Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Lögbrot og laumuspil ER starfsemi FÍB- tryggingar stóð ekki undir væntingum, og alþjóðlegur vátryggj- andi hætti samstarfi um þær, greip fram- kvæmdastjóri FIB, Runólfur Ólafsson, til þess ráðs að kenna ís- ( lenskum vá- tryggjendum og sam; tökum þeirra um. I grein í Mbl. leiðrétti ég augljósar rang- færslur. í ómálefna- legri svargrein Run- ólfs í Mbl. 3. nóv. sl. drepur hann umræð- unni á dreif. Auk venjubundins skætings í garð ís- lensku vátryggingafélaganna og samtaka þeirra, sem ég nenni ekki að elta ólar við, heldur Runólfur sig við fyi'ri samsæriskenningar sínar. Hinn alþjóðlegi vátryggjandi hætti m.a. vegna undirróðursstarfsemi á vegum íslensku félaganna! Þá segh- Runólfur, að ólöglegir viðskipta- ~'r hættir íslenskra vátryggjenda og samtaka þeirra megi sín ekki gegn styrk FIB-trygginga. Mér er ókunnugt um ólögmæta viðskipta- hætti innlendu bifreiðatrygginga- félaganna. Á hinn bóginn hafa sam- skipti FÍB við vátryggingataka verið með endemum. FÍB þjófstartar Ef vátryggingafélag hyggst starfa hér eða í öðru EES-ríki á sviði lögboðinna ökutækjatrygg- jfinga eru gerðar ríkari kröfur í lög- um en ella. Talið er nauðsynlegt að tryggja hagsmuni neytenda sér- staklega, m.a. á þann veg, að vá- tryggingaverndin sé í samræmi við lög og að tjónsuppgjörsleiðir séu skýrar. Það er svo í verkahring stjórnvalda að fylgja þessum kröf- um eftir. Ýmsum upplýsingum ber að koma til vátryggingafélagaskrár Fjármálaeftirlitsins. Erlendur vátryggjandi skal upplýsa hver annist uppgjör tjóna hér á landi. Senda þarf eftirlitinu vátrygginga- skilmála til athugunar, og ganga þarf frá þátttöku í greiðslu bóta, sem óvátryggð, óþekkt og erlend ökutæki valda hér á landi og vegna aksturs íslenskra ökutækja erlend- "*r is. Gerist það með aðild að ABÍ, sem er félag váttyggjenda stofnað í þessu skyni. Loks þarf að ganga frá skráningu vátryggjandans í dóms- málaráðuneyti. Þetta eru í sjálfu sér einföld formskilyrði, en þó bráðnauðsynleg. Þegar IBEX- vátryggjandinn, samstarfsaðili FÍB, ákvað að draga sig út af ís- lenska markaðnum hélt FÍB-trygging áfram að selja öku- tækjatryggingar, þó að þessi skilyrði hefðu ekki verið uppfyllt. Is- lensk stjórnvöld kom- ust að því, að hér var pottur brotinn. Hófu þau að rannsaka mál- ið, og munu hafa stöðvað starfsemi FÍB-trygginga í ein- hverja daga. Allt vai- þetta mál orðið hið mesta klúður. I Mbl. Sigmar fyrir skömmu var rætt Ármannsson við framkvæmda- stjóra FÍB um ástæð- ur þess, að stöðva varð sölu FIB- trygginga. Þar gagnrýnir hann framkomu ABI í máhnu. Gefur Tryggingar Upplýsingum hefur ver- ið haldið frá neytendum, segir Sigmar Armannsson, eða þær verið villandi. hann þannig til kynna, að ABÍ hafi átt þátt í því, hversu óhöndulega tókst til hjá FÍB-tryggingu. Þessi staðhæfíng hans er auðvitað úr lausu lofti gripin. Stjóm ABÍ, og raunar íslensk stjórnvöld, gerðu sitt ýtrasta til að greiða úr málinu, enda brýnt þar sem öryggi um framkvæmd vá- tryggingaskyldunnar var stefnt í tvísýnu. í samstarfi við alþjóða- deild Lloyds of London tókst að finna lausn. Hefur Lloyds séð sér- staka ástæðu til að þakka stjóm ABI bréflega fyrir skjóta og fag- lega afgreiðslu málsins. Hækkað ílaumi Undarleg vinnubrögð málsvara FÍB-tryggingar birtast einnig í fá- heyrðum samskiptum við sjálfa vátryggingatakana. I vor var skaðabótalögum breytt, og í kjölfar þess hækkuðu íslensk félög iðgjöld ökutækjatrygginga. Stjómvöld mátu, að iðgjöldin hefðu hækkað að meðaltali um 36%. Bifreiðatrygg- ingafélögum er skylt að tilkynna vátryggingatökum sérstaklega, geri félögin breytingar á iðgjöldum umfram verðlagsþróun. Þetta er liður í neytendavernd. Sé þessari kvöð ekki fullnægt, er vátrygginga- takinn ekki bundinn við venjulegan Uppsveifla í sveit NÝLEGA var formlega opnað glæsi- legt hótel á Flúðum * eftir gagngerar breytingar og viðbæt- ur. Ferðaþjónusta á Flúðum á sér langa sögu og þessar breyt- ingar era svar hótel- eigenda við auknum kröfum nútíma ferða- manna. í uppsveitum Ár- nessýslu, hefur verið gífurleg uppbygging í ferðaþjónustu að und- anfömu. Ferðaþjón- usta er hér rótgróin ' atvinnugrein eða eins konar hefð, því hér hafa menn tek- ið á móti gestum frá alda öðli. Samhliða umfangsmik- illi stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir svæðið í heild sem unnin var á ámnum 1996-1998 með virkri þátttöku íbúa svæðisins hafa fjöl- - *mörg verkefni farið af stað. Einstaklingar, félög, skólar, stofnanir og sveitar- félög vinna saman að fjölbreyttum verkefn- um og einstök fyrir- tæki byggja upp og bæta við sína þjón- ustu. Samvinna er meðal ýmissa aðila varðandi kynningar- efni og útgáfu. Boðið er upp á fræðslu af ýmsum toga s.s. um stofnun og rekstur fyrirtækja, þjónustu, markaðsmál o.fl. Markmiðið er einkum tvíþætt þ.e. að efla arðsemi fyrirtækj- anna og auka gæði þjónustunnar sem boðið er upp á. Verið er að safna þjóðlegum fróðleik á svæðinu, sem mun verða settur fram á aðgengilegan hátt og sveitarfélög vinna að umhverfis- áætlunum. Hugmyndasamkeppni um minjagrip er í gangi, fjölbreytt afþreying er til staðar og mun fleira á döfinni. Ásborg Arnþórsdóttir uppsagnarfrest við endurnýjun vátrygginga. Þegar íslensku félög- in gerðu bifreiðaeigendum skrif- lega grein fyrir í'yrirhuguðum hækkunum urðu að vonum miklar umræður um þær. Málsvarar FIB- ti-yggingar, þeir Halldór, Sigurðs- son sem annast sölu FIB-trygg- inga, og framkvæmdastjóri FIB,- hafa ítrekað gagnrýnt þessa iðgjaldahækkun. Hafa þeir raunar gert meira úr henni en efni standa til og sagt hana 40 til 50%. Þeir fé- lagar hafa hins vegar alveg látið þess ógetið að á þessu ári hefur ið- gjald FIB-tryggingar ekki hækkað einu sinni, heldur þrisvar eða fjór- um sinnum, og í hundraðshlutum mælt meira en nemur meðaltals- hækkun íslensku félaganna. Aldrei voru viðskiptavinir FIB-tryggingar sérstaklega upplýstir um þessar hækkanir, og ekki heldur Fjár- málaeftirlitið. Virðist sem forsvars- menn FÍB og FÍB-trygginga hafi reynt að leyna þessum hækkunum. Er þetta fyrst að koma í ljós nú. Það eru félagsmenn FIB sem verða fyrir barðinu á þessum viðskipþa- háttum. Framkvæmdastjóri FIB, sem þegir þunnu hljóði um þessar hækkanir, er hinn sami sem gagn- rýnir harðlega í fjölmiðlum hækk- anir annarra aðila, t.d. olíufélag- anna. Þetta dæmi sýnir, hvernig til getur tekist þegar samtök neyt- enda eins og FIB fara að blanda sér í viðskipti í eiginhagsmunaskyni. í fjötrum FÍB Samþykki Fjármálaeftirlitsins þarf til, vilji vátryggingafélag flytja vátryggingastofn sinn til annars fé- lags. Geta þá vátryggingatakar sagt upp samningi sínum við félagið frá þeim degi, sem flutningurinn átti sér stað, enda tilkynni þeir uppsögn sína skriflega innan mán- aðar. Er þetta hugsað til hagsbóta neytendum, óeðlilegt sé að neyða vátryggingataka til að eiga við- skipti við það félag, sem yfirtekur vátryggingu þeirra. Jafnframt því sem nýr eriendur vátryggjandi er að taka við FÍB-tryggingu er um þessar mundir verið að færa stofn eins íslenska félagsins yfir til ann- ars félags. Forstjóri viðtakandi fé- lags segir réttilega í einu dagblað- anna að viðskiptavinir, sem færðir séu yfir til félags síns eigi fullan rétt á því að vera lausir, ekki standi til að halda viðskiptavinum nauðug- um. Við sama tækifæri segir hins vegar forsvarsmaður FIB-trygg- ingar viðskiptavini sína algerlega bundna sér! FÍB hefur verið frum- kvöðull fáheyrðra viðskiptahátta. Brotið hefur verið á neytendum, upplýsingum ýmist verið haldið frá þeim eða þær verið villandi. Stjórn- völd hljóta að taka þessi mál til at- hugunar strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafé- laga. Ferðaþjónusta Hver ætlar að taka á móti 500 þúsund erlendum gestum eftir 10 ár, spyr Asborg Arnþórsdóttir og hvernig? Breytt umhverfi, aukin fagmennska Á ráðstefnu Ferðamálaráðs í byrjun október þar sem umfjöllun- arefni var m.a. rannsóknir í ferða- þjónustu, bentu fræðimenn á mik- ilvægi rannsókna til að tryggja það að verið sé að bjóða rétta vöru á hverjum tíma. Lífsstíll og ferða- mynstur eru síbreytileg. Umhverfi ferðaþjónustunnar hefur tekið miklum stakkaskiptum að undan- förnu og má þar merkja meiri al- vöru, aukið fé, kröftug hagsmuna- samtök, öflugt markaðsstarf, fleira vel menntað starfsfólk og fjölbreytta menntunarmöguleika Friðarskylda með ófriði? Erna Gísli Guðmundsdóttir Tryggvason FRAM hefur komið að í undirbúningi sé frumvarp um breyt- ingu á lögum um kjarasamninga opin- berra starfsmanna. Tilefnið er væntan- lega að Félagsdómur hefur sýknað Félag íslenskra leikskóla- kennara af kröfu um að uppsagnir 12 leik- skólakennara úr störfum hjá sveitarfé- laginu Árborg verði dæmdar brot á friðar- skyldu á gildistíma kjarasamnings og því ólögmæt vinnustöðv- un. Þríþætt markmið Rök ríkisstjórnarinnar fyrir að breyta lögunum og markmiðin með því eru væntanlega þríþætt: í íyrsta lagi að leikreglur á vinnu- markaði verði samræmdar; í öðru lagi að samningar skuli standa, þ.e. Samningar Einhliða breyting á lög- unum, segja Erna Guð- mundsdóttir og Gísli Tryggvason, væri brot á þessu samkomulagi. að virða skuli gerða kjarasamn- inga; í þriðja lagi að viðurlög vanti þegar út af bregður. Samræmi Varðandi fyrsta markmiðið skal áréttað að heildarsamtök opin- berra starfsmanna hafa lengi verið þeirrar skoðunar að ein vinnulög- gjöf skuli gilda í landinu enda eru ýmis atriði í lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna sem þrengja að stéttarfélögum þeirra umfram það sem leiðir af almenn- um lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Til dæmis má nefna þröng skilyrði við atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls þar sem krafist er 50% þátttöku í stað 20% á al- mennum vinnumarkaði auk þess sem heimild til verkfalls nær ekki til þeirra sem starfa við “nauðsyn- legustu öryggisgæslu og heilbrigð- isþjónustu. Ef hugur fylgdi máli um sam- ræmingu á leikreglum á vinnumarkaði hlytu menn að íhuga að taka lögin til gagngerrar endur- skoðunar og eru BHM og BSRB innan greinarinnar auk rann- sókna. Vakandi, viðbúnir Það eru engir fastar í ferðaþjón- ustu allt er breytingum háð og þóttvið uppsveitamenn séum vændir um að liggja eins og ormar á gulli með gífurlegan fjölda ferða- manna þá sofa þeir ekki, heldur hafa augun vel opin og fylgjast með þróun mála. Hér hefur verið rannsakað, hugur gesta, ferða- skipuleggjenda og heimamanna kannaður og á grundvelli þeirra upplýsinga mótuð stefna. Við uppsveitamenn eram ekki að flytja til Reykjavíkur heldur njótum þess besta, ýmist fjarlægð- ar eða nálægðar við höfuðborgina eftir því sem hentar hverju sinni. Hér verðum við tilbúin til móttöku þeirra gesta sem spáð er að hing- að komi í framtíðinni 500 þúsund eftir 10 ár og kjörorð okkar stefnu er gæði og gestrisni með áherslu á sögu og menningu. Höfundur er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessyslu. reiðubúin til þeirrar vinnu þótt ljóst sé að ekki er einfalt mál að samræma vinnulöggjöf í landinu. Samningar skulu standa í öðra lagi er markmiðið með lagabreytingu að samningar skuli standa - og lög halda. Tekið skal undir það markmið - en það verð- ur þá að gilda um báða aðila. Vart líður sá dagur að ekki sé í fjölmiðl- um fjallað um skaðabætur til opin- bers starfsmanns vegna ólögmætr- ar uppsagnar, dæmt um kynjamismunun í launakjörum eða bent á af hálfu umboðsmanns Al- þingis að hið opinbera virði ekki auglýsingaskyldu eða lagareglur um að ráða þann hæfasta til starfs- ins. Þá er algengt að reglur um vinnutíma og lágmarkshvíld séu brotnar. I tilvikum sem þessum vantar algerlega viðurlög við brotum á lögum og kjarasamningum á borð við þau úrræði sem gilda á al- mennum vinnumarkaði; stéttarfé- lög sjómanna geta t.a.m. fengið út- gerðarmenn dæmda i sektir þegar hafnarfrí sjómanna er brotið eða ef útgerðarmenn verða uppvísir að ólöglegu kvótabraski. Á sama hátt geta vinnuveitendur stefnt stéttar- félögum fyrir dóm ef þau eiga sök á ólöglegu verkfalli eða verkfalls- vörslu. A því sviði er jafnræði með aðilum. Viðurlög vantar Röksemdir félagsmálaráðherra í fjölmiðlum nýverið fyrir því að breyta þurfi lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna voru “að hópuppsagnir verði tvímæla- laust ólöglegar hjá þeim sem starfa eftir lögunum. Bent skal á að í lögunum er kveðið á um að stéttarfélög beri aðeins ábyrgð á samningsrofum einstakra félags- manna sinna ef þeim verður gefin sök á samningsrofinu. Ríkisstjórn- in er því að sækjast eftir viðurlög- um við brotum gegn lögum og samningsbundinni friðarskyldu - sams konar úiTæðum og samtök opinberra starfsmanna skortir til þess að opinberir vinnuveitendur virði lög og samninga. Einhliða breyting BHM og BSRB eru reiðubúin að taka þátt í endurskoðun laga um kjarasamninga opinberra starfs- manna með sama hætti og þegar lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 voru sett á grandvelli bókana með kjara- samningum og sérstaks samkomu- lags milli fjármálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og BSRB, BHM og kennarafélaganna hins vegar hinn 24. nóvember 1986. Viðræðunefnd þessara aðila kom sér saman um frumvarp til laga um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna og var samið um að fjármálaráðherra beitti sér fyrir því að fá það frumv- arp samþykkt á Alþingi. Einhliða breyting á lögunum væri því brot á þessu samkomulagi og þar með rof á friðarskyldu fjármálaráðherra. Erna er lögfræðingur BSRB og Gísli er frnmkvæm das tjóri BHM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.