Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56   FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
GARÐAKIRKJA á Álftanesi.
Safnaðarstarf
Ferð eldri borg-
ara í Garðabæ
og á Alftanesi
FARIN verður ferð á vegum
Garða- og Bessastaðasókna þriðju-
daginn 27. júlí. Nýja listasafnið
Englar og fólk að Vallá á Kjalar-
nesi verður skoðað, en þar er nú
sýning fornmuna. Kaffi á eftir.
Farið verður frá safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli kl. 13.30 og komið til
baka um kl. 16. Aðgangseyrir og
kaffi kostar 950 krónur. Allir eldri
borgarar í Garða- og Bessastaða-
sókn velkomnir. Vinsamlegast lát-
ið vita um þátttöku sem fyrst í
síma 565 6380 (safnaðarheimilið)
eða 895 0169 (Nanna Guðrún
djákni).
Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl.
12-12.30.
Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund
verður í kirkjunni í dag klukkan
10.30. Allir velkomnir. Prestarnir.
Kópavogskirkja.   Kyrrðar-   og
bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæna-
efnum má koma til prests eða
kirkjuvarðar.
Hafnarfjarðarkirkja.
Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar-
höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl.
17-18.30 í Vonarhöfn.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bi-
blíulestur kl. 21.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Helgistund á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja, dagstofu 2. hæð.
Opið hús fyrir unglinga í
KFUM&K-húsinu kl. 20.30. Ing-
veldur og Óli Jói.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund
kl. 18.30.
I DAG
VELVAKANÐI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-13
frá mánudegi til föstudags
Fálæti um
þrekíþróttir
unglinga
MIG undrar stórum fálæti
fjölmiðla um sumar grein-
ar íþrótta og tómstunda-
starfs sem engu síður en
boltaleikir, golf og hesta-
leikar, leiða ungmenni til
að nota orku sína á heil-
brigðan hátt. íþróttir svo
sem fjallabrun á hjólum,
götuhjólakeppnir og fjalla-
hjólakeppnir eru í þeim
flokki sem fjölmiðlar
þekkja greinilega ekkert
til. Slíkar íþróttir eru þó
stundaðar á Islandi og má
segja að óvíða þurfí að
taka jafn rösklega á og
reyna kraft og úthald til
hins ítrasta.
Að sjá ungmenni bruna
grýttar brekkur á fljúgandi
ferð eða bruna um götur og
stíga, berjast við mótvind í
bröttum brekkum, hjóla
drullu og aur á stígum og
troðningum, er stórkost-
legt. Ekki síðra að sjá
ánægju og þreytu skína úr
löðursveittum andlitum í
gegnum forarbrynjuuna.
En það eru ekki bara fjöl-
miðlar sem láta þetta af-
skiptah'tið. Því ekki verður
með sanni sagt að bæjarfé-
lög sýni nokkurn áhuga á
þessum greinum.
Það  eru  byggð  dýr
íþróttahús og félagsmið-
stöðvar, boltavellir og golf-
vellir, skíðalönd með lyft-
um og tækjum. Hjóla-
brautir til æfinga og
keppna fyrirfinnast engar í
landinu.
Tæplega verður skuld-
inni skellt á landleysi eða
kostnað, heldur verður
hugmyndafátækt      og
áhugaleysi ofar á blaði.
Að sumarlagi má auð-
veldlega nýta skíðasvæði
til hjólaæfinga og keppni
séu þau í hæfilegri nálægð
byggða. Ónýttar brekkur
við bæjardyr eru margar
og væri hægt að koma upp
brautum fyrir hjólasvig,
brun, torfæru og smáhóla-
brautir með ótrúlega litl-
um kostnaði.
Vonandi vaknar áhugi
einhverra ráðamanna á
þessari leið til að virkja afl
æskunnar á heilbrigðan
hátt.
Björn Finnsson.
Hóflegur agi
er bestur
í SÍÐUSTU viku skrapp
ég til Akureyrar og að
sjálfsögðu fór ég í hina
glæsilegu sundlaug þar.
Þar heyrði ég á tali ungra
manna, að þeir voru á suð-
urleið og einn þeirra sagði
að það væri allt í lagi að
vera á öðru hundraðinu út
að Varmahlíð en síðan
væri vissara að halda sér
innan við fyrsta hundraðið,
þ.e. keyra á löglegum
hraða. Sjálfur hélt ég suð-
ur daginn eftir og sann-
reyndi að ökumenn voru á
sömu skoðun og ungu
mennirnir í lauginni.
Ég ók á rúmum 90 km
meðalhraða enda bíll og
bílstjóri komnir til ára
sinna og báðir löghlýðnir.
Það er skemmst frá að
segja að stöðugt fóru bílar
fram úr mínum, mishratt
en allir yfir löglegum
hraða.
Mér leið vel á þessum
meðalhraða og skyndilega
virtust aðrir bílstjórar
komnir á sömu skoðun, því
enginn tók lengur fram úr,
þótt beinn og freistandi
vegur væri fram undan.
Skýringin var auðfundin.
Eg var kominn í Húna-
vatnssýslur og þar líðst
bílstjórum ekki að aka á
ólöglegum hraða.
A leiðinni úr Vatns-
skarði að Brú í Hrútafirði
sá ég tvo eftirlitsbíla lög-
reglunnar. Þeir þurftu þó
ekki að hafa afskipti af
ökumönnum, allir virtu
umferðareglur og allir
virtust afslappaðir.
Ferð mín frá Akureyri
til Reykjavíkur tók tæpa 5
tíma með tveim stuttum
áningum. Mér finnst það
raunar ævintýralegt að
komast á milli þessara
tveggja höfuðborga á einni
morgunstund - já á milli
tveggja veðurbelta - á lög-
legum hraða.
Þessi ferð mín sann-
færði mig um, að hóflegur
agi er besta uppeldisað-
ferðin og þegar upp er
staðið eru hinir öguðu
ánægðastir.
Jón.
Athugasemd
ÉG vil koma á framfæri at-
hugasemd vegna greinar
sem birtist í Velvakanda
um konur og íþróttir. Vil
ég taka fram að 50% leikj-
anna var sýndur á
Eurosport og sá ég þar
m.a. úrslitaleikinn.
Ingi Steinn.
Tapað/fundið
Gullarmband týndist
í Elliðaárdal
TÝNST hefur gullarm-
band í Elliðárdalnum.
Fundarlaun. Upplýsingar í
síma 557 2011.
Regnkápa týndist
á Laugavegi
REGNKÁPA (tiger) týnd-
ist á Laugaveginum sl.
mánudag. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
551 6907.
SKAK
llmsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á stór-
mótinu í Dortmund sem lauk í
síðustu  viku.  Rússinn
Vladúnir     Kramnik
(2.760) hafðihvittogátti
leik gegn Veselin Topa-
lov (2.690), Búlgaríu.
27. Rxb7! - Hxb7 28.
a5! - Rc6 29. Rxc6 -
Bxc6 30. Bxa6 (Svartur
ræður nú ekki við þrjú
samstæð frípeð hvíts á
drottningarvæng) 30. -
Hb8 31. Bb5 - Dc8 32.
Bxc6 - Dxc6 33. a6 -
Kg7 34. Hb4 - Rd6 35.
Da4- Dxa4 36. Hxa4 -
Rc8 37. Hb4 - Ra7 38.
bxa7 - Ha8 39. c6 - Haxa7
40. Hcl og svartur gafst upp.
Úrslit á mótinu urðu: 1.
Peter Leko, Ungverjalandi,
5 v. af 7 mögulegum, 2.
Kramnik 4V& v., 3-5. Karpov,
Adams og Anand 4 v. 6. Ivan
Sokolov 2Vz v., 7-8. Topalov
og Timman 2 v.
HVÍTUR leikur og vinnur.
HOGNI HREKKVISI
-* hr*>— scfnolotrtJry) h&/*77s/r*s."
TT/I             ••     1      •#»
Víkverji skraar...
ÞAÐ verður athyglisvert að fylgj-
ast með því sem gerist á fjar-
skiptamarkaðnum á næstu misser-
um. Þróunin á þessum markaði er
mjög ör og erfitt fyrir hinn venju-
lega íslending að sjá hana fyrir.
Samstarf íslandssíma og Línu, dótt-
urfyrirtækis Orkuveitu Reykjavík-
ur, bendir til þess að samkeppni á
þessum markaði eigi eftir að
aukast. Að mati Víkverja er aukin
samkeppni á þessu sviði jákvæð
bæði út frá sjónarhóli neytenda og
eins ef litið er til atvinnumála al-
mennt. íslendingar virðast standa
mjög framarlega í samanburði við
aðrar þjóðir við að tileinka sér
tæknikunnáttu. Verði áframhald-
andi vöxtur á þessu sviði má reikna
með að til verði mörg ný vellaunuð
störf hér á landi. Því ber að fagna
og vonandi auðnast stjórnvöldum að
setja leikreglur sem tryggja áfram-
haldandi vöxt í þessari grein.
Það kom þess vegna Víkverja
mjög á óvart að heyra viðbrögð St-
urlu Böðvarssonar samgönguráð-
herra við samstarfi íslandssíma og
Línu. I stað þess að fagna sam-
keppni og fjölgun atvinnutækifæra
á þessu sviði sá ráðherrann ástæðu
til að vara við offjárfestingu á þessu
sviði. Hvers vegna sér samgöngu-
ráðherra ástæðu til að vara við því
að lagðar séu símalínur á íslandi?
Telur hann t.d. að sá geysilegi vöxt-
ur í gagnaflutningum sem verið hef-
ur síðustu ár muni stöðvast og þess-
ar símalínur því liggja ónotaðar í
jörðu? Fróðlegt væri að fá álit sam-
gönguráðherrans á fjárfestingum
Eimskips. Telur hann ástæðu til að
vara við offjárfestingu í sjóflutning-
um? Hvað með flugvélakaup Flug-
leiða?
xxx
STJÓRNMÁL á íslandi eru
stundum háð með einkennileg-
um hætti. Nýlega hækkaði stjórn
SVR fargjöld í strætó. Að þessari
hækkun standa m.a. vinstrimenn,
sem yfirleitt hafa lagt áherslu á að
sú þjónusta, sem hið opinbera veit-
ir, sé sem mest greidd af því opin-
bera. Helgi Hjörvar, nýkjörinn for-
seti borgarstjómar, fordæmdi
borgaryfirvöld t.d. árið 1995 fyrir
að hækka strætófargjöld, en ekk-
ert heyrist frá honum nú. Sjálf-
stæðismenn í minnihluta borgar-
stjórnar hafa gagnrýnt þessa
hækkun nokkuð harkalega. Sjálf-
stæðismenn hafa hins vegar í gegn
um tíðina lagt talsverða áherslu á
þjónustugjöld með þeim rökum að
þjónustan eigi að vera sem mest
greidd af þeim sem nota þjónust-
una. Þetta dæmi sýnir kannski
ágætlega að íslensk stjórnmál snú-
ast ekki um stefnu þar sem tekist
er á um lífsviðhorf, heldur snúast
þau um dægurþras þar sem aðalat-
riðið er að koma höggi á andstæð-
inginn.
AÐUR en Guðni Ágústsson tók
við embætti landbúnaðarráð-
herra gagnrýndi hann landbúnaðar-
ráðuneytið fyrir að vera svifaseint
og fullyrti að afgreiðsla mála drag-
ist þar úr hófi. Þegar Guðni settist í
ráðherrastól höfðu kúabændur beð-
ið í nokkra mánuði eftir svari úr
ráðuneytinu um hvort þeir fengju
að gera tilraun með innflutning á
erfðaefni úr norskum kúm. Guðni
hefur sjálfsagt skoðað þetta mál áð-
ur en hann varð ráðherra og skoðað
það betur síðan. Hann hlýtur því að
fara að taka ákvörðun í málinu.
Bændur hafa þegar lagt í umtals-
verðan kostnað við að undirbúa
þessa tilraun og kostnaðurinn vex
meðan kýrnar í Hrísey bíða eftir
ákvörðun ráðherra. Það er óviðun-
andi að draga bændur á svari í
marga mánuði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68