Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10  LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Þingmenn úr
öllum flokkum
vilja banna
spilakassa
framsögu-
ÖGMUNDUR Jónasson, þingmað-
ur Vinstrihreyfíngarinnar - græns
framboðs, mælti á fimmtudag fyrir
tveimur lagafrumvörpum sem, að
sögn þingmannsins, miðast að því
að banna spilavíti á íslandi. Fimm
þingmenn standa að frumvörpun-
um, sem rædd voru samhliða, og
koma þeir úr öllum flokkum sem
fulltrúa eiga á Alþingi.
Auk Ögmundar standa þeir Arni
Gunnarsson, Framsóknarfiokki,
Gísli S. Einarsson, Samfylkingu,
Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis-
flokki, og Sverrir Hermannsson,
Frjálslynda flokknum, að frum-
vörpunum tveimur sem leggja til
breytingar á lögum um Happ-
drætti Háskóla íslands og brottfall
laga um söfnunarkassa. Frumvörp
þessi voru áður lögð fram á þingi
1997-1998 en hlutu þá ekki af-
greiðslu.
Ögmundur sagði
ræðu sinni að
spilakassarnir
svokölluðu, sem
eru einn helsti
tekjustofn ým-
issa þjóðþrifa-
stofnana á ís-
landi, væru ekk-
ert annað en
spilavíti. Sagði
Ogmundur að
skv. upplýsing-
um    SAA   færi
fjöldi spilafíkla á íslandi mjög vax-
andi, um eitt hundrað manns leit-
uðu aðstoðar á ári hverju vegna
þessar fíknar sem Ögmundur sagði
að færi að mörgu leyti verr með
einstaklinga og fjölskyldur þeirra
en áfengissýki.
Þannig hefðu borist fregnir af
sjálfsvígum manna, sem spilað
höfðu frá sér allar eignir og vel
það, þunglyndi og skuldafeni sem
oft næði ekki aðeins til einnar kyn-
slóðar heldur tveggja eða þriggja.
Ögmundur kvað eitthvað bogið
við það að slíkar þjóðþrifastofnanir
sem Háskóli íslands, Rauði kross-
inn, björgunarsveitirnar og jafnvel
SÁA sjálft stæðu í rekstri þessara
spilavíta og græddu þannig á
óhamingju þeirra sem ánetjuðust.
Ögmundur tók fram að hann gerði
sér vel grein fyrir því að finna yrði
þessum stofnunum annan tekju-
stofn en sagði hins vegar að sönn-
unarbyrðin hvfldi ekki á flutnings-
mönnum frumvarpanna í þeim efn-
um. Um það væru þeir heldur ekki
á eitt sáttir.
ALÞINGI
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, gerði einnig
að umtalsefni þá kaldhæðnislegu
staðreynd að ýmsar þjóðþrifa-
stofnanir hefðu ólánsfólk að féþúfu
með þessum hætti. Sagðist hann
vel gera sér ljóst að þessar stofn-
anir þyrftu tekjulind en það rétt-
lætti hins vegar ekki rekstur spila-
víta.
Pétur H. Blöndal kvaðst ein-
dreginn stuðningsmaður einstak-
lingsfrelsis en sagði að stundum
yrði einstaklingurinn viljalaus
þræll ýmissa fíkna og þess vegna
þyrfti að takmarka frelsi hans. Það
gerðu menn með því að banna eit-
urlyf, spilavíti o.s.frv.
Stórmál þótt það láti
lítið yfir sér
Einar K. Guðfinnsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, gerði hins
vegar harða hríð að málflutningi
flutningsmanna.
Sagði hann stór-
mál hér á ferð
þótt það léti e.tv.
lítið yfir sér.
Yrðu þessi frum-
vörp samþykkt
væri rústað fjár-
hagsgrundvelli
ýmissa af mikil-
vægustu stofnun-
um samfélagsins.
Gerði hann kröfu
til þess að þeir, sem legðu fram slík
mál, kæmu með tillögur um hvar
finna mætti þessum stofnunum
nýja tekjustofha.
Einar gagnrýndi ennfremur að
skv. frumvörpunum ættu breyting-
ar þessar að komast til fram-
kvæmda strax nú um áramót og
gæfu því engan umþóttunartíma.
Sagði Einar að þetta gæfi til kynna
að frumvarpið væri hrein sýndar-
mennska.
Valgerður Sverrisdóttir, þing-
maður          Framsóknarflokksins,
kvaðst almennt telja að happdrætti
auðguðu þjóðlíf. Viðurkenndi hún
þó að rekstur spilakassa orkaði tví-
mælis í því samhengi. Guðjón Guð-
mundsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, kvaðst sammála því að
mannlegur harmleikur hlytist oft
af spilafíkn, og að tvískinnungur
fælist í því að mennta- og hjálpar-
stofnanir auðguðust af spilavítum.
Lagði hann hins vegar áherslu á að
Alþingi gæti ekki með einu penna-
striki svipt þjóðþrifastofnanir
tekjustqfnum sínum.
Forsætisráðherra mælir fyrir frumvarpi um stjórnarráðið
Morgunblaðið/Kristinn
Þingmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Hjálmar Árnason ræða saman undir umræðum.
Ráðherrum veitt
skýr heimild til að
flytja ríkisstofnanir
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra
mælti í gær fyrir frumvarpi til laga
um breytingu á lögum um stjórnar-
ráð íslands en breytingin felur í sér
heimild til handa ráðherrum til að
flytja ríkisstofnanir sé ekki sér-
staklega tekið fram í stjórnarskrá
hvar stofnunin skuli staðsett.
Frumvarpið var áður lagt fram á
síðasta þingi en hlaut þá ekki af-
greiðslu.
Fram kom í máli forsætisráð-
herra að í tilefni frumvarpsins væri
dómur sem féll í Hæstarétti í des-
ember á síðasta ári þar sem
ákvörðun umhverfísráðherra um að
flytja starfsemi Landmælinga ís-
lands til Akraness var dæmd ólög-
mæt á þeirri forsendu að ráðherra
hafði ekki aflað sér lagaheimildar
fyrir flutningi stofnunarinnar frá
Reykjavík til Akraness.
Sérstaklega er kveðið á um að-
setur nokkurra embætta í stjórnar-
skrá en að sögn Davíðs hefur verið
litið svo á fram að þessu að þegar
þessum takmörkunum sleppti gæti
Alþingi ákveðið hvar ríkisstofnanir
væru staðsettar með almennum
lögum. Ákvæði Alþingi að taka ekki
afstöðu til staðsetningar stofnunar í
lögum hefði verið talið að það félli í
hlut þess ráðherra, sem stofnunin
heyrði undir.
Davíð rakti að Hæstiréttur hefði
á hinn bóginn komist að annarri
niðurstöðu, nefnilega þeirri að þótt
ekki væru bein fyrirmæli um það í
lögum að ríkisstofnun skuli staðsett
í Reykjavík verði ekki talið að það
eitt gefi ráðherra frjálst val um það
hvar hún skuli vera. Vöntun á
ákvæðum um þetta í lögum mætti
helst skýra með því að fyrirmæli
væru í stjórnarskrá um staðsetn-
ingu ráðuneyta og að það hefði
fram á hin síðari ár verið talið sjálf-
sagt að stofnanir, sem undir ráðu-
neytin heyrðu, hefðu einnig aðsetur
í höfuðborginnL
Sagði Davíð að dómur Hæsta-
réttar kallaði á að allur vafi yrði
tekinn af um heimildir ráðherra til
að ákveða aðsetur ríkisstofnana
sem undir ráðuneyti þeirra
heyrðu. Með frumvarpinu væri
brugðist við Hæstaréttardómnum
og þessi mál sett í réttan lögform-
legan farveg.
Geðþóttaákvarðanir
ráðherra lögleiddar?
Mörður Arnason, þingmaður
Samfylkingar, gagnrýndi frumvarp
forsætisráðherra harkalega við um-
ræður og sagði m.a. að það væri til
marks um sífellt minnkandi áhrif
Alþingis, verið væri að taka völd úr
höndum þess og færa í hendur
framkvæmdavalds.
Mörður gagnrýndi einnig að
frumvarpið gæfi ráðherrum heimild
til að færa stofnanir fram og til
baka að eigin geðþótta, til að afla
sér skyndivinsælda í héraði eða þar
fram eftir götunum. Sagði Mörður
jafnframt að réttur starfsmanna
stofnana væri fyrir borð borinn
með þessu frumvarpi.
Undir þessi sjónarmið tók Ög-
mundur Jónasson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, og sagði þingræði í land-
inu hér lagt undir. Vissulega ætti
að athuga hvort ekki væri hægt að
færa hluta af starfsemi ríkisstofna
út á land en það ætti að ráðast af
t.d. þeim möguleikum sem tækni-
framfarir gefa í þeim efnum, ekki af
pólitískum geðþóttaákvörðunum
ráðherra.
Hagsmunamál fyrir
byggðir landsins
Einar K. Guðfinnsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, sagði hins
vegar ótrúlega langt seilst að halda
því fram að í hvert skipti sem í bí-
gerð væri að breyta um heimilis-
fang stofnana þyrfti að úrskurða
þar um á Alþingi. Sagði Einar þá
Mörð og Ögmund gera allt of mikið
úr því að yeita ætti ráðherra þessa
heimild. í sama streng tók Arni
Gunnarsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, og sagði ekki hægt
að dæma allan flutning stofnana út
á land sem pólitískar skyndilausnir
og geðþóttákvarðanir. Það hefði
þvert á móti sýnt sig að slíkur
flutningur væri oft á tímum hag-
kvæmur og sagði Arni að í reynd
væri hér um mikið hagsmunamál
fyrir byggðir landsins að ræða.
Fullyrt í utandagskrárumræðu um þróun raforkumála að notkun innfluttra orkugjafa aukist
I UTANDAGSKRÁRUMRÆÐU
á Alþingi á fimmtudag velti Árni
Steinar Jóhannsson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, upp þeirri spurningu
hvort fyrirtæki í landinu keyptu nú
í auknum mæli innflutta orkugjafa,
t.d. svartolíu, í stað innlendrar raf-
orku vegna hás orkuverðs. Finnur
Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði
hins vegar að almennt hefðu iðnað-
arfyrirtæki í landi'nu ekki hætt
notkun raforku sem orkugjafa.
Árni Steinar fullyrti að það gerð-
ist æ algengara að fyrirtæki í mörg-
um greinum væru í þeim sporum að
þurfa að ákveða hvort hætta ætti að
kaupa innlenda, vistvæna raforku
og kaupa í staðinn svartolíu og aðra
innflutta orkugjafa. Velti hann fyrir
sér hvort skýringin væri sú að orku-
Iðnfyrirtæki almennt
ekki hætt notkun raforku
verð til smærri fyrirtækja væri frá
4,49 til 5 krónur kílówattstundin og
allt upp í átta krónur, en stóriðja
keypti raforkuna á einungis 99 aura
kílówattstundina þótt hún notaði
60% af allri raforkuframleiðslu í
landinu.
Sagðist Árni Steinar hafa þann
grun að verið væri að gera fyrir-
tækjunum erfitt fyrir að kaupa raf-
orku á afsláttarverði og beindi
þeirri fyrirspurn til iðnaðarráð-
herra hverjar væru horfur í orku-
búskap á komandi vetri með tilliti
til raforkuframleiðslu og hver þró-
un hefði verið á verði raforku til
iðnfyrirtækja.
Raforkuverð lækkað
á næstu árum
Finnur sagði í svari sínu að raf-
orkukerfi Landsvirkjunar annaði
öllum þörfum viðskiptavina varð-
andi forgangsorku og því væri
fjarri því að halda því fram það að
væri orkuskortur í landinu. „Horf-
ur á komandi vetri eru góðar varð-
andi forgangsorkuna. Staðan og
horfur í vatnsbúskapnum eru þó
engu að síður með þeim hætti að
það dregur úr framboði á ótryggu
rafmagni," sagði Finnur.
í máli hans kom fram að Lands-
virkjun hefur nú takmarkað af-
hendingu á forgangsorku til stór-
iðju og hækkað verð á rafmagni um
eitt þrep í gjaldskrá til almenn-
ingsveitna. „Vegna hás olíuverðs
hefur þrepahækkunin enn ekki, og
ég undirstrika það, enn ekki leitt
til samdráttar í eftirspurn eftir
ótryggu rafmagni. Iðnfyrirtæki
hafa því almennt ekki hætt notkun
raforku sem orkugjafa."
Finnur tók fram að eigendur
Landsvirkjunar hefðu mótað þá
stefnu að lækka raforkuverð í upp-
hafi næstu aldar að raunvirði um
2-3% á ári, eða um 20-30%. „Pessi
áform ganga eftir en til þess að
þessi áform geti gengið eftir þurf-
um við að virkja meira, við þurfum
að nýta meira af okkar náttúruauð-
lindum í því skyni. Og um leið og
við náum því að virkja meira, lækka
orkuverðið, virkja á öðrum og fleiri
stöðum á landinu erum við að
tryggja afhendingaröryggið og það
er það sem skiptir gríðarlega miklu
máli," sagði Finnur Ingólfsson.
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84