettar í tilveru minni, þar með vinir í Grófarseli 17. Árin liðu og samverustundum fækkaði, stofnað var til lítilla fjöl- skyldna. I vetur eignaðist ég svo son. Ekki leið á löngu þar til gjafir og kveðjur komu frá Palla og Dídí, það var fylgst með í fjarlægð. Nú er tími kominn til að mynda vina- bönd barna minna líkt og hjá manni sjálfum forðum. Þá rennur upp fyrir mér hversu mikinn þátt foreldrar okkar höfðu á þau óvenjusterku vinabönd sem bund- in voru á barnsaldri. Þau leiddu okkur sára til sátta, frá reiði til gleði, leiðbeindu okkur af festu og öryggi í gegnum árin sem mótuðu framtíðina. Hjá Dídí kom maður inn sem einstaklingur ekki sem barn eða unglingur. Boðið var til sætis og fréttir þegnar og gefnar, hlýtt yfir ættir og uppruna, hlutverki manns annars heimilis fullnægt, þar var athvarf sem alltaf var opið, maður alltaf velkominn. Það var svo fyrir nokkrum dögum að ég, á vinnu- stað mínum, steig út úr lyftu og fyrir framan mig stóð Dídí ásamt stoð sinni og styttu, honum Palla. Það urðu fagnaðarfundir. Á þeirri stundu varð mér ljóst hvers lags var. Tjáningarmáttur Dídíar var orðinn verulega skertur sökum þess sjúkdóms sem leiddi hana að lokum í burtu héðan. Þetta var erfið stund, því frá svo mörgu var að segja, margt hafði drifið á dag- inn frá síðustu samverustund. En gleðin skein úr augum og í þetta sinn var það einræða frá mér sem flaug um loftin, svo ólíkt því sem áður var. Þessir erfiðleikar eru þó hjóm á við sorg ykkar og söknuð sem næst standið á þessari stundu. Ég vil þakka fyrir þann vinskap sem myndaður hefur verið. Hann er skilinn eftir til handa okkur þeim sem eftir lifa. Kæri Palli, Siggi, Guðni, Vigdís og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og hlut- tekningu. Guðmundur Damelsson. Margar góðar minningar hrann- ast upp þegar Dídí frænka er kvödd. Við ólumst upp í fjölmenn- um fjölskyldureit austur í Kirkju- lækjarkoti í Fljótshlíð. Þá, sem ávalt síðar, var Dídí jafnan glöð og jákvæð og við sem vorum örlítið yngri litum upp til stóru frænku þegar við vorum litlar stelpur í sveitinni. Við tókum fagnar.di á móti henni þegar hún kom heim í sveitina í fríunum sínum. Hún var alltaf fín og vel til höfð og oft gaf hún okkur föt sem hún var hætt að nota. Árin liðu og við eignuðumst allar heimili „fyrir sunnan“ og ald- ursbilið minnkaði. Við áttum margar góðar samverustundir í fjölskylduboðum, saumaklúbbum og á æskustöðvum austur í Fljóts- hlíð. Þar höfum við allar eignast sumarbústaði og kallaði Dídí og Palli bústaðinn sinn Höllina. Þar var tómstundum eytt í að byggja, planta trjám og rækta fjölskyldu- böndin í sveitakyrrðinni. Dídí var einstaklega hlý og gef- andi í allri viðkynningu. Hún naut þess að hafa fallegt í kringum sig og var lagin við að búa til margs- konar hluti til að prýða heimili sitt, svo sem glerskurð, útsaum, smíði, postulínsmálningu og fatasaum. Allt lék þetta í höndunum á henni. Síðastliðin ár aðstoðaði Dídí gamla fókið í Vistheimilinu Seljahlíð við hannyrðir og föndur og er hennar nú sárt saknað þar. Það er erfitt að sjá á eftir fólki í blóma lífsins. Baráttan við illvígan sjúkdóm var erfið og hörð, við fylgdumst með og vonuðum að lækning tækist. Nú þegar skuggar sorgarinnar hellast yfir okkur skulum við minnast orða Helenar Keller sem sagði: „Snúðu andlituni móti sólu, þá sérð þú ekki skugg- ann.“ Við eigum og geymum í huga okkar góðar minningar og þökkum allt það sem Dídí var okk- ur fyrr og síðar. Dídí var elskuð og studd af umhyggjusömum eigin- manni og fjölskyldu sem við biðj- um Guð að styrkja í þeirra miklu sorg. Hildur og Gerða. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásætteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Dídí frænka. Nú hefur þú fengið að sofna eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta okkar. Kveðja, Guðný Ósk, Valgeir og Sigmundur. Ævinlega var kátína og tilhlökk- un þegar hópurinn úr félagsstarf- inu í Seljahlíð hittist. Nú er stórt skarð rofið í hópinn þegar Dídí er á braut. Kynni okkar hófust í Seljahlíð fyrir um 12 árum. Við vorum ekki bara vinnufélagar heldur urðum við góðar vinkonur og þó nokkrar okkar séum komnar í önnur störf höfum við alltaf mikið samband og hittumst reglulega. Ekki er hægt að hugsa sér betri vinnufélaga en Dídí var. Hún kom hress og kát í vinnu og gladdi alla sem hún var í samvistum við. Hún hafði lag á að snúa öllu til betri vegar og var hvers manns hugljúfi. Dídí var bráðskemmtileg og oft mjög fyndin. Ekki þannig að hún segði sögur eins og þær sem ganga manna í milli, þótt hún kynni það sannarlega, heldur var hún svo orðheppin og fljót að sjá broslegu hliðarnar á hlutunum og hafði þessa skemmtilegu frásagn- argáfu sem fáum er gefin. Mikið vorum við oft búnar að hlægja saman. Það var sama hvað Dídí tók sér fyrir hendur, það var eins og allt léki í höndunum á henni. Hún var mjög flink handavinnu- kona og hönnuður, opin fyrir öllu nýju og fljót að finna hvað var hægt að gera og hvernig. Dídí var falleg kona sem hafði gaman af því að vera vel til höfð og saumaði gjarnan glæsiföt á sig til að vera ekki alveg eins og hinir. í hvert sinn sem við hittumst dáðumst við að smekkvísi hennar og myndar- skap. Kraftur hennar og jákvæðni hafði áhrif á alla í kringum hana. Dídí var mikil fjölskyldumann- eskja og þó að hún væri vinamörg og sinnti sínum vinum var það alltaf fjölskyldan sem hún hugsaði fyrst og fremst um og var henni kærust. Okkur er ljúft að minnast síð- ustu ferðar okkar í haust þegar ein af okkur hélt upp á afmæli sitt í sumarbústað í Ólfusborgum. Und- irbúningur ferðarinnar gaf okkur tækifæri til að hittast og kynda upp tilhlökkununa og gera sam- veruna sem skemmtilegasta. Dídí okkar geislaði þá af kátínu og gleði. Hlátur þessarar helgar mun um ókomin ár ylja okkur, þegar söknuður eftir góðum félaga gerir (Jónas Hallgrímsson.) Útför © AGNARS W. AGNARSSONAR verður gerð mánudaginn 26. júlí og hefst kl. 10.00 í Fosvogskapellu. Jarðsett verður í grafreit Ásatrúarmanna í Gufunesi. Fyrir hönd vina og vandamanna, Kristjana Kristjánsdóttir t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNÆBJÖRN JÓNASSON fyrrverandi vegamálastjóri, Laugarásvegi 61, sem lést föstudaginn 16. júlí, verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 23. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktar- og Minningarsjóð Sjúkrahúss Reykjavíkur í síma 525 1179. Bryndís Jónsdóttir, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jónas Snæbjörnsson, Þórdís Magnúsdóttir, Herdís Snæbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og út- farar elskulegs mannsins míns, föður, sonar, bróður, dóttursonar og tengdasonar, MAGNÚSAR GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR, Safamýri 45, Reykjavík. Margrét Árnadóttir, Erla Mist Magnúsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Magnús J. Magnússon, Hulda Magnúsdóttir, Björn Magnússon, Eva Rakel Magnúsdóttir, Björn Lárusson, Árni Andersen, Erna Ólafsdóttir. vart við sig. Við minnumst hennar með þakklæti og gleði yfir að hafa kynnst jafn ljúfum og elskulegum einstaklingi og Dídí var. Við vottum Páli, börnum, barna- börnum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Arngunnur, Erla, Olga, Rannveig, Rúna, Sólrún og Ásgerður. Elsku Dídí mín, mig skortir orð hve örlögin geta verið grimm. Hvemig er hægt að ætlast til þess að við skiljum tilgang þess þegar þú ert hrifin burt, burt frá þinni elskandi fjölskyldu. Hlýleiki þinn og dugnaður hreif alla enda voru það forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Þegar elskuleg dóttir mín, hún Rakel, kynntist þeim einstaka dreng honum Sigga syni þínum og fór að koma á heimili þitt og Palla, sagði hún mér oft hvað þú værir yndisleg, hlý og góð kona, það eru orð að sönnu. Oft og mörgum sinn- um spjölluðuð þið tvær um lífið og tilverunna og hvað þú reyndist henni vel á allan hátt. Þú varst sannkallaður snillingur í höndunum, sama hvort þú prjón- aðir, heklaðir, saumaðir eða smíð- aðir, allt sem þú gerðir var vandað og fallegt, sannkölluð listaverk. Þú kenndir henni Rakel minni þessa listsköpun og er hún svo stolt af að hafa átt þig sem tengdamóður. Elsku Dídí, þú hafðir svo heill- andi og góða nærveru og er hún Rakel mín svo þakklát að hafa fengið að vera hjá þér síðustu daga þína hér í þessari jarðvist. Litli prinsinn minn og þinn, hann Sindri Páll, á eftir að sakna Dídí ömmu mikið og einnig á hann eftir að spyrja mikið um þig. Þeg- ar hann verður eldri og skilur meira verður honum svo sannar- lega sagt hversu stórkostleg kona þú varst. Takk fyrir tímann sem með þér áttum. Tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og ieiðbeina áfram. Lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góða vætti. Góða tíð yfir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, Indælar minningar í hjarta okkar ber. (PÓT) Elsku Palli, börnin þín, tengda- börn, barnabörn og aðrir ástvinir. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum og megi minningin um yndislega konu ylja ykkur um ókomin ár. Guð blessi ykkur. Katrín Theodórsdóttir. Með söknuð og sorg í hjarta kveðjum við systur og mágkonu, Þuríði Guðnadóttur, sem nú er látin langt um aldur fram. Það eru ótal ljúfar minningar sem við eigum eft- ir öll árin sem leiðir okkar lágu saman. Minningar um samveru- stundir með þér og fjölskyldu þinni munu lifa í hjarta okkar alla tíð og létta okkur söknuðinn. Margs er að minnast margerhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér fylgi, hans dýrðahnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Kæri Páll, hjá þér og fjölskyldu þinni er söknuðurinn og sorgin mikil og vottum við ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Sigmundur og Lóa. • Fleiri minningargreiimr um Þuríði Guðnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.