Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 33 Bylting Fjölnota byggingaplatan sem allir VIROC byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. ÞÞ &CO VIROC byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóöeinangrandi. VIROC byggingaplatan er umhverfisvæn. VIROC byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staðalstærð: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm UPPREISN ÆRU Gene Walz, höfundur bókarinnar um ------------—-7---- Teiknimynda-Kalla - Vestur-Islendinginn Charles Thorson - heldur fyrirlestur um Charles og feril hans í Listasafni Akureyr- ar í kvöld. Bókin kom út í Winnipeg undir síðustu jól og hefur vakið mikla athygli og sett Charles Thorson á kortið sem einn af áhrifameiri teiknurum í amerískum teikni- myndum á fjórða áratug aldarinnar. Hávar Sigurjónsson átti spjall við Walz. LITLI indjáninn Hiawatha var sköpunarverk Charles Thor- sons meðan hann var hjá Walt Disney. Leitlð upplýslnga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100 Þessi stfll sem Walt Disney er þekktastur fyrir varð ráðandi eftir mótunartímann á fjórða áratugnum og þarna liggja rætumar að áhrif- um Charles Thorsonar í bandarískri teiknimyndagerð," segir Gene Walz. Charles Thorson var sonur hjón- anna Stefáns Þórðarsonar og Sig- ríðar Þórarinsdóttur frá Ásakoti í Biskupstungum sem fluttu til Winnipeg í Kanada árið 1887 og settust síðar að í Gimli. Charles var þriðji í röð fjögurra bræðra, fæddur 1890, næstelstur var Joseph Thor- son, sem varð þekktur um allt Kanada fyrir stjórnmálaafskipti sín, mikOsmetinn lögfræðingur og lá næni að hann yrði forsætisráð- herra Kanada þegar stjórnmálafer- ill hans stóð sem hæst. Gene Walz segir þá bræður Joseph og Charles hafa verið jafn ólíka og bræður geta verið, en upphaf bókarinnar um Teiknimynda-Kalla megi þó rekja til bréfasafns Josephs sem geymt er í ríkisskjalasafninu í Ottawa; þar leyndust fjölmörg sendibréf frá Charles til bróður síns. Walz segir þessi bréf nánast hið eina sem til sé af persónulegum skrifum Charles, þar lýsir hann fyrir bróður sínum aðstæðum í Hollywood, samskiptum sínum við stórlaxa á borð við Walt Disney og Wamer-bræður og þótt hann fegri vafalaust aðstæður svo- lítið og snúi þeim sér í hag megi lesa ýmislegt á mOli línanna um persónuna að baki. „Þegar ég fór svo að grennslast nánar fyrir um feril Charlies kom í ljós að sonur hans, Stephen Thorson, virtur læknir í Bresku Kólumbíu, hafði geymt óhreyft í 25 ár stórt safn af skissum og teikningum föður síns, og ég held að mér sé óhætt að segja að honum hafí þótt verulega vænt um að orðstír föður hans skuli hafa fengið sh'ka uppreisn æru þó að þrjátíu og tvö ár séu liðin frá dauða hans.“ Gene Walz segir að bók sín hafí fengið góðar viðtökur í Kanada og nýverið hlaut hún verðlaunin The Writers and Publishers Award, sem veitt eru árlega í Manitoba og varð bókin Cartoon Charlie, The life and Art of Animation Pioneer Charles Thorson, hlutskörpust fyrir samspil texta og myndskreytinga. Að sögn Walz hafa útgefendur í Bandaríkj- unum og víðar sýnt bókinni áhuga, m.a. hér á Islandi og er því ekki að vita nema bókin um Teiknimynda- Kalla birtist í íslenskri þýðingu áður en langt um líður. framleiddu teiknimyndir í drauma- borginni á fjórða og fimmta ára- tugnum. Walz segir að tvennt megi lesa úr þessu. „Þetta segir talsvert um manninn sjálfan, hann var sífellt á ferðinni, staldraði stutt við á hverj- um stað, var fullur af hugmyndum og hafði litla þolinmæði til að bíða eftir ákvörðunum ef hugmyndum hans var ekki tekið fagnandi strax. Á hinn bóginn var Charlie yfir- burðafagmaður, snillingur á sína vísu og hafði meiri áhrif á teikni- myndaiðnaðinn í heild en margur annar, einmitt vegna þess að hann kom alls staðar við á leið sinni í gegnum teiknimyndaverin. Hann var líka eldri en flestir aðrir sem fengust við teiknimyndagerð á þeim tíma, hann var 44 ára þegar hann kom til Hollywood 1934 og o Yogastöðin Heilsubót Síðumúla 15, sími 588 5711 Sumarnámskeið í HATHA-YOGA byrjar fimmtudaginn 5. ágúst Við leggjum áherslu á fimm þætti til að viðhalda góðri heilsu: • RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir hugann. • LÍKAMLEG ÁREYNSLA í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás. • RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel. • RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni. • JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að verkefnum dagsins strax að morgni. Sértímar fyrir barnshafandi konur. Byrjendatímar og fyrir vana yogaiðkendur. Vetrarstarfsemin byrjar 1. september. Óbreyttir tímar. sem gólfefni CHARLES Thorson árið 1933, rétt áður en hann freistaði gæfunnar í drauma- borginni Hollywood. GENE Walz er pró- fessor í kvikmynda- fræðum við háskólann í Manitoba og hefur skráð kvikmyndasögu fylkisins og fjallað um kanadíska kvikmynda- gerð í greinum og fyr- irlestrum um árabil. Hann segir að áhugi sinn á teiknaranum Charles Thorson hafí blundað í sér um all- langt skeið og fyrstur hafi Haraldur Bessa- son, íslenskuprófessor í Manitoba, bent sér á Charies og litríkar sög- urnar sem af honum gengu í íslendinga- byggðunum. „Charlie var fyrst og fremst þekktur fyrir lífsstíl sinn meðan hann var á lífi; af kven- semi hans fer mörgum sögum enda var hann sjálfur þannig gerður að hann ýtti frekar undir slíkar sögur en dró úr þeim. Mikilvægt framlag hans til sögu og þróunar teikni- mynda í Hollywood var hins vegar nánast óþekkt og bókin hefur komið mörgum á óvart og breytt skoðun þeirra á lífsverki Charles Thorson," segir Walz. Sterkust er að sjálfsögðu sagan, sem lengi hefur gengið meðal fólks af íslendingaættum í Kanada, að Charlie hafi skapað útlit Mjallhvit- ar í samnefndri teiknimynd Walt Disneys og fyrirmyndin hafí verið íslensk stúlka, Kristín Sölvadóttir að nafni, sem var gestkomandi í Winnipeg og Charlie hreifst mjög af. Walz segir að nánast sé ógjörn- ingur að færa sönnur á þessa sögu- sögn með nokkurri vissu. „Charlie starfaði hjá Walt Disney á þeim tíma sem verið var að vinna að myndinni og hann var einn af nærri eitt þúsund teiknurum sem lögðu eitthvað til málanna um útlit hinna ýmsu persóna. Hann var í hópi ríflega hundrað sem fengu nafns síns getið við gerð myndar- innar svo ætla má að framlag hans hafi verið talsvert. T.d. er greini- legt handbragð hans á útliti nokk- urra dverganna og hugsanlega hef- ur hann átt þátt í að móta útlit Mjallhvítar. Það er þó fulldjarft að segja að hann hafi teiknað Mjall- hvíti, kannski hafði skissa frá hon- um meiri áhrif en margt annað og það er greinilegur svipur með þeim Kristínu og Mjallhvíti, en lengra er varla hægt að ganga í fullyrðingum um þetta. Hins vegar er enginn vafi á því hver er höfundur litla indíánans Hiawatha, það var Charles Thorson, þótt Disney hafi ekki getið nafns hans í fyrstu stuttu teiknimyndinni um Hi- awatha sem kvikmyndaverið sendi frá sér. Það þarf ekki að koma á óvart, því Walt Disney birti aldrei nófn höfunda persóna eða sögu- þráðar stuttra teiknimynda á þeim tíma. Sömuleiðis var Charlie aðal- höfundur Kalla kan- ínu, sem hann skapaði hjá Warner-bræðrum, um það er ekki deilt þótt með tímanum hafi nafn Charies Thorsonar máðst út og önnur komið í stað- inn. Walz segir að fjórði áratugur teiknimynda- veranna í Hollywood sé ekki auðveldasti ak- ur að plægja nú nærri sextíu árum síðar. „Margir þeirra sem voru að hefja feril sinn á þessum tíma og urðu með tímanum stærstu nöfnin í bandarískri teiknimyndagerð hafa kosið að segja söguna með sjálfa sig í aðal- hlutverid. Hlutur annarra verður því minni en ella og Charles Thor- son hefur ekki farið varhluta af því. Gott dæmi um þetta er að Charlie var ráðinn til Warner-bræðra til að kenna ungum leikstjóra handbragð- ið við gerð teiknimynda, persónu- sköpun og söguþráð. Þessi ungi maður var Chuck Jones sem er nærri jafn þekktur og Walt Disney fyrir framlag sitt til teiknimynd- anna. Jones nefndi Charlie aldrei á nafn og vildi helst láta líta svo út sem hann hefði stokkið alskapaður inn í teiknimyndaheiminn; hann hefur því alltaf gert mjög lítið úr fyrstu árum sínum hjá Warner- bræðrum, einmitt árunum sem Chariie var að kenna honum hand- bragðið. Charlie hafði líka sína galla, hann átti greinilega mjög erfitt með að lúta stjóm annarra og pakkaði bara saman og fór ef hon- um fannst gert á sinn hlut. Hann lenti upp á kant við Walt Disney sjálfan og fór þaðan í fússi. Það er mjög líklega ein af ástæðunum fyrir því að Disney-kvikmyndaverið hef- ur aldrei viðurkennt framlag hans til teiknimynda sem hann vann að á þess vegum. Hann var síðan í tvö ár hjá Warner-bræðrum og síðan skemur en eitt ár hjá þremur öðr- um teiknimyndaverum, MGM, Fleischer-bræðrum og Terrytoons. Eftir það fór Charlie til New York og síðan aftur til Kanada svo ferill hans í Hollywood var stuttur, sjö ár sem skiptust á milli allra þeirra sem Vlroc utanhússklæðning i Morgunblaðið/Kristinn GENE Walz kvikmyndafræðingur, höfundur i bókarinnar um teiknarann Charles Thorson. naut samstundis virðingar vegna yfirburðakunnáttu sinnar og fjöl- þættrar reynslu. Honum stóðu líka allar dyr opnar í upphafi, það var ekki heiglum hent að ganga beint inn af götunni í gott starf hjá Walt Disney þegar kreppan var í há- marki.“ Kenning Walz um hver áhrif Charlie hafi haft á þróun teikni- myndagerðar ristir djúpt. „Stíll Charlies er auðþekktur og hann hafði grundvallaráhrif á persónu- sköpun í teiknimyndum meðan hann var hjá Walt Disney. Það get- ur tæpast verið tilviljun að persónu- sköpun dýra og alls kyns fígúra breyttist á sama tíma og Charlie starfaði hjá Disney. Sérgrein Charlies voru augu, hann teiknaði augu sem voru full af tjáningu og tilfmningum, augu sem veittu alls kyns nýja möguleika í persónusköpun þar sem mannlegir eiginleikar fígúr- anna vógu mun þyngra en áður. Þetta opnaði alls kyns leiðir í samsetningu á sögu- þræði teiknimyndanna og áhorfendur tengdust fígúr- unum á tilfmningalegan hátt, fundu tO með þeim og lifðu sig inn í söguþráðinn. Horfðu til f 'ömtfQar Byrjaðu strax að hugsa um heilsuna óður en það er orðið of seint. Stuðningur og róðgjöf - hentar öllum. Óskar og Hrafnhildur, símar 552 1086 og 897 3055 oskarthor@ centrum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.