Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 42
-»*42 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNAR ÞORS TEINSSON + Ragnar Þor- steinsson fædd- ist í Ljárskógaseli 28. febrúar 1914. Hann lést í Reykja- vík 17. september siðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorsteinn Gíslason, bóndi í Ljárskóga- seli og síðar í Þrándarkoti í Lax- árdal.f. 25.11. 1873, d. 9.11. 1940, og Al- vilda Bogadóttir, f. 11.3. 1887, d. 22.3. vatnssýslu. Þau gengu í hjónaband 1965. Börn þeirra eru: Hrafn, útgerðar- maður Ólafsfirði, f. 1938, maki Lilja \ Kristinsdóttir. tílfur, tæknimaður Reykja- vík, f. 1939, maki Unnur Karlsdóttir. Hreinn, kennari Laugarvatni, f. 1940, maki Guðrún Einars- dóttir. Edda, skrif- stofumaður Reykja- vík, f. 1944. Örn, f. 1946, d. 1951. Guð- 1955. Systkini hans voru: Ingveldur, Bogi, Sigvaldi, Gunnar og Elís Gunnar. Hálf- systkini voru: Magnús Rögn- valdsson og Guðlaug Þorsteins- dóttir. Árið 1938 hóf Ragnar sam- búð með eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurlaugu Stefánsdóttur frá Smyrlabergi í Austur-Húna- rún, skrifstofustjóri Hvamms- tanga, f. 1950, maki Vilhelm V. Guðbjartsson. Örn, kennari Reykjavík, f. 1953, Þorsteinn, skrifstofumaður Húsavík, f. 1954, maki Þorbjörg Jóhannsdóttir. Gísli, þýðandi Reykjavík, f. 1957, maki Áslaug Guðmundsdóttir. Ragnar lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1938 og hóf þá þegar kennslu. Hann var kennari á Skagaströnd, á Ólafsfirði, í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði og í Klé- bergsskóla á Kjalarncsi. Um hríð vann hann við Fræðslu- myndasafn ríkisins, hjá Saka- dómi Reykjavíkur og síðustu starfsárin hjá Rannsóknarlög- reglu rikisins. Ein fjörutíu sumur vann hann við vegagerð í Dalasýslu. Ragnar vann við þýðingar, sumt hefur birst á prenti, annað var lesið upp í útvarp. Þar á meðal voru: Úlf- ur Larsen, 1947, Hnefaleikar- inn, 1948, Þegar Coriander strandaði, 1977, Þegar pabbi var h'till, 1978, og Vefurinn hennar Karlottu, 1983. Hann stundaði nám í ensku og ensk- um bókmenntum við háskól- ann í Leeds 1966. Hann var einnig þekktur biblíusafnari. Hann gaf Þjóðarbókhlöðunni 1.228 Bibliur á mismunandi tungumálum við opnun henn- ar. títför Ragnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ragnar kennari, mágur minn og vinur, er farinn frá okkur. Ljúfar ^rninningar íylla hugann. Eg ætla ekki að rekja lífshlaup hans, það gera aðrir. Öll sumur sem ég man, er ég var að alast upp, var hann í vegavinnu í sinni heimabyggð, Dalasýslsu. Þá kom hann oft á heimili foreldra minna. Ragnar var smáglettinn og kallaði sig alltaf svarta karlinn, enda dökkur á brún og brá. Tíminn leið. Ragnar tók mér vel, er ég trúlofaðist Elísi, yngsta bróður hans, og hefur verið sannur vinur, kallaði mig alltaf Dellu mág- konu sína. Ragnar átti yndislega ^■konu, hana Laugu. Þau eignuðust níu börn og eru átta á lífi, sem öll eru þess megnug að halda uppi heiðri foreldra sinna með sóma. Ragnar hugsaði vel um heilsuna, enda hafði hann verið berklasjúk- lingur. Gerði leikfimi eftir útvarpinu og fór daglega í gönguferðir. Yngra fólk átti fullt í fangi með að fylgja honum eftir. Ragnar kom oft á heimili okkar Elísar í gönguferðum sínum, enda bjuggum við í sömu götu síðasta áratuginn. Ragnar var fróður, víðlesinn og hafði stálminni. Hann naut þess að ferðast erlendis og rakti marga ferðasöguna. Með- fædd frásagnargáfa gæddi sögum- ar lífi, eins og maður hefði sjálfur %verið með. Einu sinni fórum við Elís og Ragnar saman til Irlands. Það var mjög góð ferð. Ragnar var svo morgunhress, að hann var alltaf bú- inn að fara í langar gönguferðir til að skoða umhverfið, þegar við mættum í morgunmat. Lauga fór oft með honum í sólarlandaferðir, en Rangari fannst hann líka þurfa að fara á staði, þar sem hann gæti haldið enskunni við, í góðum félags- skap yfir ölkollu. Þá vildi Lauga heldur vera heima, enda þreyta far- in að segja til sín. Þegar Ragnar kom erlendis frá færði hann mér oft teskeið í safnið mitt. Vænst þykir mér um silfurskeið frá Túnis. Að ■*>henni leitaði Ragnar mikið og fann loksins á fomsölu. Eitt haustið er Ragnar var að hverfa úr vegavinnunni að kennslu í Reykjaskóla kom hann að máli við mig. Hvort mig langaði ekki að læra á bfl? Ég skyldi bara koma norður um veturinn, halda til hjá þeim Laugu og læra með skólakrökkun- um. Ég dreif mig norður um vetur- inn og naut ánægjulegrar dvalar á heimfli þeirra. Lagði undir mig stof- una og Lauga snerist við mig. Heim fór ég kát með prófið upp á vasann. Óvíst er hvort ég hefði nokkurn tím- ann lært á bfl ef Ragnar hefði ekki sýnt mér þessa vinsemd. Fyrir nokkram árum veiktist Lauga svo að hún þurfti að dvelja á sjúkrahúsi nokkrar vikur. Útlitið var tvísýnt. Ragnar kom þá oft við hjá mér, eðlilega beygður. Eitt sinn sagði hann: „Ég get ekki lifað án Laugu.“ Það sagði mikið. Sem betur fer komst Lauga aftur heim til hans og til nokkurrar heilsu. Af vilja- styrk og dugnaði hugsaði hún um heimilið. Hún hlúði að Ragnari gegnum öll hans veikindi, sat yfir honum daglega, þó þreytt og lasin væri, allt til enda. Þó í okkar feðrafold, falli allt sem lifir. Enginn getur mokað mold, minningarnar yfir. (B.J. Gröf) Lauga mín, við Elli sendum þér og ástvinum öllum innilegar samúð- arkveðjur. Þín mágkona, Emilía Lilja. Kom vomótt og syng þitt bam í blund, hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund. Égþráiþig. Breið þú húmsins mjúku vemdarvængi, væra nótt yfir mig. Með þessum ljóðlínum Jóns frá Ljárskógum kveðjum við kæran mág og frænda. Hann er farinn í ferðalag, en ferðalög vora líf hans og yndi. Það var alltaf tilhlökkunar- efni að fá kort og vísu úr hinum ýmsu ferðum með upplýsingum um mannlíf og veður. Nú verður breyt- ing á. Við þökkum vináttu í meira en hálfa öld og segjum góða ferð. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þó duni foss i gljúfrasal. I hreiðrum fuglar hvfla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. (M.G.) Ingibjörg og börn. Það var á þungbúnum septem- berdegi sem Ragnar Þorsteinsson föðurbróðir minn kvaddi þennan heim. Hann hafði átt við veikindi og elli kerlingu að stríða og því var andlátið líkn fyrir lúinn líkama. Samt er það svo að á stundum sem þessum vefst tilgangur lífs og dauða fyrir okkur sem eftir eram. Hvernig má það vera að það séu ör- lög mannsins að þroskast og dafna, eldast og hrörna og deyja að lok- um? Endalokin virðast svo fjarlæg en era samt svo nálæg. Ragnar var raunsæismaður og vantrúaður á nokkuð sem gæti kall- ast framhaldslíf. Hann taldi sjálfur að þegar dauðann bæri að garði væri það líkt og að slökkt hefði ver- ið á ljósi. Þá tæki við eilífur svefn sem ekki bæri að óttast. Hvernig svo sem því er háttað vil ég gjarnan hugsa um hann í birtu ogyl- Sumir menn lifa sínu lífi þannig að þeir verða eftirminnilegri en aðrir. Þannig kom Ragnar mér fyrir sjónir. Hann var 52 árum eldri en ég og hefur alltaf verið „karl“ í mín- um huga, en aldrei gamalmenni. Fyrstu minningar mínar um hann tengjast Vegagerðinni en þar var hann flokkstjóri um árabil. Mér þótti þetta vera skrýtinn karl með ljótt skegg, en stolt var ég yfir því að eiga hann fyrir frænda. Hann hafði sérstakt útlit, var með dökk augu, stór eyru og myndarlegt nef og hár sem var hrafnsvart áður en það gránaði. Svona myndarlegir menn fæðast ekki nú til dags. Hann var afar sérvitur, þrjóskur og þótti ölið gott. Skoðun hans var sú að heilaframurnar störfuðu eftir kenningu Darwins, þær hæfustu lifðu af. Að minnsta kosti taldi hann að það væra þessar ónauðsynlegu heilafrumur sem færa við áfengis- drykkju. Sérviska Ragnars birtist í ýms- um myndum, til dæmis í Biblíusöfn- un, sem stafaði af tungumálaáhuga, en ekki trúrækni. Hann var trúlaus og sagðist hafa misst barnatrúna þegar hann var lítill drengur og leitaði að kindum frammi á Ljár- skógarfjalli í þoku og kulda. Hver getur beðið heitar og einlægar en lítill drengur sem trúir á Guð? Úr því hann var ekki bænheyrður þá lét hann trúariðkun vera eftir það. Kannski tengdist trúleysið síðar þeirri staðreynd að Ragnar varð kommúnisti. Einu sinni fór ég með tékkneska stúlku í heimsókn til Ragnars og henni varð ekki um sel þegar hann sýndi henni höfuðstyttu af Stalín og vildi ræða við hana um fall og hran kommúnismans. Ragn- ar ferðaðist talsvert um heiminn og setti sér að markmiði að heimsækja sem flest kommúnistaríkin á meðan þau vora og hétu. Hann dreif sig til Albaníu þegar hann sá hvað verða vildi þar, til að ná því að heimsækja „síðasta kommúnistaríkið" áður en það færi eins og hin. Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuíborgarsvæðinu. Þarstarfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúlleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 Ég get ekki látið líða hjá að minnast á hversu greindur og víð- lesinn Ragnar var. Auk þess hafði hann einstaka frásagnargáfu og stálminni sem fáum er gefið. Það vita þeir sem fóru í ferðina fram á Ljárskógarfjall sumarið 1997, þar sem hann rifjaði upp ojg sagði frá bernskuslóðum sínum. Eg sá Ragn- ar í síðasta sinn nú snemma í sumar þegar við heimsóttum þau hjónin í Kópavoginn. Þá var hann fársjúkur af krabbameini en sagðist ekki líða neinar kvalir. Hann fór þá reglu- lega til geislameðferðar á Landspít- alann og sagðst fara einn með strætisvagni. Það kom ekki til greina að þiggja far hjá einhverjum eða taka leigubíl. Með þrjóskuna að vopni komst hann síðasta spölinn. Hinn 20. júní var hann lagður inn og átti ekki afturkvæmt heim. Það er mikill missir að mönnum eins og Ragnari, því þeir eru sjald- gæf eintök. Elsku Lauga og fjöl- skylda, við Gylfi sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Vala Elísdóttir. Því er einhverra hluta vegna svo farið að þegar fólk deyr er svo margt ósagt, svo margar spurning- ar óspurðar og svo mörg orð ósögð. Þetta á kannski aldrei þetur við en nú þegar Ragnar afi okkar hefur yfirgefið þennan heim. Við þekkt- um hann svo vel en þó svo lítið, eða vissum svo margt um hann sem við hefðum viljað fá tækifæri til að spyrja hann nánar um. Hann var tvímælalaust verður þess að vera spurður spjöranum úr eftir allt það sem hann hafði upplifað á ævinni. Þau sögukorn sem við höfum heyrt um Ragnar og lífshlaup hans hafa oftar en ekki fengið hugann til að reika og við höfum oft velt vöngum yfir því hvernig það hafi verið að upplifa þessa atburði, að gaman hefði verið að vera þátttakandi í at- burðarásinni, að vera fluga á vegg og fylgjast með. En fyrst og fremst hefur okkur alltaf langað til að spyrja hann: Hvað fannst þér - hvernig var að upplifa þetta? Því það hefur alltaf verið einlæg sann- færing okkar að ekki bara við, held- ur fólk almennt, gæti lært svo margt, bæði um sjálft sig og mann- legt eðli, af því að heyra hann segja frá því sem á daga hans hafði drifið. Uppvaxtarárin í Ljárskógaseli, vegavinnan og sjúkdómsárin á Kristneshælinu era vissulega frá- sagnarverð, - bókmenntagrúskið, ferðalögin um heiminn og óbilandi trú á alræði öreiganna ekki síður. Ragnar sagði einhverju sinni að biblían væri besta skáldsaga sem hann hefði lesið. Hann sýndi það líka í verki með því að sanka að sér einhverju stærsta safni slíkra bók- mennta sem fyi-irfinnst í heiminum. Það er því næsta fjarstæðukennt að hugsa til þess að yfir þessu sér- staka bókasafni gnæfði brjóstmynd af hugmyndafræðilegum stallbróð- ur Ragnars, sjálfum Stalín. En Ragnar var líka sprottinn úr öðrum farvegi en við þekkjum í dag. I um- róti millistríðsáranna var ekkert skrítið að bláfátækur bóndadreng- ur á íslandi heillaðist af gerðum hins misheppnaða prestlings frá Grúsíu, í tilraunum hans til að sam- eina þjáða menn í þúsund löndum. En öfugt við svo marga aðra varp- aði Ragnar aldrei hugmyndastefnu kommúnismans fyrir róða, þrátt fyrir að slíkt orð væri ekki lengur í tísku. Hann kvartaði enn fremur undan því hin síðari ár að það væra nú ekki svo margir sem hann gæti hringt í og samfagnað á afmælis- degi Stalíns. Auk Ragnars voru þeir ekki margir eftir sem vora trú- ir sinni sannfæringu, sérstaklega á íslandi þar sem hugmyndafræði er fremur hentistefna en hugsjón. En það var svo margt annað sem gerði Ragnar að svo sérstökum manni en biblíur og bolsévismi. Hann stóð í umfangsmiklum bréfa- skriftum við fólk út um allan heim, allt frá auðnum Alaska til kóraleyja Kyrrahafsins. Oft voru þessi bréfa- skrif í tengslum við hina eilífu bibl- íusöfnun hans og gátu tekið á sig sérkennilegar myndir. Eitt sinn fékk hann sendar biblíur á mállýsk- um inúíta frá trúboða í Alaska og með í pakkanum fylgdu nokkrar hljómplötur með sálmasöng, sem trúboðinn bað þennan vin sinn á ís- landi að spila fyrir eskimóana hér á landi. Fyrir okkur barnabörnin þýddi þetta að hjá afa fékk maður örlitla innsýn í framandi veröld sem var svo fjarlæg. I herberginu hans Ragnars gaf að líta frímerki frá suðrænum löndum sem vora jafn- vel minni en Island, ásamt fjölda skrítinna hluta; styttur af dularfull- um gyðjum frá Indlandi sem áttu menn með sex hendur, babúskur, eðlur í flöskum, hættulegir drekar og hornagarðar af andalúsískum nautum. Og ef maður varaði sig ekki var hann vís til að skella á sig hornunum, setja undir sig höfuðið og elta skríkjandi barnabörnin um alla íbúð. Ragnar virtist nefnilega oft á tíðum ganga í barndóm um leið og hann hitti einhvern sem var hálfri öld yngri en hann. Er skemmst að minnast þess á áttræð- isafmæli ömmu okkar, þegar við hin, sem þóttumst fullorðin, sátum sem fastast, drakkum kaffi og ræddum fullorðinsmálefni, sást á eftir Ragnari trimmandi upp og niður stigana í villtum eltingaleik við nýjustu langafabörnin. Þessi at- riði sýna það og sanna að maður þarf ekki endilega að gera allt eins og hinir. Ég held að það veganesti sem afi gaf okkur í lífinu hafi verið hversu mikilvægt það er að vera maður sjálfur, að þora að fylgja eig- in sannfæringu og hugsa ekki of mikið um hvað fólk komi til með að segja. En núna er þessu öllu lokið. Við systkinin viljum votta ömmu okkar Sigurlaugu okkar innilegustu sam- úð. Okkur þykir ennfremur leitt að geta ekki öll tekið þátt í að fylgja Ragnari afa okkar burt úr þessum heimi, enda um langan veg að fara fyrir mörg okkar. En hann er ekki dáinn, bara fluttur, og kannski hitt- umst við síðar og þá getur hann sagt okkur allt sem við ekki vissum og öragglega margt annað tfl. Harpa, Ragna, Freyja og Einar Hreinsböm. Þeim fækkar ört góðu vinunum, nú hefur Ragnar Þorsteinsson kennari kvatt eftir frekar erfiða sjúkralegu. Ég kom oft til hans og vissi að hverju stefndi og hann vissi allt um það sjálfur. Fyrsta setningin sem mér datt i hug þegar hann var allur var: „Hratt flýgur stund.“ Þá var liðið 61 ár frá því að við sáumst fyrst. Það var haustið 1938. Þá kom Ragnar tfl Skagastrandar og stofn- aði unglingaskóla sem hann veitti forstöðu í tvo vetur, hann var nýút- skrifaður frá Kennaraskólanum og nýfarinn að búa. Ragnar var allt í senn, skólastjóri og kennari sem kenndi öll fögin, þar með talin leik- fimi. Ég gerðist nemandi hans báða veturna og reyndist það mér gott veganesti. Þar með upphófst sá vin- skapur við Ragnar og Sigurlaugu sem hefur haldist síðan. Ragnar bjó á Skagaströnd að miklu leyti þrjú tO fjögur ár. Á vetrarvertíð 1942 voram við saman á trOlubát frá Skagaströnd. Sumarið og haustið 1943 vorum við saman í vegavinnu í Dölunum þar sem Magnús bróðir hans var verk- stjóri, Ragnar var flokksstjóri og jafnframt sá hann um bókhaldið fyrir vegagerðina. Sigurlaug kona hans var ráðskona í vegavinnunni og var oft með tvo til þrjá krakka þeirra í tjöldunum. Ragnar fluttist til Ólafsfjarðar 1944 og hóf þar kennslu við barna- skólann. Hann fékk berkla og var á Kristnesi í u.þ.b. eitt ár og var höggvinn sem kallað var, en náði góðum bata. Á þessum áram byrj- uðum við Stella búskap á Siglufirði og endurnýjuðust þá samskipti okkar með nokkrum ánægjulegum heimsóknum. 1956 fluttist Ragnar að Reykja- skóla og var þar kennari í 17 eða 18 ár. Þá vorum við Stella flutt í Kópa- vog og alltaf hélst vinskapurinn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.