Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ S Aárunum 1948-1949 var lokið smíði þriggja skipa fyrir Eim- skipafélag Islands hf. hjá Bur- meister & Wain í Kaupmannahöfn. Pessi skip voru Goðafoss, Dettifoss og Lagarfoss, almennt nefndir „Þrí- burarnir". Með tilkomu þeirra hófst T nýtt tímabil í sögu EÍ, þegar félagið eignaðist hraðskreið og fullkomin mótorskip í stað gömlu gufuskip- anna. Eg átti því láni að fagna að sigla með öllum þessum skipum. Hér segir frá lengstu og eftirminnileg- ustu ferð minni, en það var með Lag- arfossi sumarið 1962. Áður hafði ég ritað um heimsókn til Leningrad í Mbl. 10. ágúst 1962, en nú kemur ferðasagan í heild. II. Föstudaginn 22. júní 1962, kl. 20.00, léttir Lagarfoss akkerum í - Reykjavík og er ferðinni heitið í fyrstu til Vestmannaeyja, þar sem m.a. átti að taka hraðfrystan fisk. Klefanautur minn var Ársæll Sveinsson (1893-1969) föðurbróðir minn og fór hann af skipinu í Vest- mannaeyjum og þar stimplar Vega- bréfaskoðunin í Vestmannaeyjum í vegabréf mitt „Brottför frá Vest- mannaeyjum“ þann 23. júní kl. 11.30. - Skipstjóri var' Birgir Thoroddsen (1911-1969), 1. vélstjóri Ágúst Jónsson (1901-1996) og bryti Guðmundur Einar Guðmundsson (1906-1993). Farþegar voru í upp- hafi ferðar 12, en 4 fóru af í Ham- borg. Hinir 8 voru þessir: Hrefna Gísladóttir Thoroddsen, skipstjóra- frúin (1918), Jón Sigurðsson fyrrum skipstjóri á Gullfossi (1892-1973) og kona hans Dýrfinna Tómasdóttir (1912), Óli Olafsson (1921-1991) starfsmaður hjá Isaga hf., Leifur Sveinsson (1927) greinarhöfundur, Lilja Leifsdóttir (1948) dóttir grein- arhöfundar, Elín Haraldsdóttir Ell- ingsen, (1909-1970) móðursystir greinarhöfundar, Bogi Ágústsson (1952) síðar fréttastjóri RÚV, á veg- um foður síns Ágústs Jónssonar stýrimanns (1926-1996). Veðurfregnir bentu til illviðris á leiðinni til Hamborgar, einkum í Devils Hole, en ekki rættist sú spá og höfðum við gott leiði allt til mynn- is Saxelfurs, en þangað var ca 3Vá sólarhrings sigling frá Vestmanna- eyjum. Skipað var upp hraðfrystum fiski í Hamborg og var viðstaða þar aðeins röskur sólarhringur. Við fór- um nokkrir farþegar með skipstjóra- hjónunum á skemmtistaðinn „Plant- en und Blúmen", þar sem hið fræga vatnsorgel er. Þar lenti Birgir skip- stjóri í rimmu við yfírþjóninn, þvi hann neitaði að afgreiða Lilju dóttur mína, er þá var 13 ára, með Coca Cola, nema hún tæki romm með. Hafði Birgir sigur. Daginn eftir var stefnan tekin á Teichert, hina frægu leðurvörubúð. þar keypti ég mér vís- v- undaskinnsjakka, en dóttir mín fékk rúskinnsjakka. Eftir Hamborgardvölina var hald- ið til Helsingborgar í Svíþjóð um Kíl- arskurðinn og komið þangað þann 29. júní. I Halsingborg Skibsværft skyldi fara fram botnhreinsun á Lagarfossi, sem áætlað var að tæki um 6 daga. Ekki mátti nota salerni Lagarfoss á meðan, heldur fara upp á bryggju og nýta þar salemisað- stöðu. Tókum við því það ráð að bregða okkur til Kaupmannahafnar á meðan og fengum inni á Pension Askestad, hinu kunna íslendinga- pensionati við Store Kongensgade 21. Einn Hafnardaganna tók ég „Víkingabátinn“ til Helsingborgar og lenti þar í hádegisverði til heiðurs þeim hjónum Margréti Þórunni Sig- urðardóttur (1915) hjúkmnarfræð- ingi og manni hennar Olle Her- mannsson. Margrét var bæjarfull- trúi í Helsingborg árin 1959-1962 og mikils metin þar í borg. Hún er dótt- ir Sigurðar Sigurðssonar sýslu- manns á Sauðárkróki (1887-1963) frá Vigur við ísafjarðardjúp. Maður hennar var forstjóri Allmánna advokatbyrán í Helsingborg, lög- fræðingur að mennt. Þau eru for- eldrar Nönnu Hermannsson fyrrum borgarminjavarðar. Veisla þessi var nokkuð sérstæð, um borð í skipi, sem var uppi í slipp. Samræður voru hin- ar fjörugustu, aðallega um „lutfísk", sem er jólamatur Svía, söltuð langa eða þorskur, sem er kryddaður og útvatnaður eftir kúnstarinnar regl- um. Olle skildi íslensku, en talaði hana ekki. Þegar hann var að út- skýra umönnun lútfisksins síðustu — vikurnar fyrir jólin: „Það þurfti að Lagarfoss II eftir Leif Sveinsson fara margar ferðir niður í kjallara að vitja um hann,“ þá sagði Jón Sig- urðsson: „Já, svona tala við hann.“ Þá gall við í Olle: „Just det“ (einmitt). Að loknum þessum frá- bæra hádegisverði tók ég ferjuna til Helsingeyrar í Danmörku, en sú ferð tók aðeins tuttugu mínútur. Siður var þar um borð að panta „et par öl“, þ.e. tvær öltegundir frá Faxe-ölgerð- inni í Helsingör, „Hamlet" og „Op- helíu“. Þetta reyndist rótsterkur andskoti og náði ég vart að ljúka þessum veigum áður en lagt var að bryggju í Helsingjaeyfi. Ég tók þeg- ar leigubíl og stefndi á Horneby á Sjálandi, þar sem föðursystir mín, Júlíana Sveinsdóttir listmálari (1889-1966) dvaldi í sumarhúsi sínu. Drakk ég kaffí hjá henni og leit inn í vinnustofu hennar, fínkembdi hornin að vanda og fann þar eina fallegustu uppstillingu, sem ég hef séð eftir frænku mína. Falaði ég myndina þegar af Júllu og tókust samningar okkar í millum. Að lokum tók Júlla ffam, að skiptar skoðanir væru um það af hverju myndin væri, sumir teldu þetta vera bandhnykil og ost, en aðrir netkúlu og múrstein. Les- endur verða að dæma um, hvort sé réttara, því ljósmynd af verkinu fylg- ir greininni. m. Loks var botnhreinsun lokið og Lagarfoss hélt frá Helsingborg áleiðis til Rostock í Austur-Þýska- landi. Þar var verið að byggja eina stærstu höfn í Evrópu að sögn heimamanna og hvarvetna mátti lesa stór skilti á vinnusvæðinu með áskorunum til starfsmanna: ,Aukið afköstin, vinnuflokkurinn á undan ykkur jók afköstin um 12%, ykkur er ætlað að auka þau um 17%.“ Við máttum ganga um höfnina og þaðan var skammt út í skóg. Austur- Þjóðverjar voru á þessum tíma hnepptir í fjötra og frelsi þeim fjar- rænt hugtak. Því var það, er ég sá íkorna bregða fyrir í skóginum, að ég sagði við hann í huganum: „Ert þú eini frjálsi einstakiingurinn hér í Rostock?" Við Bogi Ágústsson vor- um að sparka bolta um borð í Lagar- fossi þegar hann lá við bryggju í Rostock. Lenti fótboltinn milli skips og bryggju. Hermaður vopnaður byssu með áfostum byssusting gekk þarna vakt. Við Bogi bentum á bolt- ann og vaktmaðurinn lagði frá sér vopnið á bryggjuna og teygði sig eft- ir boltanum. Hátíðlegri var varðstað- an ekki. Danir héldu lengi vel, að Þjóðverjar væru gersneyddir öllu skopskyni. Þeir skiptu um skoðun á þessum árum, er þeir kynntust hinu ólöglega skopriti Tarantel. Þar var miskunnarlaust gert grín að hinum austur-þýsku valdhöfum, mynd af Ljósmynd/Björn Árdal Farþegar og áhöfn Lagarfoss á Blóðtorginu í Leningrad í júlí 1962. Greinarhöfundur fremst fyrir miðju. Vetrarhöllin í Leningrad. vígslu brúar, sem hrundi þegar klippt var á borðann. Borðinn hafði haldið henni saman. Mynd af konu í svefnherbergi, liggjandi á bakinu, tilbúin í slaginn, en á veggnum yfír rúmi hennar blasti við rekkjunaut hennar hið fræga skilti: „Aukið af- köstin". Aldrei mátti gleyma afköst- unum, þau höfðu alltaf forgang. Nið- urstöður Dana urðu því þessar: „Svo hart má þrengja að frelsi einnai- þjóðar, að skopskyn brjótist fram, jafnvel hjá Þjóðverjum." IV. Frá Rostock var haldið til Kotka í Finnlandi. Þetta er tæplega tveggja sólarhringa sigling. Veður var hið besta, sólskin og blíða, skipið hagg: aðist ekki, farþegar í sólbaði. í Helsingborg hafði bæst við önnur móðursystir mín, Guðrún Haralz (1910-1983), svo við vorum orðin fjögur úr fjölskyldunni. I Kotka beið okkar umboðsmaður Timbur- verslunarinnar Völundar hf. í Finn- landi, góðvinur minn Gunnar Lind- ström. Fór hann þegar með okkur á fund Aksel Nasman, sem ég hafði kynnst sumarið 1952, er ég var áhorfandi á Ólympíuleikunum í Helsinki. Hann bar titilinn „industr- irádet“, en mikið er um slíka titla í Finnlandi, fínast að vera „Bergs- rád“. Aksel var forstjóri Enso- Gutzeit O.Y., en við þetta fyrirtæki hafði fjölskyldufyrirtæki okkar haft mikil og góð viðskipti. Hann hafði skipulagt ferð fyrir okkur allt aust- ur að landamærum Sovétríkjanna. Var ferðin í boði Enso-Gutzeit O.Y., en Gunnar Lindström var leiðsögu- maður. Fyrsti viðkomustaður var trjákvoðuverksmiðja ein mikil, sú næststærsta í heimi. Þannig lýsir Elín Ellingsen heimsókninni í dag- bók sinni: „Við sáum viðardrum- bana koma á færibandi, verða að flísum og að endingu fannhvítum plötum." Gist var í Imatra. Þar er einna merkust bygging hin fræga kirkja Aivar Aalto (1898-1976) „Kirkja hinna þriggja krossa“ í Vu- oksenniska, Imatra. Hún tekur mest 800 manns í sæti, en er þrí- skipt, þannig að skilrúm geta skipt henni í 200, 300 og 800 sæti eftir vild. Skilrúmin eru algerlega hljóð- einangruð. Sóknarbörnunum þótti kirkja þessi heldur framúrstefnuleg og nefndu hana: „Djávlens bunker“ (loftvarnabyrgi dj....). Byggingu kirkjunnar lauk 1958. I byrjun aldarinnar voru Imatra- fossarnir taldir einhverjir þeir feg- urstu í Evrópu. Til að ná í 174.000 hestöfl var fossunum fórnað og voru þeir nú aðeins opnir almenningi til sýnis á sunnudögum kl. 17-19. Þar sem við neyttum kveldverðar á hót- eli einu á sunnudegi, þá var Vuoksi- ánni hleypt á í þessa tvo tíma. Var það að vísu tignarleg sjón, en minnti á fanga, sem hleypt er út í garð um stund. Landeyðingarmenn á Alþingi og í Landsvirkjun hefðu gott af því að skreppa austur að Imatra-fossun- um áður en þeir fremja fleiri nátt- úruspjöll á hálendi íslands. Nú var haldið aftur til Kotka og um borð í Lagarfossi var stórveisla í undirbún- ingi hjá Guðmundi Einari bryta. Jón Sigurðsson fyirum skipstjóri varð sjötugur þann 8. júlí 1962 og vorum við allir farþegarnir í fagnaði þessum ásamt Gunnari Lindström. Ég held að Gunnar hafi haldið, að veislan væri sín vegna og var ég ekkert að leiðrétta það. V. Útskipun var nú lokið í Kotka og stefnan tekin á Leningrad, svo sem þá var nefnd, en heitir nú sínu gamla nafni, St. Pétursborg. Þetta reyndist átta tíma sigling og glampaði mjög á hinar gulli slegnu kirkjuhvelfingar í Með Lagarfossi II í 33 daga sumarið 1962
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.