Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6891100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Jón Svavarsson EINN hinna slösuðu borinn að þyrlunni á slysstað í Þingvallasveit í gærkvöldi. - Alvarlegt bílslys við Þingvelli MJÖG harður tveggja bfla árekst- ur varð í Þingvallahreppi, í brekkunni við Vinarskóg nálægt Kárastöðum, klukkan 21.55 í gær- kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kvödd á vettvang og ; hun tvo slasaða á Sjúkrahús 4 Tteykjavíkur í Fossvogi. Lenti hún þar um klukkan 23. Alls slösuðust fimm manns, en hinir þrír voru fluttir af slysstað með sjúkrabílum til Reykjavíkur. Af vegsummerkjum að dæma virðist sem bflarnir, sem voru af gerðunum Renault Laguna og Su- baru Impreza, hafi skollið hvor framan á öðrum á mikilli ferð. Svo virðist sem Renault-bfllinn hafi ýtt Subaru-bifreiðinni út af veginum, þar sem sú síðamefnda hafi oltið nokkra hringi og lent á hjólunum. Báðar bifreiðirnar eru gjörónýtar eftir áreksturinn. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gærkvöldi var einn hinna slösuðu á gjörgæslu, en ekki talinn í lífs- hættu. Annar fór í sneiðmynda- töku, en hinir voru minna slasaðir. Onnur geimferð Bjarna Tryggva- sonar undirbúin BJARNI Tryggvason geim- fari hefur verið í þjálfun fyr- ir aðra geimferð sína síðan í ágúst í fyrra. Af þeim sökum hefur lítið heyrst frá honum, þar sem nemendur mega ekki tjá sig opinberlega fyrsta ár þjálfunar. „Fyrsta stig þjálfunarinn- ar fól í sér að læra á stjóm- kerfi geimferjunnar og hefð- bundnar kerfisaðgerðir. Þessum hluta lauk í mars. I aprfl hófst svo þjálfunin á ISS-kerfið, stjórnkerfin sjálf, hefðbundnar kerfisaðgerðir og hvernig bregðast eigi við ef bilanir verða á kerfínu. Þessum hluta lýkur ekki fyrr en í lok nóvember á þessu ári,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Hefur störf í hermi í næsta mánuði I næsta mánuði byrjar Bjarni að vinna að fyrstu tæknilegu verkefnunum þjá NASA, samhliða þjálfuninni. Hann mun starfa ásamt fimm öðram geimförum í hermi, þar sem endanleg athugun er gerð á hugbúnaði tölvu- kerfisins í tengslum við geimferjuna. Þar verður og gerð athugun á þeim búnaði og því ferli sem notast er við til að skjóta ferjunni á loft. Líkir eftir öllum tækjum „Þetta er líkan í fullri stærð af sljómklefa geim- ferjunnar, vöralest og vélar- Bjarni Tryggvason rými. Líkanið er búið ná- kvæmri eftirlíkingu af öllum tækjum, tengingum og hermibúnaði í geimferjum," segir Bjarni. Snemma á næsta ári mun þjálfuninni ljúka og Bjarni fá réttindi sem „sérfræðingur um borð í ferjunni“. Auk þessa hefur Bjarni í nógu öðru að snúast. Hann stjóraar hópi verkfræðinga sem eru að þróa rafeinda- búnað fyrir fyrrnefnt ISS- kerfi. Sú vinna er framhald á tilraunum hans með svokall- aðan örþyngdar-titringsein- angrara. ■ Kannar áhrif/6 Morgunblaðið/Rax Loksins þurrkur á Suðurlandi H'INMUNA blíða var á Suðurlandi í gær og gafst bændum því lang- þráð tækifæri til að sinna heyskap eftir mikla vætutíð undanfarið. Var raunar einnig þurrt á þriðju- daginn og sögðust bændur hafa nýtt þessa tvo daga til að koma sem mestu heyi í hús. Voru þeir þó _ sammála um að enn þyrfti nokk- uíra daga þurrk til að klára mætti sláttinn og bjarga heyskapnum þannig fyrir hom þetta sumarið. Á meðfylgjandi mynd, sem tek- in er á túni Ketilsstaða II í Mýr- dal, má sjá að þar var ekki slegið slöku við í heyskapnum í gær og gaf Ásgrímur Sigþórsson sér vart tíma til að líta upp frá vinnu sinni. Honum til aðstoðar er Arn- fríður Ragna Siguijónsdóttir en í baksýn er MýrdalsjökuII sem hafði hægt um sig í blíðviðrinu. Vísindamenn telja að hræringum í Mýrdalsjökli sé lokið í bili Viðbúnaðarstigi aflétt en hvatt til aðgæslu VIÐBÚNAÐARSTIG hefur nú verið fellt úr gildi á svæðinu undir Mýr- dalsjökli. Var ákvörðun þar að lútandi tekin á fundi almannavarnanefndar Mýrdalshrepps í gær að höfðu samráði við jarðvísindamenn, en nú eru ekki lengur taldar meiri líkur en venjulega á að af Kötlugosi verði. Skattskrár um mánaðamót SKATTSTJÓRAR landsins munu leggja fram skattskrár sínar föstudaginn 30. júlí næst- komandi. Verður landsmönnum því ljóst um mánaðamót hvort þeim beri að greiða viðbótar- skatt eða hvort þeir geta vænst endurgreiðslu. Stefnt er að því að um mán- aðamótin verði greiddar út bæt- ur, svo sem barnabætur, vaxta- bætur eða annað sem gjaldend- ur kunna að eiga inni hjá ríkis- sjóði en upplýsingar um slíkt koma fram á álagningarseðli. Ákvörðun almannavamanefndar- innar byggist m.a. á því að nú er lít- il skjálftavirkni á svæðinu og að vatnsmagn í ám úr Mýrdalsjökli fer minnkandi. Er því á ný leyfilegt að fara á jökulinn en fólk er þó beðið um að fara að öllu með gát. Er mælst til þess að ekki sé tjaldað við jökulinn og að gaumur sé gefinn öllu óvenjulegu við hann. Að sögn Hafsteins Jóhannesson- ar, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, er notast við sérstakt almannavarna- kerfi í tengslum við umbrot á Kötlu- svæðinu. Skiptist það í þrjú stig; viðbúnaðarstig, hættustig og neyð- arstig. Á viðbúnaðarstigi eru ríkis- stofnanir og viðeigandi aðilar innan svæðisins, s.s. björgunarsveitir, lát- in vita af stöðu mála og beðin um að vera til taks. Ekki mun þó gripið til sérstakra aðgerða á þessu stigi. Á hættustigi eru björgunarsveitir hins vegar settar í viðbragðsstöðu og íbúar svæðisins varaðir við og á neyðarstigi er lokað fyrir alla um- ferð um svæðið og hús á hættu- svæði rýmd. Þörf á smölun komi til goss íbúar Víkur og nágrennis segjast vera hinir rólegustu þrátt fyrir ná- lægðina við Kötlu og kveðast vita hvernig bregðast eigi við taki hún upp á því að gjósa, sem þeir búast þó síður við að hún geri. Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, skammt austan Víkur, segir þó að komi til goss sé ljóst að smala þurfi og koma búskap í hús. Hann telur vindátt hins vegar ráða því hvort menn þurfi að hafa áhyggjur af tún- um sínum því hún stjórni því hvert askan berist. ■ Eldstöðin/34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.