Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 B 5 BÆKUR Ársrit um norrænar bókmenntir 1999 Landsmálablöðin og amma mín STULKA með fingur heitir fjórða skáidsaga Þórunnar Valdimar- Svana- söngur ritstjórn- arinnar ÚT er komið ársritið Nordisk litt- eratur 1999 en það hefur m.a. að geyma yfirlitsgreinar um norræn- ar bókmenntir á síðasta áratug tuttugustu al- darinnar, stutt- ar fréttir um nýjar bækur og greinar um nor- rænar bók- menntir um síð- ustu aldamót. Ritið er gefið út á vegum Nor- rænu bók- mennta- og bókasafnsnefndarinnar, NOR- DBOK, og Norrænu ráðherran- efndarinnar og hefur komið út á hverju ári frá því 1993. Aðal- ritstjóri er Bjom Bredal, einn af menningarritstjórum danska dag- blaðsins Politiken, en aðrir í rit- stjóm em Tuva Korsström frá Finnlandi, Jonhard Mikkelsen frá Færeyjum, Hákon Harket frá Noregi, Ingrid Elam frá Svíþjóð og Silja Aðalsteinsdóttir frá IsL andi. Sú síðastnefnda er þriðji Is- lendingurinn sem átt hefur sæti í ritstjóminni, en á undan henni hafa setið þeir Ingi Bogi Bogason og Ástráður Eysteinsson. Nú tekur við ný ritstjóm og því hefur öllum sjö heftunum verið safnað saman og þau gefin út i sérstakri möppu, auk þess sem gefin hefur verið út skrá yfír alla norræna bókatitla sem greint hef- ur verið frá í ritinu. Þessi síðasti árgangur er því einskonar svana- söngur fráfarandi ritstjómar, að sögn Silju. Viðtal við Piu Tafdrup Silja segir ritið ætlað áhuga- mönnum um norrænar bókmenn- tir í grannlöndunum, útgefend- um, þýðendum og bókasafnafólki. Aftan við meginmál, sem er ritað á norrænum málum, er ensk þýð- ing á öllu efni ritsins. „Það hafði lengi verið gefið út lítið rit með smáfréttum um bækur og ör- stuttu yfirliti yfir útgáfu hvers lands á árinu, Læs noget nordisk hét það. Það þótti eiginlega hvorki fugl né fískur en kosta samt furðulega mikla peninga," segir Silja um undanfara ár- sritsins Nordisk litteratur. Síðar- nefnda ritið segir hún mun mynd- arlegra og vitsmunalegra og taka mjög vel á þeim bókum og höf- undum sem tilnefndir eru til Bók- menntaverðlauna Norðurlandar- áðs. Auk umfjöllunar um tilnefndu bækurnar er í 1999- heftinu viðtal við danska Ijóð- skáldið Piu Tafdrup, sem hlaut verðlaunin 1999. Þar er einnig að finna yfirlitsgreinar um bók- menntir tíunda áratugarins í hveiju hinna norrænu landa, en auk þess eru þar stuttar fréttir um dijúgan hluta nýútgefínna bóka liðins árs í hveiju landi. í tilefni aldarloka er svo brydd- að upp á þeirri nýbreytni að birta greinar um menningarmál og bókmenntir um síðustu aldamót. Per Olov Enquist skrifar um Aug- ust Strindberg, Bjom Bredal um Gíeorg Brandes, Sigrid Com- búchen um Knut Hamsun og Hall- dór Guðmundsson um Þórberg Þórðarson og Halldór Laxness. Það að tveir þeir síðastnefndu séu teknir með í umfjöllun um nor- rænar aldamótabókmenntir rök- styður Silja með því að innreið nútímans hafi einfaldlega hafist seinna hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. „Við emm í nít- jándu öldinni þangað til þeir ryðj- ast fram, Þórbergur og Halldór, með nýjan stíl og nýja sýn á ein- staklinginn. Við hefðum náttúm- lega getað tekið (Jest Pálsson og Einar Kvaran en það hefði bara ekki verið samsvarandi Strind- berg og Brandes og Hamsun. Okkar jafnokar þeirra stórmenna em Halldór og Þórbergur," segir hún. sdóttur rithöfundar og sagnfræð- iiigs ogjafnframt tíunda bókin hennar, því Þórunn hefur líka skrifað mörg verk sögulegs eðlis og eina ljóðabók. Fyrri skáldsögur Þórunnar gerast í samtímanum og ein þeirra er framtíðarskáldsaga. Stúlka með fingur gerist í kringum siðustu aldamót og segir af Unn- i.stúlku úr höfuðstaðnum sem send er í vinnu upp í sveit. Sem sagn- fræðingur og skáldkona hefur Þómnn því samein- að þessa krafta sma í nýja verkinu. „Upphaf Stúlku með fingur má rekja til fi-éttar sem ég las í Fjallkonunni um snjófljóð sem féll á ferðafólk," segir Þórann Valdimarsdóttir í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. „Prestur komst undan en fjórir hestar, vinnumaður, hundur og stúlka hurfú undir snjó. Svo segir í Ejall- konunni að prestur hafi náð að bjarga stúlkunni afþví henni tókst að setja fingur upp úr snjónum. Ekki veit ég hvort það vom einn fingur eða fimm því orðið er eins í eintölu og fleirtölu. En það verður erfitt að þýða titilinn ef bókin verð- ur þýdd á ensku þar sem orðin em ekki eins í eintölu og fleirtölu." I fimm ár hefur Þórunn unnið sem sagnfræðingur með hcimildir frá árinu 1900 og lesið og rannsa- kað landsmálablöð ársins. Afrekst- ur þess er Stúlka með fingur og sagnfræðiverk um árið 1900 sem út kemur á næsta ári. Þórann brúar í Stúlku með fingur túnana okkar við síðustu aldamót meðal annars með hrífandi stíl sem talar við lesandann á okkar máli en tínir líka upp horfin og sjaldséð og sjar- merandi orð. „Söguhefjan mfn hún Unnur liggur mjög gömul á „chais- elongue" eða legustól og er, eins og við verðum þegar við verðum göm- ul, vamarlaus gagnvart hugsun sinni. Þannig byijar bókin. Unnur tekur okkur með sér aftur í tímann sinn þar sem mikið lifir af tungut- aki aldamótanna. Meðfram sagn- fræðistörfúm múium um áríð 1900 skráði ég oft hjá mér bæði skemmtilega hluti og orð sem ég nota í bókinni. Unnur er gömul nú- túnakona sem lætur sig dreyma um gömlu túnana." Fræðimennskan er þó ekki eini bakgmnnur nýju skáldsögunnar: „Þegar ég var lítil var til heima hjá mér bók sem hét The Secret Museum of Mankind, sem er ljós- myndabók frá síðustu öld með hundmða Ijósmynda úr öllum heiminum, jafnt af kínverskum, ís- lenskum og afrískum villimönnum. Ég nota myndir úr þessarí bók. Stúlkan sem ríður berbakt klof- vega með fötu í hendinni er sú sem ég sá fyrir mér sem Unni. Ég lét Ijósmyndina eiga sér stað í - sögunni þegar kafteinninn tekur sömu mynd af Unni. Svo nota ég atríði úr sögu Þómnnar Jónsdóttur ömmu minnar sem var al- in upp í Reykjavík um síð- ustu aldamót. Mamma mín, Erla Þórdís Jónsdótt- ir, skrifaði bemskuminn- ingar mömmu sinnar og bókin kom út eftir stríð og heitir Bemska í byijun al- dar. Ég nota heilu senumar úr þeirri bók. Mamma skáldaði margt sjálf inní sögu ömmu og þess vegna heitir hún ekki Þómnn f bókinni minni, heldur Unnur. Amma mín trúlofaðist manni n sem var ekki nógu fínn fyrir hana. Móðir hans mætti uppá Laugaveg til langömmu og tilkynnti henni að amma væri ekki nógu fúi fyrir son hennar. Samt var hún kennaraskó- lagengin, en hún var sjómannsdótt- ir. Amma var svo sár að hún fór í næsta skip til Englands. Og bjó í London í tvö ár. Þetta gerist líka allt í sögunni minni. Samt er Unnur ekki amma, því margt í Stúlku með fingur er hreiim uppspuni. Til dæmis veit ég ekki til þess að ömmu minni hafi verið nauðgað." Um Ieið og þú skrifar sögu sem gerist í kríngum síðustu aldamót talar þú við túnana okkar í dag. Hvað ertu að segja okkur? „Ég er að segja okkar túna hvað stéttaskiptingin var grimm. Hvað lífið var oft fallegt og yndislegt, líka hjá vinnufólki og verkafólki. Hvað fólk var frjálst þrátt fyrir öll þau boð og bönn sem fúndust. Það var til dæmis ekki fyrr en árið 1869 sem hór varð löglegt. Það er að segja maður var ekki sóttur til saka fyrir það, en sá sem hafði ver- ið kokkáleraður gat að vfsu farið i' máj. En það gerði enginn. Ég er þó fyrst og fremst að segja fólki í dag að leysa þá vondu fjötra sem enn hefta hamingjuna." Píanó-leikur BÆKUR Tónl istarliók BJÖRGVIN Þ. VALDI- MARSSON Píanó-leikur 1.(1996), 2. (1997), og 3. (1999) hefti og Jólalög 1. (1995), 2. (1995), og 3. (1995) hefti. Ut- gefandi: B.Þ.V. Myndir: Sigríður M. Njálsdóttir Prentun: Offsetfjölritun hf. FYRIR skömmu kom út 3. og síð- asta heftið af Píanó-leik (píanóskóla) Björgvins Þ. Valdimarssonar. Bæk- urnar þijár ásamt jólabókunum þremur í sama flokki bera þess vitni að höfundur er reyndur kennari. Sérlega skemmtileg teikning prýðir kápu bókanna með nótnagildum sem renna brosandi eftir hljómborð- inu og er frágangur allur til fyrir- myndar. Tvískipting orðsins píanó- leikur í titli bókanna undirstrikar að píanónámið skuli líta á sem leik og gefur kannski einnig í skyn að með bókunum sé námið leikur einn. Vart þarf að taka fram hve mikill fengur er að íslensku kennsluefni í píanóleik fyrir byrjendur enda eru bækumar þegar mjög vinsælar. Er- lendis er vel þekkt að byggja kennsluefni í píanóleik á lögum sem böm í viðkomandi löndum þekkja og geta sungið. Ymsir skólar sem hér em notaðir bera þessu vitni. Kennsluefnið verður aðgengilegra og ýmis tæknileg atriði leysast svo tfl af sjálfu sér þegar nemandinn þekldr lagið. Þá þekkingu er síðan hægt að yfirfæra á önnur lög. Tónfræðiverkefni og klappæfing- ar era í öllum þremur heftum píanó- skólans og er það sérlega heppilegt fyrir nemendur sem ekki era í sér- stökum tónfræðitímum. Einnig er passað upp á að kennarinn gleymi ekki tónstigum og kadensum. 11. heftinu era mörg laganna fjór- hent og er það hugsað sem stuðning- ur fyrstu skrefin. Vinur minn sem er fyrsta lagið í moll er sérlega fallegt og enn fallegra með undirspili kennarans. Þríundir í Tvíburunum era kannski kynntar óþarflega snemma en það að Dans og Ys og Þys nýtir efra og neðra tónsvið hljómborðsins finnst nemendum spennandi. Fljúga hvítu fiðrildin, Karíus og Baktus, Litlu andarung- amir, Krummi svaf í klettagjá og önnur lög sem íslensk böm geta sungið virka mjög hvetjandi í nám- inu sem og Glettinn máninn þar sem er gott samspil milli handa. Afmæl- islagið hefur valdið sumum nemend- um heilabrotum með því að vera rit- að með jöfnum áttundapörtum. Fleiri lög hefði mátt hafa í F-dúr eft- ir að hann var kynntur eins og gert var eftir G-dúr tónstigann. Kenn- aravalsinn er óþarflega líkur Skrid- skovals úr Vi spelar piano en meiri næmni er beitt í staðsetningu hans miðað við þau vandamál sem hann felur í sér. Guttavísur eru sérlega skemmtilega útsettar og lögin Kisa mín og í bljúgri bæn era vel heppn- uð. Karlinn sem lá á flautunni, Skrýtni karlinn og Vélmennið sem notast öll við endurteknar tvíundir era ekki nógu músíkölsk en vekja þó lukku hjá mörgum nemendum. Lokalag 1. heftis, Sigursöngur, er í það erfiðasta til að sigui-víman hald- ist til enda. 2. hefti er eðlilegt framhald 1. heftis með íslensk og erlend þjóðlög í meirihluta og einnig era þar íslensk og erlend lög sem flestir kannast við. Góða tungl, Evrópu-lagið, Kindur jarma í kofunum og Vakna Dísa era öll dæmi um skemmtilegar útsetn- ingar. Skemmtikrafturinn eftir S. Joplin er ágætur en Lambada er ekki eins vel heppnað auk þess sem eitt slag vantar í lokatakt lagsins. Óðurinn til gleðinnar er útsettur á full einhæfan hátt með Alberti- bassa í samstíga 5-undum út í gegn. Blús og Rokklag ættu að halda stuð- boltunum við efnið. Bí, bí og blaka og Sofðu, sofðu góði era sérstaklega falleg og vöggulagið Sofðu unga ást- in mín er ágætlega útsett með vagg- andi stefi í vinstri hendi. Utsetning á Úr nýja heiminum eftir Dvorak og Litlu næturljóði eftir Mozart er góð hugmynd sem kveikir vonandi áhuga á fyrirmyndunum. 3. heftið er vel til þess faliið að við- halda áhuganum með lögum eins og Til Elísu, O Sole Mio, Hæ, mambó og öðram slíkum en einnig á Fljótáð eftir Björgvin sjálfsagt eftir að vekja lukku þai- sem hendumar líða yfir og undir hver aðra. Lítál sónatína er hinsvegar eldd nógu músíkalskt áhugaverð. Anægjulegt var að sjá hið yndislega lag Litfríð og Ijóshærð eftir Emil Thoroddsen sem lokalag bókarinnar og Poppkom eftir Kas- sem átti skilið að verða aðgengi- legra í hefti sem þessu. Rækt er lögð við klappdæmi til að þjálfa sjálfstæði handa og kynnt er æfingaáætlun fyrir fyrsta lagið í bókinni til að nemandinn temji sér öguð vinnu- brögð. 11. og 2. hefti er nemandinn þjálf- aður í að spila eftir eyranu en svipuð verkefni vantar í 3. heftið. Verkefnin mættu vera fleiri, í sömu númeraröð og jafnvel í sömu stærð og lögin tál að undirstrika gildi slíkrar kunnáttu sem einnig er hvatning til að semja eigin lög. Sömuleiðis hefði mátt reyna meira á heym nemandans sjálfs. í þessum þremur heftum Píanó- leiks (píanóskóla) tekst nokkuð vel að þræða hinn þrönga veg milli þess sem nemandinn vill spila og þess sem hann þarf til þess að fá nauð- synlega undirstöðu. Sumar útsetn- ingar hefðu mátt vera hugmyndar- íkari en margar perlur leynast þó á meðal laganna. Jólalagabækumar eru þrjár tals- ins og innihalda lög og texta sem við þekkjum öll frá jólatrésskemmtun- um. Nemandi sem hefur nám um haust getur auðveldlega spilað um jólin flest laganna í fyrsta heftinu sem eru útsett fjórhent. í 2. heftinu era lögin mörg þau sömu og í 1. hefti en ekki útsett fyrir ijórar hendur. Sérstaklega ber að þakka látlausa en fallega útsetningu á Slá, þú hjart- ans hörpu strengi í 3. heítinu og Nóttin var sú ágæt ein í 1. og 3. hefti er falleg í báðum útfærslum. Þó að útsetningar hefðu mátt hafa sjálf- stæði radda oftar að leiðarijósi og sum laganna þjáist að vissu leyti af hugmyndaskorti er víst að nemend- ur og íjölskyldur þeirra eiga eftir að skemmta sér vel með bækumar. Björgvin er óskað til hamingju og þakkað gott framlag til píanók- ennslu hér á Islandi. Unnur Fadila Vilhelmsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.