Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 C 3 . FERÐALÖG FERÐALÖG I DUBLIN | I I Uppáhaldsveitingostaðir Sigríðar Bragadóttur í Dublin Gengilbeinurnar með stífaða kappa og svuntu í stíl allt hér helma,“ segir hún. Sé lítið annað en hvítar kúlur Sirrí kom fyrst til Du- blin fyrir fimm árum. „Þá sá ég hinsvegar lítið annað en hvítar kúlur,“ segir hún og hlær þegar hún sér svipinn á okkur. „Við hjón- in fórum í golfferð til ír- lands,“ bætir hún svo við til útskýringar. „Við vor- um komin út á völl fyrir allar aldir á morgnana og vorum þar ailan daginn. Svo kom maður heim og sofnaði ofan í súpu- diskinn," riQar hún upp. Það litla sem hún sá af borginni nægði hins vegar til að vekja áhuga hennar á að koma aftur. „Já, Du- blin er óskaplega notaleg borg og minnir mig alltaf dálítið á Amsterdam. Ein- hvern veginn hefur íbúum þessara tveggja borga tek- ist að varðveita þetta vina- lega andrúmsloft og yfir- bragð, sem gjarnan ein- kennir smærri bæi og þorp,“ segir hún. Ef Sirrí væri fararstjóri einn dag í Dublin hvar myndi hún láta mannskap- inn snæða? „Ég myndi leggja höf- uðáherslu á að fólk kæm- ist í snertingu við matar- menningu íranna og mannlífið, eins og það er,“ svarar hún að bragði. „Ætli ég myndi ekki byrja á því að bjóða upp á stað- góðan, ekta írskan morg- unverð á Bewley’s; sem er gamalgróið te- og kaffihús á Grafton Street. Ein- hvern tímann sá ég það haft eftir frsku skáldkon- unni Maeve Binchy að all- ir Dublin-búar ættu stafla af minningum tengda þessu kaffihúsi. Um há- degið myndi ég svo tylla mér niður á Tosca, sem er mjög skemmtilegur veit- ingastaður, miðsvæðis í borginni. Hönnunin á þeim stað er geysilega fal- leg og maturinn í full- komnu samræmi við það; góður og fallega fram borinn,“ segir hún. „Það líka upp- lifun að skjótast inn á einhverja krá í há- deginu og fá sér eins og einn skammt af ostrum og eina kollu af góðu öli.“ James Bond »1 Dublin er einstaklega gott nútímalistasafn, Irish Museum of Modern Art,“ upplýsir Sirrí, „og það er vel þess virði að eyða bróðurpartinum úr degin- um í að virða fyrir sér listaverkin þar,“ bætir hún við. „Að því loknu er tilvalið að fá sér hið rómaða „af- ternoon tea“ og þá kemur aðeins einn staður til greina: Shelbourne Hotel við St. Stephen’s Green. Þetta er gamalt og virðu- legt hótel sem heldur fast í gamlar hefðir. Teið er bor- ey’s. Ekta írskur m°rgnnverð„r á BewJl ið fram í sal sem heitir Lord Mayor’s Room og þar eru gengilbeinurnar með stífaða kappa á höfðinu og svuntur f stíl,“ segir hún, lyftir hökunni lftið eitt og setur upp ekta „aðalsmeyj- arsvip“. „Ég sat þar eitt sinn með vinkonu minni f góðu yfirlæti þegar inn gekk sjálfur James Bond eða réttara sagt Pierce Brosnan, með alla sína fjöl- skyldu. Það vakti atliygli okkar að þau fengu ná- kvæmlega sömu þjónustu og aðrir í salnum og biðu ósköp þolinmóð í röð, rétt eins og allir hinir. Við vin- konumar vomm sammála um að ekki væri hrokanum fyrir að fara hjá þessum aðlaðandi leikara og ekki var hann síðri í fjölskvldu- hlutverkinu en á hvíta tjaldinu.“ Pínulítið búðarráp Það er komið kvöld og Sirrí er ekki í neinum vandræðum með að velja veitingastað kvöldsins. „MAO,“ segir hún, án þess að hika. „Þar er hægt að fá frábæra blöndu af austur- lenskum mat. Umhverfið er einfalt og fallegt, matur- inn spennandi og verðið viðráðanlegt. Það er hins- vegar rétt að benda á að það er ekki hægt að panta borð á MAO.“ En kíkir Sirrí í alvöm ekkert í búðir? Hún glottir að þessum tortryggnistóni og viður- kennir svo; „Jú, jú, ég á það nú til. Sérstaklega hef ég gaman af að rölta um Brown Thomas, sem er lítið „magasín" við Grafton Street. Þar færðu bara fallega, vandaða hluti. Þessi staður hefur hlotið viðurkenningar og verðlaun sem eitt falleg- asta verslunarhúsnæði Evrópu, af þessari stærð,“ upplýsir hún. „Ég verð að viðurkenna að það hefur einn og einn hlútur þaðan verið í far- angri mi'num á leiðinni heim frá Dublin.“ Átak í menningarferðamennsku í Bologna Rigby & Peller er talin ein besta brjóstahaldarabúð í heimi Allt frá smá' kökum til sögufrægra halla Samhliða þótttöku í verkefninu Menningarborgir Evrópu árið 2000, leggur Bologna-borg snörur sínar fyrir menningar- elskandi ferðafólk framtíðarinnar. Sigurbjörg Þrastar- dóttir leit inn á skrifstofu átaksins í líflegri miðborginni. UM ÞAÐ leyti sem far- fuglarnir taka stefnuna suður á bóginn flykkist fólk með fisléttar ferða; töskur inn í Leifsstöð. Á farseðlum þeirra flestra stendur nafn einhverrar heimsborgarinnar; London, Glasgow eða Du- blin. Yfirleitt em þessar sömu töskur hinsvegar æði bústnar og blýþungar fjórum dögum síðar þegar þær sniglast eftir færi- bandinu í komusal Kefla- víkurflugvallar. Sigríður Bragadóttir, grafískur hönnuður, er ein þeirra sem hefur nokkrum sinn- um lagt leið sína til Du- blin en það eru sko ekki þeir félagar Marks og Spencer sem lokka hana hvað eftir annað til Ir- lands. „Nei, ég er einfald- lega komin yfir þessa verslunaráráttu," fullyrð- ir hún,“ enda fæst nánast ICHELANGELO Martorello er yfir- maður sérstaks átaks í menningarferða- I mennsku sem yfir- völd Bologna-borgar hafa hrundið af stað í tengslum við verkefnið Menningarborg Evrópu árið 2000. Ætlunin er að vinna að markaðs- setningu Bologna sem áfangastað- ar fyrir menningarþyrsta ferða- menn, en hingað til hefur borgin sjaldnast verið talin í hefðbundnum hópi hinna svonefndu „listaborga" Ítalíu. Treystá upplýsta ferðamenn „Erlendir gestir hafa helst kom- ið til borgarinnar vegna ráðstefna og sýninga sem hér era haldnar af miklum þrótti. Þar sem slíkir gest- ir hafa iðulega fyllt þau rúmlega sjötíu hótel sem hér eru hefur í raun aldrei þótt ástæða til þess að efna til sérstaks ferðamannaátaks. Nú hafa menn hins vegar opnað augun fyrir þeirri staðreynd að hótelin eru hálftóm nær helming ársins; um jól, páska og á sumrin þegar ráðstefnuhöld liggja niðri. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að nota þá athygli sem beinast mun að Bologna á næsta ári til þess að kynna borgina sem langtímakost fyrir ferðamenn í leit að lifandi menningu. Og með menningu eigum við ekki aðeins við söfn og sýningar heldur sköp- unargleði íbúanna og andrúmsloft borgarinnar í heild,“ útskýrir Mar- torello. Hann tekur fram að markmiðið sé ekki að kalla yfir borgina flóð- bylgju ferðalanga, enda hafi það sýnt sig á vinsælustu ferðamanna- stöðum landsins að átroðningur skapi fátt annað en vandræði. „Hugmyndin er að laða að fólk sem hefur raunveralegan áhuga á list- um og menningu - upplýsta gesti sem kunna að umgangast borgina af virðingu. Og hér er fjölmargt að sjá,“ fullyrðir hann og telur upp sögufrægar byggingar, stórbrotinn arkitektúr, sýningar, næturlíf, veit- ingahús og háskólamenningu, en Bologna-borg hýsir elsta háskóla í heimi. „Öfugt við borgir eins og Fen- eyjar og Flóréns er Bologna ekki safn í sjálfri sér. Við státum heldur ekki af heimsfrægum verkum á borð við Monu Lisu eða Sixtínsku kapelluna en hér er samt sem áður þéttriðið net safna og fjöldi merki- legra bygginga. Og það sem meira er, hér þrífst lifandi menning, til- raunastarfsemi í ýmsum listgrein- um, fjölbreytt götulíf og samspil gamalla og nýrra tíma.“ Matur er líka menning Undirbúningur menningarferða- mennskuátaksins hófst í lok síðasta árs og mun ná hámarki á næsta ári. Eigendur Rigby & Peller hafa sérstaka ruslafötu þar sem konur geta fleygt gömlu brjóstahöldurunum sínum. Manchester 22. - 25. oktöber Brussel 19. - 22. nóvember í haust bjóöum viö upp á helgarferöir tii Manchester og Brussel á hagstæöu verði. Báöar þessar borgir státa af ótrúlegri fjölbreytni í skemmtana- og menningarlífi. Samvinnuferðir Landsýn Á verði fyrir þigl Bologna er lifandi menningarborg og höfuðstaður norður-ítalska héraðsins Emilia-Roniagna. Þar mun þó ekki verða látið staðar numið. „Dagskrá verkefnisins Menningarborg Evrópu árið 2000 er í raun eins konar boðskort til ferðamanna framtíðarinnar. Að sama skapi er hin nýja borgarmynd sem byggð verður upp í tílefni árs- ins hugsuð til frambúðar fyrir borg- arbúa og gesti. Og ef ferðamanna- straumurinn eykst eins og ráðgert er mun það hafa ómetanlega þýð- ingu fyrir afkomu þjónustufyrir- tækja, stolt borgaranna og ekki síst fyrir háskólann sem þarf á samræð- um við umheiminn að halda.“ „Italir þekkja borgina nokkuð vel og því leggjum við áherslu á að kynna borgina erlendis," útskýrir Martorello. Hann segir útlendinga sem lítið þekkja til borgarinnar einna helst spyija um matargerðar- listina. „Kannski er það ekki skrýt- ið því lýsingarorðið „bolognese“ er um allan heim tengt mat. Nafn borgarinnar er jafnvel spyrt við ákveðna spaghettírétti án þess að þeir séu endilega bologn- ískir, en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að borgin státar af langri og góðri sælkerahefð. Og auðvitað fellur matar- gerðarlist undir menn- ingu.“ Námskeið í móttöku ferðafólks Auk reynslunnar og orðsporsins sem borgar- yfírvöld hyggjast græða á menningarárinu munu ýmis ný söfn og fagskrif- stofur fylgja borginni til framtíðar. I tengslum við menningarárið verður einnig staðið fyrir nám- skeiðum í móttöku ferða- manna fyrir leigubíls- stjóra, afgreiðslufólk og aðra sem vilja taka vel á móti gestum borgarinn- ar á komandi árum. Morgiuiblaðið/Sigurbjörg Prastardóttir Michelangelo Martorello stýrir átaki í menningar- ferðamennsku í Bologna. „Borgarbúar era nánast óvanir því að taka við öðrum ferðamönn- um en löndum sínum. Þess vegna þarf tíma til undirbúnings og um leið tíma til þess að venjast tilhugs- uninni um erlent ferðafólk," segir Martorello. Hann kveðst þó ekki verða var við fordóma borgarbúa í garð væntanlegra komumanna - fremur beri á jákvæðri forvitni í garð átaksins. „I mesta lagi kemur hik á fólk sem ekki telur sig hafa nægilega kunnáttu í er- lendum tungu- málum. Innra starf átaksins mun hins veg- ar taka á þeim þætti, auk þess sem borgin rekur nú þegar upp- lýsinga- skrifstofu þar sem nálgast má bæk- linga og leiðbeiningar á ýmsum tungumálum.“ • Upplýsingaskrifstofa ferðamanna (IAT), Piazza Maggiore 6, sími: +39-051-239660 eða +39-051-231454 • www.comune.bologna.- it/TouringBologna Einkaráðgjöf í mátunarklefanum VIÐ GÖNGUM um með krepptar axlir, bogið bak og ófagran barm. Verst af öllu er íyrirbærið sem kall- ast „the four boob effect“, eða „fjög- urra-brjósta áhrif", þ.e þegar skál- arnar eru of litlar og skera brjóstin í tvennt. Sá heppni minnihluti kvenna sem er í réttri stærð - og gengur um með axlirnar aftur og bakið beint hefur oft þakkað það London-versl- unni Rigby & Peller. Þessi virðulega búð rétt hjá Har- rods í Knightsbridge hefur fengið það orð á sig að vera besta brjóstahald- arabúð í heimi. Hún hefur meira að segja fengið konunglega skjaldmerk- ið sem sýnir að drottningin verslar á staðnum - þannig að Elísabet er ein af bakbeina minnihlutanum. Ég var sjálf ein af þessum saman- krepptu í meirihlutanum, þangað til að ein góð vinkona mín leiddi mig inn um búðardyrnar, framhjá dyraverði í gullskreyttum einkennisbúningi. Sundbolir, nærbuxur, náttkjólar og sloppar eru til sýnis en sárafáir brjóstahaldarar. Þeir Það er staðreynd að langflestar konur eru í bandvitlausri brjóstahaldarastærð. Birna Helgadóttir fonn í London eina gf bestu brjóstahaldara- búðum í heimi. era geymdir ofan í skúffum, í varð- veislu virðulegra búðardama. 40D eða 32G? Dama fylgir viðskiptavininum í dýrindis mátunarklefa. Þar eru þykk teppi, flauelsgardínur og hæginda- stólar. Það er hvergi málband að sjá og þessar dömur eru svo þaulvanar að þær geta mælt mann með augun- um einum þegar búið er að fækka fötum. Daman hverfur og kemur aft- ur með nokkrar flíkur. Viðskiptavin- urinn finnur muninn. Hann er oft stórkostlegur. Ég gekk inn í þessa ágætu búð í brjóstahaldara sem var 40D. Ég gekk út í öðram sem var 32G. Eig- endur Rigby & Peller hafa sérstaka ruslafötu þar sem konur geta fleygt gömlu brjóstahölduranum sínum. Ekki þeir ódýrustu f heimi Flestar konur koma fyi-st til Rig- by & Peller þegar þær era að fara að gifta sig eða eiga von á barni, og era að hugsa meira um brjóstahaldara og nærfatnað en venjulega. Búðin er mjög vel fallin til þess að sinna slík- um konum, og hefúr fallegt úrval af korselettum sem passa undir brúð- arkjóla, og brjóstahölduram fyrir konur með börn á brjósti. June Kenton, eigandi búðarinnar, segir að konur eigi skilið að fá fag- mannlega brjóstahaldaramátun hvenær sem er. „Ef þú ert í réttum brjóstahaldara," segir hún, „lítur þú allt öðravísi út. Fötin passa miklu betur og skyrtur gapa ekki við hnappagötin." June segir að mistök eins og mín séu afar algeng, það að ungar konur með mjótt bak eru oft- ast í of stórum brjóstahölduram en of litlum skálum. Hún mælir einnig með því að máta alltaf brjóstahald- ara, vegna þess að stærðir era mis- munandi eftir mismunandi framleið- endum og sniðum. Brjóstahaldararnir hjá Rigby and Peller era kannski ekki þeir ódýr- ustu í bænum. Verðið er frá 25 pund- um eða um 3.000 krónum og síðan kosta þeir upp í tvö til þrjúhundruð pund fyrir sérsaumaðai- flíkur eða frá rúmlega 20.000 krónum og upp í á fjórða tug þúsunda. En allir bak- beinu viðskiptavinirnir era sammála um eitt: að brjóstahaldarai- sem passa era gulls ígildi. • Rigby & Pelier 2 Hans road SW3 1RX London 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.