Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 1
183. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mengun mótmælt á Svalbarða Borís Jeltsín boðar „harðar aðgerðir“ í Dagestan Dúman staðfestir Boðar strangari aga Reuters Pútín ávarpaði dúmuna fyrir at- kvasðagreiðsluna og sagði að stjórn sín myndi leggja áherslu á að tryggja stöðugleika, koma á lögum og reglu í landinu og bæta efnahag- inn. Hann bætti þó við að ekki yrðu gerðar miklar breytingar á stjórn- inni. Forsætisráðherrann sagði að ýms- ar blikur væru á lofti í efnahagsmál- um, m.a. vegna lágs olíuverðs, vandamála orkufyrirtækja og minni uppskeru. Hann boðaði engar sér- GRÆNFRIÐUNGAR standa við tunnur merktar fyrirtækjum sem þeir segja bera ábyrgð á framleiðslu eiturefna sem berist til Svalbarða. Grænfriðungar efndu til mótmæla á eyjunni í gær og sögðu að eiturefnin fyndust í æ ríkari mæli á norð- urskautssvæðinu og stefndu líf- ríkinu í hættu. tilnefningu Pútíns Moskvu. Reuters, AP. DUMAN, neðri deild rússneska þingsins, staðfesti í gær tilnefningu Vladímírs Pútíns, fyrrverandi yfirmanns rússnesku öryggislögreglunnar, í embætti forsætisráðherra. Pútín sagði í ræðu í dúmunni að ýmsar blikur væru á lofti í efnahagsmálum en lofaði að koma á frekari markaðsumbótum. Tilnefningin var samþykkt með 233 atkvæðum gegn 84. Pútín þurfti að fá stuðning meirihluta allra þing- manna dúmunnar, eða 226 atkvæði. Pútín er fimmti forsætisráðherra Rússlands á 17 mánuðum og tók við embættinu af Sergej Stepashín, sem Borís Jeltsín forseti rak í vikunni sem leið. Jeltsín hefur lýst því yfir að hann vilji að Pútín verði kjörinn næsti forseti landsins. Flestir þingmanna dúmunnar gagnrýndu forsætisráðherraskiptin og sögðu Stepashín ekki hafa gert neitt sem réttlætti brottvikningu. Þeir virtust hins vegar tregir til að gefa forsetanum ástæðu til að raska undirbúningi þingkosninganna 19. desember. Ef dúman hefði hafnað tilnefningunni þrisvai- hefði forsetinn getað leyst hana upp og boðað til nýrra kosninga. Þingrof hefði ekki breytt kjördeginum en orðið til þess að þingmenn misstu mikilvægar kosningaskrifstofur. Reuters Vladímír Pútín ávarpar dúmuna, neðri deild rússneska þingsins. stakar aðgerðir til að rétta efnahag- inn við en sagði að stjórnkerfinu væri um að kenna fremur en fyrri ríkisstjórnum. Pútín, sem er fyrrverandi njósnari sovésku öryggislögreglunnar KGB, lagði áherslu á að koma þyrfti á strangari aga í Rússlandi og þótti ræða hans minna á Júrí Andropov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna og yfirmann KGB. Jeltsín kveðst ekki ætla að Iýsa yfir neyðarástandi Jeltsín sagði við rússneska blaða- menn fyrir atkvæðagreiðsluna í dúmunni að gripið yrði til „harðra aðgerða" tii að koma á friði í Kákasushéraðinu Dagestan og fleiri rússneskum landsvæðum. Hann kvaðst hins vegar ekki ætla að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna átakanna í Dagestan. Rússneskir fjölmiðlar höfðu leitt getum að því að forsetinn myndi not- færa sér átökin í Dagestan til að lýsa yfir neyðarástandi, sem myndi gera honum kleift að fresta kosningunum til dúmunnar í desember og forseta- kosningunum á næsta ári. Merki um að staða Milosevic Júgóslavíuforseta veikist Auðjöfur segir sig úr stjúrn Serbíu Belgrad. The Daily Telegraph, AFP. BOGOLJUB Karic, einn af auðug- ustu mönnum Júgóslavíu og gamall bandamaður Slobodans Milosevic forseta, staðfesti í gær að hann hefði sagt af sér sem ráðherra í stjórn Serbíu. Karic, sem var ráðherra án ráðu- neytis, kvaðst hafa sagt af sér vegna þess að störf sín fyrir stjórnina væru farin að skaða viðskiptahags- muni hans. Sérfræðingar í júgóslav- neskum stjórnmálum telja hins veg- ar að afsögn hans endurspegli þá erfiðleika sem Karic og fleiri serbneskir kaupsýslumenn hafa orð- ið fyrir vegna efnahagslegu refsiað- gerðanna gegn Serbíu. Karic er meðal fimm systkina sem hafa verið kölluð „Rockefeller-fjöl- skylda Serbíu“ og fregnir herma að viðskiptaveldi hans eigi undir högg að sækja vegna efnahagskreppunn- ar í landinu. Talið er að hann hafi átt stóran þátt í því að fá Milosevic til að semja frið við Atlantshafsbanda- lagið eftir að það gerði loftárásir á verksmiðjur hans. Ráðherra hvetur til afsagnar Milosevic Þótt margir Serbar gagnrýni Milosevic fyrir að hafa valdið efna- hagshruni í landinu eru aðrir óá- nægðir með að hann skuli hafa fyrir- skipað serbnesku öryggissveitunum að fara frá Kosovo. Haft var eftir Tomislav Nikolic, aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu, um helgina að hann vildi að Milosevic segði af sér, „ekki vegna þess að vesturveldin krefjast þess, heldur vegna þess að hann gafst upp í deilunni um Kosovo". Nikolic er fyrsti ráðherr- ann í stjórn Júgóslavíu sem hvetur til afsagnar Milosevic. Djindjic spáir 200.000 manna mótmælafundi Zoran Djindjic, leiðtogi Lýðræðis- flokksins í Serbíu, kvaðst í gær bú- ast við því að um 200.000 manns myndu taka þátt í mótmælum stjórnarandstöðunnar gegn júgó- slavneskum ráðamönnum sem ráð- gerð eru í Belgrad á fimmtudag. Mótmælafundurinn verður hald- inn til stuðnings svokölluðum „stöð- ugleikasáttmála fyrir Serbíu". Hóp- ur óháðra hagfræðinga samdi sátt- málann og samkvæmt honum á bráðabirgðastjórn að taka við völd- unum af nuverandi valdhöfum. Bandalag íyrir breytingum, undir forystu flokks Djindjic, og stjórnar- andstöðuflokkur Vuks Draskovic, Endurnýjunarhreyfingin, ætla að taka þátt í mótmælunum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir tveir stjórn- arandstöðuleiðtogar taka höndum saman frá því að bandalag þeirra, Zajedno, leystist upp árið 1997. Ennfremur er búist við því að serbneska rétttrúnaðarkirkjan sendi einn af forystumönnum sínum á fundinn. Reuters Tekið til starfa í Berlín HANS Eichel, fjármálaráðherra Þýzkalands, opnar regnhlíf merkta Brandenborgarhliðinu sem Eberhard Diepgen, borgar- stjóri Berlínar, t.h., færði honum að gjöf í gær, á fyrsta formlega vinnudegi þýzka fjármálaráðu- neytisins í höfuðborginni. Flutn- ingar ráðuneyta þýzku ríkis- stjórnarinnar frá Bonn til Berlín- ar standa sem hæst þessa dagana, Til sólarlanda á eigin vegum Aldurs- mörkin verði 18 ár Ósló. Morgunbladið. VALGERD Svarstad Haugland, barna- og fjölskylduráðherra í Noregi, hefur hvatt til að bannað verði að selja unglingum yngri en 18 ára ferðir til sólarlanda. Er tilefnið það, að um síðustu helgi voru fimm ungir menn, þrír Norðmenn og tveir Svíar, handteknir á Kýpur fyrir að nauðga 16 ára sænskri stúlku. Að sögn lögreglunnar á Kýp- ui1 hafa ungu mennimir játað verknaðinn og eiga nú yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsi. Haug- land telur að ferðaskrifstofurnar beri nokkra sök í þessu máli og fordæmir sérstaklega „ósmekk- legar auglýsingar" þar sem gef- in eru fyrirheit um „það villtasta af öllu villtu". Haugland ætlar ekki að koma með sérstakt frumvarp um þetta að sinni en hvetur ferða- skrifstofurnar til að selja ekki unglingum yngri en 18 ára sól- arlandaferðir ef þeir eru aðeins á eigin vegum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.