Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						• A4     LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Vending í byggða-
málum á Vestfjörðum
UM BJARTA helgi
í upphafi vors hélt
Háskóli íslands ráð-
stefnu um byggðamál.
Meðal fyrirlesara var
fyrirsvarsmaður
Skota í byggðamálum.
Reyndur maður og
Virtur sem m.a. hafði
gegnt ábyrgðarstarfi
hjá EB á þessum
vettvangi. Eftirtekt-
arvert var að fram
kom í máli hans að
raunhæfasta nýsköp-
un í byggðamálum
væri að efla atvinnu-
vegi sem hefðu tengsl
við fólkið á lands-
byggðinni, þar væri fyrir hendi
þekking og reynsla sem væri
grundvallaratriði í árangri í þróun
byggðamála.
Að þessum áherslum er vissu-
lega gott fyrir okkur íslendinga
ifc^ð hyggja þegar hugað er að
byggðamálum. Því er til þessara
orða vitnað að oft er það svo að sá
boðskapur sem berst lengra að
heyrist gjarnan betur heldur en sá
sem til verður í eigin umhverfi.
Þessi upprifjun á vel við þegar
horft er til þess atburðar sem varð
nýliðinn laugardag þegar nýtt fyr-
irtæki, Fiskvinnslan Fjölnir hf.,
var stofnað vestur á Þingeyri.
Þetta fyrirtæki getur og mun, ef
vel verður á málum haldið, breytt
^þróun byggðamála á Þingeyri og
raunar um Vestfirði alla ef fyrir-
mynd verður sótt til þeirrar ný-
sköpunar sem nú fer fram á Þing-
eyri.
Upphaf að þessu máli er að
sækja til útdeilingar á byggða-
kvótanum svonefnda, að ógleymd-
um þeim vandamálum sem uppi
voru á Vestfjörðum vegna bágra
Egill
J<5nsson
aðstæðna í fiskvinnslu
þar, eins og kunnugt
er, og kölluðu á að
brugðist yrði við. Bæj-
arstjórn ísafjarðar-
bæjar réð til sín gamla
bæjarstjórann sinn,
Harald L. Haraldsson
hagfræðing, sem hefur
bæði reynslu og þekk-
ingu á þessum málum
og var öllum staðhátt-
um kunnugur á Vest-
fjörðum frá fyrri tíð.
Markmiðin sem sett
voru í upphafi þessa
verkefnis voru:
1.     Að     fimmfalda
byggðakvótann, þ.e. að
til vinnslu kæmu a.m.k. tvö þúsund
þorskígildistonn af slægðum fiski
auk meðafla.
2. Að hlutafé nýs fyrirtækis mið-
aðist við 4-500 millj. kr.
3. Að árleg arðsemi næmi u.þ.b.
20% hlutdeildar ísafjarðarbæjar í
byggðakvótanum.
4.  Að heppilegt húsnæði fengist
fyrir væntanlegan rekstur.
Það er skemmst frá því að segja
að þau markmið sem hægt er að
uppfylla á þessum tíma hafa geng-
ið eftir. Reynslan verður að segja
til um framhaldið. Þótt ekki sé
ætlunin að eltast við það neikvæði
sem fram hefur komið um þessi
mál á Vestfjörðum, og raunar víð-
ar, verður ekki hjá þvf komist að
vekja athygli á fullyrðingum um
að byggðakvóta ísafjarðarbæjar
sé ráðstafað til Grindavíkur. Hið
rétta er að kvótanum er úthlutað
tO vinnslustöðvar á Þingeyri. Þar
á hann að margfalda sig í nýstofn-
uðu fyrirtæki, í fiskvinnslunni
Fjölni hf., og verða þannig gildur
þáttur í arðbærum rekstri. Ekki
eitt einasta kg af byggðakvótanum
Byggðastefna
Þau markmið sem
hægt er að uppfylla á
þessum tíma hafa
gengið eftir, segir Egili
Jónsson. Reynslan
verður að segja til um
framhaldið.
fer til Grindavíkur. Annað er að
samið hefur verið um að útgerðar-
félagið Vísir í Grindavík leggi upp
til vinnslu í Fjölni eitt þúsund tonn
af slægðum fiski og að auki kemur
á markað á Þingeyri meðafli úr
þeim afla, kannski nálægt því eins
stór, sem vel getur hentað til ann-
arrar vinnslu á Þingeyri eða öðr-
um nálægum byggðum þar vestra.
Áður var á það minnst að kvóta
ísafjarðarbæjar er úthlutað til
vinnslustöðvar. Ákveðið er að
Fjölnir kaupi 600 tonna kvóta til
viðbótar. Þannig hefur nýja fisk-
vinnslan Fjölnir á Þingeyri til ráð-
stöfunar í upphafi ferils síns eitt
þúsund tonna fiskveiðiheimildir.
Með samningum við Vísi í Grinda-
vík tvöfaldast þær. Þetta er það
upplegg sem lagt er af stað með
sem grundvöll að starfsemi Fjölnis
á Þingeyri. Vert er að vekja at-
hygli á að nú er það vinnslustöð
sem fær fiskveiðiheimildir til ráð-
stöfunar, þ.e. hlutdeild í byggða-
kvóta og síðan kvóta til eignar eins
og ákveðið hefur verið. Sú gagn-
rýni hefur komið oftsinnis fram að
sala á veiðiheimildum sé alltof
frjálsleg þar sem framkvæmda-
stjórar og stjórnir einstakra fé-
laga réðu þar mestu um. Að því er
varðar Fjölni eru þrengri skorður
settar því eigi slíkt framsal að
vera heimilt þarf samþykki 2/3
hluta eigenda til að svo geti orðið.
Mesta eftirtekt hlýtur að vekja í
þessu máli sú mikilsverða niður-
staða að 400 millj. kr. í hlutafé hafi
safnast og ef til vill megi vænta
100 millj. kr. til viðbótar þannig að
heimanmundur Fjölnis í eigin fé
nemi M- milljarði kr.
Þetta er vending í peningasýslu
sjávarútvegsfyrirtækja á Vest-
fjörðum og þótt víðar sé leitað.
Fregnirnar að vestan hafa því
miður oft verið af hinu gagnstæða,
kvóti og skip seld burtu frá Vest-
fjörðum og sanna þær m.a. nýlegt
dæmi frá Básafelli, Eg minnist
þess ekki að við slíkar aðstæður
hafi mikið verið rætt um að sá sem
keypti yæri að taka fiskveiðiheim-
ildir frá öðrum. Og þá kemur að
stóru spurningunni: Hvað er það
sem þessi óvenjulega ákvörðun
fjárfesta ræðst af? Þegar menn
virða fyrir sér þann hóp fjárfesta
sem hér eiga hlut að máli kemur
berlega fram að þar fara saman
góð tengsl við hinar dreifðu
byggðir landsins og áhugi á fram-
gangi þeirra, en arðsemissjónar-
mið hljóta þó að ráða. Fimmföldun
byggðakvótans verður tilefni 200
tonna fiskveiðiheimilda í slægðum
fiski auk meðafla sem að landi
berst. Arðsemismarkmið um
aukningu á u.þ.b. 400 kvótatonn-
um á 5-7 árum er auðvitað nokkuð
sérstakt og áhugavert markmið en
aflaheimildir sem þannig verða til
eru af líkri stærð og byggðakvót-
inn sem Fjölnir fær til ráðstöfunar
í ár og kemur í skarðið þegar hon-
um verður skilað til baka.
Allar þessar áherslur eru ærið
nýstárlegar og eftirtektarverðar.
Ef betur er að gáð, má kannski
segja og þó ekki! Því dæmið um
breytta búskaparhætti þessa ára-
tugar er bakhjarl þessara ákvarð-
ana, þannig fæst sú gilda niður-
staða um nýtt gildismat á hinar
hefðbundnu greinar sem best hafa
dugað þessari þjóð og eru enn sem
fyrr grundvöllur að lífi dreifðra
byggða á íslandi. Þessar stað-
reyndir eru tilefni að ákvörðuninni
um stofnun Fjölnis á Þingeyri.
Það eru nú miklar fréttir ef sá
kostur er fyrir hendi að fjárfestar
leggi peninga sína í fyrirtæki á
landsbyggðinni sem byggja rekst-
ur sinn á þeim auðlindum sem líf
og tilvera hinna dreifðu byggða
nærist á. Það er þróun sem ég segi
að boði vendingu í byggðamálum.
Við mig var sagt hér á dögunum af
mætum manni ónafngreindum þó,
að gaman væri að gefa nýrri öld
fyrirheit um blómlega búsetu í
landinu. Þetta viðhorf kalla ég líka
vendingu í byggðamálum. Þessi
áform, ef af yrði, byggjast auðvit-
að á því að auðlindirnar sem guð
gaf þessu landi fái að njóta sín
eins og grundvöllur í búskapar-
háttum þjóðarinnar hefur þróast á
þessum áratug. Afar verðmæt og
eftirtektarverð niðurstaða í þess-
um efnum hefur nýlega orðið til
vestur á Þingeyri. Athygli hlýtur
að vekja að þessi niðurstaða er í
fullu samræmi við boðskap fyrir-
lesarans frá Skotlandi sem flutti
mál sitt í Háskólanum á vordægr-
um og í upphafi þessarar greinar
er vitnað til. Eftirtektarvert hefur
verið að fylgjast með afstöðu bæj-
arstjórnarinnar í ísafjarðarbæ
gagnvart Þingeyrarmálinu sem ég
kalla svo. Ýmislegt bendir til þess
að störf þessarar bæjarstjórnar
séu býsna trúverðug. Ráðning
bæjarstjórans, Halldórs Halldórs-
sonar, hefur verið góður kostur,
ráðning ráðgjafans, Haraldar L.
Haraldssonar, sem töfraði fram
Þingeyrarmálin og samheldni
bæjarstjórnarinnar allrar í þeim
málum hlýtur að vekja eftirtekt
þeirra sem með málunum fylgd-
ust.
Höfundur er formaður sljórnar
Byggðastofnunar.
Laugavegur 53b
EFTIR að úrskurð-
-arnefnd skipulags- og
byggingarmála felldi
úr gildi leyfi fyrir ný-
byggingu við Lauga-
veg 53b í annað sinn
hafa nokkrir aðilar er
tengjast málinu tjáð
sig um það í fjölmiðl-
um. Sum ummælin
gefa svo ranga mynd
af stöðunni að full þörf
er á leiðréttingu.
Hver ber ábyrgð
á löliimini?
í fréttaviðtali í
Morgunblaðinu 11/8
segir     byggingaraðil-
^íinn, Jón Sigurðsson: „Við ætluðum
að hafa húsið tilbúið fyrir ári þegar
nýi Laugavegurinn var opnaður.
Við erum mjög sárir yfir hvernig
þessir íbúar sem standa fyrir þess-
um kærum eru að eyðileggja fyrir
okkur verslunargötuna." Þessi um-
mæli eru mjög óréttlát í garð okkar
nágannanna. Deilurnar hafa aldrei
staðið um hvort mætti byggja nýtt
verslunarhús á þessari lóð, heldur
um stærð hússins. Áætlun bygging-
araðilans um að húsið yrði tilbúið
fyrir ári hefði staðist ef hann hefði
^comið til móts við sjónarmið ná-
granna þannig að skerðing á um-
hverfi og eignum þeirra yrði bæri-
leg.
Fyrir tæpum tveimur árum
lögðu nágrannar fram sáttatillögu
sem gerði ráð fyrir minnkun húss-
ins, en samt með þeim formerkjum
að þarna mætti rísa myndarlegt og
"Árðbært verslunarhús. Við vorum
tilbúin að sætta okkur við mikla
Jon Kjell
Seljeseth
skerðingu umhverfis
og eigna okkar sökum
skerðingar á núverandi
sólar- og birtuskilyrð-
um. Þótt húsið yrði
minnkað væri bygging-
araðilinn samt sem áð-
ur með hús sem væri
mun arðsamara en
flest önnur verslunar-
hús af „stærri gerð-
inni" á þessu svæði.
Byggingaraðilinn talar
um að rembst sé við að
útvega 2-3 verslunar-
pláss af stærð-
argráðunni 150-200
fermetrar, en gleymir
að minnast á það 450
fermetra verslunar-
rými sem gert er ráð fyrir á annarri
hæð. Alls er nýbyggingin tæp 2200
fermetrar.
Við nágrannarnir vísum því al-
gjörlega á bug að við séum ábyrgir
fyrir töfunum á þessum fram-
kvæmdum, og séum með því að
„eyðileggja Laugaveginn". Það
mætti alveg eins halda því fram að
byggingaraðilinn bæri ábyrgðina,
með því að vera ekki reiðubúinn að
byggja hús sem væri ásættanlegt
fyrir alla hagsmunaaðila. Þó hvílir
ábyrgðin að sjálfsögðu á borgaryf-
irvöldum sem nú tvívegis hafa gefið
leyfi fyrir framkvæmd sem brýtur í
bága við lög.
Byggt að
lóðarmörkum
Jón Sigurðsson segir jafnframt:
„Jón Kjell á 53a hefur byggt eld-
varnarvegg út í lóðarmörk en við
megum ekki byggja út í hans lóðar-
mörk." Hann gleymir hér að minn-
ast á tvö mikilvæg atriði. Það fyrra
er að það er heilmikill munur á
einni hæð og þremur til fimm, hvað
varðar þau áhrif sem nýbygging
hefur á skerðingu gæða og verð-
mæta nágrannalóða. Hið síðara er
að þegar ég á sínum tíma fékk leyfi
til að byggja að lóðarmörkum var
krafist skriflegs samþykkis ná-
grannanna, og það útvegað. Það er
ekki fyrir hendi í þessu tilviki. Ég
myndi þó á stundinni gefa sam-
þykki mitt fyrir því að Jón fengi að
bvggja alveg að lóðarmörkum ef
hér væri um að ræða svipaða bygg-
ingarhæð og er á minni lóð, og
reyndar talsvert hærra. Þá má
minna á, að í þeirri sáttatillögu sem
ég lagði fram fyrir tæpum tveimur
árum var einmitt gert ráð fyrir að
neðsta hæð nýbyggingarinnar við
Laugaveg 53b yrði byggð alveg að
lóðarmörkum.
Bflageymslan
í viðtali í DV 14/8 segir Jón Sig-
urðsson: „Ég ætlaði að vera með 18
bílastæði þarna í kjallaranum en ef
ég hefði vitað hvað það þýddi hefði
ég sleppt þeim og fyllt íqallarann
með sandi. Þá væri húsið risið en
það átti að vera tilbúið fyrir ári."
Þessar vangaveltur eru að sjálf-
sögðu út af kortinu, - það veit Jón.
Fyrir allar nýbyggingar er skylda
að útvega ákveðinn fjölda bíla-
stæða, í samræmi við stærð og
starfsemi viðkomandi húss. Ef
byggt er að lóðarmörkum á alla
vegu, þannig að ekki sé pláss fyrir
bílastæði á lóðinni, verður að koma
þeim fyrir inni í bílageymslu. Til að
gefa byggingaraðila aukið svigrúm
er þó heimilt að fækka bílastæðum
gegn gjaldi til bílastæðasjóðs. Ef
bílastæðum er þannig fækkað, þýð-
ir það að samsvarandi fjöldi bfla
vegna innri starfsemi hússins lend-
ir á almennum bílastæðum borgar-
innar, og sú er ástæðan fyrir bíla-
stæðagjaldinu. Þetta hefur Jón far-
ið í gegnum vegna umsóknar um
leyfi til sinna framkvæmda og
þessu vel kunnugur. Því er erfitt að
Skipulagsmál
Það er enn hægt að
höggva á þennan hnút,
segir Jon Kjell Selje-
seth, og vonumst við
nágrannarnir til að
borgarvfirvöld og
byggingaraðilinn sýni
nú vilja til þess.
sjá að þessi ummæli hans hafi
neinn annan tilgang en að hagræða
staðreyndum og villa um fyrir les-
endum.
Deiliskipulag
I tillögu að deiliskipulagi sem nú
er til kynningar er lagt til að starf-
semi í húsi okkar við Laugaveg 53a
verði breytt og verði önnur en til
íbúðarnota. Það kemur okkur mjög
spánskt fyrir sjónir. Fyrir tíu árum
fengum við leyfi borgaryfírvalda til
endurbóta og viðbyggingar við hús
okkar, og þá lék enginn vafi á að
húsið væri til íbúðarnota. Hér eru
því miklar mótsagnir. í kærunni
bentum við á að nýbyggingin
myndi valda ófremdartjóni á eign-
um okkar sökum mikillar skerðing-
ar á sólarljósi og birtuskilyrðum á
lóðum okkar. I umsögn byggingar-
yfirvalda kom þá fram að: „Sólar-
ljós og birta eins og hún verður á
þessum lóðum, að fyrirhuguðu húsi
byggðu, teljist fullnægjandi í íbúð-
arhverfum og getur varla talist
slæm miðað við hús á baklóð norð-
an við verslunargötu á miðbæjar-
svæði." Rökin sem svo eru færð í
deiliskipulagstillögunni fyrir því að
breyta starfsemi hússins er svo of
mikið skuggavarp, þ.e.a.s. að ekki
sé nægilegt sólarljós og birta! Ráði
úr þessu þeir sem það geta.
Formaðurskipulags- og umferð-
arnefndar, Arni Þór Sigurðsson,
hefur greinfiega misskilið fréttina
sem greinir frá ofannefndri breyt-
ingu. í fréttaviðtali í Mbl. 12/8
kemur fram að hann hefur túlkað
þetta sem breytingu á landnotkun,
en það er skilgreining sem tekur til
starfsemi stærri svæða í hefld, ekki
til einstakra húsa. Það breytir þó
ekki þeirri staðreynd að í tillögu að
deiliskipulagi er lagt til að starf-
semi í húsi okkar verði breytt til
annars en íbúðarnota, og að það
hefur verið gert án nokkurs sam-
ráðs við okkur sem höfum búið hér
í fímmtán ár. Þróunaráætlun fyrir
miðborg Reykjavíkur gerir ráð fyr-
ir ríkri samvinnu við hagsmunaað-
ila við gerð deiliskipulags, og er
þetta því ansi mikil kúvending og
ekki sæmandi gagnvart þróunará-
ætluninni.
Það er enn hægt að höggva á
þennan hnút, og vonumst við ná-
grannarnir til að borgaryfirvöld og
byggingaraðilinn sýni nú vilja til
þess. Þetta er ófremdarástand og
íöngu kominn tími til að leysa mál-
ið á sómasamlegan hátt.
Höfundur er tónlistarmaður og
arkitekt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72