Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36     ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999
"4
MORGUNBLAÐIÐ
3W#t$mM$ðtíb
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI:    Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI:     Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR:    Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TVEIR
KOSTIR
ÞEGAR sparisjóðirnir tóku ákvörðun um að selja hluta-
bréfaeign sína í Fjárfestingarbanka atvinnulfifsins hf.
til Orca SA hleyptu þeir einkavæðingaráformum ríkis-
stjórnarinnar í uppnám. Það var yfírlýst stefna ríkisstjórn-
arinnar að tryggja dreifða eignaraðild að ríkisbönkunum
við einkavæðingu þeirra. Þessi yfirlýsta stefna kom fram í
samtali við Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hér í blaðinu
fyrir rúmu ári og hún var staðfest í sölulýsingu á hlutabréf-
um í FBA, sem staðfest var m.a. af viðskiptaráðherra. Þeg-
ar ljóst var orðið, að sparisjóðirnir höfðu eignast stóran
hlut í bankanum, var yfirleitt litið á það með velvilja vegna
þess, að sparisjóðirnir eru peningastofnanir, sem sprottið
hafa upp á meðal almennings í landinu, þótt eignarhald á
þeim sé álitamál við gjörbreyttar aðstæður í viðskiptalíf-
inu.
Eftir sölu sparisjóðanna á hlutabréfunum til eins aðila,
Orca SA, var ljóst, að ríkisstjórnin var komin í mjög erfiða
aðstöðu. Sala þeirra hlutabréfa í dreifðri sölu, sem enn eru
í eigu ríkisins, var og er í raun ákvörðun um að Orca-hóp-
urinn verði ráðandi aðili í FBA. Með slíkri sölu væri fótun-
um gersamlega kippt undan áformum ríkisstjórnarinnar
um dreifða eignaraðild að bankakerfinu. Reynslan sýnir
jafnframt, að þegar einn aðili er kominn í slíka yfirburða-
stöðu í hlutafélagi dvínar mjög áhugi annarra á að kaupa
hlutabréf í því félagi, sem aftur leiðir til þess að verðlækk-
un verður á hlutabréfunum. Akvörðun sparisjóðanna um
að selja hlut sinn til Orca SA jafngilti því ákvörðun um að
verðfella þann hlut ríkisins, sem eftir stendur, yrði hann
seldur í dreifðri sölu. Skýrt dæmi um þetta er tilraun bæj-
arstjórnar Akureyrar til þess að selja hlutabréf bæjarins í
Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Þar sem Burðarás hf.,
eignarhaldsfélag Eimskipafélags íslands hf., er kominn
með um og yfir 40% hlutafjár í UA og Akureyrarbær getur
ekki boðið 60% til sölu er nánast enginn áhugi á kaupum
hlutabréfa Akureyrarbæjar í ÚA, a.m.k. ekki með þeim
hætti, sem reynt var að selja bréfin.
Þegar Morgunblaðið spurði Guðmund Hauksson, spari-
sjóðsstjóra í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, hvers
vegna sparisjóðirnir hefðu tekið ákvörðun um að selja
hlutabréfin í FBA svaraði hann á þessa leið hér í blaðinu
hinn 14. ágúst sl.: „Þegar athygli okkar var vakin á því að
ríkissjóður kynni að hafa frjálsari hendur um sölu á bréf-
unum en áður var um talað, þ.e.a.s. að dreifð eignaraðild
væri ekki eins afdráttarlaust skilyrði og áður var rætt um,
varð okkur ljóst að það var talsverð áhætta fólgin í þessari
fjárfestingu okkar... Við kynnum að hafa setið uppi með
þriggja milljarða fjárfestingu án þess að hafa náð mark-
miði okkar og búið við þá áhættu að geta ekki selt nema
eiga það á hættu að þessi hlutur okkar lækkaði í verði."
Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, neitaði því í sam-
tali við Morgunblaðið fyrir viku, að hann hefði gefið slíkt til
kynna í samtölum við forsvarsmenn sparisjóðanna, en nú
er ljóst, að ákvörðun sparisjóðanna um sölu hefur leitt til
nákvæmlega þeirrar stöðu, sem Guðmundur Hauksson
lýsti áhyggjum yfir að sparisjóðirnir gætu lent í. Munurinn
er sá, að þeir eru ekki að lenda í þeirri stöðu heldur Orca-
hópurinn, sem keypti af sparisjóðunum.
Þegar Davíð Oddsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á
þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna sl. fóstudags-
kvöld, að til greina kæmi að selja 51% hlut ríkisins í FBA í
einu lagi, benti hann á, að söluverðið á hlut sparisjóðanna
til Orca benti til þess að kaupendurnir teldu sig ná ráðandi
stöðu í bankanum en það gæti rýrt verðgildi þeirra hluta-
bréfa, sem ríkissjóður á enn í bankanum, ef sá hlutur yrði
seldur í dreifðri sölu. Þess vegna kæmi til greina að selja
bréfin í einu lagi.
Sala sparisjóðanna hefur því leitt til þess, að forsætis-
ráðherra telur, að ríkisstjórnin verði að skoða hug sinn vel
áður ennæstu skref verða stigin, og jafnframt að kaupend-
ur á hlutabréfum sparisjóðanna kunna að hafa tekið
ákvörðun um mikla fjárfestingu án þess að hafa nokkra
tryggingu fyrir því, að sú fjárfesting leiði til þeirra áhrifa,
sem að hafi verið stefnt. Þeir hafi því tekið þá áhættu, sem
sparisjóðirnir vildu firra sig. Niðurstaðan verður sú sama,
ef farið verður að ráðum Finns Ingólfssonar, viðskiptaráð-
herra, í samtali við Morgunblaðið í dag um að fresta sölu á
hlutabréfum ríkisins.
Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sér
VIRKJANIR, stóriðja, um-
hverfismál, eignarhald á
fjármálafyrirtækjum og
fleiri umfangsmikil málefni
hafa verið mikið til umfjöllunar í
þjóðfélaginu að undanförnu. Sér-
fræðingar, almenningur og aðrir sem
málin varða tjá sig í viðtölum og
blaðagreinum og forystumenn
stjórnmálaflokkanna taka þátt í um-
ræðunni. Af þessu tilefni er rætt við
Halldór Ásgrímsson, formann Fram-
sóknarflokksins, til að spyrja hann
um stefnu flokksins í þessum málum.
Fyrst er hann beðinn að lýsa afstöðu
flokksins til hálendisumræðunnar og
virkjana og stóriðju á íslandi.
„Mér finnst það mjög eftirsóknar-
vert að við notum sem mest af vist-
vænni og endurnýjanlegri orku.
Helstu sérfræðingar veraldar telja
ekkert vænlegra í baráttunni gegn
megnun en að nýta hreina, endurnýj-
anlega orku alls staðar þar sem því
verður við komið, ekki síst við fram-
leiðslu sem valda mundi verulegri
mengun ef aðrir orkugjafar væru
notaðir, svo sem olía, gas eða önnur
jarðefni. Við íslendingar erum sú
þjóð sem fremst stendur í notkun
umhverfisvænna orkugjafa.
Aætlanir um að nýta vatnsorku á
Austfjörðum hafa verið lengi til um-
ræðu. Það hefur verið fjallað um
þessi mál í stjórnmálaumræðunni í
meira en aldarfjórðung og málin hafa
verið í athugun þótt ekki hafi orðið úr
framkvæmdum. Allt frá því þegar ég
hóf fyrst þátttöku í stjórnmálum hef-
ur verið víðtækur stuðningur við það
í öllum stjórnmálaflokkum að orku-
lindir Austfjarða yrðu nýttar til at-
vinnuuppbyggingar í fjórðungnum, á
Norðurlandi og á landsvísu.
Virkjunarleyfi fyrir Fljótsdals-
virkjun var samþykkt af Alþingi árið
1981 og síðan var stór hluti virkjun-
arinnar boðinn út árið 1992 en verk-
takinn beðinn að framlengja til 1994.
Tilboðinu hefur í raun aldrei verið
hafnað og fór Jón Sigurðsson, þáver-
andi iðnaðarráðherra, austur og tók
fyrstu skóflustunguna og ég var við-
staddur þá athöfn ásamt mörgum
öðrum. Þann dag ríkti mikil bjartsýni
um nýja tíma í atvinnu- og framfara-
málum fjórðungsins. Framkvæmdir
við aðrennslisgöngin hófust í fram-
haldi af þessu og þá var Össur Skarp-
héðinsson umhverfisráðherra en
hann hefur nú skipt um skoðun í
stjórnarandstöðu."
Þingmenn axli sjálfir ábyrgð
„Þegar Alþingi veitti virkjanaleyfið
í tíð Hjörleifs Guttormssonar iðnað-
arráðherra var gert ráð fyrir að það
land sem færi undir lón og veitur yrði
rúmir 80 ferkílómetrar. Þessi áætlun
hefur verið í stöðugu umhverfismati
síðan og nú er þetta landsvæði komið
niður í rúmlega 40 ferkílómetra. Við
þessar framkvæmdir eins og allar
aðrar verður að vega og meta um-
hverfisáhrif, hagsmuni íbúa á Aust-
urlandi og landinu öllu, áhrif á
byggðaþróun og síðast en ekki síst
þjóðarhag. Eg vek athygli á því að
þriðjung af þeim hagvexti sem við
höfum notið undanfarin ár má rekja
til virkjanaframkvæmda og stóriðju.
Góðæri í þjóðarbúskap okkar tengist
óhjákvæmilega skynsamlegri nýt-
ingu á auðlindum okkar en sprettur
ekki af sjálfu sér.
Við höfum náð umtalsverðum ár-
angri á sviði umhverfismála. Við er-
um fyrirmynd annarra þjóða í um-
gengni við auðlindir hafsins og til
þess er tekið hversu hrein
og óspillt náttúra landsins
er. Sú lifandi umræða sem
fram fer um þessi mál er
nauðsynleg vegna þess að
hver einasta kynslóð sem
ísland byggir stendur
andspænis þeirri spurn- """^-
ingu með hvaða hætti hægt sé að
sækja lífsbjörg til náttúru landsins
án þess að ganga á þann höfuðstól
sem hún tók í arf.
Aðaldeiluefnið í dag er hvort fram
eigi að fara það sem menn kalla „lög-
formlegt mat á umhverfisáhrifum".
Þetta lögformlega mat snýst um að
senda þá skýrslu um mat á umhverf-
isáhrifum, sem nú er unnið að og
byggist á þeim rannsóknum og vís-
indastarfi sem unnið hefur verið að á
Eyjabakkasvæðinu í áratugi, til
skipulagsstjóra ríkisins - og síðan
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að hægt sé með löggji
Hlynntur vald
ingu í viðskipt;
Halldór Asgrímsson segir að alþingismenn
verði að gera það upp við sig hvort þeir vilja
afturkalla virkjanaleyfí Landsvirkjunar
vegna Fljótsdalsvirkjunar eða standa við
fyrri ákvörðun. Jóhannes Tómasson ræddi
við formann Framsóknarflokksins sem telur
og að fela eigi Samkeppnisstofnun meiri
völd til að koma í veg fyrir fákeppni.
„Eftirsóknar-
vert að nota
sem mest af
vistvænni
orku"
eigi umhverfisráðherra að sam-
þykkja eða hafna áliti skipulags-
stjóra, að undangengnum athuga-
semdum og kærum. Þannig er ekki
hægt að vinna, því það stæðist ekki
lög að taka virkjanaleyfið þannig af
Landsvirkjun. Það getur Alþingi eitt
gert og þá með lögum.
Þessa ábyrgð verða alþingismenn
sjálfir að axla og gera upp við sig
hvaða rök eru sterkust í þessu máli.
Eg, umhverfisráðherra og iðnaðar-
ráðherra fórum ítarlega yfir málið nú
um helgina og erum sammála um að
mikilvægt sé að skýrslan berist sem
fyrst til stjórnvalda og eftir það gæf-
ist Alþingi kostur á að taka hana til
umfjöllunar.
Heiðarlegasta aðferðin
Þú vilt sem sagt óhræddur leggja
málið fyrir Alþingi að nýju?
„Það er að mínu mati langheiðar-
legast að þingmenn geri upp hug
________   sinn hvort standa beri við
fyrri ákvörðun þingsins
eða afturkalla virkjana-
leyfið. Það mætti t.d.
kanna þingvujann í þessu
máli með tillögu til þings-
ályktunar."
—— Ýmsir hafa varpað því
fram hvort finna má hugsanlega aðr-
ar leiðir í orkuöflun og formaður
Landverndar, Jón Helgason, hefur
lýst því að nauðsynlegt kunni að
reynast að leita annarra og kostnað-
arsamari leiða til að tryggja Austfirð-
ingum aðgang að orkulindum eða
kanna hvort tengja megi Austfirði við
orkuver í öðrum landshlutum. Sér
formaður Framsóknarflokksins ein-
hverjar slíkar leiðir?
„Þegar maður spyr hvaða virkjun-
arkostir aðrir séu fýsilegir verður yf-
irleitt fátt um svör. Nefndir hafa ver-.
ið smærri virkjunarkostir eins og
jarðhitasvæði á Þeistareykjum og
stækkun á Kröfluvirkjun. Þessir
kostir eru ekki sambærilegir.
Raforkuframleiðsla væri miklum
mun minni. Við jarðvarmavirkjun
sem er eingöngu til raforkufram-
leiðslu fer mikil orka til spillis eða um
85% með þeirri tækni sem við búum
yfir í dag, hvað sem síðar verður.
Auk þess er jarðhiti ekki síendurnýj-
anleg orkulind. Menn hafa líka talað
um litla virkjunarkosti eins og Fjarð-
ará í Seyðisfirði og Seljalandsá á
Suðuriandi. Með virkjun Fjarðarár
yrði lagt rör niður alla hlíðina og allir
fossarnir sem þar renna niður eyði-
lagðir og Seljalandsfoss er einhver
fegursti foss á landinu - svo að ekki
eru þetta betri kostir."
Einhverjir vilja fjárfesta
En hafa menn lagt eins mikla fjár-
muni í athugun á öðrum atvinnu-
möguleikum sem gætu komið til
greina?
„Slíkar athuganir miðast alltaf við
þá möguleika sem menn telja raun-
hæfa hverju sinni. Mjög lengi höfum
við talið að möguleikar okkar væru
mestir í atvinnusköpun við sjávarút-
veg og nýtingu orkulindanna. Nýir
möguleikar hafa komið fram á síð-
ustu árum sem við eigum að kanna til
hlítar til uppbyggingar atvinnu á
landinu. Stjórnvöld eru að sjálfsögðu
ekki ein um að hafa frumkvæði að
framförum í atvinnumálum. Nýsköp-
un í atvinnulífi sprettur oftar en ekki
af vinnu frumkvöðla og framsýnna
fyrirtækja og fjárfesta."
Er fjármögnun íslenskra aðila og
meirihlutaeign þeirra í álveri ef til
kemur ekki of mikil áhætta varðandi
orkuver og stöðu Landsvirkjunar?
„Það.hefur lengi verið. markmið
ok
m<
tíl
an
áh
lét
en
be
un
að
orl
m<
un
he
ok
frí
en
að
hú
áh
bj«
í a
ha
fói
Stí
va
að
ar;
va
vii
foi
va
efi
tp
hu
bh
er
m:
hii
þe
til
þa
ek
sé
m;
se
frf
ha
up
ák
an
mi
M
É)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72