Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32   SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999
+
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999   33
Wfott$wM$foib
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrrnir Gunnarsson.
RIKISSJONVARP
MEÐ SÉRSTÖÐU
KÖNNUN á efni ís-
lenskra sjónvarpsstöðva
sem Hagstofan hefur birt og
fjallað var um hér í Morgun-
blaðinu í vikunni sýnir að
hlutur innlends efnis hefur
farið hlutfallslega minnkandi
frá því sjónvarpsútsendingar
hófust hér á landi fyrir rúm-
um þrjátíu árum. Ríkissjón-
varpið stendur best að vígi
hvað þetta varðar en hlutur
innlends efnis er rýr hjá öðr-
um íslenskum stöðvum. Töl-
urnar sýna þó eigi að síður
að þróunin hefur ekki verið í
samræmi við upphafleg
markmið Ríkissjonvarpsins
sem átti að vera frétta- og
fræðslumiðill með áherslu á
menningartengt efni.
Einkum vekur athygli að
hjá Ríkissjónvarpinu hefur
hlutfall frétta og efnis á sviði
fræðslu, lista, menningar og
vísinda minnkað verulega frá
upphafi sjónvarpsútsend-
inga. Þó verður að hafa í
huga að fjöldi útsendingar-
tíma hefur aukist mjög mik-
ið. Þannig hefur útsending-
artími frétta á ári nær tvö-
faldast en útsendingartími
fræðslu-, lista-, menningar-
og vísindaefnis hefur sáralít-
ið aukist þrátt fyrir rúmleg-
an þrefaldan heildarútsend-
ingartíma. Jákvætt verður
að teljast að efni fyrir börn
og unglinga hefur aukist
bæði að hlutfalli og útsend-
ingartíma, þó að þar sé að
mestu um að ræða erlent
efni. Hlutur íþrótta hefur
sömuleiðis aukist og er það
vel. Hlutur kvikmynda og
annars leikins efnis hefur
hins vegar því sem næst
staðið í stað hlutfallslega og
því aukist að útsendingar-
tíma.
í Ríkissjónvarpinu hefur
hlutur innlends efnis
nokkurn veginn staðið í stað
frá því útsendingar hófust og
hefur á undanförnum árum
verið um þriðjungur og það-
an af minna. Séu einkareknu
stöðvarnar teknar með hefur
hlutfall innlends efnis aftur á
móti dregist töluvert saman.
Niðurstöður könnunarinn-
ar sýna að einkastöðvarnar
einbeita sér að sýningu af-
þreyingarefnis en fréttir,
fræðslu- og menningarefni
er þar í lágmarki. Þó sker
Stöð 2 sig nokkuð úr hvað
þetta varðar en er samt ekki
hálfdrættingur á við Ríkis-
sjónvarpið.
I niðurstöðunum kemur
einnig fram að það erlenda
efni sem bæði Ríkissjónvarp-
ið og einkastöðvarnar eru að
sýna er mjög einsleitt.
Stærstur hluti erlenda efnis-
ins er af bandarískum eða
breskum uppruna en hlutur
annarra þjóða, þar á meðal
Norðurlandaþjóða, er hverf-
andi eða um 0 til 2%. Hér
stendur     Ríkissjónvarpið
einnig öllu betur að vígi en
einkastöðvarnar, þar er eng-
ilsaxneskt efni um 30% en á
einkastöðvunum er það
meira en helmingur dag-
skrárinnar.
Af þessari könnun má
draga þrjár meginályktanir
um dagskrárstefnu Ríkis-
sjónvarpsins. Þróunin hefur
verið á skjön við upphafleg
markmið. Ríkissjónvarpið
hefur kosið að fara út í sam-
keppni við einkareknu stöðv-
arnar á þeirra forsendum.
Þannig hefur það tekið þátt í
því að lengja útsendingar-
tímann, sem greinilega hefur
komið niður á hlutfalli frétta
og menningarefnis í dag-
skránni, í stað þess að móta
sjálfstæða og metnaðarfulla
dagskrá sem sinnir því upp-
lýsinga- og menningarhlut-
verki sem einkastöðvarnar
sinna augljóslega ekki nægi-
lega vel. Ennfremur má ljóst
vera að Ríkissjónvarpið hef-
ur ekki unnið að því að auka
hlut innlendrar dagskrár-
gerðar frá því það var stofn-
að. Meginástæðan er vafalít-
ið sú að fjármagnið hefur
farið í að halda úti sífellt
lengri útsendingartíma. Að
endingu má draga þá álykt-
un að ekki hafi verið lögð
mikil áhersla á fjölbreytni
við val á erlendu efni Ríkis-
sjónvarpsins þrátt fyrir að
það sé stærsti hlutinn af
dagskrá þess, eða rúmlega
70%. Sú menningarlega eins-
leitni sem einkennir hið er-
lenda efni gefur ekki aðeins
afar takmarkaða mynd af því
úrvali sjónvarpsefnis sem til
er heldur endurspeglar það
veruleikann á afar takmark-
aðan hátt einnig.
Ríkissjónvarpið hefur ekki
skapað sér jafnmikla sér-
stöðu á fjölmiðlamarkaðnum
og Ríkisútvarpið, Rás 1, hef-
ur gert. Rás 1 hefur einbeitt
sér að því að halda úti upp-
lýsandi frétta- og menning-
ardagskrá af þeim toga sem
einkastöðvarnar hafa ekki
haft áhuga á. Hlutverk Rík-
issjónvarpsins ætti að vera
hið sama, að sinna því efni
sem áhorfendur finna hvergi
annars staðar. Til hvers ætt-
um við annars að hafa ríkis-
rekið sjónvarp?
ÞAÐ var á þessum ár-
um, sem ég komst
fyrst í kynni við hina
stóru heimslist, því á
heimili afa míns og
ömmu fann ég lítið
kver, og í því voru
myndir af ævintýralega fögrum
byggingum, köstulum og skrautleg-
um turnum, súlum og alls konar
prakti, jafnvel voru göturnar fínni
en nýskúrað gólfið í stássstofunni.
Að slík dýrð skyldi vera til á þessari
jörð var ofar mínum skilningi. Svo
hvarf kverið mér sjónum, en endur-
minningin um það var mér sterkari
en allt annað. Jafnvel óréttlæti
heimsins og vöntun á eilífu lífi í
himnaríki og önnur vonbrigði
hrelldu mig ekki, því ég vissi að ein-
hvers staðar úti í heimi voru þessar
hallir til, og vitneskjan um það var
mér nóg, bæði þessa heims og ann-
ars. Löngu seinna þegar ég var orð-
inn fullorðinn maður og kominn út í
heim, uppgötvaði ég eina af þessum
dýrðlegu hóllum. Það voru húsa-
kynni gamla Carlsbergs. Þannig
komu fyrstu áhrifin á listabrautinni
handan um hafið frá dönsku firma
með rótgróna erfðamenningu í
þeirri göfugu list að brugga öl, ekki
aðeins gott öl, heldur líka vöru, sem
var heimsmenning á sínu sviði. Eg
var eitthvað 4'/2 árs, þegar forsjónin
HELGI
spjall
hann var vitanlega
eingöngu andlegur og
listrænn - og einhver
svellgæi nútímans
mundi kalla hann
rómantískan - en ann-
ars konar styrk hafði
ég nú ekki brúk fyrir á þeim aldri.
M: Þetta hefur verið eins konar
frelsun.
G: Nei, ég vildi nú heldur nefna
það syndafall.
M: Og svo fórstu austur á land í
leit að nýrri reynslu og nýjum
styrk. r
G: Ég var nú sendur austur að
Unaósi við Héraðsflóa til fóstru
minnar Guðlaugar Jónsdóttur frá
Flautagerði í Stöðvarfirði og Jóns
Stefánssonar Scheving frá Prest-
hólum í Þingeyjarsýslu. Ég kvaddi
því Reykjavík og Veghúsastíginn og
afa minnn og ömmu. Síðan ólst ég
upp fyrir austan.
Eg man ekkert frá þessu ferða-
lagi, nema komuna til Unaóss. Þetta
hefur víst verið haustið 1909. Faðir
minn, Björn Gíslason, fór með mig
austur. Skipið sigldi inn til lands í
góðu veðri að morgni dags. Það var
vindstrekkingur, dimmt á sjónum,
en björt fjöll í fjarska með hvítan
fannakraga. Stuttu síðar var skipið
komið í höfn. Við fórum á báti í land
frá skipinu og líklega hefur verið
sendi mér þennan  fyrsta styrk,   töluverð undiralda. Einhverjir erf-
iðleikar minnir mig hafi verið við
lendingu og ég var feginn að standa
á föstu í fjórunni. Það var lent á ein-
hverjum stað sem hét Stapavík, æv-
intýralega fagur staður með klett-
um og klettadröngum, sem stóðu
upp úr sjónum. Eg hélt þetta væru
listaverk gerð af manna höndum,
bjóst jafnvel við, að á þessum slóð-
um byggju stórir meistarar í högg-
myndalist. Eg spurði einhvern tíma,
hvað þetta væri og hvort þetta væru
myndastyttur, en fékk nei. Þetta
voru nátttröll sem dagað hafði uppi.
Ég vissi ekki vel, hvað þetta þýddi,
en var vonsvikinn yfir svarinu, því
ég þóttist vita, að líklega væru þá
engir meistarar þar á staðnum. Þar
sem við lentum, var fjara, en allt í
kring klettar og þurfti að draga
mannskapinn upp bergið í festi.
Mér var sagt, áður en ég var dreg-
inn upp, að ég ætti að spyrna mér
frá klettinum með höndum og fót-
um. Það gerði ég og hafði gaman af,
hefði helzt viljað fara niður aftur og
láta draga mig á nýjan leik. I hópn-
um var hundur, sem dreginn var
upp einsamall, og var hann ósköp
hræddur svo ég sárvorkenndi hon-
um, því mér fannst hljóðin í honum
eitthvað svo ámátleg, en svo náði
hann sér aftur á strik, þegar upp
kom, kunni sér ekki læti og ljómaði
af fögnuði.
M.
JÖRN M. OLSEN SEGIR
í æviágripi sínu um Kon-
ráð Gíslason, fjölnismann:
„I þessa sömu stefnu - að
hreinsa og bæta málið -
gengur ræða Konráðs um
íslenzkuna, sem prentuð
er í 4. árgangi Fjölnis.
Hann ræðst þar með beizkri gremju á þá
menn sem halda að einu gildi, hvernig þeir
fara með íslenzkuna og bæta hana og staga
með bjöguðum dönskuslettum í orði og tals-
háttum, greinum og greinarskipan - af ein-
berri heimsku og fákunnáttu." Ræðst á „gol-
þorskana með eintrjáningssálirnar", sem
segja, að íslenzkan sé „ósveigjanleg og óhæfi-
leg til að taka á móti skáldskap og vísindum",
af þyí að þeir sjálfir „vaða á bægslunum gegn-
um vísindin og gleypa hugmyndirnar eins
búnar og þær verða á vegi fyrir þeim, og þá
vill stundum svo óheppilega til, að hugmyndin
sjálf skreppur í burtu, svo ekki er eftir annað
en danski búningurinn, og þá er ekki kyn, þó
að það fari stundum óhönduglega að koma
honum í íslenzkan búning."
Björn vitnar ennfremur í þessi orð Kon-
ráðs: „Við heimtum af íslenzkunni, að hún sé
íslenzka, og annað hvort standi í stað eða taki
framförum. Við kúgum engan, heldur biðjum
við og setjum fyrir sjónir. Við finnum, að hin
íslenzka tunga er sameign okkar allra saman,
og við finnum, að hún er það bezta sem við
eigum; þess vegna biðjum við meðeigendur
okkar að skemma hana ekki fyrir okkur."
Nú er það víst ekki danski búningurinn sem
við þurfum að óttast, heldur sá engilsaxneski.
Sumir hafa jafnvel haldið því fram að hann
mundi fara okkur betur eins og tímarnir eru;
að tízkan krefjist þessa engilsaxneska bún-
ings. Við þurfum sem sagt á alþjóðamáli að
halda annars séum við vart í húsum hæfir,
þeim húsum þar sem verðbréfamarkaðurinn
ræðst og hugbúnaðarmarkaðurinn ræður
ferðinni. En við getum tileinkað okkur þennan
nútíma, þessa tízku, án þess að falla fyrir
henni og láta hana endurmóta okkur í sinni
mynd. Við getum - og eigum - að fara sömu
leið og þeir sem á fyrstu öldum íslandsbyggð-
ar mótuðu íslenzka menningu og steyptu al-
þjóðamenninguna í eigin deiglu, bæði með
frumsömdum verkum og þýddum. Þar er leið-
sögustefið og þar er markmiðið. Svo einföld er
nú sú krafa sem við verðum að gera til okkar
sjálfra ef við ætlum að halda áfram að heita
þjóð og vera stolt af því og arfi okkar. Ef við
gerðum það ekki, stæðum við í þeim sporum
sem Konráð Gíslason lýsir annars staðar: „Ef
við legðum niður íslenzkuna og tækjum upp
dönsku í staðinn, hvað yrðum við þá annað en
brjóstumkennanleg aumingjaþjóð, sem hefði
reynt að murka úr sér lífið, en ekki tekizt það
nema til hálfs? Hvað yrði úr okkur, segi ég
enn og aftur, utan fáráð afturganga (eða svo
sem því sætir), en ekki lifandi þjóð?" Og Björn
M. Olsen bætir við: „Ætli íslendingar, sumir
hverjir, hefðu ekki enn í dag (þ.e. uppúr alda-
mótum) gott af að hugleiða sumt af því sem
hér segir? Enn má ítreka þessi orð Björns M.
Olsens. Þau eiga ekki síður við nú en þegar
hann ritaði þau inní ævisögu Konráðs Gísla-
sonar.
mmmmmmmm  sumt bendir til
Hj*ak-           þess að íslenzk tunga
,    I         muni ekki lifa af þá
Smanarleg'     alþjóðlegu rósturtíma
íslenzkcl        sem ^ð nú lifum, ann-
að sýnir eindregið að
hún muni hrista af sér þrýstinginn, hina al-
þjóðlegu kröfu um einsmenningu, og halda
velli og miðla samfélagi þjóðanna af pví sem
við höfum bezt gert og eigum væntanlega eftir
að gera bezt. Margvíslegir misbrestir á notk-
un íslenzkrar tungu benda til hins fyrra en
annað er stórlega uppörvandi og sumt með
þeim hætti að fagna ber af alhug. Svo er guði
fyrir að þakka að enn eru til íslenzk skáld og
rithöfundar sem láta sér annt um tunguna,
rækta hana og leita þeirra fagurfræðilegu
leiða í skáldskap sínum sem hæfa henni og eru
í senn sómi þeirra og hennar; til eru einnig
þeir kennarar - og það er grundvallaratriði -
sem láta sér annt um íslenzkuna og leggja
stolt sitt og metnað í að kenna ungu fólki að
tala og skrifa móðurmálið, en á því er þó oft
og einatt mikill misbrestur. Sumt af því sem
dagblaði eins og Morgunblaðinu berst í hend-
ur er á svo hráslagalegri íslenzku að undrun
sætir og eiga þar bæði ungir og gamlir hlut að
máli, en að sjálfsögðu er þetta ekki prentað
óbreytt. En jafnframt er ekki óalgengt að
heyra svo hraksmánarlega íslenzku í ljósvök-
unum að þeir virðast í einni hendingu breytast
í hryllingsóperu, þegar mestur gállinn er á
mannskapnum. En þegar þessi veizla stendur
sem hæst verður það stundum til bjargar að
allt, sem sagt er, er með öllu óskiljanlegt, svo
að hrognamálið fer bæði fyrir ofan garð og
neðan.
Á það ber að leggja þunga áherzlu að skól-
arnir kenni móðurmálið, ekki einungis í ís-
lenzkutímum, heldur - og ekki síður - í
kennslu á öðrum tungumálum eins og frum-
herjarnir gerðu í Bessastaðaskóla, svo að
dæmi séu nefnd. Það er t.a.m. ekki aðaltil-
gangur enskukennslunnar að kenna íslend-
ingi ávæning af ensku til að hann geti fleytt
sér áfram einhvers staðar, heldur til þess að
tungan verði honum auðvelt tæki, sem hann
getur notað í íslenzku umhverfi sínu.
wmmmmmmm  eitt af þvi, sem
Hagnýtt       nu er ekki sM upp-
' f    l_    e      örvandi, er sú ákvörð-
lSienZKUnam un háskólans að taka
höndum saman við fjölmiðlafyrirtæki og hefja
námskeið í hagnýtri íslenzku og þá í nánum
tengslum við það umhverfi, sem þessi hagnýt-
ing kemur að mestu gagni. Það er háskólan-
um til mikils sóma að hafa lagt út í þessa hag-
nýtu kennslu með því markmiði sem að er
stefnt; að efla íslenzkukunnáttu þeirra sem
vinna við fjölmiðlafyrirtæki og önnur slík og
minna á, í hvaða umhverfi við búum, hver er
arfleifð okkar og hvert við hyggjumst stefna
sem sjálfstæð þjóð með mikilvæg framtíðar-
markmið. Þessi stefna háskólans er alvarleg
áminning um hlutverk okkar og þá ekki sízt,
hversu nauðsynlegt er að þessi æðsta
menntastofnun landsins ræki lífrænt sam-
band við atvinnufyrirtæki og þann íslenzka
veruleika, sem er umhverfi okkar. Þessi mjói
vísir er vonandi upphaf einhvers meira, en þó
getur hann einkum orðið fyrirmynd öðrum
þeim menntastofnunum sem ber skylda til
þess að fara að orðum Konráðs Gíslasonar,
rækta tilfinningu ungs fólks fyrir móðurmál-
inu og leggja sitt af mörkum til að efla það og
styrkja í því alþjóðlega hafróti sjónvarps og
myndbanda, sem nú virðast einna helztir
uppalendur nýrrar kynslóðar. Af þeim sökum
ekki sízt er mikil vá fyrir dyrum og nauðsyn-
legt að bregðast við eins og þeir eldheitu hug-
sjónamenn sem hösluðu sér völl í Fjölni forð-
um daga. En þá væru þessi skilaboð Konráðs
Gíslasonar til Björns M. Olsens ágætt vega-
nesti, en þau eru úr kafla sem Konráð skrifaði
til hans 9. janúar 1885 - og mætti einnig
ágætlega vera okkur sem nú lifum nokkurt
íhugunarefni: „Ósköp þætti mér vænt um, ef
þér vilduð taka að yður ( - „að taka yður að"
mundi vera íslenzka núna!!!) kvenvæflu, sem
hefur verið sæmilegur kvenmaður á unga
aldri en nú er orðin púta, og hefur „f....ós" eða
er að minnsta kosti danósa. Þessi aumingja
kvenvæfla er íslenzkan. Mér er nærri því
sama, hvernig hún er, efhún er ekki danósa.
Við íslendingar, a.m.k. vel flestir, förum með
hana eins og við værum djöflar, en ekki
menn. Ég tek aðeins eitt eða tvö dæmi af mý-
mörgum. 1) Af því að Danir segja „velvilje"
o.s.frv., segja Islendingar nú „velvilji" og
„velvild" (en „góðvilji" og „góðvild" dettur
þeim ekki í hug). 2) Um það leyti, sem Danir
fóru að sleppa „som" í upptalningu, fóru ís-
lendingar að segja og skrifa: „þessi bók, sem
hér liggur, og sem ég er búinn að lesa." 3)
Skástu mennirnir - hvað þá aðrir - segja nú
„á Færeyjum" og „á Sámsey'1 4) Og þar fram
eftir götunum! Það er eins og hrækt sé fram-
an í mig, þegar ég sé eða heyri annað eins.
Þess vegna bið ég yður nú og særi yður fyrir
drengskap yðar, að þér læknið þennan aum-
ingja, doktor góður, og reisið hann á fætur og
hjálpið honum sem bezt. Og þér munuð
sanna, að þá mun flest ganga yður að sólu ..."
Þetta var orðsending eins háskólakennara
til annars. Það þarf ekki að kynna Konráð
Gíslason fyrir íslendingum, svo nálægt þjóð-
arkvikunni sem hann og samstarfsmenn hans
hafa verið um hálfrar annarrar aldar skeið.
En Björn M. Olsen er einn hugkvæmasti
fræðimaður í arfleifð okkar og á vart sinn líka
í frumlegri hugsun og óvæntum textaskýring-
um. Eftirminnilegastar eru að öllum líkindum
skýringar hans við Sólarljóð sem höfðu áreið-
anlega drjúg áhrif á Sigurð Nordal, þegar
hann vann að sínum skýringum á Völuspá.
Björn M. Olsen var um skeið rektor háskóla
íslands og það er því við hæfi að þessi merka
menntastofnun hafi tekið hann á orðinu og vísi
nú veginn inní nýja öld með þeim markmiðum,
sem m.a. eru fólgin í þeirri nýju hagnýtu nám-
skeiðaröð, sem nú er að hefjast, og þá ekki
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 18. september
sízt í þeirri grein sem er forsenda þess að við
megum enn teljast sérstök þjóð, íslenzkunni.
I Reykjavíkurbréfi sem birtist á þessum
vettvangi 5. apríl á fyrra ári var m.a. tekið svo
til orða að augljóst væri að útlendir mennta-
menn haíí mestan - og kannski einungis -
áhuga á íslandi vegna arfleifðar okkar og
tungu, en ekki vegna neinna sérstakra póli-
tískra stefnumála eða einstaklinga sem borið
hafa hróður þess um víða vegu, þótt það hafi
kannski í einstaka tilfelli haft einhver áhrif;
einnig á það bent að sérstæð náttúrufegurð
landsins sjálfs hafi áreiðanlega mikið aðdrátt-
arafl, þegar hugsað sé um þessar fjarlægu
slóðir. Það hafi þannig ekki verið nein tilviljun
að andleg stórmenni á borð við Borges og Au-
den, Maurer og Morris hafi dregizt að þessu
framandlega landi og arfleifð þess. Einnig
tekið svo til orða að engum detti í hug að al-
menningur í nágrannalöndum okkar sé að
velta fyrir sér íslenzku þjóðfélagi, forsendum
þess og arfleifð. Þessi sami almenningur heyri
að vísu eitt og annað um fyrirbærið Island án
þess það komi honum frekar við en aðrar þær
dægurflugur, sem verða á vegi hans. Samt sé
hægt að nota þessar dægurflugur í landkynn-
ingarstarfsemi og hefur það verið óspart gert.
Um það er ekkert nema gott eitt að segja.
Og enn segir þar: „Á hinn bóginn gegnir ís-
land allt öðru hlutverki í hugum þeirra tiltölu-
lega fáu sem þekkja arfleifð okkar og menn-
ingu og hafa heillazt af þeirri staðreynd að
þessi arfleifð er enn lifandi þáttur í þjóðlífi
okkar og raunar jafn mikilvægur og landið
sjálft. Géymd þessarar arfleifðar þykir í senn
sérstæð og til fyrirmyndar og þá ekki sízt sú
staðreynd að Islendingum hefur tekizt að
varðveita tungu sína án þess hún hafi breytzt
svo að teljandi sé frá því hinar miklu íslenzku
bókmenntir urðu til á sínum tíma. Þeir sem
ræða við háskólafólk og þá sem búa yfir veru-
legri þekkingu verða fljótt varir við að það er
þessi arfleifð og varðveizla tungunnar sem
vekja aðdáun og eiga mestan þátt í því að hug-
urinn hvarflar til Islands og allt fléttast þetta
saman í eina órofa heild, land, þjóð og arfleifð,
og þá með þeim hætti að margir útlendingar
dragast að landinu heillaðir af goðsögninni um
Thule, sem er þó engin goðsögn í raun og
veru, heldur gallharður veruleiki, ólíkur öllu
öðru sem fólk á að venjast (ýmsir, þ.á m. Arn-
grímur lærði, hafa efazt um að Thule sé ís-
land, en um það skal ekki fjölyrt hér)."
Allt má þetta vafalaust til sanns vegar færa
og einnig þá fullyrðingu að við eigum að
rækta það, sem er mikilvægt, og við eigum að
kunna skil á því, sem er mikilvægt. Það, sem
gerir okkur að sérstæðri þjóð, hlýtur að vera
mikilvægt í okkar augum, jafnvel í augum
annarra. íslenzki togkrafturinn er arfleifð
okkar. Hann er enginn dægurfluga, engin al-
þjóðleg tízka. Hann er grundvöllur 1100 ára
byggðar í landi okkar. Hann á ekkert skylt
við blómin sem vaxa og deyja eftir duttlung-
um veðurguðanna. Og af hverju? Af þeirri
einföldu ástæðu að rætur hans eru djúpt í ís-
lenzkri mold. Þær draga athyglina að þeirri
óvenjulegu flóru sem við höfum af að státa í
sögu okkar og umhverfi; það eru rætur okk-
ar, það eru rætur tungunnar sem við höfum
borið gæfu til að varðveita í gegnum þykkt og
þunnt eða - eins og brezkur háskólaprófessor
sagði á kynningarfundi um íslenzkar bók-
menntir: Islenzk tunga - hún er einsdæmi,
hún er kraftaverk.
EN ÞÁ ER SPURN-
ingin, hvort við hug-
um nægilega að rót-
unum.  Hvort  þær
Hlú þarf að
rótunum
hafa fengið þá aðhlynningu sem nauðsynleg
er. Hvort við umgöngumst íslenzkuna með
þeim grænu fingrum sem hún á skilið. „Erum
við á varðbergi nú þegar upplausnaröfl fara
um lóndin eyðandi sjónvarpseldi í nafni ein-
hverrar alþjóðahyggju sem er einna helzt
fólgin í því að skilja þannig við ræturnar að
þær veslist upp og deyi? Við erum áreiðanlega
á krossgðtum hvað þetta varðar."
Við höfum að vísu staðizt uppblásturinn en
tungan á í vök að verjast, rétt eins og landið
sjálft. Okkur ber skylda til að rækta hana,
þetta mesta sameiningartákn lítillar þjóðar,
sem þarf að átta sig á þeim vegamótum, þar
sem við nú stöndum. Við þurfum að standast
sírenurnar, ekki síður en sjóarar Ódysseifs á
sínum tíma. Það er nauðsynlegt að kunna að
varast þær. Nauðsynlegt að láta ekki blekkj-
ast. En til þess verða skólarnir að verða í
stakk búnir að kenna raælt mál, ekki síður en
skrifað. Margir hafa miklar áhyggjur af þess-
um þætti íslenzkrar samtímasögu. En fjöl-
miðlamenn, sem um þetta skrafa og skrifa,
gætu þá einnig sagt: Maður líttu þér nær! Það
er víða pottur brotinn á þeim vígstöðvum.
Fullkomin ástæða til að styrkja undirstöðurn-
ar, herða aðhaldið. Líf okkar og framtíð gætu
verið undir því komin. Allt þetta hefur verið
margtíundað hér á þessum vettvangi og enn
mætti betur, ef duga skal.
Ekki alls fyrir löngu spurði norska stór-
blaðið Aftenposten forystumenn stjórnmála-
flokka þar í landi, hvað væri nauðsynlegast,
þegar nýbúar ættu í hlut. Allir stjórnmálafor-
ingjarnir lögðu höfuðáherzlu á að styrkja
norskan grundvöll og móðurmálið. Að þessu
gætum við einnig hugað. En sinnum við þess-
um skyldum með þeim hætti sem duga skal?
Þeir sem ábyrgðina bera ættu að grandskoða
hug sinn og svara þessari spurningu, eins og
efni standa til. Allt hrynur ef undirstaðan er
ekki réttlig fundin.
Morgunblaðið hefur ekki eitt fjölmiðla lagt
áherzlu á tengslin við arfleifðina. Það hafa
ýmsir aðrir einnig gert, bæði fyrr og síðar.
I desember í fyrra var á þessum vettvangi
fjallað, um orðið Norse en hörð gagnrýni hef-
ur verið á notkun þessa. Þetta orðskrípi er
fundið var upp í því skyni að komazt hjá því að
tala um íslenzka arfleifð og ritmenningu, þeg-
ar um það væri fjallað á engilsaxnesku, heldur
skyldi arfleifðin vera Norse, þ.e. norræn,
skandinavísk eða norsk; allt nema íslenzk!
Framhjá því verður samt ekki gengið, sem
fullyrt er í Reykjavíkurbréfi fyrr á þessu ári,
en þar segir: „Einatt er talað um íslenzkar
bókmenntir til forna sem norskar bókmenntir,
en það orð að visu ekki notað, heldur annað
sem einhvers konar afsökun fyrir því að ekki
skuli sagt beinum orðum að þessi arfleifð sé
íslenzk, enda varð hún til á íslandi þótt ljóða-
hefðin hefði flutzt út hingað með víkingum,
þróazt og varðveitzt. Nú er tízka að nota Nor-
se í ensku um alla norræna arfleifð - og þá
ekki sízt íslenzka - en oftast er í raun átt við
íslenzkar bókmenntir, þegar gripið er til þessa
orðs. Hér er því um ákveðna tilraun til blekk-
ingar að ræða. í orðabók Chambers fyrir 21.
öldina segir m.a. að Norse merki einhver
tengsl við Skandinavíu, það merki Norðmað-
ur; það merki tunga sem töluð var í Skandin-
avíu eða Noregi og nýlendunum; Norse merki
Skandinavar, en þó einkum Norðmenn. í
orðabókinni er ekki minnzt á að orðið Norse
sé sérstök skírskotun til íslands ..."
Island ekki
á landakorti
tízkunnar
ÞAERBENTAAÐI
jafnvirtu vísindariti
og Scientific Americ-
an sé talað um Norse
sagas, þegar rætt er
um víkingaferðir og
fund Ameríku, en þessar sögur, sem eru aðal-
heimild um þessar ferðir, að sjálfsögðu, voru
skrifaðar á íslenzku um svipuð leyti og Norð-
menn voru að glata tungu sinni. Þær mega
bara ekki vera íslenzkar! Þannig er þessu
einnig farið í nýlegu, álitlegu hátíðarblaði U.S.
News & World Report, en þar er fjallað um líf
mannsins á þessari öld. I þessu tiltölulega ný-
útkomna blaði er talað um víkinga og víkinga-
skip með gamaldags formerkjum og vart
hægt að segja að ísland komi þar við sögu,
þótt sagt sé i framhjáhlaupi að Ólafur
Tryggvason hafi árið 1000 snúið íslendingum
til kristni, að vísu. Þar er aðaláherzlan á Nor-
se-arfleifðina, þótt hún sé hvorki sjáanleg í
tungu Skandinava né bóklegri arfleifð. Hún er
sjáanleg á öðrum vettvangi, að vísu, en þó
ekki sem þáttur í landnámssögu Vesturheims,
svo að dæmi sé tekið. Þar eru íslenzkar heim-
ildir alls ráðandi. í úttekt blaðsins er að vísu
ekki talað um „Norse sagas", heldur eru
landafundirnir nú skráðir í „Viking sagas".
Það má þó kannski til sanns vegar færa, en er
samt villandi. Þar er t.a.m. talað um „Norse
term - „hafvilla" - , en það er einfaldlega ís-
lenzka. Fyrr á tímum noiræn tunga, nú varð-
veitt á íslandi. Siðan er sagt að Norsemen hafi
bæði haft getu og hugrekki til að komast til
Ameríku og loks, að sjálfsögðu, talað um
„Norse settlers" í sömu andrá og vitnað er í
íslenzka orðið skrælingjar! Að vísu vitnað
annars staðar í Magnús Magnússon og rétt
það, sem eftir honum er haft. En - ísland er
utan við þessa uppákomu alla!
Þetta leiðir hugann að öðru. I Bretlandi er
merkilegt útgáfufyrirtæki, sem heitir Folio,
9g gefur út ágætar bækur. Nú erhafin útgáfa
íslendingasagna á þess vegum. I kynningar-
bæklingi er ekki farið í launkofa með uppruna
þessara bókmennta, þær eru íslenzkar. Mesta
og endingarbezta framlag íslands á miðöld-
um, segir þar. Framúrskarandi afrek í mið-
aldabókmenntum evrópskum; ávöxtur langrar
menningarlegrar þróunar, einstæð bókmennt-
areynsla.
Ritstjóri þessarar útgáfu er Magnús Magn-
ússon. I ágætri grein sem hann skrifar í kynn-
ingarritið talar hann um ísland sem raunveru-
legt heimaland sitt, þótt hann hafi alizt upp í
Edinborg frá 9 mánaða aldri. Magnús minnir
á að allar þýðingar eru einskonar samkomulag
- og það á auðvitað við um íslendingasögur á
öðrum tungum. Magnús segir að útgáfa þess-
ara sagna hafi átt að heita Tiie Norse Sagas,
eins og venja hafi verið. Hann segir það hafi í
raun ekki truflað hann, hvort þessar sögur
hafi verið kallaðar Norse eða Icelandic, svo
lengi sem þær voru gefnar út! En vinum hans
á Islandi þyki slík nafngift jafngilda því, að
Skotar séu kallaðir Englendingar og hann
gæti aldrei aftur stigið fæti á íslenzka jörð, ef
flokkurinn héti The Norse Sagas; hann yrði
eins og hver annar útlagi! Hann hafði sam-
band við útgáfustjórann, Sue Bradbury, og
hún samþykkti breytingu þegar í stað: The
íceJandic Sagas skyldu bækurnar heita.
Undir þessu heiti koma íslendingasögur nú
út á vegum þessa virðulega forlags, og það,
sem er ekki verra - Magnús Magnússon getur
komið heim til íslands óskaddaður, svo ágæt-
ur fulltrúi íslenzkrar menningar og arfleifðar,
sem hann hefur ávallt verið. Allt er þetta
fagnaðarefni.
„Leiv
Eriksson"
MORGUNBLAÐIÐ
er ekki eitt íslenzkra
fjölmiðla um þennan
áhuga, enda augljóst
að senn fer að glaðna til. Þannig benda eld-
tinnurnar, sem fundizt hafa á Nýfundnalandi
„eindregið til þess að íslenzkir menn hafi kom-
ið þar við sögu," eins og segir í frétt nýlega,
„en þær staðfesta dvöl íslenzkra landkönnuða
á Nýfundnalandi fyrir þúsund árum. Það voru
ekki íslenzkir heldur erlendir vísindamenn
sem röktu þessi „fingraför" til íslands." Þessi
niðurstaða kom að sögn Smiths (dr. Kevin H.
Smith, stjórnanda rannsóknarinnar, en hann
er aðstoðarforstöðumaður á mannfræðideild
vísindasafnsins í Buffaló í Bandaríkjunum)
verulega á óvart, en með henni er fundin
fyrsta vísindalega tengingin milli Nýfundna-
lands og íslands. Hann sagði að eld-tinna, sem
fyndist víða, kvarnaðist fljótt og hefði verið
nánast eins og eldspýtnastokkur fyrir land-
könnuði á víkingaöld. „Þetta var því ekki hlut-
ur sem líklegt er að hafi gengið milli manna í
vöruskiptum heldur er sennilegra að sá sem
bar íslenzka steininn hafi komið frá íslandi,"
sagði Smith - og bætti því við að mikill fengur
væri að slíkri vitneskju. Það má svo klykkja út
með því að taka undir það, sem DVhefur haft
um þetta mál að segja, en í forystugrein blaðs-
ins 10. ágúst sl. var m.a. komizt svo að orði:
„Samkvæmt heimild allra heimilda var Leifur
heppni norskur, en ekki íslenzkur.
Encyclopædia Britannica velkist ekki í vafa
um ágreiningsefnið, sem íslendingar hafa
löngum haft mikið fyrir að fá túlkað sér í hag í
Bandaríkjunum, heimalandi alfræðibókarinn-
ar."
Raunar gengur heimild allra heimilda
lengra því að í norska kaflanum segir, „að
norskir sæfarar hafi verið heimskunnir, allt
frá dögum Eiríks rauða og sonar hans, Leifs
heppna." I kaflanum um ísland „er hins vegar
hvergi getið um landafundi, Vínland eða
feðgana." Bent er á að alfræðiorðabókin birti
nafn Leifs uppá norsku, „Leiv Eriksson den
hepne". „Lesendum er óbeint gefið í skyn að
þannig hafi nafn Leifs verið ritað fyrir þúsund
árum af því fólki sem alfræðibókin kallar
„Norse" og talaði tungu, sem hún kallar „Nor-
se". Og niðurstaða blaðsins er þessi: „Engu
máli skiptir, hvað Clinton Bandaríkjaforseti
fæst til að trúa og tala á hátíðlegum stundum.
Engu máli skiptir hvort hægt er að koma ís-
lenzkri söguskoðun á ft'amfæri við hátíðarhöld
fína fólksins í Vesturheimi. Það eitt skiptir
máli, hvað heimild allra heimilda segir."
Bandaríkjaforsetar komi og fari, hátíðarhöld
komi og fari, fína fólkið komi og fari, en orða-
bókin blífi. DVbætir því við að söguskoðunar-
valdið sé ekki hjá fína fólkinu í veizlunum,
heldur hjá þeim sem skrifa alfræðibók al-
heimsins, eins og komizt er að orði, og ef rit-
stjórar hennar - og þá væntanlega einnig ann-
arra mikilvægra alfræðirita - viðurkenna að
Leifur heppni hafi fæðst á íslandi og landnám
Grænlands og Vínlands hafi að mestu verið ís-
lenzkt fremur en norskt, sé „nánast með einu
pennastriki hægt að breyta vefútgáfu alfræði-
bókarinnar" og það yrði meiri ávinningur en
unnt yrði að ná með öðrum hætti.
En jafnframt er
ekki óalgengt að
heyra svo hrak-
smánarlega ís-
lenzku í ljósvök-
unuin að þeir virð-
ast í einni hend-
ingu breytast í
hryllingsóperu,
þegar mestur
gállinn er á mann-
skapnum.
T
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64