Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ eru þeir KK OLIKIR útlits. tággrannur og hárið tekið að þynnast, Magnús Eiríksson þéttur á velli og grátt hárið þykkt að sama skapi. En þar sem þeir eru saman á sviði Kaffileikhúss- ins með fullan sal af áheyr- endum af ýmsu sauðahúsi, lögmönnum, verkalýðsleið- togum, karlakórum og saumaklúbbum, gengur ekki hnífurinn á milli þeirra. Þeir spjalla afslappaðir við gesti og sín á milli. „Ætlarðu að stilla gítarinn falskan?“ spyr Magnús þegar honum leiðist þófið. „Ertu alveg ákveðinn í því?“ Feilnótur eru ekki margar eftir að dagskráin hefst og þeir kynna og flytja lög sín frá ýmsum tímum sem flest eiga rætur í tónlist lífsgleði og lífstrega, blúsnum, og hitta áheyrendur svo auðheyran- lega í hjartastað. Það reynist þeim félögum ekki erfitt að fá fólk til að syngja með. Óbyggðirnar kalla Þeir hafa verið sem næst á sam- felldu tónleikaferðalagi um landið í heilt ár, farið víða, allt til yst.u krummaskuða og upp í óbyggðir. Hvers vegna? spyr ég, þar sem ég trufla þá nokknim dögum eftir tónleikana frá upptökum nýju plöt- unnar í hljóðveri sem KK á ásamt fleirum við Borgartún. Eyþór Gunnarsson stýrir verkinu og Magnús rekur Kristján til að skrifa niður hendingu sem honum hefur flogið í hug við texta eins lagsins. Já, hvers vegna að skrölta þvers og kruss um landið? Er þetta pen- ingahark eða er bara svona gam- an? „Tónleikaformið gefur okkur svo miklu meira en ballspiliríið gerði á sínum tíma,“ segir Magnús. „Að fólk komi til að hlusta." „Taktu bara tónleikana í Kaffi- leikhúsinu um síðustu helgi,“ held- ur KK áfram. „Þegar við fórum þaðan vorum við ekki tæmdir. Við vorum fullir, - fullir af krafti sem streymdi frá ykkur í salnum." Magnús: „Og þá er þetta ekki lengur spurning um peninga, þótt alltaf sé gaman að fá þá. Það er dásamlegt fyrir tónlistarmann að fá hleðslu frá áheyrendum sín- um.“ KK: „Við komum heim klukkan tvö um nótt og líður vel, vöknum hressir og kátir daginn eftir. En þegar spilað er fyrir dansi á stað eins og...eins og Kaffi Bíbbvík...er komið heim milli fjögur og fimm með alls kyns púka í eftirdragi.“ Hvers konar púka? KK: „Ég veit ekki hverjir þeir eru. Þetta er bara einhver tilfinn- ing fyrir neikvæði og lífsleiða. Og sú vanlíðan situr í manni gegnum nóttina og fram á næsta dag. Eg er ekki einn um þessa tilfinningu. Flestir músíkantar finna þetta.“ Yfír þrjátíu ár eru liðin síðan strákpjakkur að nafni Kristján Kristjánsson kom í hljóðfæra- verslunina Rín og spurði eigand- ann, Magnús Eiríksson, hvað ódýrasti gítarinn kostaði. Nú standa þeir saman á tónleikasvið- um vítt og breitt um landið og eru að ljúka upptökum nýrrar blúsplötu sem út kemur á næst- unni. Árni Þórarinsson hitti þessa tvo af fremstu lagasmiðum og flytjendum íslenskrar dægur- tónlistar og ræddi við þá um blúsinn í lífinu og lögunum. Þakklæti Er það í raun ekki forréttinda- staða að geta leikið nánast ein- göngu á tónleikum í stað ballharks- ins sem flestir kollegar ykkar þurfa að stunda? Magnús: „Við Kristján höfum getað skapað okkur nokkra sér- stöðu af því við höfum samið lög og texta sjálfir og erum því í þeirri öf- undsverðu aðstöðu að geta haldið uppi tveggja tíma dagskrá með eigin efni. Og þó að hún væri tíu tímar.“ Hvemig tilfinning er það að skynja að lagasmíðar ykkar hafa sest að í undirmeðvitund áheyr- endanna; þeir kunna bæði lög og texta og virðast bera eins konar ást til hvoru tveggja? KK: „Stundum, eins og í Kaffí- leikhúsinu, fer ég út úr sjálfum mér og stend úti í sal í huganum og hugsa: Hvað er eiginlega á seyði hérna? Og finn til mikils þakklæt- is.“ Þú sagðir Magnús, þegar þú kynntir smellinn Öbyggðimar kalla, að þegar þú samdir lagið hefðirðu verið að sækjast eftir ein- hverju álíka hallærislegu og Undir bláhimni... KK: „Sjáðu nú Magnús, hann man hvað þú sagðir. Nú siturðu uppi með það!“ ...en svo lagaðirðu stöðuna og bættir því við að einfaldleikinn væri lykillinn að hjarta fólks? Magnús: „Oft lendum við, sem semjum lög og texta, í því að það sem okkur sjálfum finnst flott og vel gert frá ímynduðu, faglegu sjónarhorni, fellur alls ekki í kramið og er aldrei spilað. Hins vegar detta svo einfaldar melódíur, allt að því barnalegar, ofan í þjóð- arsálina, hvað og hvar sem hún nú er. Meira að segja menn, sem segj- ast sjálfir vera algjörlega ómús- íkalskir, njóta lags eins og Óbyggð- irnar kalla. Við höfum lent í því að leika það við jarðarför þótt ótrú- legt sé.“ Hvers vegna einmitt það lag? Magnús: „Einfaldlega vegna þess að sá sem dó var óbyggðamaður og hélt upp á lagið.“ Kristján, ég hef heyrt þig flytja Vegbúann við jarðar- för? KK: „Já. Ég hef meira að segja flutt Lucky One við jarðarför. En það er ekki auðvelt að flytja lögin sín við jarðarfarir. Ég geri það helst ekki, nema af alveg sérstök- um ástæðum. Ég geri ekki út á það og tek aldrei neitt fyr- ir. En stundum er ekki hægt að segja nei - þegar fólk hringir og segir að ég geti bætt líðan þeirra sem eiga um sárt að binda.“ Oldugangur Þið semjið oft og syngið um eigin lífsreynslu, hvort _____ heldur sem er gleði eða sorg, timburmenn eða ástvina- missi. Má líta á textagerð ykkar að hluta til sem eins konar tilfinningalega ævisögu? Magnús: „Vel má vera að hægt sé að prjóna eitthvert samhengi út úr ruglinu í okkur Ki-istjáni - eina eða tvær ævisögur eða svo. Og ekki endilega okkar, allt eins samferða- manna okkar.“ KK: „Stundum geng ég inn í líf þess sem ég syng um. Ég á auðvelt með að ímynda mér hvernig er að vera hann. Og stundum er ég hann.“ Magnús: „Við erum allir margir menn.“ Magnús, þú hefur samið, spilað og sungið í allt að 35 ár og Krist- ján, þú komst eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir ára- tug eða svo eftir að hafa búið og spilað erlendis lengi. Þið hafið á þessum tíma átt misjöfnu gengi að fagna? Magnús: „Ég hef ekkert orðið var við það. Ég hef alltaf verið í annarri vinnu með, rekið fjöl- skyldufyrirtækið Rín og ekki þurft að hugsa um hvort ég ætti fyrir salti í grautinn ef eitt eða tvö böll féllu niður. Það er meira en að segja það að ætla að lifa af tónlist- inni einni.“ En verða menn svolítið þung- lyndir þegar plöturnar seljast minna en áður? KK: „Já, menn geta dottið í sjálfsvorkunn. Ég sendi frá mér fyrstu plötuna mína þegar ég var 35 ára og nú er ég 43. En áður hafði ég gengið í gegnum svo margt. Eg hafði staðið með frosinn kassagítar á götuhorni um miðjan vetur einhvers staðar úti í löndum og ekki átt krónu, þekkti ekki kjaft og vissi ekkert hvar ég ætti að gista um nóttina. Þess vegna kem- ur mér fátt úr jafnvægi síðan. Ég leyfi mér ekki sjálfsvorkunn. Ég hugsa um hve ég er heppinn. Ég hef fengið að starfa með stórkost- legum mönnum í leikhúsinu hér og leikið með meisturum í músík. Ég hef ferðast út um allan heim og spilað. Allt þetta hafði mig dreymt um frá því ég var strákur. Ég lít á mig sem forréttindamann. Aftur á móti get ég ekki neitað því að við- brigðin voru töluverð þegar ég hætti að spila á böllum og var að byrja tónleikahald einn. Þá kom fyrir að ég mætti á einhvern stað úti á landi, stillti upp græjum og hugðist byrja tónleika klukkan níu. Svo beið ég og beið og enginn kom. Milli ellefu og tólf pakkaði ég niður og var að bera út í bíl þegar hund- rað manns mættu úr partíunum og spurðu hvort ég væri að fara!“ En finnst þér þú stundum vera búinn að gera allt? Að ekkert nýtt sé eftir? KK: „Ja, hvað á þá að gera? Nei, það er svo ótal margt á döfinni. Ég vildi bara að ég hefði stundum meiri sjálfsaga til að hrinda því öllu í framkvæmd." Ólgusjór Þú gerðir eitthvað nýtt í fyrra - fórst á sjóinn? KK: „Já, mig hafði lengi langað til að prófa það. Var í mánuð á verksmiðjuskipi frá Þorlákshöfn. Ég vildi sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti þetta.“ Magnús: „Hann vildi sanna að hann hefði sjálfsaga. í eina her- skólanum á Islandi - sjómennsk- unni.“ Hefur þú verið á sjó, Magnús? Magnús: „Já, ég var á fragtskipi íyrir þrjátíu árum. Það var fínn skóli. Túrarnir teygðust þá allt upp í tvo mánuði. Við lentum einu sinni í verkfalli í Bandaríkjunum sem gerði alla geðbilaða nema mig, þvi ég var ungur og vitlaus og ekki kominn með fjölskyldu. Mér fannst bara gaman að vera fastur í Brook- lyn vikum saman í fjörutíu stiga hita og fór á kvöldin og hlustaði á blús og djass úti undir berum himni.“ Ur því við erum að tala um lífs- ins ólgusjó - þú sagðir, Kristján, á tónleikunum um leið og þú kynntir lagið um Adda amfetamín að þú hefðir hitt þá persónu á Vogi þegar starfaðir þar sem læknir! En þú varst víst ekki þar sem læknir? KK: „Nú, hver segir það? Hvað- an hefurðu það? Jæja þá, nei ég var þar í meðferð fyrir fjórum ár- um. Ég var kominn í þrot með minn lífsstfl. Því tímabili er lokið.“ Magnús: „Almennt held ég að okkar stétt sé meira og minna búin með kvótann, ungir sem aldnir. Þeir sem átta sig ekki á því eiga ekki eft- ir að flengjast. Þeir, sem halda haus í ólgusjó fíknieínaneyslu, geta hald- ið áfram í því öfundsverða starfi sem tónlistin er. Eins og afi kon- unnar minnar sagði: Þótt listin sé fögur, þá er hún mögur.“ KK: „Ég var að lesa Oscar Wilde. Hann heldur því fram að listin sé gagnslaus - „art is comp- letely useless" - vegna þess að hún er bara fegurð.“ En er ekki fegurð gagnleg? Magnús: „Svona alhæfingar eru mjög hættulegar. Ef þú getur glatt eina manneskju í eina mínútu, hvort sem það er með list eða öðru, þá er það ekki gagnslaust." KK: „Nei, en þetta sagði Oscar. En mikið af list núna er fyrir fólki eins og verðbréf, fjárfesting: Mál- verk geymd í kjöllurum, hljóðfæri í glerskáp, bækur ólesnar í hillum. Fyiir það fólk er listin sem slík gagnslaus. Hún er ekki fegurð.“ Magnús: „Dægurtónlistin er ekki undanskilin. Þegar ég er í bílnum og skauta á milli útvarps- stöðva er iðnaðarruslið yfirþyrm- andi. Við verðum að viðurkenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.