Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 193. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Norður-Irland Sambands- sinnar efast um lögmæti úrskurðar Belfast. Reuters, AFP. SAMBANDSSINNAR á Norður-Ir- landi hugleiddu í gær að leita til dómstóla vegna úrskurðar Mo Mowlam, N-írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, um að írski lýðveldisherinn (IRA) teldist ekki hafa rofið tveggja ára gamalt vopnahlé sitt þrátt fyrir að fullvíst þætti að herinn hefði staðið fyrir nokkrum misindisverkum að undan- förnu. ítrekuðu nokkrir þingmanna stærsta flokks sambandssinna (UUP) kröfur um afsögn Mowlam og sögðu hana ganga erinda IRA. Hópur þungavigtarmanna úr UUP hittist á fundi í Belfast til að ræða hvort þeir ættu að biðja dóm- stóla að ákveða hvort úrskurður Mowlam standist lög. Danny Kennedy, einn þingmanna UUP á n-írska heimastjórnarþing- inu, sagðist hæfilega bjartsýnn um að málareksturinn myndi bera ár- angur ef af yrði. „Ég tel að Mowlam hafi gert mikinn skaða. Það er alveg ljóst að vopnahléð hefur ekki bara verið rofið heldur að það er fyrir bí,“ sagði Kennedy. Hann krafðist þess að Tony Blair forsætisráðherra ræki Mowlam úr embætti. „Hún hefur glatað öllum trúverðugleika og ég get ekki séð hvemig hún á að geta snúið við blað- inu úr þessu.“ Umdeildar tillögur um úrbætur í lögreglumálum Ymislegt fleira varð til að skap- rauna sambandssinnum í gær og kallaði David Trimble, leiðtogi UUP, tillögur nefndar sem leggja á til hug- myndir að úrbótum á íyrirkomulagi lögreglumála á N-írlandi „móðgun“, en tillögunum var lekið út á miðviku- dag. Sambandssinnar era afar við- kvæmir fyrir að hrófiað sé við RUC og alls ekki ánægðir með að tillög- urnar eru sagðar fela í sér að nafni lögregluliðsins (RUC) verði breytt, sem og búningum og lögreglumerkj- um, lögreglumenn þurfi ekki lengur að sverja Bretadrottningu eið og að settar verði á laggirnar löggæslu- nefndir sem verði að hafa fulltrúa Sinn Féin innanborðs. ---------------- Venesúela Þúsundir krefjast lausnar fanga ÞÚSUNDIR manna af albönsk- um ættum fjölmenntu í gær í miðborg Pristina, héraðshöfuð- staðar Kosovo, og kröfðust þess að serbnesk stjórnvöld leystu Kosovo-Albana, sem haldið er föngnum, úr haldi. Fólkið hélt á kröfuspjöldum og klæddist hvítum bolum er á var letrað: „Við erum þeir“, og sýndi þar með samstöðu sína með föngunum. Skipuleggjend- ur mótmælanna telja að allt að 7.000 Kosovo-Albanar hafí horf- ið sporlaust meðan á loftárásum Atlantshafsbandalagsins stóð og að margir þeirra séu nú í fang- elsum í Serbíu. Bernard Kouchner, yfirmaður Samein- uðu þjóðanna í Kosovo-héraði, tók þátt í kröfugöngunni og sagði að það stríddi gegn ákvæðum Genfarsáttmálans að upplýsa ekki Qölskyldur um ör- lög ástvina sinna. Slíkt væri villimannlegt. Átökin um sjálfstæði Austur-Tímor halda áfram SÞ kreflast þess að friði verði komið á Dili, Sameinuðu þjóðunum. Reuters, AFP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) framlengdi í gær umboð liðssveitar SÞ í Austur-Tímor um þrjá mánuði eftir að kosningunum á mánudag, þar sem pólitísk framtíð landsins verður ákveðin, er lokið. Öryggisráðið kom saman í gær og ræddi stöðu mála í Austur-Tímor en í átökum fylgjenda og andstæðinga sjálfstæðis á eyjunni undanfama daga hafa a.m.k. níu manns látist. Krafðist öryggisráðið þess að indónesísk stjómvöld, er sökuð hafa verið um að standa aðgerðalaus hjá á meðan andstæðingar sjálfstæðis beiti fylgjendur ofbeldi, kærnu á lög- um og reglu svo halda mætti frjálsar kosningar. Þrátt fyrir ofbeldisverk undanfarinna daga hafa SÞ ítrekað stefnu sína um að kosningamar verði haldnar á mánudag. Blóðug átök héldu áfram í Dili, höfuðstað A-Tímor, í gær. Þá er talið að a.m.k. einn maður hafi látist af sárum sínum eftir árásir andstæðinga sjálfstæðis á þorp í vesturhluta héraðs- ins. Greint var frá því að kveikt hafi verið í húsum og farartækjum. „Við hörmum atburði gærdagsins,“ sagði Ali Alat- as, utanríkisráðherra Indó- nesíu, í viðtali við Reuters í gær. Sagði hann allar lfkur á því að lögreglusveitir nái að koma á friði og spekt áður en geng- ið verður til kosninga svo þeim yrði ekki frestað. Xanana Gusmao sakar sljórn- völd um tvöfeldni Xanana Gusmao, hinn útlægi leið- togi sjálfstæðisbaráttu A-Tímorbúa, lýsti því yfir í gær að erlendrar íhlutunar væri þörf ef koma ætti í veg fyrir fleiri ofbeldisverk. Gus- mao, sem talið er að verði sleppt úr stofufangelsi í Jakarta 15. september nk., sakaði enn- fremur indónesísk stjóm- völd um tvöfeldni og sagði að þau hygðust ekki reyna að binda enda á ofbeldisverk gegn sjálfstæðissinnum. „Ríkisstjóm Indónesíu hefur sýnt glögglega fram á að hún vill ekki frið á Aust- ur-Tímor heldur er hún ákveðin í að reka stefnu óstöðugleika og óróa í héraðinu," sagði Gusmao. Óryggisráðið samþykkti sam- hljóða ályktun sem gerir ráð fyrir að um 460 alþjóðlegir lögreglumenn taki til starfa á A-Tímor eftir kosn- ingamar og þjálfi upp lið heima- manna. Þá er gert ráð fyrir að SÞ komi á laggimar fúlltrúaráði sem í muni sitja leiðtogar stjómmálaafla og munu þeir leita leiða til að sætta ólík og eldfim sjónarmið íbúa. Xanana Gusmao ÍV/mi*Xl ' 1500 í. [H0ST>r‘cf§| Reuters Atök brjótast út Caracas. AFP. LÖGREGLUSVEITIR notuðu í gær öflugar vatnsbyssur til að stía sundur stuðningsmönnum Hugo Chavezar, forseta Venesúela, og andstæðingum hans er átök brutust út eftir harðvít- ugar deilur innan stjómkerfis lands- ins undanfarna daga. Talið er að sjö hafi slasast í átökunum. Alla vikuna hafa verið miklar vær- ingar í stjórnmálum landsins. Að til- lögu Chavezar, hefur ríkisstjóm Venesúela svipt þjóðþing landsins og dómskerfi mestu af völdum þess. Forsetinn sagði í sjónvarpsávarpi í gær að það væri ekki ætlun stjómar- innar að troða lýðréttindi fótum. 600.000 Tyrkir taldir hafa misst heimili sín á skjálftasvæðunum Ankara, Genf. Reuters, AP, AFP. SULÉYMAN Demirel, forseti Tyrklands, og Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, voru í gær ásamt þúsundum Tyrkja viðstaddir fjöldaút- fór í Ankara þar sem fómariömb jarðskjálftanna ógurlegu í Norðvestur-Tyrklandi í síðustu viku voru lögð til hinstu hvflu. Sögðu tyrkneskir fjöl- miðlar að aldrei fyrr í 75 ára sögu Tyrklands nú- tímans hefðu svo margir borið harm í brjósti. Haft var eftir Recep Onal, fjármálaráðherra Tyrklands, í gær að áætlað tjón við skjálftann næmi andvirði rúmra 700 milljarða íslenskra króna. William Gardner, embættismaður Barnahjálp- ar Sameinuðu Þjóðanna (UNICEF), sagði á blaðamannafundi í Ankara í gær að sérfræðingar stofnunarinnar teldu að alls hefðu um 600.000 manns misst heimili sín í skjálftanum og að þar af væri um þriðjungurinn böm. Þá hefðu 33.814 byggingar eyðilagst eða orðið illa úti. Neyðarmiðstöð tyrkneska ríkisins lýsti því yfir að alls hefðu 13.472 lík fundist á jarðskjálftasvæð- unum og 27.164 séu slasaðir. Óttast menn að allt að 40.000 manns hafi látist af völdum skjálftans. Ross Mountain, yfirmaður skrifstofu mannúð- armála SÞ í Genf, sagði í gær að stofnunin væri nú að kanna á hvern hátt mætti bæta alþjóðleg viðbrögð við hamfömm á borð við jarðskjálftann í Tyrklandi en taldi jafnframt að aðgerðimar sem nú hafa staðið yfir hafí almennt tekist vel. Sagði Mountain að náðst hefði að útvega brýn- ustu nauðsynjar, s.s. mat, lyf og bráðabirgða- tjöld. Aðalvandinn væri nú að koma hinum mikla fjölda manna, sem misst hafa híbýli sín, í húsa- skjól fyrir veturinn. Mountain sagði að starf SÞ miðaðist við að hjálpa þeim 200.000 manns sem ríkisstjóm Tyrklands hefði lýst yfir að væru hús- næðislausar. ■ Fúsk í smíðum/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.