Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Grískur brautryðjandi TOJVLIST fieislaplulur NIKOSSKALKOTTAS Nikos Skalkottas: Mærin og dauðinn, ballettsvíta fyrir hljómsveit (1938). Konsert nr. 1 fyrir píanó og hljóm- sveit (1931). Ouvertiire Coneertante (1944/1945). Einleikari: Geoffrey Douglas Madge (píanó). Illjómsveit- arstjóri: Nikos Christodoulou. Hljóm- sveit: Sinfóníuhljómsveit íslands. Út- gáfa: BIS-CD-1014. Lengd: 55’44. Verð: kr. 1.499 (Japis). NIKOS Skalkottas (1904-1949) telst eitt höfuðtónskálda Grikkja á þessari öld. Hann þótti barn að aldri vera mjög hæfileikaríkur á tónlistar- sviðinu og lauk námi í fíðluleik við Tónlistarháskólann í Aþenu 16 ára og stundaði síðan framhaldsnám í Berlín. Tónsmíðar nam hann m.a. hjá Arnold Sehönberg sem á að hafa haft það á orði að Skalkottas væri eitt fárra alvörutónskáida sem hann þekkti. Hann sneri heim til Aþenu 1933 þar sem hann starfaði sem fiðlu- leikari í ýmsum sinfóníuhljómsveit- um auk þess að vera mjög afkasta- mikill tónsmiður. Eftir hann liggja yfír 100 tónverk af ýmsum toga. Skalkottas var einfari bæði í einkalífi og sem tónskáld. Framandi tónmál hans átti ekki upp á pailborð- ið hjá gagnrýnendum sem oft reynd- ust mjög óvægnir. Þó hafa Grísku dansarnir hans 36 öðlast tryggan sess í hjörtum Grikkja og heyrast nú einnig æ oftar utan Grikklands. Skalkottas notaði gjarnan þjóðlegan grískan efnivið í verkum sínum, jafnt í þeim sem byggðust á raðtækni, tóntegundaleysi og í þeim tónteg- undabundnu. Stundum blandaði hann saman þessum ólíku stílum og innan sama tónverks sveiflast hann hiklaust á milli stíltegunda, sem má teljast mjög óvenjulegt. Framtak BlS-útgáfunnar sænsku - að koma verkum Skalkottas á framfæri á heimsmarkaði - virðist ætla að bera árangur því menn hafa veitt þessu sérkennjlega tónskáldi sí- vaxandi athygli. íslendingar geta verið stoltir af því að eiga þar stóran hlut að máli því nýlega leit dagsins ljós annar diskur Sinfóníuhljóm- sveitai- íslands með verkum Skalkottas. Líkt og á fyrri Skalkottas-diskum BIS er meginverkið hér konsert- verk. Um er að ræða þann fyrsta af ellefu konsertum tónskáldsins fyrir einleikshljóðfæri og hljómsveit en tveir þessara konserta hafa því mið- ur glatast. Píanókonsertinn nr. 1 er einn fímm konserta fyrir þetta ein- leikshljóðfæri. Eins og Kontrabassa- konsertinn glæsilegi frá 1942 sem var á fyrri Skalkottasplötu SÍ (BIS- CD-954) er píanókonsertinn ákaflega litríkt og þróttmikið verk. Jafnvægið milli einleiks og hljómsveitar er mjög sannfærandi og ryþmískt séð er verkið einnig ákaflega skemmti- legt. í því er rökræn framvinda í stað þeirrar taktlausu kyrrstöðu sem stundum vill einkenna verk seríalist- anna. Konsertinn var saminn meðan Skalkottas var enn við nám hjá Schönberg og er talið eitt fyrsta verk þessarar tegundar sem samið er með tólftónatækni. Tónskáldið mun hafa vikið frá kenningum læri- meistara síns í þessu verki og þá að- allega með því að.notast við fleiri en eina tólftónaröð í verkinu. Frávik af þessu tagi voru Schönberg lítt að skapi og talið er að þau hafí leitt til vinslita þeirra á milli. Hlutur píanó- leikarans er greinilega afar vanda- samur og ekki verður betur heyrt en að ástralski píanóleikarinn Geoffrey Douglas Madge standist augljósa þolraunina með miklum sóma. Þessi tónlist virðist vera honum og Sinfón- íuhljómsveit Islands í blóð borin (!). Ekki verður annað sagt en að tungu- mál tónlistarinnar sé alþjóðlegt. Mærin og dauðinn er fyrsta ball- ettverk Skalkottas og á tónmálið margt skylt með Grísku dönsunum, aðgengilegt, tóntegundabundið og ber nokkur þjóðleg einkenni. Eins og í Píanókonsertinum er hljómsetn- ingin litrík í meira lagi þótt verkin og tónmálið séu gjörólík. Að óreyndu væri erfitt að ímynda sér að bæði verkin væru eftir sama tónskáld. Framlag hljómsveitarinnar er fram- úrskarandi gott. Hún hefur þéttan hljóm og í fjörugri dansatriðunum sýnir hún þann léttleika sem tónlist- in krefst og ekkert skortir á drama- tíkina þegar við á. Einstaka sinnum mætti strengjahljómurinn þó vera þéttari enda takmörk fyrir því til hvers er hægt að ætlast af strengja- sveit sem enn bíður eftir því að telja eðlilegan fjölda hljóðfæraleikara fyr- ir verk af þessu tagi. Með stæiri strengjasveit væri einu síðasta tak- marki hljómsveitarinnar náð. En augljóst er að hljómsveitarmeðlimir hafa samsamað sig tónmáli Skalkott- as og njóta þess í ríkum mæli líkt og undirritaður. Síðasta verkið á plötunni nefnist Ouvertiire Concertante - eða „for- leikskonsert". Hljóðfærahópum eru gefín tækifæri til að láta Ijós sitt skína og þá einkum hópur fjögurra fiðla. Arangurinn er tilkomumikið glæsiverk fyrir hljómsveit en þótt forleikurinn sé skrifaður í tólftóna- stfl er hann samt ekki svo fjarri konsertum þeirra Lutoslawskys og Bartóks fyrir hljómsveit. Þegar hlustað er á þetta verk getur enginn efast um snilld Skalkottas og ekki síður hversu afburða góðir hljóð- færaleikarar skipa Sinfóníuhljóm- sveit íslands sem virðast leika sér að flækjum tónskáldsins. Hljómsveitarstjórn Nikos Chri- stodoulou er styrk og lifandi svo hvergi ber skugga á. Ekki dregur úrvalsgóð hljóðritun Vigfúsar Ingv- arssonar og samstarfsmanna hans úr ánægjunni því hljóðmyndin er í ágætu jafnvægi og engar misfellur er að heyra. Hljómsveitinni og BlS-útgáfunni sé þökk fyrir að kynna hlustendum hér heima og erlendis lítt þekkta tónlist sem á það skilið að hljóma sem víðast. Valdemar Pálsson INNRA RAUNSÆI MYIVDLIST HAI \ VliBOIil. SVERRISSALUR/ APOTEK MÁLVERK SIGURÐUR MAGNIJSSON Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 27. nóvember. Aðgangur 200 kr. í allt húsið. ÞÆR eru ekki margar íslenzku listspírurnar sem sótt hafa í mal enskrar og/eða breskrar hefðar í málaralist, hvorki eldri né nýrri, og er ekki gott að segja hvað veldur. En nokkrir þeir sem það hafa gert, hafa uppskorið ríkulega, þótt bið hafi orðið á að þeir hlytu viðurkenn- ingu listfróðra í heimalandi sínu, og má hér nefna Karólínu Lárusdótt- ur. Englendingar hafa þó af ríkum brunni hefðar að ausa, sem telja má burðargrind velgengni þeirra í núlistum aldarinnar. Ollum hefð- bundum og sígildum geirum mynd- listar, svo og framsækinni list, en þar hafa þeir verið meðal forystu- þjóða heimsins eftir seinni heim- styrjöldina og frekar sótt í sig veðr- ið en hitt á þessum síðasta áratug aldarinnar. Um það eru sumarsýn- ingar Konunglegu akademíunnar í Lundúnum til vitnis um ásamt ýms- um sýningum á Tate safninu, nú síð- ast Abradacabra, en skrifari sá starfsfólk bæði á FIAC kaupstefn- unni í París og hliðstæðu hennar Art Forum í Berlín, fletta sýningar- skránni frá þeim skondna framníngi síðastliðið sumar af mestu athygli. Norrænum listamönnum, sem hafa verið í kafi í frönskum og seinna amerískum módemisma, hefur gengið illa að viðurkenna önn- ur viðhorf. Þeim í Frans einkar lag- ið að heilaþvo slíka varðandi list Germana og Engilsaxa. Alþekktar eru deilur franskra og amerískra listsögufræðinga á síðustu áratug- um þar sem þeir vanda hver öðrum sannarlega ekki kveðjurnar. Eng- lendingar sækja einnig til sértækr- ar hefðar í málverkinu, sem er alveg sérstök og kemur mörgum hérlend- um spanskt fyrir sjónh'. Er í senn hrá og hrjúf hvorutveggja líkust möttli óbyggðanna sem hráu holdi fyrirsætna og sáta, þar sem kyn- þrungnir hold- og skvapmiklir lík- Rof, olía á striga, 1999. amar einstaklinga af besta skeiði eru ekki síður ímynd safaríkra vaxt- armagna á dúkum málara en tággrannur æskublómi. Þetta kom eðlilega upp í hugann við skoðun sýningar Sigurðar Magn- ússonar í Sverrissal og Apoteki Hafnarborgar, enda var rýnirinn í tvígang í skoðunarskónum í Lund- únum á liðnu sumri og þrammaði marga sjömflu listarinnar í kruss og þvers. Sigurður nam við þá þekktu stofnun Saint Martins College of Art & Design, og varð þar jafnt fyr- ir áhrifum af goðsögulegu sem frá- sagnarlegu málverki eins og það birtist í fjölþættri túlkun breskra málara. Þessara áhrifa sá greinilega stað í hrjúfum dulrænum málverk- um hans á fyrri sýningum sem mörgum kom spanskt fyrir sjónir, og Sigurður hefur verið einstaklega athafnasamur á sýningarvettvangi frá því hann kom heim. Myndheim- ur listamannsins vh'kaði nokkuð myrkur, óklár og krampakenndur í fyrstu, formin laus og litameðferðin jafnvel grautleg og órökvís á köfl- um, var sem hann hefði komið með þokukennt og draugalegt Lundúna- skammdegið með sér í farteskinu. Enn vottar fyrir þessu í elstu mynd- unum á sýningunni, sem þó eru ekki nema tveggja ára, en þó hafa orðið marktæk umskipti til Ijósara litrófs, átakameiri og safaríkari vinnu- bragða. Og nú gætir meira áhrifa frá norrænum málurum og þó um- fram allt íslenzkri birtu og kemur þetta helst fram í myndunum „Leið- ai-ar“ (2), „Samhengi“ (7) og „Rof‘ (14). Ennþá eru dúkar Sigurðar í grófari kantinum svo að getur minnt á Svein Bjömsson, en þeir eru þó af ólíku upplagi og sú er trú mín, að tíð og tími muni leiða það enn frekar í ljós. Framhaldið er afar mikilvægt, einkum að Sigurður takist á við hina mörgu ólíku þætti málverksins, þótt hann geri það innan markaðra landamæra svona líkt og hinir stóru andar innan málverksins. Bragi Ásgeirsson KATLA MYNDLIST Kjarvalsstaðir BLÖNDUÐ TÆKNI RAGNA RÓBERTSDÓTTIR Til 19. desember. Opið daglega frá kl. 10 - 18. Að- gangur kr. 300. Ókeypis mánudaga RAGNA Róbertsdóttir er komin af Jackson Pollock í beinan kvenlegg. Verk hennar búa yfir því landslagi sem þekkir vart takmörk. Fer- hyrningurinn í miðrými Kjarvalsstaða er vissu- lega takmarkaður af hæð og lengd veggjarins en vegna þess hve augljóslega hann er sniðinn vísar hann langt út fyrir sig - til allra átta. Þannig er vikurflöturinn - afrakstur af þrot- lausu námi Rögnu undir hlíðum Mýrdalsjökuls - einhvers konar sýnishorn af þeim óendanleik sem Katla hefur spúið yfir syðstu sveitir lands- ins. Þegar Pollock óð með stafi sína vota af lakk- málningu yfír myndflötinn var striginn ótilsnið- inn. Myndirnar á blíndrammanum voru því einnig nokkurs konar sýnishorn af þeim merkilega lit- prjónaskap sem listamaðurinn stundaði utan og ofan við ferhyrninginn sem tók endanlega við hinu ryþmíska víravirki. Þannig varð flöturinn í verkum Pollocks ekki ávísun á endanleik verksins heldur óendanleik hreyfiaflanna sem skópu það. Þessu virðist eins varið með vikurverk Rögnu. Þau gefa okkur tilefni til að skynja í mælanlegum stærðum það sem Katla ruddi úr sér í ómælis- víddum. Vikurflöturinn í miðrými Kjarvalsstaða er þannig í ætt við mælitrektina sem veðurfræð- ingar nota til að safna regnvatni. Sýnishornið sem hún safnar nægir til að gefa okkur smjörþef- inn af óendanlegri ofankomunni. Við stöndum ekki yfir keraldinu til að undrast hve lítið hafi rignt, heldur gefur vatnsborðið okkur til kynna þau ósköp sem hellst hefur af himnum ofan í millimetrum talið. Þannig veitfl' Ragna okkur með mikilfenglegu vikui-verki sínu einstæða hlutdeild í óendanleik náttúruaflanna. Túlkun hennar er mér vitanlega mun trúverðugri en landslagsmálarans sem ein- ungis reynir að fylgja yfirborði landslagsins og birtubrigðanna sem á því leikur. Hér er virkilega tekist á við túlkun þeirra krafta sem skapað hafa hina einstæðu náttúru okkar. Til að fylgja eftir þrekvirki sínu og tengja það beint við heiminn utandyra hefur Ragna flutt heilu sandfamiana úr Mýrdalnum á veröndina milli skálanna tveggja á Kjarvalsstöðum. Þannig speglast vikurveggurinn í glerjum miðrýmisins líkt og væri hann efra borð sandanna utandyra. I því samhengi vil ég skoða glerbrotsfletina á báð- um leifum úrveggjaiins, sem Ragna hefur látið hverfa að mestu til mikillar blessunar fyrir mið- rýmið. Mér virðist glermulningsfletirnir kallast á við heila glerið í gluggum og hurðunum að ver- öndinni eins og þeir vilji minna á brothættan hverfulleik íslenskrar náttúru. Með einstæðum skilningi sínum á myndræn- um eigindum eldfjallaöskunnar - og gleymum nú ekki áratugalangri glímu hennar við jarðlæg- an efnivið - sannar Ragna með ótvíræðum hætti að hún er einn af okkar snjöllustu landslagslista- mönnum. Leið hennar að miðrýminu á Kjarvals- stöðum hefur ekki verið auðrötuð né skjótfeng- in. í allri hinni rismiklu samsetningu hennar býr ómæld reynsla og frábær samkvæmni, sem hægt er að rekja aftur til fyrstu verka listakon- unnar. En án slíkrar samhangandi vegferðar verður Kötlu og kröftum hennar vart Iýst. Is- lenskum náttúruöflum gerir enginn skil með Morgunblaðið/Jim Smart Árangur Rögnu endurspeglar ást liennar á viðfangsefninu. Það hlýtur hver sýningar- gestur að skilja sem staldrar við í miðrými Kjarvalsstaða, segir í dómnum. káki eða káfi. Árangur Rögnu endurspeglar ást hennar á viðfangsefninu. Það hlýtur hver sýn- ingargestur að skilja sem staldrar við í miðrými Kjarvalsstaða. Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.