Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34   LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hugvekjur
BÆKUR
Hngleiðingar
Á TORGI HIMINSINS
Hugleiðingar á helgum dögum og há-
tíðum, eftir Heimi Steinsson. Útgef-
andi: Skálholtsútgáfan. 135 blaðsíður.
ANDAKTSBÆKUR hafa verið
gefnar út á íslandi um langan aldur.
A undanförnum árum hafa nokkrar
slíkar bækur náð talsverðum vin-
sældum meðal annars vegna þess
að daglega er lesið úr þess konar
bókum á útvarpsstöðinni Lindinni.
Sífelld þörf er á nýjum
hugleiðingum og nýj-
um hugleiðingabókum.
Fátt hefur eflt kristn-
ina meira hér á landi á
liðnum öldum en hús-
lestrar og heimilisguð-
rækni. Slíkt hefur átt
undir högg að sækja á
undanförnum árum og
margir sem unna
kristninni í landinu
velta því fyrir sér
hvernig endurvekja
megi hina gömlu hefð.
Flestir foreldrar kenna
börnum sínum bænir,
kirkjan fræðir börnin
sem til hennar koma og
fermingarbörn fá fræðslu í kristn-
um fræðum veturinn fyrir fermingu
en svo vill framhaldið oft verða lítið.
Hér er vandi sem kirkjan glímir við
og á erfitt með að leysa. Erfitt er að
gefa út bækur sem fræða fólk um
kristna trú vegna smæðar markað-
arins. Andaktsbækur eru því mjög
mikfJvæg hjálp fyrir þá sem vilja
ástunda reglulegt trúarlíf.
Þessi bók er framlag höfundar til
eflingar kristilegs trúarlífs í land-
inu. Hún inniheldur 43 hugvekjur
°g byggir á safni hugvekja sem höf-
undur ritaði fyrir Morgunblaðið frá
hvítasunnu vorið 1997. I inngangi
segir að bókin innihaldi þrjú megin-
þemu, um rökhyggju og trú, kristna
mystik (einingarhyggju) og það sem
höfundur kallar evangelískan rétt-
Heimir Steinsson
trúnað.
Eins og undirtitill bókarinnar
gefur til kynna eru hugleiðingarnar
ritaðar fyrir flesta helgidaga kirkju-
ársins, en þó ekki alla. Þær byggj-
ast margar á þeim ritningartextum
sem lagðir eru til grundvallar helgi-
halds kirkjunnar á þessum dögum.
Mikill fróðleikur er í bókinni.
Viska og lífsreynsla er óhikað sótt
til margra andans manna kirkjusög-
unnar bæði í bundnu og óbundnu
máli út frá þeirri forsendu að eðli
mannsins sé ætíð það sama og trú-
arreynslan einnig.
Hugleiðingarnar eru fremur
ópersónulegar í upphafi bókarinnar,
enda viðfangsefnið m.a.
um rökhyggju og trú,
en verða persónulegri
þegar líður á lesturinn,
sérstaklega þær sem
flokkast undir efnið
mystik eða einingar-
hyggju. Þar er að finna
ýmsar athugasemdir
og leiðbeiningar til les-
andans um það hvernig
höndla megi þau and-
legu sannindi sem fjall-
að er um.
Þetta gefur bókinni
hagnýtt gildi. Ekki
hefði sakað að hafa
fleiri dæmi úr samtíð
okkar. Kenningin er
rétt út frá lútherskum rétttrúnaði,
enda höfundur þekktur fyrir að
standa vörð um hreina kristna
kenningu eins og hún birtist í lúth-
erskri hefð. I lok hverrar hugleið-
ingar er mikilvægasta setning
hennar endurtekin, skáletruð með
stærra letri til að hjálpa lesandan-
um að tileinka sér aðalatriði þess
sem fjallað er um. Efni bókarinnar
er ekki fyrir byrjendur á vegi trúar-
innar, en gott fóður fyrir þá sem
lengra eru komnir. Það endurspegl-
ar trú og trúarreynslu höfundar
sem umfram annað talar til lesand-
ans. Höfundur ritar á óvenju fal-
legri og kjarnyrtri íslensku, sem út
af fyrir sig gefur bókinni mikið
gildi.
Kjartan Jónsson
Verðlaun Menningarsjóðs
Islands og Finnlands
í TILEFNI af að 25 ár eru liðin frá
stofnun Menningarsjóðs íslands og
Finnlands hefur stjórn sjóðsins
ákveðið að veita sérstaka viður-
kenningu og styrki til eftirgreindra
aðila:
Menningarverðlaun sjóðsins, að
fjárhæð 15.000 finnsk mörk, hlýtur
Aðalsteinn Davíðsson, cand. mag.,
fyrir framlag sitt til að stuðla að
menningarsamskiptum Finnlands
og íslands og sérstaklega fyrir þýð-
ingu sína á bókinni Sjö bræður eftir
Aleksis Kivi á íslensku. Ennfremur
hlýtur Hjörtur Pálsson, cand. mag.,
þýðingarstyrk, að fjárhæð 40.000
finnsk mörk, til að þýða Kalevala-
Ijóðabálkinn á íslensku.
Hátíðarstyrkinn, um 35.000 finnsk
mörk, sem stofnaður var árið 1994 í
tilefni af 50 ára lýðveldisafmæli ís-
lands, hlýtur að þessu sinni finnski
námsmaðurinn Hanna Ampula til að
halda áfram námi í íslensku við
heimspekideild Háskóla íslands.
2,1 milljón
tíl úthlutunar
Stjórn Menningarsjóðs íslands og
Finnlands kom saman til fundar á
Höfn í Hornafirði dagana 24.-25. júlí
sl. til að ákveða árlega úthlutun
styrkja úr sjóðnum. Umsóknarfrest-
ur var til 31. mars sl. og bárust alls
142 umsóknir, þar af 110 frá Finn-
landi og 32 frá Islandi. Uthlutað var
163.000 finnskum mörkum eða jafn-
gildi um 2,1 millj. króna og hlutu eft-
irtaldir umsækjendur styrki sem
hér segir:
Arngunnur Ýr Gylfadóttir, mynd-
listarmaður, 4.000 mörk, styrkur til
listsýningar í Galleri Aurora í
Borgá. Björn Sigurðsson, myndlist-
arkennari, 4.000 mörk, ferðastyrkur
til samstarfsverkefnis Mártensbro
skola í Esbo og Grandaskóla í
Reykjavfk. Edda Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri, 6.000 mörk, styrkur
til að sýna íslenska nútímalist í
Galerie Artek í Helsingfors við alda-
mótin árið 2000. Guðný Margrét
Magnúsdóttir, myndlistarmaður,
4.000 mörk, til að halda sýningu á
verkum sínum við Listiðnaðarsafnið
í Helsingfors sumarið 2000. Kolfinna
Sigurvinsdóttir, íþróttakennari,
4.000 mörk, styrkur til að kynna sér
finnska þjóðdansa. Laufey Sigurðar-
dóttir, fiðluleikari, og Páll Eyjólfs-
son, gítarleikari, 6.000 mörk, styrk-
ur til tónleikahalds í Finnlandi. Mar-
ía Arnadóttir, leikari, 4.000 mörk, til
að taka þátt í samstarfi Norræna
hússins í Reykjavfk, og Klockriket-
eatern. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir,
talmeinafræðingur, 4.000 mörk,
ferðastyrkur til að vinna að rann-
sóknarverkefni um raddbeitingu
kennara. Þjóðleikhúsið, 5.000 mörk,
styrkur til þátttöku Birgitta Ulfson í
finnska gestaleiknum „Visor sá
lánge man lever". Ösp Viggósdóttir,
bókasafnsfræðinemi,. 4.000 mörk,
styrkur til að safna upplýsingum um
finnskar og finnlandssænskar bók-
menntir sem þýddar hafa verið á ís-
lensku og gefa upplýsingarnar út á
hljómdiski. Suomi-félagið á íslands,
10.000 mörk, til að halda upp á 50
ára afmæli félagsins og þjóðhátíðar-
dag Finna. Guðný Björk Eydal ogN
Pirkko-Liisa Rauhala, 4.000 mörk,
til að vinna að samstarfsverkefni um
þjóðfélagsþróun í Finnlandi og á ís-
landi. Elina Brotherus, myndlistar-
maður, 4.000 mörk, til að halda
myndlistarsýningu í Galleríi Ingólfs-
stræti 8 í Reykjavfk. Gustav
Djupsjöbacka, 3.000 mörk, ferða-
styrkur til að halda tónleika með
Rúni Brattaberg í Reykjavík haust-
ið 1999. Timo Ernamo, upplýsinga-
fulltrúi, 8.000 mörk, styrkur vegna
finnskra bókmenntadaga á Islandi
haustið 1999. Kaj-Erik Gustafsson,
tónlistarmaður, 4.000 mörk, ferða-
styrkur til að halda fyrirlestur á ís-
landi um orgeltónlist. Eeva-Liisa
Isomaa, graffklistamaður, 4.000
mörk, til að taka Ijósmyndir á ís-
landi. Helsingfors Konsthall, 4.000
mörk, til þátttöku Tuma Magnús-
sonar, myndlistarmanns, í listsýn-
ingu í Helsingfors. Jan Kaila, ljós-
myndari, 4.000 mörk, til að taka þátt
í sýningunni „Not Just For Fun" í
Reykjavík. Berit Lundell, leikstjóri,
4.000 mörk, til að setja upp leikritið
„Slángpolska". Hljómsveitin Lyyran
Tahtikuvio & Vega, 8.000 mörk,
ferðastyrkur vegna Kalevalapop-
tónleika í Norræna húsinu í Reykja-
vík veturinn 1999. Anssi Mánttári,
kvikmyndaleikstjóri, 4.000 mörk, til
kvikmyndasamstarfs á íslandi.
Styrktarfélag     Jubilate-kórsins,
8.000 mörk, ferðastyrkur vegna ís-
landsferðar kórsins sumarið 2000.
Kansallis-Kuoro, 8.000 mörk, til tón-
leikaferðar til íslands sumarið 2000.
Norræna húsið á Alandseyjum,
4.000 mörk^ til leiklistarsamstarfs
íslands og Álandseyja að uppsetn-
ingu Brúðuheimilisins eftir Ibsen í
leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar.
Tónlistardeild grunnskólans í Pi-
elisjoki, 8. bekkur, 5.000 mörk,
ferðastyrkur til íslandsferðar haust-
ið 1999. Katri Soini, danskennari,
4.000 mörk, til að kenna dans á ís-
landi haustið 1999. Harri Syrjánen,
gullsmiður, 3.000 mörk, til sýningar
á skartgripum sínum í Galleríi
Ófeigi í Reykjavík. Pasi Tolppanen,
tekn. lic, 4.000 mörk, til að taka þátt
í jarðfræðinámskeiði á íslandi. Abo
Svenska Teater, 8.000 mörk, til
gestasýningar á leikritinu „Drottn-
ingen av Leenane" í leikstjórn Arn-
Henrik Blomqvist. Kaj Puumal-
ainen, leikmyndahöfundur, 1.000
mörk, styrkur til að ferðast um ís-
land í sambandi við námskeið í leik-
myndagerð í Kópavogi. Tua Ranni-
nen-Pöysti, blaðamaður, 4.000 mörk,
til að skrifa greinar uín íslenskt
handverk. Rúni Brattaberg, óperu-
söngvari, 4.000 mörk, ferðastyrkur
til tónleikahalds með Gustav Djup-
sjöbacka í Norræna húsinu haustið
1999. Ari Saarto, myndlistarmaður,
4.000 mörk, til að taka landslags-
myndir á íslandi.
Stjórn sjóðsins skipa Matti
Gustafson, hum. kand., Juha
Peura, fil. mag., dr. Njörður P.
Njarðvík, prófessor, og Þórunn
Bragadóttir, deildarstjóri. Vara-
menn eru Ann Sandelin, forstöðu-
maður, og Þórdís Þorvaldsdóttir,
bókasafnsfræðingur.

Viskusteinn Mozarts
ÞAÐ VAKTI heimsathygi fyrir
þremur árum er fréttist að banda-
rískur fræðimaður hefði fundið óp-
eru eða söngleik sem væri að
nokkru leyti saminn af Mozart,
enda ekki á hverjum degi sem áður
óþekkt verk eftir Mozart finnast.
Verkið, sem kallast Viskusteinn-
inn, Der Stein der Weisén, kemur
út í fyrsta sinn á mánudag en í því
telja menn sig heyra sterkan sam-
hljóm með Töfraflautunni sem
samin var skömmu síðar.
Fræðimenn hafa lengi haft grun
um að Mozart hafi komið að Visku
steininum án þess þó að hafa fyrir
því aðrar heirnildir en að sumt
hefði handbragð hans og minnti
jafnvel að einhverju leyti á
Töfraflautuna. í þeim handritum
sem til voru var aftur á móti ekkert
getið um höfunda að stökum þátt-
um og það var ekki fyrr en banda-
rískur     tónlistarsagnfræðingur
rakst á áður óþekkt handrit söng-
leiksins að í ljós kom að Mozart
hafð samið nokkuð af leiknum.
Á  stríðsárunum  létu  Rússar
greipar sópa um þýsk
lista- og bókasöfn. í
góssinu  var  meðal
annars samtímahand-
rit að Lausarsteinin-
um sem skilað var síð-
an með öðrum pappír-
um til Þýskalands fyr-
ir  nokkrum   árum.
Handritið lenti á ríkis-
bókasafni Hamborgar
og þar rakst banda-
ríski   tónlistarsagn-
fræðingrurinn  David
J. Buch á það sumarið
1996. Hann þekkti til
söngleiksins en rak í
rogastans þegar hann
sá að í handritinu var
ritað nafn höfundar hverjum þætti
og víða stóð von Mozart, eftir Moz-
art, efst á síðunum.
Hlutur Mozarts í söngleiknum er
frægur kattadúett en einnig á hann
megnið af lokaþætti leiksins. Af
bréfum Constanze konu hans má
ráða að hann hafi líka lagt hönd á
plóg við samningu hluta sem ann-
ars eru skrifaðir á aðra höfunda en
þeir voru samstarfsmenn hans
meðal annars við uppfærslu
Töfraflautunnar, aukinheldur sem
einn þeirra, Emanuel Schikander,
samdi söngtexta beggja óperanna.
Hugmyndin að Viskusteininum og
Töfraflautunni er og frá Schikand-
er komin því hann fékk Mozart og
félaga sína, Johann Baptist
Henneberg, Benedikt Schack og
Franz Xaver Gerl, til liðs við sig að
Wolfgang Amadeus
Mozart
setja saman söngleiki,
sangspiel, sem byggja
áttu á sögum úr ævin-
týrasafninu
Dschinnistan eftir
Christoph Martin Wi-
eland.     Schikander
hugðist nýta söngleik-
ina til að tryggja að-
sókn að leikhúsinu
Theater auf den
Wieden sem hann tók
við sumarið 1789 og
greip til þess ráðs að
setja saman einskonar
tónsmíðanefnd til að
flýta fyrir samningu
verkanna.
Fyrsta verkið í þess-
ari söngleikasyrpu var Visku-
steinninn, sem einnig var kallaður
Töfraeyjan, Die Zauberinsel. Þeir
félagar eru allir skrifaðir fyrir
Viskusteininum, þótt hlutverka-
skipti þeirra hafi ekki verið Ijós
fyrr en handritið góða fannst í
Hamborg, og allir komu þeir einnig
að samningu og frumflutningi
Töfraflautunnar. Schikander samdi
söngtextann, eins og áður er getið,
Henneberg var hljómsveitarstjóri
við frumflutninginn, Schack, sem
var mikill vinur Mozarts, söng Ta-
mino og Gerl söng Sarastro.
Frumflutt ári á undan
Töfraflautunni
Viskusteinninn var frumfluttur
í september árið 1790, ári áður en
Töfraflautan var frumflutt á sama
stað. Ýmsu svipar saman í Visku-
steininum og Töfraflautunni og
þá ekki bara í þeim þáttum sem
Mozart samdi, heldur telja menn
sig einnig geta heyrt samsvörun í
þeim hlutum Viskusteinsins sem
aðrir eru skrifaðir fyrir en Moz-
art. Þar má nefna aríu persónu
sem kallast Luibano en henni
svipar mjög til aríunnar frægu,
Ein Mádchen oder Weibchen,
sem Papagenio syngur en þær
eru líka á svipuðum stöðum í óp-
erunum tveimur. Fræg aría Næt-
urdrottningarinnar í Töfraflaut-
unni á sér líka samsvörun í
Viskusteininum          þegar
Astromonte syngur í lokaþættin-
um virtúósaaríu en Astromonte
er þó sunginn af tenór.
Margir hafa spurt hvers vegna
Mozart hafi tekið í mál að semja
tónverk í nefnd. Líkast til hefur
þar haft mikið að segja að hann
þurfti sárlega á peningum að halda
og svo hitt að þátttakendur voru
allir félagar hans á þessum tíma. I
ævisögu Mozarts, sem kom út
skömmu eftur dauða hans, kemur
fram að samstarf hans og Schaks
var mjög náið, enda leitaði Schak
iðulega til Mozarts er hann glímdi
við eigin óperur, og að sögn kom
Mozart oft heim til Schaks og
samdi glesfur í óperum hans. Eng-
ar heimildir eru þó um hversu
mikinn þátt hann á í verkum
Schaks en varðveist hefur bréf frá
Constanze Mozart þar sem hún
biður Schak um að segja sér hvað
Mozart samdi. Schak lést hins veg-
ar áður en hann gat orðið við þeirri
beiðni.
Viskusteinninn naut talsverðra
vinsælda á sínum tíma og var með-
al annars fluttur víðar í Austurríki.
Ekki eru til heimildir um hvernig
henni vegnaði í Vín en ýmsar vís-
bendingar eru um að henni hafi
verið vel tekið. Smám saman féll
hún þó í gleymsku og var síðast
flutt árið 1814 í Linz.
Uppgötvun áður óþekktra verka
eftir Mozart er vitanlega mikill við-
burður en ekki þykir mönnum
minnst um vert að um er að ræða
verk sem hann samdi undir lok æv-
innar. Tónlistarfræðingar hrósa og
happi yfir því að fá vísbendingu um
hvernig Mozart endurnýtti hug-
myndir og ekki er minnst um vert
að Viskusteinninn varpar nýju ljósi
á tilurð Töfraflautunnar sem telst
eitt af meistaraverkum vestrænna
tónbókmennta.
Viskusteinninn var fyrst fluttur
á okkar tímum í konsertupp-
færslu af Barokkhljómsveitinni í
Boston undir stjórn Martins Pe-
arlmans en hann yfirfór verkið
fyrir flutninginn með David J.
Buch. Líkt og tíðkaðist á þessum
tíma var nokkuð um talað mál en
þeir hlutar verksins voru týndir.
Áður en kom að frumflutningnum
og upptöku tókst að grafa textann
upp og er hann notaður í fyrstu
útgáfu verksins á vegum Telarc-
útgáfunnar bandarísku en versl-
unin 12 tónar hefur umboð fyrir
þá útgáfu hér á landi. Með útgáf-
unni fylgir diskur þar sem stjórn-
andinn, Martin Pearlman, segir
frá tilurð verksins og rekur
tengslin við Töfraflautuna með
tóndæmum.
h
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72