Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastióri Reykjagarðs hf. vfsar fullyrðingum um óþrifnað á bug Aðfor á hendur kjúklinga- framleiðslu BJARNI Ásgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs hf., sem framleiðir Holtakjúklinga, vísar því á bug að nokkuð athugavert sé við hreinlætismál á_ kjúklingabúi fyrir- tækisins að Asmundarstöðum í Rangárvallasýslu. Hann telji at- hugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands við hreinlætismál á bú- inu og fjölmiðlaumfjöllun í kjölfarið hluta af aðför á hendur sér og kjúklingaframleiðslu hérlendis í heild. Bjarni Asgeir segir jafnframt að gámur með dauðum hænum sem Heilbrigðiseftirlitið gerði sérstakar athugasemdir við á Asmundarstöð- um, hafi verið á ábyrgð gámafyrir- tækisins sem dregið hafi að fjar- lægja hann. Gámafyrirtæki ábyrgt „Við skrifuðum Gámastöðinni 2. júlí og óskuðum eftir því að fjar- lægður yrði gámur með úrgangi, en þá höfðum við margsinnis þurft að bíða eftir því að fyrirtækið stæði við skuldbindingar sínai’. Tíu dög- um síðar komu fulltrúar Heilbrigð- iseftirlits Suðurlands á vettvang og ráku augun eðlilega í þennan gám. Við höfum sömuleiðis margsinnis óskað eftir því að gámafyrirtækið hreinsaði gáma áður en þeir skiluðu þeim, en seinast í dag [gær] skiluðu þeir okkur gámi sem hafði verið fullur af úrgangi og hann kom til baka með dýraleifum, flugum og óhreinindum. Bjarni Asgeir segir að aðbúnað- ur fugla á Asmundarstöðum, um- gengni við þá og hreinlæti sé sam- kvæmt reglugerðum um þau mál og verði að teljast fyrsta flokks. Bæði búið og sláturhús fyrirtækis- ins á Hellu séu undir eftirliti hér- aðsdýralæknis og einnig banda- rískra dýralæknayfirvalda, þar sem búið selur kjúklinga inn á svæði varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. „Við höfum fengið allt upp í 100% gæðavottun frá Banda- ríkjamönnum og þar fyrir utan 93%, 94% og 96% gæðavottun eftir skoðun þeii’ra aðila. Þeir skoða staðinn einu sinni til tvisvar á ári án þess að gera boð á undan sér. Við fengjum ekki að selja Banda- ríkjamönnum kjúkling ef þetta væri ekki í lagi. Við gætum fyllsta hreinlætis," segir hann. Bjami Asgeir segir að markaðs- hlutdeild fyrirtækisins í kjúklinga- sölu hérlendis hafi verið á milli 48 og 50%, en sláturhús fyrirtækisins á Hellu slátrar rétt um 80% af alifugl- um í landinu, þar á meðal hænum og öndum fyrir bændur og einnig fyrir aðra kjúklingabændur. Kjúk- lingabúið var byggt um 1980. Alls eru um 130 þúsund kjúklingar þar og um 10 þúsund stofnhænur. Bjami Asgeir kveðst nú þegar hafa orðið var við neikvæðar afleið- ingar umfjöllunar um skýrslu Heil- brigðiseftirlits Suðurlands, við- skiptavinir hans hafi sumir hverjir dregið í land með pantanir og einnig gæti ótta í þeirra hópi vegna málsins. Hann kveðst telja að um- fjöllunin sé aðför á hendur fyrir- tækinu og kjúklingaframleiðslu í heild sinni. „Einhver sá sér hag í að dreifa þessari skýrslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, til að koma höggi á okkur sem vinnum með kjúklinga. Hverjir hafa mestra hagsmuna að gæta, spyr maður, og þá beinast böndin að samkeppnisaðilum í annarri kjötframleiðslu," segir hann. „Við skulum ekki gleyma því að markaðshlutdeild kjúklinga hef- ur á fimm ámm farið úr 9% í 17% og neysla ýmissa annarra kjötvara hefur minnkað að sama skapi, t.d. hefur hlutdeild lambsins farið úr 46% í 37% á sama tíjna.“ Olafur Rúnar Arnason, fram- kvæmdastjóri Gámastöðvarinnar ehf., kveðst ekki vilja tjá sig um ásakanir framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf. „Við viljum ekkert um þetta mál segja. Við erum þjón- ustuaðilar sem reynum okkar besta en erum ekki sáttir við málið og eig- um eftir að ræða það innan fyrir- tækisins,“ segir Olafur Rúnar. Óskar athugunar á búrekstri Sigurður Örn Hansson, stað- gengill yfirdýralæknis, kveðst ekki hafa skoðað aðstæður hjá Reykja- garði hf. um nokkurra ára skeið, en fulltrúi embættisins, Grétar Hrafn Harðarson, hafi haft eftirlit með ræktun kjúklinga þar og slátrun. „Grétar Hrafn er nú í leyfi en ég talaði við hann í morgun [gærmorg- un] og hef óskað eftir að hann fari ásamt settum héraðsdýralækni að Asmundarstöðum, vegna skýrslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Eg bað hann um að skoða aðstæður þar, skrifa skýrslu um það og gera kröfur um þær úrbætur sem hann telur nauðsynlegar," segir Sigurður Öm. „An þess að ég felli einhverja dóma um ástandið á Asmundar- stöðum, tel ég að vekja þurfi at- hygli á því sem ekki er í lagi, en það þarf að gera án stóryrða. Dýra- læknir alifuglasjúkdóma er vænt- anlegur úr leyfi eftir helgi og ég hef þegar lagt þetta mál fyrir hann og vænti þess að hann muni skoða það betur þegar hann kemur aftur til starfa." UNNIÐ að slátrun kjúklinga. Héraðsdýralæknir á Hellu segir greiðslur frá Reykjagarði hf. ekki tengjast mati á Ásmundarstöðum Vísar ábyrgð á gámafyrirtæki HÉRADSDÝRALÆKNIRINN á Hellu, Grétar Hrafn Harðarson, heimsótti í gær kjúklingabú Reykjagarðs hf. að Ásmundarstöð- um og skoðaði það að beiðni stað- gengils yfirdýralæknis. „Það er ýmislegt sem fara má betur í svona stórum búrekstri. Þetta er aldrei fullbúið eða fullkomið og auðvitað á það líka við í þessu til- vik, en þessi skýrsla Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands er víðsfjarri sannleikanum," segir Grétar Hrafn. Framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Suðurlands segir héraðsdýralækni ekki hlutlausan vegna greiðslna sem hann þiggi frá Reykjagarði hf. Grétar Hrafn segir að heilbrigð- iseftirlitið hafi fyrst og fremst sett út á gáma á búinu og hann telji að þjónustufyrirtækið, Gámastöðin ehf., sem starfar sem undirverk- taki Sorpstöðvar Rangárvalla- sýslu, hafi ekki staðið sig að þessu leyti. Hann bendir jafnframt á að starfsmenn Reykjagarðs hf. hafi ítrekað gert athugasemdir við starfsemi Gámastöðvarinnar ehf. og óskað eftir bragarbót á sorp- hirðu. Geta ekki þrifíð gáma „Mergur málsins er sá að gám- arnir hafa ekki verið í lagi og Reykjagarður hf. hefur óskað eftir bættri þjónustu á því sviði. Það er engin aðstaða við sorpstöðina á Strönd í Rangárvallasýslu til að þrífa gámana og við teljum þetta ekki viðunandi," segir Grétar Hrafn. Hann bendir á að 2. júlí sl. hafi verið farið fram á í bréfi til stjórn- ar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu að ekki yrði dráttur á losun gáma og að þeir yrðu þrifnir. „Ég veit ekki af hverju Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ákvað að koma á stað- inn, nema kannski vegna þessara óska Reykjagarðs hf. um bætta þjónustu gámafyrirtækisins. Eftir því sem ég veit best er þetta í fyrsta skipti í þau tuttugu ár sem Ásmundarstaðir hafa verið starf- andi, sem Heilbrigðiseftirlit Suð- urlands kemur þangað. í svari stjórnarformanns Sorpstöðvarinn- ar við erindi Reykjagarðs hf. stendur að Heilbrigðiseftirlit Suð- urlands sé reiðubúið að aðstoða við upplýsingagjöf varðandi reglur um meðferð úrgangs af því tagi sem þarna um ræðir. Ég geri því ráð fyrir að Heilbrigðiseftirlit Suður- lands hafi fengið upplýsingar um þessar óskir Reykjagarðs um bætta þjónustu. Ég tel líklegt að þeir hafi farið af stað í kjölfarið," segir hann. Slæm staða opinberra eftirlitsmanna Matthías Garðarsson fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki vilja standa í orðaskaki við héraðsdýralækni á Hellu varðandi þessi mál. Hann bendi hins vegar á að Reykjagarð- ur hf. sé einn stærsti launagreið- andi héraðsdýralæknis. „Grétar Hrafn sinnir Reykjagarði hf. sem dýralæknir fyrir allt þeirra skepnuhald og fær greiðslur íyrir vikið, en jafnframt er hann opinber eftirlitsmaður með rekstri þeirra. Það er slæmt að setja menn í þessa stöðu, þ.e. að vera bæði opinberir eftirlitsmenn og eiga fjárhagslegan hag undir þessum fyrirtækjum. Ef þeim verður illa við hann leita þeir til annars dýralæknis og þá missir hann tekjur. Svona er þetta hins vegar í landinu og ég vona að menn beri gæfu til að breyta þessum lög- um og skilst raunar að það sé í deiglunni. Við munum hins vegar ekki bregðast við yfirlýsingum hér- aðsdýralæknis með formlegum hætti. Mér þykir þær miður og vil að allir sem einn einblíni á vanda- málið og fari að ráða bót á því,“ segir Matthías. Grétar Hrafn bendir á að hlut- verk héraðsdýralæknis sé marg- þætt lögum samkvæmt og beri honum bæði að sinna opinberu eft- irliti og þjónustu við dýraeigendur. „Ég veiti Reykjagarði hf. vissulega þjónustu sem ég þigg greiðslur fyrir, en ég er ekki launþegi hjá þessu fyrirtæki. En svona er hér- aðsdýralæknisþjónustunni háttað og ég tel að ég starfi ekki þannig að greiðslur hafi áhrif á mín opin- beru störf. Það er mín sannfæring að ég hafi unnið af heilindum í þessu máli,“ segir Grétar Hrafn. Bundinn trúnaði í svari heilbrigðisfulltrúa Heil- brigðiseftirlits Suðurlands við yfir- lýsingu héraðsdýralæknis á Hellu, er fullyrt að starfsmenn Reykja- garðs hf. á Ásmundarstöðum og í sláturhúsinu á Hellu hafi veikst al- varlega og sé héraðsdýralækni kunnugt um þau veikindi. Grétar Hrafn kveðst ekki vilja tjá sig um þessi efni. „Ég er bundinn ákveðn- um trúnaði gagnvart bæði við- skiptavinum mínum og gagnvart starfi mínu, yfirmönnum og öðru, og finnst ekki rétt að tjá mig um þessi mál. Ég hef ekki upplýsingar um þetta mál og það er heilsugæsl- an sem sér um og annast heilsu- gæslu og reglubundnar læknis- skoðanir starfsfólks, eins og gert er ráð fyrir í matvælaiðnaði. Ég vísa því á heilsugæslulækninn eða heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.