Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 49 17 A ÍKTAT /I D DT4 nizr umog byrgði lífsljósið skæra. Hvíl X l\ AiX JDJ þú Í friði, elsku Fannar Bjai-ki, þú > ____ lifír heill í hjortum okkar. OLAFSSON AriosSof,fa' + Fannar Bjarki Ólafsson fæddist 6. janúar 1993. Hann andaðist á Barnaspítala Hringsins aðfara- nótt miðvikudagsins 3. nóvember. Utför Fannars Bjarka fór fram frá Digranes- kirkju miðvikudag- inn 10. nóvember sl. Hann Fannar Bjarki er dáinn. Eftir langa og stranga bar- áttu hefur þessi litli vinur okkar hlotið langþráða hvíld. Langt er liðið síðan að ljóst varð að baráttan við veikindin var töpuð og að kveðjustundin var yfirvofandi alla tíð síðan. Samt er maður víst aldrei tilbúinn þegar kallið loksins kemui’. Kallið sem leysti hann Fannar okkar loksins frá sárum þjáningum lífsins í stríðinu langa við ólæknandi sjúkdóm. í brjóstum okkar bærast blendnar tilfinningar söknuðar og þakklæt- is. Söknuðar til lítils drengs sem ekki er lengur í þessum heimi og þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast honum og ganga með honum þennan stutta spöl í lífinu. Hann var langþráð ljós í lífí for- eldra sinna sem elsk- uðu hann og hlúðu að honum af ótrúlegri elju alla tíð til lpkast- undar. Elsku Óli og Þrúða, missir ykkar er meiri en orð fá lýst. Ekkert bam hefði getað fengið betri foreldra en einmitt ykkur eins og þið hafið alla tíð sýnt í veikindum Fannars með þrautseigju ykkar og æðruleysi. Litla ljósið ykkar skín nú loksins skært í öðrum heimi og lýsir okkur öllum í minningunni um lítinn einlægan rauðhærðan dreng sem við fengum að kynnast örstutta stund. Loksins hefur hann fengið frelsi frá líkamanum sem brást hon- Með þessu bamaversi langar okkur til að kveðja hann Fannar Bjarka. Ástarfaðir Wminhæða, heyr þú bama þinna kvak, ennídagogalladaga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himm frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnigmérafpsiþín. Anda þinn lát æ mér stjóma, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingrímur Thorsteinsson.) Hvíl í friði litli vinur. Kæra for- eldrar, megi Guð vera með ykkur og veita ykkur styrk. Starfsfólk Smárahvamms. ANTON BJÖRN FERNANDO + Anton Bjöm Femando fædd- ist 3. apríl 1977 í Reykjavík. Hann lést 4. nóvember sl. Utför Antons Björns fór fram frá Fella- og Hólakirkju föstu- daginn 12. nóvem- ber sl. Elsku Toni, við sitj- um hér þrír vinimir til að kveðja þig. Það reynist okkur erfitt svona ungir sem við er- um. Snemma hófst vin- skapur með þér og Róberti, aðeins sex ára gömlum. Þú fluttist burt úr Breiðholtinu í nokkur ár, en þegar þú komst aftur féllstu strax inn í hópinn og urðum við þá allir mjög nánir vinir. Gott var að trúa þér fyr- ir okkar innstu málum, þú hlustaðir vel og gast gefið okkur góð ráð. Allt- af varst þú traustur vinur. Margt var brallað á unglingsáranum og varst þú hrókur alls fagnaðar. Eitt skipti sem þú gistir hjá Róberti var ákveðið að nenna ekki í skólann dag- inn eftir og settum við ennið á ofn- inn og kölluðum á mömmu til að finna, en að sjálfsögðu dugði þetta ekkert og voram við reknir með harðri hendi í skólann. Aðaleinkenni í fari þínu var áreiðan- leiki og gleði, enda var alltaf stutt í þitt sér- staka bros sem fyllti mann gleði. Þegar við urðum eldri vora kvennamálin að sjálf- sögðu í brennidepli og varst þú búinn að finna þér lífsförunaut og varst fyrstur til að eignast barn en svo fylgdum við þér tveir fljótlega eftir. Kæri vinur, það er hoggið stórt skarð í vinahópinn sem ekki verður fyllt. Toni okkar, við kveðj- um þig með söknuði og trega. Elsku góði guð, varðveittu Tönju, Alexíu Rós, Pálínu, Edvin og aðra ástvini og gefðu þeim styrk í þessari miklu sorg. Róbert, Orri og Óskar. Kæri Toni. Okkur langar til að þakka þér fyrir allar góðu samver- ustundirnar undanfarin ár. Minn- ingin um þig mun aldrei gleymast og er sú minning geymd í hjarta okkar um ókomna tíð. Hvíl í friði kæri vinur. Kallið er komið, kominernústundin, EYÞÓR STEFÁNSSON + Eyþór Stefáns- son fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 3. nó- vember sl. Útför Ey- þórs var gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaglnn 13. nóvember sl. Kveðja frá Kirkjukór Sauðárkróks Heiðursfélagi okk- ar, Eyþór Stefánsson, var frum- kvöðull að stofnun kirkjukórsins og stjórnaði honum um 43 ára skeið. A þessum árum má segja að heimili þeirra hjóna hafi verið ann- að heimili kórfélaga, þar fóru söng- æfingar fram og ýmsar aðrar uppákomur tengdar kórstarfinu. Kórinn varð þess heiðurs aðnjót- andi að frumflytja flest af hans fallegu kórlögum. Þau hjón bjuggu yf- ir sérstökum glæsi- leika, en hitt verður aldrei hægt að út- skýra hvað þau báru með sér mikla útgeisl- un í félagsskap. Listina að hrífa aðra með sér til mik- illa átaka og afreka er ekki hægt að læra, sá hæfileiki er meðfædd- ur. Kirkjukórinn naut þess ríkulega hvað Eyþór var mikill eld- hugi og gat framkvæmt ótrúlega hluti með list sinni, bæði á tónlist- ar- og leiklistarsviði og eins með sinni geislandi frásagnarsnilld og óþrjótandi orku til að lýsa upp um- hverfi sitt, slíkra manna er gott að minnast. Við vottum barnabörnunum samúð okkar og óskum þeim alls góðs. vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hþóta skalt. Grátnirtilgrafar göngumvérnúhéðan, fylgum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðirvérmegum þér síðar fylgja’ í friðarskaut (V. Briem.) Elsku Tanja og Alexía. Við biðj- um góðan Guð gefa ykkur styrk til þess að takast á við þessa erfiðu stundir sem nú era og biðjum við þess að minningin um góðan, hæfi- leikríkan og einstakan dreng megi mOda sárin. Við getum huggað okk- ur við það að ef einhverjum er vel tekið hjá Guði og englunum, þá er það honum Tona okkar. Ykkar vinir að eilífu, Dagný, Jóhann og óskírður Jóhannsson. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að bh't- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skOafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takm- arkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skOafrests. JONA SIGRUN JENSDÓTTIR 4- I Jóna Sigrún Jensdóttir fæddist í Þaralátursfirði N- Isafjarðarsýslu 28. febrúar 1916. Hún lést þann 9. nóvem- ber 1999. Útför Jónu Sigrúnar fór fram frá Siglufjarð- arkirkju 16. nóvem- ber sl. Ég minnist Sigrún- ar Jensdóttur með djúpri virðingu og þakklæti. Með virð- ingu fyrir stórvirkið sem hún vann að ala upp og senda til mennta stóran mannkostahóp tO uppbyggjandi starfa í þjóðfélaginu - reglusamt, heiðarlegt, áreiðan- legt, samvizkusamt og traust fólk. Þessir eiginleikar vora auðvitað fyrst og fremst hennar eigin kostir. Kostir, sem börnin fengu frá henni sem veganesti út í lífið. Þannig var hún sjálf. (Ég naut þess að eiga sum barna hennar sem nemendur.) Ég er þakklát fyrir örlæti hennar og takmarkalausa gestrisni, sem ég reyndi árum saman, er leið mín lá inn á heimili hennar. Það skipti engu, hvort við voram fleiri eða færri, alltaf var heimOi þeirra hjóna opið með öllu sem bezt varð fundið og ferðalöngum kæmi vel að njóta. Þó við ympraðum stundum á því að hverfa eitthvert annað til þess að íþyngja ekki og þrengja að, voru slíkar athugasemdir sem ót- öluð orð. I öOu hléd- rægu lítillæti sínu og orðfárri festu vissi systir Sigrún veg sinn og vilja. Þar var hvorki orðflaumur né fjargviðrun. Móti okkur skyldi tekið og við okkur gert samkvæmt rausn hennar og göfgi. Hjfy henni sannaðist vissu- lega orðtækið: „Þar sem er hjartarúm er húsrými." Hún bjó yfir mikflli hjartahlýju. Auk þess, sem hér er sagt var systir Sigrún sanntrúuð og hvikaði hvergi á því sviði fremur en annars staðar þar sem sannfæring hennar lá að baki. Hún var orðheldin og vinföst. Hér er gengin ein hinna sönnu ís- lenzku mæðra, sem með störfum og uppeldi hafa lagt sinn mikilvæga undirstöðustein samfélaginu til uppbyggingar. Blessuð sé minning hennar. Kæru vinir mínir, börnin öll, Eri- endur og allir aðrir ástvinir. Við hjónin sendum ykkur öllum inni- legustu vina- og samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og styrki. Sólveig og Jón Hjörleifur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NÍELSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, (ína), Réttarholtsvegi 83, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, fimmtudaginn 18. nóvember, kl. 13.30. Elísabet Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Brynja Baldursdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Hilmar Helgason, Jensína Jónsdóttir, Eiríkur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ................................. t Við þökkum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MARTEINS BJÖRNSSONAR verkfræðings og fv. byggingarfulltrúa Suðurlands, Víðivöllum 10, Selfossi. Arndís Þorbjarnardóttir, Björn Marteinsson, Ólöf Helga Þór, Guðrún Marteinsdóttir, Kristberg Kristbergsson, Hlín Kristbergsdóttir, Gunnar Sveinn Magnússon. t Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, JÓNS KJARTANSSONAR símaverkstjóra, Litlagerði 2, Húsavik. Sérstakar þakkir til björgunarsveitarmanna, sem lögðu svo hart að sér við erfiðar aðstæður. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Bertha Pálsdóttir. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.